Dagur - 25.08.1998, Side 13

Dagur - 25.08.1998, Side 13
pMÖÍiíMWb ÍÞRÓTTIR Beckham bestur David Beckham fékk óblíðar móttökur á Upton Park, en var besti maður vallarins þrátt fyrir mótlætið. Anelka ógnandi á An- field. Beckham bestur á Upton Park. Byrjun- in lofar góðu hjá Leicester. Chealsea í erfiðleikum með Newcastle. Shout- hamton og Tottenham lðgð af stað í fyrstu deildina. Stórleikur umferðarinnar var á Anfield Road í Liverpool þar sem meistarar Arsenal voru mættir til að reyna að ná í sinn fyrsta sigur í sex ár. Það gekk ekki eftir þrátt fyrir mörg góð færi. Niclas Anelka var sprækur í sókninni hjá gestun- um en náði ekki að skora frekar en aðrir Ieikmenn liðanna. Jafn- tefli, 0-0, varð niðurstaðan. Þrátt fyrir markalaust jafntefli var gaman að íylgjast með leik lið- anna. Arsenal vörnin var mjög sterk með sína gömlu jaxla í aðal- hlutverkum. Þeir héldu Michael Owen utan við öll marktækifæri og það var aðeins Karl Heins Riedle sem ógnaði Arsenalmark- inu með skallaboltum sínum. Leiðinlegt á Upton Park Fjórir leikir í úrvalsdeildinni voru leiknir í London á laugardaginn og víst er að höfuðborgarliðin riðu ekki feitum hesti eftir frá þeim, nema litla liðið, Charlton, sem rótburstaði Shouthamton. Leikur West Ham og Manchester United á Upton Park náði aldrei því flugi sem menn vonuðust eftir. Sennilega hefur West Ham ekki mætt sterkara til leiks í úrvalsdeildinni en nú. Þrátt fyrir það náði liðið aldrei að ógna marki United. Gestirnir frá Manchester voru nær sigri en heimamenn og voru snuðaðir um vítaspyrnu. David Beckham fékk allt annað en blíðar móttökur frá heima- mönnum en þrátt fyrir mótlætið var hann besti maður vallarins. Þjóðabandalagið á Stamford Bridge tók á móti Newcastle og afraksturinn var eitt stig til beggja. Chealsea náði forystunni um miðjan fyrri hálfleik með marki frá Babayaro en Adreas Andreason jafnaði fyrir New- castle fyrir leikhlé. Það leynir sér ekki að Vialli þarf Iengri tíma til að slípa stjörnum prýtt lið sitt saman. Hann breytti varnarleiknum frá opnunarleikn- um og færði Marcel Desally fram fyrir miðverðina og dæmið gekk upp. Landsliðshetjan Alan Shear- er var klipptur út og þar með sig- urmöguleikar gestanna. Tottenham fékk aftur á baukinn í annarri umferðinni. Gestirnir frá Sheffield niðurlægðu heimaliðið með 0-3 sigri þar sem aldrei var glæta í aðgerðum heimamanna. Tottenham er með arfaslakt og illa skipulagt lið og hætt er við því að þetta sé síðasti Ieikurinn sem Christian Gross stjórnar þessu forna stórveldi í enskri knattspyrnu. Hvorki eig- endur né stuðningsmenn Iiðsins sætta sig við byrjunina þar sem liðið hefur ekki enn skorað mark. Það var mikil veisla hjá stuðn- ingsmönnum Charlton þegar jreir tóku á móti Shouthamton. Aður en yfir lauk höfðu nýliðar deildar- innar skorað fimm mörk án svars frá gestum sínum. Shouthamton hefur oft leikið skemmtilega knattspyrnu. Sú tíð er liðin og varla hægt að segja að liðið bjóði upp á fótbolta þessar vikurnar. Þeir hafa tekið strikið á fyrstu deildina og þá má mikið vera ef Iiðið vinnur leik fyrir jól eins og það Ieikur nú. Leicester í mildu stuði Leicester byrjar keppnistímabilið með látum. Þeir voru óheppnir að missa unninn leik í jafntefli á Old Trafford í íyrstu umferðinni en sýndu í Ieiknum við Everton að frammistaðan í Manchester var engin tilviljun. Everton var sárt leikið og heppið að sleppa með aðeins 2-0 tap. Wimbledon náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun sinni og varð að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Derby á Pride Park. Það sama má segja um Coventry sem ekki náði að fylgja eftir sigrinum á Chealsea í fyrsta leiknum. Nott- ingham Forest var sterkari aðilinn í leik Iiðanna og vann sanngjarnt, 1-0. Aston Villa sigraði svo Middles- brough 3-1 og þurfti ekki Dwight Yorke til hirða öll stigin af slöku liði gesta sinna. — GÞÖ Blackburn-Derby 0-0 Coventry-Chelsea 2-1 Everton-A.Villa 0-0 Man. Utd-Leicester 2-2 M’boro-Leeds 0-0 Newcastle-Charlton 0-0 Sheff. W.-West Ham 0-1 Wimbledon-Tottenham 3-0 Aston Villa-Middlesbrough 3-1 ÍÞRÓTTAVIÐ TALIÐ Ole Gunnar Solskjær verður seldur Hvorki Ole Gunnar Solskjær né Alex Ferguson fá nokkru ráðið um hvort norski landsliðsmaðurinn verður seldur frá Manchester United eða ekki. A sama klukkutímanum og Ferguson átti fund með leikmanninum, þar sem hann sagði honum að hann yrði áfram í röðum United, ef hann sjálfur vildi, sat stjórnarformaður Manchester United, Martin Ed- wards, fund með forráðamönnum Tottenham og sagði þeim að þeir gætu farið með Ole Gunnar Sol- skjær ef þeir borguðu 5,5 milljónir punda. Ole Gunnar hefur marglýst því yfir að hann vilji vera áfram í röðum United og berjast fyrir stöðu sinni í Iiðinu. Ein ástæða þess að leikmaðurinn vill ekki yfirgefa Manchester er að sambýliskona hans, Silja Lyngvær, rekur ljósmyndastofu með góðum árangri í borginni og á því erfitt með að byrja upp á nýtt í höfuðborginni. Ole Gunnar Solskjær. Ótrúleg framkoma Faðir Ole Gunnar Solskjær, Ovind Solskjær, sagði í norskum fjöl- miðlum á sunnudaginn að hann væri í stöðugu sambandi við son sinn í Manchester. „Það er greinilegt að vinstri höndin veit ekkert hvað sú hægri gerir hjá stórliðinu Manchester United. Ole og knatt- spyrnustjórinn, Ferguson, eru sammála um að hann verði áfram í röðum liðsins en það eru stjórnarmennirnir sem taka ákvarðanirnar. Samningar og loforð eru einskis virði í þeirra augum,“ sagði Övind Solskjær. Stuðningsmeim West Ham til skammar Fimm hundruð stuðningsmenn West Ham tóku á móti David Beckam með grjótkasti, fúkyrðum og bjórflöskum, sem þeir létu rigna yfir bíl Manchester leikmannanna. Lögreglulið var mætt á staðinn og skakkaði leikinn en leikmenn Manchester sögðust aldrei hafa lent í neinu þessu líku áður, nema þá einna helst er þeir heimsóttu Tyrkland á sínum tíma. Þetta var ótrúleg mannvonska af hálfu gestgjaf- anna og þeir urðu sjálfum sér, fjölskyldum sínum og félaginu til skammar. Þess má geta að Ted Beckham, faðir Davids, er áhyggjufullur yfir stöðu mála. „Innst inni veit ég samt að allir alvöru knattspyrnuunn- endur styðja son minn. Honum varð á í heimsmeistarakeppninni en hefur örugglega tekið út sína refsingu," sagði faðirinn. Ekki bara Tottenham Það er ekki bara Tottenham sem hefur áhuga á að nýta krafta Ole Gunnars Solskjær. Everton, Nottingham Forest, Leeds og fleiri lið vilja gjaman fá hann í sínar raðir. Fái leikmaðurinn einhveiju um það ráðið hvert hann verður seldur velur hann að öllum líkindum Ev- erton. Það er ekki nema fjörutíu mínútna keyrsla á milli Liverpool og Manchester og ætti Ijarlægðin ekki að vera frágangssök fyrir knatt- spyrnukappann sem vill búa í Manchester. — GÞÖ „Ég bara var þarna og hitt’aim“ Auðun Helgason latidsliðsmaður í knattspymu Vamarjaxlinn Auðun Helgason lék sinnfyrsta landsleik á miðvikudag- inn og skoraði mark. „Andinnfrábær i lands- liðshópnum oggaman að fá að taka þátt íþessu. “ Gott skipulag og viljinn til að vinna lykillinn að velgengni. - Það hlýtur að vera drautna- byrjun hjá varnarmanni að skora mark í sínum fyrsta landsleik? „Já, auðvitað er það draumur- inn. Eg bara var þarna og hitt’ann vel og gat ekki annað en skorað. Þannig gerðist þetta. Þetta var góður sigur en hefði getað orðið stærri. Ég held að við höfum fengið tíu færi f fyrri hálfleik án þess að skora.” - Hvernig fannst þér að koma inn í landsliðið og leika á Laug- ardalsvellinum ? „Það er auðvitað markmið allra knattspyrnumanna að komast í landslið. Mér fannst þetta mjög gaman. Andinn var mjög góður í hópnum og allir voru tilbúnir til þess að leggja sig fram í leiknum. Þó við höfum ekki skorað í fyrri hálfleik þá vissum við að þetta hlaut að koma í seinni hálfleik. Við vorum svo miklu betri en þeir. Eftir að Lettarnir skoruðu, vöknuðum við fyrst almennilega til Iífsins og þá fóru hlutirnir að ganga." - Karlinn í brúnni hefúr þá væntanlega verið ánægður eftir leikinn? „Já, Guðjón var mjög ánægður eftir leikinn. Ég held að hann hafi verið ánægðastur með það, að nú í fyrsta skipti í talsverðan tíma, lögðu allir Ieikmennirnir sig 100% fram í Ieiknum. Við gáf- umst ekki upp við mótlætið þó okkur tækist ekki að skora í fyrri hálfleiknum og markið þeirra virkaði sem vítamínsprauta á okk- ur en ekki öfugt eins og stundum gerist." - