Dagur - 15.08.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 15.08.1998, Blaðsíða 9
8- LAUGARDAGVH 1S. ÁGÚST 1998 rD^ir Tkypir FRÉTTASKÝRING A-flokkamir allsstaöar í tveiimir efstu sætum SIGURDÓR SIGURDÖRS- SON SKRIFAR Margir eru famir aö velta fyrir sér með hvaða hætti verði rað- að á lista sameigin- legs framhoðs A-flokk- anua og Kvennalista við þingko sniiigarnar í vor. Sú aðferð sem fiestir nefna er su sem Reykjavíkurlistinn notaði 1994. Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, skýrði frá því í samtali við Dag í vikunni að vinna við undirbúning sameigin- legs framboðs A-lista og Kvenna- lista væri í fullum gangi. Eitt af því sem fólk er farið að ræða sín í milli varðandi sameiginlegt fram- boð í vor er fyrirkomulag röðunar á lista slíks framboðs. Ein hug- myndin er að notuð verði sama aðferð og var hjá Reykjavíkurlist- anum 1994. Það er þannig að stærsti flokkurinn fær efsta sætið í hveiju kjördæmi, næst stærsti annað sætið og síðan koll af kolli. Hins vegar ráði flokkarnir því, hver fyrir sig, hverjir verði á list- anum fyrir þá. Einnig kemur til greina að raða á listana eftir at- kvæðamagni flokkanna í hverju kjördæmi. Sighvatur Björgvinsson, for- maður Alþýðuflokksins, sagði í samtali við Dag að í raun gæti verið um margar aðferðir að ræða við niðurröðun á listana. Það gæti verið opið prófkjör í einu kjördæmi, raðað eftir styrk í öðru og eftir atkvæðamagni í því þriðja og síðan einhvers konar sam- komulag í því fjórða. Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins tók mjög f sama streng. Hún bendir á að það sé alfarið í höndum kjör- dæmisráðs í hverju kjördæmi hvernig staðið verður að niður- röðun á Iista og aðferðirnar geti orðið fleiri en ein og þurfi alls ekki að vera eins í öllum kjör- dæmum. Hún segir að kjördæm- isráðin hljóti að velja þá aðferð sem þeim þyki skynsamlegust við val á frambjóðendum. Ef miðað er við styrk í hverju kjördæmi í síðustu þingkosning- um yrði Alþýðubandalagsmaður í efsta sæti í öllum kjördæmum nema Reykjanesi og Vestfjörðum. Alþýðuflokksmaður yrði í öðru sæti alls staðar nema í þessum tveimur kjördæmum þar sem krati yrði í efsta sæti. Samkvæmt þessu kerfi yrði kvennalistakona eða fulltrúi Þjóðvaka alls staðar í þriðja sæti eða fjórða sæti. Formlega er Þjóðvaki enn til enda þótt þrír af fjórum þing- mönnum hans séu gengnir í Al- þýðuflokkinn. Jóhanna Sigurðar- dóttir ein er enn í Þjóðvaka og samstarf hennar og þingflokks Al- þýðuflokksins veldur því að hann heitir Þingflokkur jafnaðar- manna. Ef atkvæði Alþýðuflokks og Þjóðvaka eru lögð saman, þeg- ar stillt verður upp á lista eftir þessu kerfi, breytir það miklu víða. Ef ekki og atkvæði flokka eru talin sitt í hvoru lagi mun fulltrúi Þjóðvaka sumstaðar fara upp fyrir fulltrúa Kvennalista. Margrét Frímannsdóttir sagði að það væri alveg órætt hvernig að þessu máli með Þjóðvaka og Alþýðuflokk verður staðið. Hún bendir á að taka verði tillit til sér- stöðu Jóhönnu Sigurðardóttur í málinu með einhverjum hætti. Það er eitt alveg ljóst í þessu sam- bandi en það er að niðurröðun á lista, hvaða aðferð sem notuð verður, er ofur viðkvæmt mál, kannski það viðkvæmasta í sam- fylkingunni. I síðustu kosningum fékk Al- þýðubandalagið á landsvísu 23.597 atkvæði eða 14,3 prósent, Alþýðuflokkur fékk 18.846 at- kvæði eða 11,4 prósent, Þjóðvaki fékk 11,806 atkvæði eða 7,1 pró- sent og Kvennalisti 8.031 at- kvæði eða 4,9 prósent greiddra atkvæða. Alþýðuhandalagsmað- ur verður í efsta sæti í öllum kjördæmum nema Reykjauesi og Vestfjörðum ef félags- hyggjuflokkamir nota styrk flokkanna til að raða á framboðslista. Á Reykjanesi og fyrir vestan yrði krati í efsta sæti. Reykjavík I Reykjavík fékk Alþýðubandalag- ið 9,440 atkvæði og 3 þingmenn. Alþýðuflokkurinn fékk 7.498 at- kvæði og 2 menn kjörna. Þjóðvaki fékk 5.777 atkvæði og 2 menn og Kvennalisti 4.954 atkvæði og 2 menn kjörna. Samtals eru þetta 9 þingmenn. Ef raðað verður samkvæmt Reykjavíkurlista aðferðinni frá 1994 yrði alþýðubandalagsmaður í 1. sæti, krati í 2. sæti, þjóðvaka- maður í 3. sæti, kvennalistakona í 4. sæti og Alþýðubandalagsmaður í 5. sæti, krati í 6. sæti, Þjóðvaka- maður í 7. sæti, Kvennalistakona í 8. sæti og Alþýðubandalagsmað- ur í 9. sæti og krati í 10. sæti. Ef þetta sameiginlega framboð bætir við sig manni frá þeim 9 þing- mönnum í Reykjavík, sem flokk- Jón Baldvin Hannibalsson, nú sendiherra, Krissján Már Unnarsson fréttamaður Stövar tvö, Óiafur Þ. Harðarson prófessor og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra „skoða nýjustu tölur einhverja kosninganóttina. Nú velta menn mikið fyrir sér hvernig sætaskiptingin verði milli þeirra sem standa að sameiginlegu framboði á vinstri væng ef af framboðinu verður. efsti maður listans varð uppbótar- þingmaður. Þjóðvaki fékk 524 at- kvæði og Kvennalistinn 294 at- kvæði og hvorugt framboðið náði manni inn. Röðun á lista yrði því í þessari röð nema ef raðað verð- ur eftir atkvæðamagni yrðu Al- þýðubandalagsmenn í tveimur efstu sætunum og krati í því þriðja. Austurlandskj ördæmi I Austurlandskjördæmi er Alþýðu- bandalagið einnig lang stærsti flokkurinn í hópnum. Það hlaut 1.257 atkvæði og einn mann kjör- inn í síðustu kosningum. Enginn hinna flokkanna náði inn manni á Austurlandi. Alþýðuflokkurinn fékk 577 atkvæði, Þjóðvaki 365 og Kvennalisti 191 atkvæði. Röð- in yrði þá þessi nema ef raðað arnir hafa núna yrði það sam- kvæmt þessari reglu krati sem bættist við. Röðunin yrði eins ef raðað yrði á listann eftir atkvæðamagni. Reykj aneskj ördæmi I Reykjaneskjördæmi er það Al- þýðuflokkurinn sem er stóri flokkurinn miðað við siðustu kosningar. Hann fékk 6.603 at- kvæði, tvo menn kjörna og einn uppbótarþingmann. Alþýðu- bandalagið fékk 5.330 atkvæði og einn mann kjörinn. Þarna falla dauð mörg atkvæði. Þjóðvaki fékk 2.545 atkvæði og 1 mann og Kvennalistinn fékk 1.761 atkvæði og 1 mann kjörinn. Ef raðað verður á sameiginleg- an lista eftir atkvæðamagni yrði það Alþýðuflokksmaður f 1. sæti, Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins: Taka verði tillit til sérstöðu