Dagur - 21.08.1998, Blaðsíða 11
i
Ð^ur.
ERLENDAR FRETTIR
Knn. i
Lnuut n i HEIMURINN
Vandræði Clintons ankast enn
BANDARÍKIN - Þrýstingur á Clinton Bandaríkjafor-
seta vex nú dag frá degi. Forsetinn þurfti að afhenda
sérstökum rannsóknardómara, Kenneth Starr, lífsýni
svo hægt sé að bera það saman við efni sem fannst á
kjól ástkonu hans fyrrverandi, Monicu Lewinsky, en
þar er talið hugsanlegt að um sé að ræða sæði úr for-
setanum. Lewinsky mætti í gær fyrir rannsóknarnefnd
öðru sinni og var þar spurð út í misræmi milli fyrri
framburðar hennar og þess sem Clinton sagði nefnd-
inni á mánudaginn.
Bill Clinton.
Hart barist í Kongó
KONGÓ - Harðir bardagar voru í gær um borgina Mbanza Ngungu,
sem er síðasta vígi stjórnarhersins áður en uppreisnarmenn komast að
höfuðborginni, Kinshasa. Uppreisnarmenn sögðust hafa náð borginni
á vald sitt, en ríkisstjórnin í Kinshasa andmælti því. Ríkisstjórnin sak-
aði enn og aftur stjórnvöld í Rúanda og Uganda um að veita uppreisn-
arhernum stuðning.
ítalskt tryggingafélag greiöir
gyðinguin skaðabætur
ITALÍA - Italska tryggingafélagið Generali hyggst greiða fórnarlömbum
helfararinnar skaðabætur vegna Iíftrygginga og lífeyristrygginga sem
aldrei voru greiddar. Nemur heildarupphæð skaðabótanna rúmum sjö
milljörðum króna. Lögfræðingur fórnarlamba helfararinnar segir að
eftir að samkomulagið við Generali náðist þá muni næst verða lögð
mest áhersla á að ná samningum við þýska tryggingafélagið AUianz.
Sprengjuárás í Alsír
ALSÍR - 13 manns Iétust af völdum sprengjuárásar í suðvesturhluta Al-
sírs, að því er stjórnvöld þar sögðu. Að auki hlutu sjö manns alvarleg
meiðsli.
ísraelsmenn færa út kvíamar á
Gólanhæðum
ÍSRAEL - Israelsmenn ætla að byggja hátt í 5.000 nýjar íbúðir á Gólan-
hæðum, sem er hertekið landsvæði. Þetta verður stærsta stækkun Iand-
nemabyggðanna frá því ísraelska stjórnin tók við stjórnsýslu á svæðinu
í maí árið 1996.
Ætla að greiða launa- og
llfeyrisskuldimar
RÚSSLAND - Kröfur erlendra jafnt sem innlendra fjárfesta í Rússlandi
verða frystar næstu mánuði til þess að ríkissjóður geti a.m.k. greitt upp
launa- og lífeyrisskuldir sínar. Neyðarráðstafanir ríkisstjórnarinnar og
pólitískar afleiðingar þeirra verða teknar til umræðu í Dúmunni, neðri
deild rússneska þingsins, á aukafundi í dag.
Fimm sprengjuhótanir í Suður-Afríku
SUÐUR-AFRIKA - Fimm nafnlausar spre
sprengjuhótanir hafa borist í
hafnarborginni Durban í Suður-Afríku. En hótunin beindist gegn
sendiherra Bandaríkjanna þar í borg, en hinar virðast einkum beinast
gegn leiðtogafundi sem haldinn verður í borginni eftir rúma viku. Bygg-
ingar voru í öllum tilvikum rýmdar eftir að sprengjuhótanirnar bárust,
en engin sprengja fannst.
m.
rx: '
- - ■■ ■" ■■■■.'.. '• ,3
M,
f
t
i * l ,
: ■ /'
■ ■ 1 : ■ tgj
Bílaskipti
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1998 - 11
Bílaskipti • Bílasala
RÍIASALINN
öldur eh f.
við Hvannavelli, Akureyri
BILASALA Símar 461 3019 & 461 3000
wwwvisir
FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR
Menningarnótt í
miðborginni
22. ágúst
1