Dagur - 25.08.1998, Qupperneq 7

Dagur - 25.08.1998, Qupperneq 7
ÞRIDJUDAGUR 25. AgGST 1998 - 7 X^MT' ÞJÓDMÁL Samangegn sérhagsniunuin JÓHANNA SIGURÐAR- DÓTTIR ALÞINGISMAÐUR Þvert á það sem sagt var á síðasta ári þegar Landsbankanum og Búnaðarbankanum var breytt í hlutafélag, er nú að fullu hafin einkavinavæðing á bönkunum. Þá skal selja - og kolkrabbinn bíður við dyrnar. - mynd: e.úl. í fimmta sinn síðan á eftirstríðs- árunum situr að völdum helm- ingaskiptastjórn stærstu stjórn- málaflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem ver sérhagsmuni fárra á kostnað þjóðarheildarinnar. Samþjöppun valds og fjármagns A valdatíma þessara stjórnar- flokka hefur verið útdeilt arði og verðmæti þjóðarinnar til fárra út- valdra, sem alþýða fólks á stærst- an þátt í að byggja upp. Allt hefur það leitt af sér að misskipting í tekjuskiptingunni hefur farið vax- andi í þjóðfélaginu. Gífurleg sam- þjöppun valds og íjármagns hefur víða átt sér stað í atvinnulífinu. Það er ekki síst hjá olíu- og trygg- ingafélögunum, flutningastarf- semi í loft-, sjó- og Iandflutning- um og í sjávarútvegi, þar sem myndast hafa stórar valdablokkir, sem tengjast eigna- og stjórnun- arlega og raka til sín auði og völd- um. Fjármagnseigendur högnuðust líka vel þegar stjórnarflokkarnir komu á fjármagnstekjuskatti, - sem varð skattur á sparifé al- mennings, en ekki stóra fjár- magnseigendur, sem greiða nú aðeins 10% skatt af arði í stað 40% áður. Auðlmdirnar gcfnar I tíð helmingaskiptastjórnar þess- ara flokka var komið á kvótakerf- inu, sem leitt hefur til mestu eignatilfærslu sögunnar frá þjóð- inni til örfárra kvótakónga, sem hagnast um hundruð milljónir króna með því að selja aflaheim- ildir, sem þjóðin hefur veitt þeim ókeypis. Þessi sameign þjóðar- innar er síðan orðið erfðagóss og bitbein í fjölskyldudeilum hjá kvótakóngunum sem fengið hafa hundruði milljarða aflaheimilda gefins frá þjóðinni. Fáranleikinn er slíkur að kvótahafi getur hagn- ast um tugi milljóna á leigu eða sölu á sfnum kvóta, t.d. þegar hann fer út úr greininni. Nýir út- gerðaraðilar verða að sætta sig við að vera Ieiguliðar kvótahafanna og þurfa að greiða fyrir aflaheim- ildir með háu verði í vasa kvóta- kónganna, sem braska með sínar veiðiheimildir sem þeir fengu endurgjaldslaust frá þjóðinni. Auðlindagjald af þessari sameign þjóðarinnar rennur því í vasa ör- fárra kvótahafa en ekki í sameig- inlegan sjóð landsmanna. A þessu kjörtímabili hefur enn verið bætt um betur í eignatil- færslu og samþjöppun valds í þjóðfélaginu. Hagnýting og stjórnsýsla 'míðhálendisins og jöklanna, sem telst vera 40% af öllu landinu, þar sem helstu nátt- úruperlur landsins og auðlindir þjóðarinnar fyrirfinnast var líka færð til nokkurra sveitarfélaga sem liggja að hálendinu, en íbúar þeirra telja um 5% þjóðarinnar. Stærsti hluti þjóðarinnar hefur því lítið um það að segja hvernig hagnýtingu hálendisins verður háttað. Eignarhald og nýting á auð- lindum í jörðu var líka fest í sessi á síðasta þingi með þeim hætti að jarðeigendur hafa ótakmarkaðan rétt á auðlindum sem finnast á Iandareign þeirra, þó almanna- hagsmunir séu í búfí. Þannig geta Iandeigendur rakað til sín stórkostlegum fjármunum ef þjóðin þarf að nýta auðlindir sem Jjnnast á landareign þeirra. Með þessu hafa stjórnarflokkarnir tryggt sérhagsmuni landeigenda á kostnað almannahagsmuna og lagt mikla Ijárhagslega bagga á komandi kynslóðir. Bankamir í gin kolkrabbans A kjörtímabilinu hafa stjórnar- flokkarnir ekki látið sitt eftir liggja til að skipta á milli sín völdum á fjármagnsmarkaðnum. Völd íhaldsins tryggð sérstakiega í Landsbankanum og Fjárfesting- arbankanum og Framsóknar- flokksins í Búnaðarbankanum og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Þvert á það sem sagt var á síð- asta ári þegar Landsbarikanum og Búnaðarbankanum var breytt í hlutafélag, er nú að fullu hafin einkavinavæðing á bönkunum. Þá skal selja - og kolkrabbinn bíð- ur við dyrnar. Við sem sáum fyrir þá einkavinavæðingu á bönkun- um sem nú er framundan héld- um því fram að markmiðið með breytingu á rekstrarformi bank- anna væri ekki hlutafélagavæðing þeirra heldur að undirbúa jarð- veginn fyrir einkavæðingu og sölu í ginið á kolkrabbanum þegar á þessu kjörtímabili. Það er einmitt athyglisvert að á árinu 1992 sagði Finnur Ingólfsson viðskiptaráð- herra, þá óbreyttur þingmaður, að Framsóknarflokkurinn myndi aldrei standa að því að bijóta upp bankakerfíð þannig að molarnir pössuðu í gin kolkrabbans. En auðvitað var ekkert að marka Framsóknarflokkinn þá frekar en nú. Framsóknarmenn eru sérfræð- ingar í að bijóta