Dagur - 15.08.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 15.08.1998, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGVR 1S. ÁGÚST 199 8 FRÉTTIR Dæmi eru um að það hafi kostað margra ára málavafstur við skattinn að þiggja afmæiisgjöf. msmk * m mjr *'Æ $■ \ BL * §M ||fT " . Laxavinurinn og fyrrum utanríkisráðherra Dan- merkur, Uffe-Elleman Jensen er við veiðar hér- lendis núna og ber sig vel þrátt fyrir vonbrigði í stjómmálunum. Segist vera hættur í pólitík, en óráðið hvað við taki hjá sér. Hann er víða framar- lega í alþjóðlcgum samtökmn og stofnunirm svo hann segir að verkefnaskortur hrjái sig ekki, en það sé af og frá að sitja í baksætinu í sínum gamla flokki áfram. Jafnvel þótt hann sjálfur vildi halda sig til hlés þá fengi hann aldrei frið til þess fyrir blaðamönnum og andstæðingum. Hreinlegast að hætta og snúa sér að öðru. Felldi niöur skatt á gjafír Eftir þriggja ára þjark felldi yfirskattanefnd niður skatta af einum hektara mýrlendis sem fjórir einstaklingar fengu í afmælisgjöf frá nánum skyldmennum. Að þiggja afmælisgjafir er ekki alltaf svo einfalt sem ætla mætti. Dæmi eru um að slíkar gjafir hafi kostað margra ára málavafstur við skattinn, eins og fram kemur með athygliverðum úr- skurði yfirskattanefndar, sem eftir þriggja ára þref tók til greina kröfu um skattfrelsi og setti jafnframt ofan í við skattstjóra; að hann hefði fyrst seint og um síðir fært nokkur rök fyrir álagn- ingu og ekki virt skýringar kæranda viðlits. í raimiuni tólf gjafrr Málið snýst um eins hektara lands- spildu (314.000 kr. að fasteignamati) sem bændahjón og sonur þeirra gáfu úr eignarjörð sinni, í afmælisgjöf til tveggja barna og maka þeirra, sem öll áttu 40 eða 45 ára afmæli um Iíkt leyti. A skattframtali 1994 greindi kærandi (hér eftir kallaður Jón) að þau hjón hefðu fengið 1/2 ha lands í afmælisgjöf frá foreldrum og tengdafólki. Skatt- stjóri tilkynnti Jóni að matsverð lands- ins yrði fært honum til tekna á mats- verði. Jón kærði þá ákvörðun skatt- stjóra, benti á að umrætt land væri óræktað mýrlendi án nokkurra hlunn- inda, ætlað undir sumarhús. Jón benti líka á að gjöfin skiptist milli fjögurra afmælisbama, svo hluti hvers þeirra væri 78.500 kr. Og þar sem gefendur væru þrír hefði hvert þeirra í raun fengið um 26.200 kr. gjöf frá hverjum gefandanna. Skattstjóri harður I kæruúrskurði (des. '95) hafnar skatt- stjóri rökum Jóns, enda væri afhend- ing 157.000 kr. lands umfram þau verðmæti sem almennt tíðkaðist um tækifærisgjafir. Jón skaut úrskurðinum til yfirskattanefndar og krafðist þess að hann yrði úr gildi felldur eða að gjöfin yrði ella a.m.k. skattlögð hjá hveijum þiggjenda fyrir sig. Lögum samkvæmt væri hvort hjóna sjálfstæður skattaðili. Eðlileg gjöf I kröfugerð ríkisskattstjóra var fallist á þau rök Jóns að í raun hafi hvert af- mælisbarnanna fengið um 26.200 kr. gjöf frá hverjum sinna þriggja nánu vandamanna, sem ekki sé meira en al- mennt gerist um slíkar gjafir og því ekki um skattskyldar tekjur að ræða. Og skattstjóra hafi a.m.k. borið að færa gjöfina til tekna hjá hveijum ein- staklingi um sig en ekki því hjónanna sem tekjuhærra er. „Að virtum þeim ágöllum sem voru í málsmeðferð skattstjóra í máli þessu og með vísan til skýringa kæranda og kröfugerðar ríkisskattstjóra þykir bera að taka aðalkröfu kæranda til greina,“ segir í úrskurði yfirskattanefndar 1997. - HEI Nú stefnir í harðan slag um efsta sætið hjá Framsókn á Reykjanesi en Hjálmar Ámason lýsti því yfir í útvarpsviðtali á Bylgjunni að hann hefði áhuga á að skipa íyrsta sætið á lista flokksins í kjördæminu í næstu kosningum. Þegar Byigjumeim leituðu viðbragða hjá Siv Frið- leifsdóttur vakti athygli að hún kom af fjöllum og vissi ekkert um fyrirætlarúr Hjálmars - hann hafði greinilega ekM upplýst hana um þær áður en hann tilkynnti um málið í fjöhuiðlum. Þetta þykir benda til að haráttan verði hörð og að tímanum verði ekM eytt í eitt- hvert kurteisishjal... Og framboðsmálin í Reykjavík verða sífellt meira spennandi bæði hjá sjálfstæðismönnum og saineinuðum jafnaðarmönnum. Vitað er að bæði konur og ungir sjálfstæðismenn ætla sér að nota þá hrcyfingu sem verður með hrotthvarfi Friðriks af listanum og er miMð plottað á háðum vlgstöðvum um hver styðji hvem. Hjá jafnaðar- mönnum er vandinn hins vegar of fá sæti fyrir of marga frambjóðendur sem allir telja sig eiga að fá öruggt sæti. Össur, Ásta Ragnheiður, Svavar, Bryndís Hlöðvers, Jóhanna o.s.frv. o.s.frv.... V Reykjavík Akureyrí SSA2 SA2 SA2 N2 NNA2 SA3 SA3 ANA3 NNA3 ASA3 A2 NNV2 NA2 NA2 A3 A3 N3 NNA3 Stykkishólmur Egilsstaðir SA3 ASA3 SA2 N3 NNA3 SA3 SA3 NNV3 NNA3 Bolungarvík tl-r^íL Mán Þrí Mið SA2 ASA2 SSA2 SA2 NA2 SA3 SA3 SSA3 NA32 Kirkjubæjarklaustur Sun Mán Þrí -10 - 5 ASA2 A1 ANA1 NNA1 NNA1 ASA2 ANA2 N2 NNA2 VSA2 ASA2 ASA2 ANA2 ANA2 ASA2 ASA2 ANA3 NA3 Blönduós Stórhöfði A1 NA1 N1 NA1 NNA1 A1 NNA1 NA1 NNA2 VSSA4 ASA4 ASAS ANA4 A2 SA4 ASAS ANAS ANA3 Línuritin sýna íjögurra daga veðurhorfur á hveijum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fyrir neðan. Horfur á morgun laugardag 15. ágúst. Norðvestan stinn- ingskaldi eða all- hvass, en lægir mikið vestantil. Samfelld rigning á Norðurlandi og víða á Austur- landi, á Vest- fjörðum styttir upp. Sunnan-og suðaustanlands verður víðast nokkuð bjart. Hiti 11-15 stig en 5-8 norðan Iands. Færd á vegum Allir vegir eru greiðfærir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.