Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 -III Ðuf^r. HUSIN I BÆNUM \ : iil ij . J . v'Jj fæddur í Kristjánshúsi £ Grjóta- þorpi. Bertil varð síðar þekkt skáld. Þorleifur faðir hans nam lyfjafræði og vann í nokkur ár við lyfjabúðir í Reykjavík. Hann flut- ti síðan norður í Skagafjörð og stundaði búskap á Keldulandi með Ingiríði konu sinni. Þar fæddist sonur þeirra Bertil, sem síðar varð einn af Verðandi- mönnum ásamt þeim Hannesi Hafstein, Gesti Pálssyni og Ein- ari Hjörleifssyni Kvaran. Bertil Ó. Þorleifsson dó ungur. Eftir hann er ljóðið „Kolbrún mín ein- asta, ástfólgna Hlín,“ sem Hann- es Hafstein þýddi á íslensku en kvæðið var ort á dönsku. Ingiríður Ólafsdóttir kunni nokkuð fyrir sér í lyfjafræði og mun hafa numið hana af manni sínum. Eftir að hún flutti suðúr stundaði hún lækningar og hjálpaði mörgum. Hjaltalfn læknir kærði hana fyrir skottu- lækningar og eitthvað varð hún að borga í sekt. En eftir sem áður komu sjúklingar til hennar og þrátt fyrir að Hjaltalín kærði Ingiríði segir sagan að hann hafi vísað sjúklingum til hennar. Ingiríður lést úr lungnabólgu 13. október 1876. Hún trúði ekki á lækna og neitaði að leitað yrði til Garðastræti 2 3 - Vaktarabærinii I Garðastræti 23, gegnt Hall- veigarstöðum, stendur lítið gult bárujárnsklætt hús með grænu þaki. Grunnflötur þess er ekki nema um þrjátíu fermetrar. Ekki er vitað með vissu hvenær húsið var reist en það mun hafa verið Guðmundur Gissurarson vakt- ari, sem byggð sér pakkhús á lóð- inni við Vaktarabæinn. Arið 1842 er getið um hús í Gijóta- þorpi, sem er nefnt skemma, þegar Sigurður BreiðQörð sækir um að verða tómthússmaður í Reykjavík. Þá segist hann hafa keypt Iitla skemmu eða hús í Grjótaþorpi og ætli að setjast þar að með kvenmanni og sjá fyrir þeim með skáldskap. Sigurður fékk ekki leyfið, en líkur benda til að þetta sé sama hús og nú er Garðastræti 23. Þó er ekki útilokað að þarna eða á þessum slóðum hafi staðið annað smáhýsi eða skemma sem hafi verið húsið sem Sigurður Breiðfjörð ætlaði sér og kon- unni. Fyrsta brunavirðingin á Garðastræti 23 var gerð 1874 og er því lýst á eftirfarandi hátt: Það er 10 álnir á lengd, 5Á álnir á breidd, vegghæð er 3Á álnir, byggt úr bindingi, múruðum að helmingi úr holtagrjóti, klætt borðum og með borðaþaki. 1 húsinu er eitt herbergi auk eld- húss. Þegar þessi virðing var gerð var eigandi þess Ingiríður Ólafsdóttir. Þetta litla hús er merkilegt þó ekki væri nema fyrir það að þarna fæddist Sigvaldi Kaldalóns tónskáld, en eins og áður segir er ekki vitað með vissu hvenær húsið var reist, en það var upp- haflega skemma frá Vaktarabæn- um sem var torfbær og var á þeim slóðum sem Garðastræti liggur framan við húsið. I vakt- arabænum bjó lengi Guðmund- ur vaktari Gissurarson sem byggði húsið. I minninspunktum sem Niku- lás Ulvar Másson, arkitekt og deildarstjóri húsadeildar við Ar- bæjarsafn, tók saman vegna hússins, segir að árið 1844 hafi verið gerð lýsing á öllum timbur- húsum bæjarins en það hafi Grjóta ekki verið getið, en á þessum tíma var þar torfbær. Árið 1848 er þess getið að Guð- mundur vaktari í Grjóta hafi byggt pakkhús, 6 x 5,5 álnir að stærð og mun þar vera átt við fyrrnefnt hús. Grjóti fékk nafn- ið Vaktarabærinn vegna starfa húsráðanda, Guðmundar Giss- urarsonar sem þar bjó. Faðir Guðmundur var Gissur Magnús- son sem sinnti vaktarastarfinu fram til 1830 eða þar til sonur hans tók við embættinu og gegn- di hann því fram til 1865. Um Gissur vaktara segir í bókinni „Reykjavík fyrri tíma,“ eftir Árna Óla. „Hann bar alltaf einkenni embætti síns, gaddakylfu mikla og stundaglas.