kosningaloforð eða muna kjósendur eftir Ioforði þeirra í síðustu kosningum um greiðsluaðlögun fyrir skuldug heimili, sem þeir gleymdu um Ieið og þeir settust í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Oða- got þeirra nú við sölu á bönkun- um skýrist af því að þeim liggur á að einkavinavæða bankana áður en kjörtímabilið rennur út. Við- skiptaráðherra skrökvaði að þingi og þjóð, þegar hann sagði að bankarnir yrðu ekki seldir næstu 4 árin, því tryggja þyrfti bönkun- um tíma til að koma á festu í rekstri þeirra og svigrúm fyrir breytingar á skipulagi, til að styrkja eiginíjár- og samkeppnis- stöðu á markaði. Lykilliim að breytingu Sameinað framboð jafnaðar- manna, félagsþyggjufólks og kvenfrelsissinná mun berjast hart gegn þeirri þróun sem helminga- skiptaflokkarnir hafa Ieitt inn í ís- lenskt þjóðfélag með gífurlegri eignatilfærslu og auðsöfnun á fárra hendur. Saman munum við vinna gegn sérhagsmunum fárra og hafa almannahagsmuni í fyrir- rúmi. Þess vegna er mikilvægt að fólkið í landinu sjái þá nýju möguleika sem felast í samein- uðu framboði jafnaðarmanna, fé- lagshyggjufólks og kvenfrelsis- sinna í næstu kosningum. Lykill- inn að breytingum og betra þjóð- félagi er að þetta nýja afl komi sterkt útúr næstu alþingiskosn- ingum. HvalQ arðargöngm Hvalfjarðargöngin hafa verið í notkun um nokkurra vikna skeið og eru mikil samgöngubót, og áhrifin eru í raun ekld nema að litlu leyti komin fram. Lg hef nú þegar ekið tvisvar um göngin á leið austur á land, og þegar hafa þau haft þau áhrif að tilfinningin er að maður sé rétt kominn af stað þegar komið er upp í Borgar- nes á tæpri klukkustund og í Húnavatnssýslu er um það bil tveggja til þriggja tíma akstur frá Reykjavík, aljt á löglegum hraða. GrundvöIIur Hvalfjarðargang- anna er lagasetning frá 16. maí 1990 um vegtengingu um utan- verðan HvalQörð. Þar var þessi framkvæmd tekin út fyrir sviga hvað fjármögnun snerti með heimildum um sérstaka gjald- töku. A þessum forsendum var þessi framkvæmd einnig tekin út fyrir sviga í framkvæmdaröð í jarðgangagerð hér á landi. Nú þegar göngin eru komin í notkun fyrr en áður var áætlað eftir að framkvæmdir hafa gengið einstaklega vel, er farið að inn- heimta veggjald af vegfarendum. Nemur gjaldið kr 1.000, en hægt er að fá áskriftargöld verulega lægri fyrir þá sem oft fara um göngin. Umferðin hefur verið mikil. Aætlanir gerðu ráð fyrir að gjöldin greiddu framkvæmdina á tuttugu árum, en ef svo fer sem horfir verður sá tími miklu styttri. Of snemmt er þó að spá um þetta fyrr en lengri tími er liðinn og hægt að taka viðmiðanir sem byggjast á heilsársumferð. Vegasjóður hefur staðið straum af kostnaði við rannsóknir og tengingar Hvalfjarðarganganna Nú rúmlega mánuði eftir að Hvalfjarðar- göngiu vora tekin í notkun er boðuð bar- átta gegn veggjaldinu af Félagi íslenskra bif- reiðaeigenda, og talið að vegasjóður geti tek- ið þetta á sig. Það mundi þýða að aðrar brýnar framkvæmdir á þjóðvegakerfinu mundu skerðast. báðum megin. Kostnaður við þetta nemur verulegum Qárhæð- um, allt að einum milljarði króna. Gjaldið ofhátt? Einu sinni hefur verið gerð til- raun hér á landi áður til þess að taka veggjald eftir kostnaðarsam- ar framkvæmdir í vegamálum. Það var á Reykjanesbrautinni. Það gjald var brotið á bak aftur og hætt við það. Kostnaður var einn- ig talinn of mikill við innheimt- una. Mikið vatn er til sjávar runn- ið síðan þetta var. Nú rúmlega mánuði eftir að Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun er boðuð barátta gegn veggjaldinu af Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, og talið að vega- sjóður geti tekið þetta á sig. Það mundi þýða að aðrar brýn- ar framkvæmdir á þjóðvegakerf- inu mundu skerðast. Það mundi einnig þýða að komið væri í bakið á þeim sem studdu þetta mann- virki á sínum tíma á ákveðnum forsendum sem settar voru í lög- gjöf eins og getið var um hér í upphafi. Hins vegar er ljóst að ef sú um- ferð sem er um Hvalfjarðargöngin helst, hafa tekjur verið stórlega vanáætlaðar og veggjaldið alltof hátt. Það er engin sjáanleg ástæða til þess að greiða lánin niður á helmingi skemmri tíma en áætlað var. I ljósi reynslunnar þarf vissu- lega að endurskoða gjaldið, og væri nærtækt fyrir Félag íslenskra bifreiðaeigenda að hefja baráttu fyrir því, í stað þess að krefjast þess í raun að dregið verði úr öðr- um vegaframkvæmdum til þess að greiða fyrir Hvalfjarðargöngin. Bílaeigendur hafa val, ef gjaldið er of hátt, þá getur borgað sig að aka fyrir Hvalfjörð. Neytendur eru því ekki vopnlausir í þessu efni.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.