Dagur - 21.08.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 21.08.1998, Blaðsíða 2
F . i » o r 'f > 5 k i t P'iam’ITJ.fri 2 - FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 „Það verður að duga þetta árið að ganga bara til rjúpna, “ segir Áki Ármann Jónsson, nýskipaður veiðistjóri á Akureyri með fimm daga gamalt kornabarn sitt. mynd: brink Kemst ekki í gæs vegna komabaxns Nýskipaður veiðistjóri kemst ekki í gæsaveiði í haust þar sem honum fæddist bam sl. suuuu- dag. Grágæsarstofninn ofnýttur? Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og hélt nokkur fjöldi árisulla veiðimanna til Qalla. Dagur hefur spurnir af þokka- Iegri byijun, a.m.k. norðanlands, en Aki Armann Jónsson, veiðistjóri á Ak- ureyri, hafði öðrum hnöppum að hneppa en liggja fyrir gæsum. Fimm daga gamalt barn kom nefnilega í fyrsta skiptið inn á heimilið í gær eftir að hafa legið með móður sinni á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Aki hef- ur því engan tíma fyrir gæs í haust en gaf sér þó smástund til að spjalla um horfumar í gæsaveiðinni í haust. Ofveiði á grágæs? „Það er reiknað með að grágæsarstofn- inn verði 70.000-80.000 fuglar eftir að veiði lýkur í ár. Við gerum ráð fyrir að stofnstærðin núna sé 110.000- 120.000 fuglar sem þýðir að hátt í 40.000 fuglar verði veiddir. Ef okkar tölur eru réttar þá er öll nýliðun skotin úr stofninum og vel það. Veiðin er mjög stöðug frá ári til árs en það er spurning hvort hún sé ekki of mikil,“ segir Aki. Hvað heiðargæsina varðar veiddu menn 12.096 fugla skv. veiðiskýrslum árið 1996 en veiðin í fyrra var um 14.000 fuglar. Heiðargæsarstofninn er mjög stór og vannýttur. Um 200.000 heiðargæsir verða eftir þegar veiði Iýk- ur í ár. Þröng á þingi Heildarfjöldi veiðikorta sem embættið hefur gefið út er um 15.000 en virkir veiðimenn frá ári til árs gætu verið 10.000-11.000. Gæsaveiðimenn, þ.e.a.s. þeir sem hafa skilað inn upp- lýsingum um grágæs eru í kringum 3.200 þannig að einhvers staðar verð- ur þröng á þingi í haust. Grágæsin leit- ar mikið frá Ijöllum niður á Suður- Iandsundirlendið en stundum hefur þó borið þannig við að hún hafi flogið beint til Bretlandseyja af heiðunum. Veiðimenn þurfa því að hafa töluvert fyrir því að veiða hana í slíku árferði. Nýr helsingjastofn „Mig langar að koma einu á framfæri. Það er kominn staðbundinn varpstofn á helsingjum í A-Skaftafellssýslu. Því stendur til að friða helsingjann stað- bundið í haust fram til 25. september til að stofninn verði ekki þurrkaður út. Þessi tilmæli eru m.a. frá Skotvís auk þess sem villidýranefndin samþykkti þetta einhliða. Helsinginn kemur frá Grænlandi í lok september og við vilj- um forðast að þangað til séu menn að veiða úr íslenska stofninum. Þetta eru bara einir 50 fuglar sem eru að remb- ast við að verpa þarna,“ segir veiði- stjóri. bþ Dagur Heyrst hefur að Hilmar Jónsson leikari og leik- stjóri með meiru sc meðal umsækjenda um stöðu leikhússtjóra á Akureyri. Hilmar hefur getið sér gott orð fyrir starf sitt með leikhúsinu Hermóði og Háðvöru í Hafnarfirði, sem haim kom á laggimar fyrir rúmum þremur árum. Meðal þekktustu verkefna Hermóðar og Háðvarar er leikgcrð og sýning á Birtingi Voltaires og sýningar á vcrkum eftir Ama Ibsen. Glöggur pottverji benti á að ef Hilmar fengi stöðuna myndi Leikfélag Akureyrar ckki aðeins fá nýjan leikhússtjóra, hcldur myndi þeim að öllum lík- indum, bætast hin ágætasta leikkona þar sem fer Sóley Elíasdóttir, eiginkona Hilmars. Hilmar Jónsson. Pottverjar em undrandi á ósætti þcirra Spalarmaima við kirkjunnar mcim. Það er sérstaklega einkennilegt ef litið er til þess að þrir lykilmenn hjá Speli era prestssynir og ættu því að vita hveraig á að koma fram við hina heilögu kirkju. Þctta era þcir Páll Sigurjónsson, frain- kvæmdastjóri ístaks, sem gróf hin óvxgðu göng, Stefán Rcynir