Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 30.07.1998, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGVR 30. JÚLÍ 1998 - 13 ÍÞRÓTTIR FH-ingar á siglingu eftir slaka byrjun Úr leik Fjölnis og Hauka. Haukastúlkur unnu sinn fyrsta sigur í deildinni í sumar. Olga skorar og skorar Þrír leikir fóru fram í Meistardeild kveirna í fyrrakvöld. Valur og KR héldu áfram sigur- göngu siuni og uunu bæði sína leiki. Hauk- ar iiii n ii sinn fyrsta sigur í deildinni. Valsstúlkur Iéku gegn Stjörnunni í Garðabæ og sigruðu þar 2-0. Þetta var níundi sigurinn í röð hjá Val, en þær hafa ekki enn tapað Ieik í deildinni og eru efst- ar með 27 stig. Þremur stigum meira en KR, sem er með 24 stig og hefur aðeins tapað einum Ieik. Valur var betra liðið í Ieiknum og sótti stíft í fyrri hálfleik eftir jafna byrjun. A 25. mínútu skor- aði Laufey Olafsdóttir fyrra mark Vals með þrumuskoti af iöngu færi og small boltinn í þverslánni og inn. Þetta var mjög glæsilegt mark og eflaust eitt það falleg- asta sem sést hefur í deildinni til þessa. Þegar langt var Iiðið á hálfleikinn sendi Laufey lúmska sendingu á Ásgerði Ingibergs- dóttur, sem læddi boltanum með hælnum í mark Stjörnunnar. I seinni hálfleiknum jafnaðist leik- urinn heldur og Stjarnan átti þá ágæta spretti, en tókst þó ekki að skora frekar en Valsstúlkum. Fyrsti sigurleikur Hauka I Grafarvogi léku Fjölnir og Haukar og sigruðu Haukarnir 1 - 0 í Ieiknum. Þetta var fyrsti sigur Hauka í deildinni og kærkomin 3 stig í botnbaráttunni, en þær eru nú í neðasta sæti með 4 stig, einu á eftir Fjölni, sem er með 5 stig í næstneðsta sæti. Haukastelpurnar voru mun sterkari í fyrri hálfleik, en tókst þó ekki að skora gegn sterkri vörn Fjölnis. I seinni hálfleikn- um komu Fjölnisstúlkur meira inn í leikinn og sóttu stíft á köfl- um. I lokin náðu Haukarnir að skora gegn gangi leiksins og var það Ragnhildur Ágústsdóttir sem skoraði markið með góðu skoti frá vítateig. Olga með enn eina þrennuna Olga Færseth heldur áfram að skora mörk á færibandi, eins og hún hefur gert í síðustu leikjum. I fyrrakvöld urðu þau 3 í leiknum gegn IA í Frostaskjóli sem endaði 6-0, en í leiknum þar á undan 5. Hún er nú komin með 17 mörk í deildinni og spurning hvort nýtt markamet er í uppsiglingu. Ungt Iið Skagamanna átti aldrei mögu- leika gegn sterku liði KR-inga og aðeins spurning hve mörkin yrðu mörg. Þær áttu þó sín færi, en tókst ekki að skora. Dúa Ás- björnsdóttir markvörður IA stóð sig mjög vel í markinu og kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri. Auk Olgu skoruðu þær Ragna Lóa Stefánsdóttir og Ásthildur Helgadóttir fyrir KR, en eitt mark var sjálfsmark. Blikar komnir með sex stiga forystu eftir eHefu umferðir í 1. deUd. FH-ingar eru nú komnir í þriðja sæti 1. deildar eftir 3-0 sigur á Þór i Kaplakrika í fyrrakvöld. Hörður Magnússon hinn mikli markaskorari er nú að komast í sitt gamla form og er aftur kom- inn á skotskóna. Hann skoraði fyrsta mark Ieiksins með góðu skoti úr vítateignum, en hann var mjög ógnandi allan leikinn. Það er allt annað að sjá til FH- liðsins í dag, en í byrjun móts og mikill kraftur er í sóknarleikn- um. Með sama framhaldi má eiga von á liðinu í toppbarátt- unni, eins og þeim var spáð fyrir tímabilið. Auk Harðar skoruðu Brynjar Gestsson og Guðmund- ur Sævarsson sitt hvort markið fyrir FH. Með 3-0 sigri á Fylki í Árbæn- um náði Breiðablik sex stiga for- ystu á toppi 1. deildar, en þeir eru nú með 27 stig, sex stigum á undan Víkingi sem er i 2. sæti. Breiðablik var miklu betra lið- ið í Ieiknum og áttu Fylkismenn aldrei möguleika gegn yfirveguð- um leik þeirra. Blikarnir unnu nú sinn sjötta sigur í röð í deiid- inni og hafa sett stefnuna beint á úrvalsdeildina. Mörk Breiðabliks skoruðu Atli Kristjánsson tvö og Kjartan Einarsson eitt. Sameinað Iið Austfirðinga, KVA er enn að gera það gott í deildinni og gerði 2-2 jafntefli við lið Víkinga á Eskifirði. Leik- urinn fór rólega af stað, en Vík- ingar voru þó sterkari í sóknar- leiknum. Heimamenn skoruðu fyrsta markið en það gerði Bob- an Ristics með hörkuskoti. Vík- Hörður Magnússon er nú kominn á kunnuglegar slóðir á markalist- anum. Hann hefur skorað sex mörk í deildinni og er næstmarka- hæstur á eftir Atla Kristjánssyni, Breiðabliki, sem hefur skorað sjö. ingar jöfnuðu síðan úr víta- spyrnu á 21. mínútu, sem Sum- arliði Árnason skoraði úr og tíu mínútum siðar bætti Hólm- steinn Jónasson öðru marki við fyrir Víkinga. Heimamenn voru heldur ákveðnari í seinni hálfleik og jöfnuðu úr vítaspyrnu sem Rist- ics tók, þegar um stundarljórð- urngur var liðinn af hálfleiknum. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum þrátt fyrir fjölda mark- tækifæra á báða bóga. I Kópavoginum vann Skalla- grímur HK 4-3 í miklum marka- Ieik. Mörk Skallagríms skoruðu þeir Valdimar K. Sigurðsson tvö og Freyr Bjarnason og Þórhallur R. Jónsson eitt hvor. Fyrir HK skoraði Villý Þór Olafsson tvö og Guðmundur Páll Gíslason eitt. Á Akureyri tók KA á móti Stjörnunni og sigruðu norðan- menn 1-0. Markið gerði Davíð Garðarsson. ÍÞRÓTTAVIÐ TALIÐ Fmuntán sinnum íslandsmeistari Sigríður Pjetursdóttir hestaíþróttaliona Þátttoka kvenna í hesta- tþróttum ersífelltað aukast og þá sérstaklega í flokkum ytigri keppenda. Sigríður Pjetursdóttir átján ára hestakona úr Kópavogi ogfimmtánfáld- ur íslandsmeistari, sigraði í hindrunarstökki íflokki ungmenna á íslandsmót- inuáAkranesi um helgina. | ! - Hyað er liindrunarstökk? „I hindrunarstökki fer maður í gegnum nokkrar þrautir, þar sem hesturinn þarf að stökkva yfir hindranir. Hindranirnar eru þannig, að settar eru upp spírur með mismunandi hætti á af- markaðri braut og síðan er það tíminn sem ræður úrslitum." - Er þetta erfið keppni fyrir hestinn og krefst hún mikillar þjálfunar? „Þetta reynir töluvert á hestinn og þá aðallega á framfæturna. Hjá hestinum er það eins og hjá manninum, að æfingin skapar meistarann. Þessi keppni hentar sumum hestum betur en öðrum og segja má að sumir hafi þetta í sér. Þetta er líka spurning um góða samvinnu hests og knapa. Eg æfði ekki mikið fyrir þessa keppni, en hesturinn sem ég keppti á, sem heitir Þokki og er frá Ríp, er vanur hindrunarstökkinu og fór létt með allar þrautirnar og felldi ekki eina einustu." - Hvað kepptir þú t mörgunt greinum á Islandsmótinu og hveritig gekk þér? „Auk hindrunarstökksins keppti ég í tölti, fimmgangi, fjór- gangi, fimi og gæðingaskeiði. Mér gekk svona sæmilega, en ekkert of vel. I fimmgangi stökk hesturinn út af brautinni og var þar með úr leik. Eg var einnig úr Ieik í gæðingaskeiðinu, en náði þriðja sæti í fimi, sjöunda sæti í tölti, sjötta sæti í fjórgangi.“ - Keppir þú á sama hestinum í öllum greinum? „Nei, ég keppti á sama hestin- um í fjórgangi, tölti og fimi. Hann heitir Kolbakur og er frá Osi. I fimmgangi keppti ég á Kjóa frá Litlu-Tungu, en það er hestur sem ég bind miklar vonir \-ið og í gæðingaskeiði keppti ég á Ýr frá Hafnarfírði." - Hvenær byrjaðir þú í hesta- mennsku? „Eg er búin að vera í þessu síð- an ég man eftir mér og segja má að ég hafi fengið þetta í vöggu- gjöf. Foreldrar mínir, þau Pjetur N. Pjetursson og Elsa Magnús- dóttir eru líka á fullu í hesta- mennskunni og hafa líka verið að keppa. Pabþi hefur aðallega verið að dæma á mótum að und- anförnu en mamma tekur á fullu þátt í keppnum. Hún var með á íslandsmótinu og stóð sig ágæt- lega og náði til dæmis þriðja sæti í slaktaumatölti og fjórða sæti í fimi.“ - Fer mikill tími í þjálfunina og hvað eigið þið marga keppn- ishesta? „Við eigum í allt tuttugu og sex hesta á járnum, sem eru í þjálfun og það fer mikill tími í að sinna þeim. Það er lítill tími fyrir ann- að og ég sé ekki eftir honum. Hestarnir gefa okkur mikið og þetta er geysilega skemmtilegt og íifandi sport.“ - Hvenær hyrjaðir þú að keppa og hvenær vannstu þinn fyrsta titil? „Eg var ekki nema fimm ára þegar ég keppti í fyrsta skipti. Það var á móti hjá Sörla í Hafn- arfirði. Eg tók þátt í mínu fyrsta Islandsmóti þegar ég var níu ára, en það var í Borgarnesi og þá keppti ég á Þokka. Síðan tók ég fyrst þátt í landsmóti árið eftir, þá tíu ára, en það var á Vind- heimamelum. Minn fyrsta Islandsmeistara- titil vann ég þegar ég var tólf ára, á Islandsmótinu í Húnaveri. Þá keppti ég á Þokka og Skagfjörð. Nú eru titlarnir orðnir fimmtán, en ég hef mest unnið sjö titla á einu og sama mótinu. Það var á íslandsmótinu sem haldið var á Akureyri 1992." - Hverjar eru þt'nar helstu keppnisgreinar og f hvaða greinum hefur þú unnið ís- landsmeistaratitla ? „Mínar helstu keppnisgreinar eru töltið, fjórgangur og hindr- unarstökkið. Auk þessara greina hef ég unnið Islandsmeistaratitla í stigaskori, íslenskri tvíkeppni og ólympískri tvíkeppni." - Hverjir eru þínir uppá- haldshestar? „Mínir uppáhaldshestar eru gömlu keppnisklárarnir mínir Þokki og Skagfjörð. Þeir eru nú eiginlega orðnir til spari hjá mér, en Þokki er orðinn 18 vetra og Skagfjörð 21 veturs. Skagfjörð hefur í gegnum árin verið í mestu uppáhaldi hjá mér, en ég byrjaði einmitt keppnisferilinn á honum.“ - Ætlarðu að halda áfram í hestamennskunni og hver erþá stærsti draumurinn? „Auðvitað held ég áfram í hestamennskunni og verð það örugglega um ókomin ár. Eg mun þó einbeita mér að náminu í vetur, en ég stefni að þ\ i að ljúka stúdentsprófi frá MH á næsta vori. Stóri draumurinn er svo að komast á heimsmeis. ara- mót. Það hefur lengi \ erið draumurinn, sem ég vona að rætist fyrr en síðar."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.