Jóhönnu Sigurðardóttur í málinu með einhverjum hætti. Alþýðubandalagsmaður í 2. sæti Alþýðuflokksmaður í 3. sæti Al- þýðubandalagsmaður í 4. sæti og Þjóðvakamaður í 5. sæti og Kvennalistakona í 6. sæti. En ef raðað er niður eins og við gerðum í Reykjavík yrði það Alþýðuflokk- ur, Alþýðubandalag, Þjóðvaki, Kvennalisti, Alþýðuflokkur, AI- þýðubandalag og svo framvegis. Miðað við að framboðið næði inn 6 mönnum í Reykjanesi eru tveir Alþýðubandalagsmenn inni í staðinn fyrir einn nú. Suðurlandskj ördæmi Alþýðubandalagið er lang stærsti flokkurinn í þessum hópi í Suð- urlandskjördæmi, fékk 2.043 at- kvæði og einn mann kjörinn. Al- þýðuflokkurinn fékk 877 atkvæði og náði ekki manni kjörnum en Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins: Það er hægt að nota margar aðferðir við röðun á framboðslistana og mismunandi eft- ir kjördæmum. verður eftir atkvæðamagni að þá yrðu Alþýðubandalagsmenn í tveimur efstu sætunum, síðan krati þá Þjóðvakamaður og loks Kvennalistakona. Norðurlandskjördæmin I Norðurlandskjördæmi eystra er Alþýðubandalagið stærsti flokkur- inn, fékk 2.741 atkvæði og einn mann kjörinn. Þjóðvaki fékk 1.414 atkvæði og uppbótarþing- mann, Alþýðuflokkur 1.211 at- kvæði og engan mann og Kvenna- listinn fékk 351 atkvæði og engan mann kjörinn. Þarna yrði röðun á lista eins og röðin er hér að ofan nema hvað ef raðað yrði eftir at- kvæðamagni yrði nokkuð langt í Kvennalistafulltrúann. I Norðurlandskjördæmi vestra er Alþýðubandalagið einnig stærsti flokkurinn, fékk 987 at- kvæði og einn mann kjörinn. Hin- ir flokkarnir náðu þar ekki inn manni en Þjóðvaki fékk 429 at- kvæði Alþýðuflokkurinn 318 og Kvennalistinn 204 atkvæði. Þarna yrði röðun á Iista alveg eins og að ofan er talið upp, alveg sama hvor aðferðin yrði notuð við niðurröð- un. Vestfirðir Alþýðuflokkurinn, með sjálfan formanninn í efsta sæti, er stærst- ur flokkanna á Vestfjörðum. Hann fékk síðast 752 atkvæði og einn mann kjörinn. Alþýðubanda- lagið fékk 651 arkvæði og upp- Niðurröðim á fram- boðslista er ofur við- kvæmt mál, kanuski þaö viðkvæmasta í samfylkingu félags- hyggjuflokka og skipt- ir þá engu hvaða að- ferð verður notuð. bótarþingmann. Kvennalistinn fékk 312 atkvæði og Þjóðvaki 184 atkvæði og hvorugur listinn náði inn manni. Þarna yrði niðurröð- unin á listann eins og að ofan er talið hvor aðferðin við niðurröð- unina sem verður notuð. Vesturland Á Vesturlandi er Alþýðubandalag- ið stærsti flokkurinn en náði ekki inn manni. Alþýðuflokkurinn kemur næst á eftir og náði inn uppbótarmanni. Alþýðubandalag- ið fékk 1.148 atkvæði, Alþýðu- flokkurinn 1.010 atkvæði, Þjóð- vaki 568 atkvæði og Kvennalist- inn 324 atkvæði. Þarna er upp- röðunin á listann augljós hvor að- ferðin sem notuð verður. Astæða er til að benda á að hér féllu rúm- lega tvö þúsund atkvæði dauð og sameiginlegt atkvæðamagn þess- ara flokka hefði náð tveimur þing- mönnum kjörnum í síðustu kosn- ingum. LAUGARDAGUR 1S. ÁGÚST 1998 - 9 ' • ' ‘ é ' L----------------- _

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.