“ Vaktari, var næt- ur- og brunavörður bæjarins og gegndi þar af leiðandi miklu ábyrgðarstarfi. Hann þurfti að vaka yfir sofandi íbúum bæjarins og vekja fólk ef þörf krafðist. Eft- ir stundaglasinu hringdi hann kirkjuklukkunni eins mörg högg og stundin krafðist. Á hans ábyrgð var að tilkynna ef eitt- hvað óvenjulegt var á seyði, eins og bruni eða önnur vá. Ur minnispunktum Nikulásar Ulvars: „Um 1860 er gerð enn ein lýsingin á húsum bæjarins og hefur Guðmundur þá lengt pakkhúsið um fjórar álnir, og er það þá orðið 10 x 5,5 álnir, (6,3 x 3,5 m) að stærð. Þetta er hús- ið sem stendur að Garðastræti 23, og var þá þegar komin í þá mynd sem það hefur enn í dag“. Ennfremur segir: „Farið var að búa í pakkhúsinu árið 1868, er Stefán Egilsson, sem átt hafði húsið í tæpt ár, seldi Ingiríði Ólafsdóttur ekkju húsið“. Ingiríður Ólafsdóttir fluttist til Reykjavíkur 1867 með tíu ára gamlan son sinn, Bertil. Faðir bans var Þorleifur Sigurðsson þeirra vegna veikinda sinna. Stefán Egilsson sem hafði ver- ið ráðsmaður hjá Ingiríði keypti hálft húsið 1880, af Bertil Þor- leifssyni, syni hennar. Þegar Bertil sigldi seldi hann Stefáni sinn hluta hússins og átti hann þá alla eignina. Stefán var fæddur 2. desember 1845 á Laugarvatni í Grímsnesi. Foreldrar hans voru Egill Vigfús- son og Guðrún Jónsdóttir. Ekki verður lagt mat á það í þessari grein hvort Egill var blóðfaðir Stefáns eða ekki. Foreldrar hans höfðu verið í vinnumennsku á Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd áður en þau giftust og lék orð á því að bóndinn þar, Magnús Waage, væri faðirinn, en hefði fengið Egil til að gangast við fað- erninu. Kona Stefáns Egilssonar hét Sesselja Sigvaldadóttir. Synir þeirra voru Sigvaldi Kaldalóns tónskáld, Snæbjörn Stefánsson, einn helsti togaraskipstjóri landsins, Guðmundur glímu- kappi og Eggert Stefánsson söngvari. Bræðurnir voru allir fæddir í litla húsinu nema Egg- ert, hann fæddist eftir að fjöl- skyldan fluttist þaðan. Sesselja móðir þeirra var ljósmóðir og var lánsöm í starfi. Stefán Egilsson var einn af „heimalærðum“ múr- smiðum en það voru þeir menn sem ekki sigldu til náms. Af mörgum múrsmíðum hans má nefna grunninn undir Hótel Is- land, sem ekkert sést af eftir að planið var gert, garðinn um- hverfis Hegningarhúsið, Stein- húsið í Bankastræti, þar sem Landsbankinn var stofnaður, og steingirðinguna í kringum kirkjugarðinn við Suðurgötu. Þó að þau hjón Sesselja og Stefán væru samhent er svo að sjá sem efnahagur þeirra hafi orðið mjög erfiður og má þar sennilega um kenna að Stefán hafi gengið í ábyrgð fyrir marga sem ekki gátu greitt skuldir sínar. I virðingu á Garðastræti 23, sem gerð var sumarið 1888 er húsinu lýst á eftirfarandi hátt: Húsið er 10 álnir á lengd, 5Á álnir á breidd og 3 'A álnir á hæð, byggt úr bindingi múruðum með hraungijóti og með borðaþaki og borðaklæðningu. I því eru tvö herbergi, auk eldhúss. Annað herbergið er sumpart klætt með borðaþiljum og sumpart pússað með kalki, loft er einfalt; hitt herbergið er þiljað með borðum og með einföldu lofti, og í því er ofn. Bæði herbergin eru máluð. Uppi á lofti er ekki innréttað en loftinu er skipt í tvennt. Við austurhlið hússins er skúr, og í honum er matarherbergi. I gegnum árin hefur hús þetta haft nokkur nöfn: Skemman, Pakkhúsið, Vaktarabær, Grjóta- gata 68, Grjótagata 4 og núna Garðastræti 23. I áranna rás hafa margar Ijöl- skyldur búið í þessu Iitla húsi, sem helst minnir á dúkkuhús. Of langt væri í einni blaðagrein að telja allt það fólk upp. Um þrír tugir ára eru síðan síðast var búið í húsinu. Það er næsta víst að húsið er elst allra timburhúsa í Grjótaþorpi. Árið 1977 fól borgarráð for- stöðumanni Árbæjarsafns að kanna, hvort ekki bæri að flytja húsið sem tónskáldið fæddist í, til varðveislu á Árbæjarsafni. Á sama fundi samþykkti borgarráð að láta gera minnisvarða um Sig- valda Kaldalóns, tónskáld, og staðsetja í einum skrúðgarði borgarinnar. Núna á síðustu dögum er for- stöðumaður húsadeildar í Ár- bæjarsafni að skoða sögu húss- ins og verður spennandi að sjá hvort einhverjar meiri heimildir liggja fyrir um húsið en nú er vit- að um, og munu lesendur blaðs- ins fá að fylgjast með því. Helstu heimildir eru frá Ár- bæjarsafni og Þjóðskjalasafni. -I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.