Kristinsson, framkvæmdastjóri Spalar, og Gmmar Gmmarsson, stjómarmaðm í Speli. Við þetta má bæta að Guð- mundur Guðmundsson, varamaðm í stjóminni, er einnig prestssonm. Sálgreinandi í pottinum taldi guð- leysi Spalarmanna bera vott um síðbúna uppreisn prestssonanna gcgn föðurvaldinu. Nú er svo komið að Gísli Gislason, stjómarformaður Spalar, sem mmi vera kominn af prestum langt aftm í ættir, er kaUaður Gísli guðlausi og fyrmefndm PáU, ber auknefnið Páll Stefán Reynir Kristinsson. Tilgangurinn er að ýta viö reykmgafólki Þuríður Backman einn skipuleggjenda ráðstefnunnar „Hlutverk heilbrigðisstarfs- manna í tóhaksvömum “ eryf- irskrift ráðstefnu, sem haldin verðurá Egilsstöðum 21. og 22. ágúst. Hún erætluð heil- hrigðisstarfsfólki og öðmm áhugasömum um tóbaksvamir. - Hvert er tilefni rúðstefnunnar? „Kveikjan er sú að reykingar hafa farið minnkandi þar til á síðustu árum og eru í raun að aukast hjá ungu fólki. Við megum ekki horfa upp á unga fólkið verða fórnar- lömb grimmrar markaðssetningar tóbaks. Það er þörf á því að starfsfólk í heilbrigðis- stéttum taki við sér, líti í eigin barm og fari að ræða þessi mál við sína skjólstæðinga. Það hefur sýnt sig í könnunum erlendis að það virkar þegar heilbrigðisstarfsfólk eins og t.d. læknar og hjúkrunarfræðingar varar fólk við og gerir grein fyrir tengingu sjúk- dóma og reykinga. Það er allt of mikið um að heilbrigðisstéttir til dæmis leggi i raun blessun sfna yfir reykingarnar með því að líta fram hjá þeim þótt þeim megi vera ljóst að sjúklingurinn er kannski stórreykinga- maður. Það þarf að ýta við fólki og það er tilgangur þessarar ráðstefnu.“ - Hefur rúðstefnan verið lengi t undir- búningi? „Já, hún hefur haft um Ijögurra ára með- göngutíma, þar af var eitt ár í beinum und- heilbrigðisyfirvöld eins og t.d. landlæknir eða heilbrigðisráðuneytið geri eitthvað en svo verður maður bara að taka af skarið. Þetta er fyrsta ráðstefnan sem ég veit um sem hefur höfðað beint til þessara stétta um þeirra hlutverk. Hérna munu t.d. tann- læknar eiga stóran þátt í fyrsta sinn. Þeir eru oft þeir fyrstu sem sjá merki um stór- reykingar og geta því leiðbeint fólki. Fín- korna tóbak á nú að vera bannað en er engu að síður í stórsókn meðal ungs fólk. Notkunin kemur fljótt í ljós í tannholdi og á tönnum. Þarna geta þeir því komið inn.“ - Teljið þið ntikla þörf fyrir ráðstefn- una? „Það er mikil þörf á þessari umræðu og það er aldrei hægt að sleppa pólitíkinni. Markaðsmál eru t.d. mjög pólitísk. Alþjóða- heilbrigðisstofnunin WHO telur best að salan sé í ríkiseign og mælir með okkar kerfi því þannig sé eftirlit betra. Vegna þessa koma hingað Steingrímur J Sigfús- son, alþingismaður, og Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, ur stefna ríkisins að einkavæða ÁTVR eins og aðrar stofnanir.“ - Búist þið við mörgum ráðstefnugest- um? „Já, því þegar hafa skráð sig 80 manns og við erum mjög ánægð með það. Áhuginn er greinilega mikill. Svo er það líka þannig að Islendingar taka mjög seint við sér og ákveða hlutina á síðustu stundu. Varðandi gistingu er það ekkert vandamál á þessum tíma árs. Ef vel tekst til mun þetta líka vekja athygli á að það er mjög hentugt að halda ráðstefnur utan Reykjavíkur, jafnvel í svona krummaskuði eins margir í Reykja- vík telja Egilsstaði vera. I Reykjavík er svo margt annað um að vera og fólk er að skreppa í heimsóknir eða heim til sín, versla og gera eitt og annað, meðan að úti á landi getur það bara einbeitt sér að ráð- stefnunni sjálfri." - Er öllum undirbúningi lokið? „Já, þetta er allt að smella saman núna og síðasta adrenalínflæðið er að fara um mann, enda koma fyrstu gestirnir í kvöld.“ ij.ye. t ■-> ~ ‘ -'■SEG ..iwt •..■'...■■irbúningi: -Maður-bfður alltaf eftir þvf. að ■ semj.munu. ræða þessi tnúL Það er*því mið-<

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.