Dagur - 25.08.1998, Qupperneq 6

Dagur - 25.08.1998, Qupperneq 6
6 - ÞRIÐJUDAGUR 25.ÁGÚST 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu si, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. á mánuði Lausasöiuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Sfmar auglýsingadeildar: (ReykjavíK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Ótal spumingar í fyrsta lagi Pólitísku tíðindin af vel heppnuðu málþingi SUS um erfðarann- sóknir og gagnagrunna eru fólgin í afstöðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra: hann styður í megindráttum þau frumvarps- drög sem nú hafa verið kynnt frá heilbrigðisráðuneytinu. Mál- þingið um helgina hefði verið kjörinn vettvangur til að taka und- ir óskir um ítarlegri umræður og kynningu á fleiri kostum, reifa álitamál og leggja upp spurningar, því enn eru frumvarpsdrögin þó ekki nema það, úr smiðju embættismanna. Þess í stað vísaði forsætisráðherra helstu gagnrýnisatriðum á bug og setti sitt veigamikla lóð á vogarskálar með þeim meginhugmyndum sem felast í frumvarpinu. Þetta þýðir að ætlunin er að keyra það í gegn. í öðru lagi Flestir aðrir frummælendur lýstu mikilvægum álitamálum. For- maður vísindasiðanefndar lækna telur nauðsynlegt að upplýsa hvern og einn um það hvað í söfnun og notkun gagna felst, og fá „upplýst samþykki" fyrir þátttöku. Formaður Tölvunefndar lýsir því hve varhugavert menn hafa talið að skapa „altæka" gagna- banka, sem hafi að geyma í aðgengilegu formi fjölmargar upplýs- ingar sem einstaklingar hafa veitt víða og á löngum tíma í allt öðrum tilgangi en að þeim sé safnað saman. Þá sé ekki til staðar nú það eftirlit sem nægi með stórum miðlægum gagnabanka. í þriðja lagi Um sérleyfi til að reka gagnabankann greinir menn mjög á um hvort 12 ára leyfi sé langt eða skammt í þessari grein, og yfir út- hlutun þess er risavaxið spurningamerki. Einkaleyfi er hægt að veita í mörgum ólíkum myndum, eftir mismunandi leiðum, og hagsmunir þar að lútandi mjög mikilvægír fyrir þann sem veitir ekki síður en þann sem þiggur; þá eru ótaldir hinir sem utan garðs lenda. Þetta snertir svo mörg vísindaleg og viðskiptaleg hagsmunamál að ekki má hrapa að neinu. Þá hefur því verið lýst að lífiðnaðurinn sjálfur sé mun margbrotnari og flóknari en venjulega leikmenn og alþingismenn getur órað fyrir í fljótu bragði. Stórt tækifæri bíður okkar, mikið er í húfi að vel takist til. Stefán Jón Hafstein. Sérleyfí í stað samkeppniimar Þá er Sjálfstæðisflokkurinn bú- inn að skipta um hugmynda- fræði. Tími samkeppninnar er Iiðinn og allrar þeirrar hug- myndafræði sem henni fylgir. I staðinn er risinn upp tími sér- leyfa og samkomulags um upp- skiptingu á mörkuðum miíli stórra viðskiptarisa, þar sem vinir Dóra og Dabba eru í fyrir- rúmi. Hannes Hólmsteinn mun nú fá það nýja verkefni að umskrifa kenninguna, sem hann hefur soðið saman fyrir flokkinn síðustu ár og áratugi, þannig að sam- keppnin komi þar ekki lengur við sögu. Garri reiknar með að erfitt geti reynst fyrir Hannes að skrifa samkeppnina út úr kenningunum án Davíö þess að skrifa í leiðinni Oddsson. út markaðshyggjuna og frelsið - allt tengist þetta jú og frjálsa samkeppnin er einmitt hreyfiaflið að baki höndinni ósýnilegu, sem gerði markað- inn svo eftirsóknarverðan. Aftur einkaleyfí í fLuginu? Halldór Blöndal notaði seinni hluta síðustu viku og alla helg- ina í að útskýra fyrir þjóðinni að samkeppnin væri meingöll- uð. Sérstaklega £ innanlands- flugi. Samgönguráðherra var eðlilega slejginn yfir tapinu hjá Flugfélagi Islands, sem er dótt- urfélag Flugleiða og þar með hluti af ættarveldi þölskyldn- anna fjórtán. Tap hjá slíku fyr- irtæki er auðvitað skelfilegt mál og miklu alvarlegra heldur en ef eitthvert annað og ætt- laust fyrirtæki ætti í hlut. Þess vegna eru líka viðbrögðin sterk. Samkeppnin veldur því að svona er komið og því þarf að uppræta samkeppnina. Miklu nær er, samkvæmt Halldóri Blöndal, að menn skipti þessu bara á milli sín í bróðerni og hækki svo prísana sem farþeg- arnir eru látnir borga. Þú líka Davíö bróöir? En Halldór var ekki einn um að útskýra fyrir mönnum galla samkeppninnar og opins sam- félags á viðskiptasviðinu. Davíð Oddsson talaði líka fyrir sérleyfum á erfðafræði- ráðstefnu ungra sjálf- stæðismanna. Forsætis- ráðherra vill veita Kára einkaleyfi til að hafa miðlægan grunn. Ljóst er að engin ný þekking eða uppgötvun mun verða til við að reka gagnagrunninn sem slíkan, enda er Davíð ekki að tala um einkaleyfi fyrir vísindauppgötv- unum sem kunna að verða til vegna notkunar gagnagrunns- ins. Hann er einfaldlega að tala um að einkaleyfi sem tryggi að fjárfesting Kára í grunninum skili arði. Næsta skref er þá að veita öðrum sem fjárfesta í at- vinnulífinu viðlíka tryggingu, þannig að menn geti t.d. feng- ið einkaleyfi fyrir því að veiða með tilteknum veiðarfærum eða framleiða niðursuðuvörur eða sælgæti með tiltekinni vél- tækni. Þetta eru merk tímamót hjá sjáfstæðismönnum - sér- leyfin Ieysa af hólmi sam- keppnina í hugmyndafræðinni. Samt kemur þessi breyting einhvern veginn ekkert sérstak- lega á óvart - það má eiginlega segja að flokkurinn sé að koma út úr skápnum. GARRI. ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON skrifar Ansans frelsid Skrítið með þetta frelsi. Það er svo gott þangað til það rekst á við hagsmuni valdhafanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur marserað beint af augum með þjóðina í fanginu í átt til frelsis á flestum sviðum. Einkavæðing og hömlulaus samkeppni hafa verið lykilorð á þeim bæ. Engar sér- tækar aðferðir, eins og það heit- ir, til að styðja einstakar greinar eða fyrirtæki. Markaðurinn á að ráða. Þessi stefna hefur leitt innan- Iandsflugið í þann farveg sem allir þekkja; harða samkeppni og verulegt tap. Það er eðlileg af- leiðing þeirrar stefnu sem mótuð var af ráðamönnum. En þegar Flugleiðir hætta við að láta Flugfélag Islands fljúga til Húsavíkur verður frelsið allt í einu hið versta mál á stjórnar- heimilinu. Samgönguráðherra tekur það sérstaklega upp á ríkis- stjórnarfundi að þessi skratti gangi ekki; það verði að bijóta þær grundvallarreglur um frelsi og samkeppni sem ríkis- stjórnin hefur beitt sér fyrir undanfarin ár - bara til að tryggja áfram- haldandi áætlunarflug til Húsavíkur. Blendnir í trúnni Auðvitað er það hið besta mál að halda uppi reglu- bundnu flugi til Húsavíkur, sem er kraftmikið bæjarfélag. En vegna þeirra ítar- legu fyrirmæla sem leidd hafa verið í lög á Islandi hin síðari ár, meðal annars vegna aðildar okk- ar að Evrópska efnahagssvæð- inu, er alls ekki einfalt mál leng- ur að kasta frelsi og sam- keppni fyrir róða um leið og það hent- ar einstökum ráðherrum. Til dæmis er það ekki lengur á jieirra valdi að fyrirskipa að tvö fyrir- tæki í sam- keppni megi allt í einu hafa samráð sín á milli um reksturinn. Það er einfaldlega ekki lengur þeirra að ákveða að sumir megi tapa á frelsinu en aðrir ekki. Mega sumir ekki tapa á frelsinu? Það verður heldur ekki auðvelt fyrir ríkisvaldið að koma Flug- leiðum til hjálpar ef vandræði þeirra halda áfram að magnast. Það hefur auðvitað gerst oftar en einu sinni á liðnum áratugum að ríkið, það er skattgreiðendur, hafa komið til liðs við þetta fyrir- tæki og forvera þess og hreinlega bjargað því frá falli. Slíkt björg- unarstarf er væntanlega ekki inni í myndinni lengur. Flugleið- ir verða að bjarga sér á eigin spýtur - með eða án erlendrar aðstoðar. Það er hins vegar óneitanlega dálítið fyndið að sjá hversu blendnir sumir sjálfstæðisráð- herrarnir eru í markaðstrúnni þegar í harðbakkann slær, ekki síst þegar aðeins er hálft ár til þingkosninga. rD^tr Áfólk sjálft at) ráda nafni á sinni heima- byggð? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga. „Vilji heima- manna á að ráða mestu um val á nafni á nýtt sveit- arfélag. Sjálfsagt er að taka tillit til viðhorfa sem fram koma hjá Örnefnanefnd, en skv. sveitarstjórnarlögum hef- ur nefndin umsagnarrétt en ekki endanlegt vald í þessum efnum, heldur félagsmálaráðherra. Eg tel að hann eigi að taka tillit til óska íbúa viðkomandi sveitarfé- lags, enda samrýmist nýtt nafn íslenskri málfræði- og málvenju einsog segir í 4. grein nýrra sveit- arstjórnarlaga. Með þeim var stefnt að því að auka frelsi sveit- arfélaga í þessum efnum“ Sigríður Hafstað húsmóðirá Tjöm í Svatfaðardal. „Vissar reglur eiga að gilda í þessu efni, bæði mál- og stað- fræðilegar. Ekki má nota hvaða nafn sem er þó meirihlutinn samþykki það, viss- ar reglur verða að gilda og þar á Örnefnanefnd að koma að mál- um. Hvað varðar nafnið Ardals- vík finnst mér það ekki uppfylla þau skilyrði sem þurfa að vera, engin vík með þessu nafni er á svæðinu og enginn dalur sem heitir Ardalur. Þar af leiðandi mæli ég ekki með nafninu." Þónnrn Gestsdóttir sveitarstjóri í Borgaifirði. „AIls 51% kjós- enda hér um slóðir völdu þetta nafn, Borgar- fjörður, en vitað var að Örnefna- nefnd myndi líka fialla um málið og ég skil þeirra sjónarmið sem eru að aðalnafn vísi til sérkennis svæðisins og að síðari liður þurfi að vera hrepp- ur, byggð, bær eða borg. Þetta eru rökrétt sjónarmið en ég skal ekki til segja um hvort nafnið hér verður Borgarfjarðarbyggð eða hreppur eða hvort eitthvað allt annað nafn verður notað. Hreppsnefnd fjallar um málið.“ Guðbergux Bergsson rithöfimdur. „Þá yrðu nú æði mörg nöfn á byggðum ef hver maður mætti fá að ráða nafninu á sinni heima- byggð. Eg held að best sé að fólk jagist um þetta sjálft þar til það kemur sér sam- an um eitt nafn, en að ekki komi allt að ofan frá vitringunum í Ör- nefnanefnd eða hvar sem vitr- ingar kunna nú einu sinni að vera í þessu samfélagi. Eg held að fólk þurfi að fara að athuga sinn gang og velta af sér áþján vitringanna, örnefni hafa aldrei komið að ofan. Hvar var Ör- nefnanefnd nú einu sinni þegar íslensk örnefni urðu til?“

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.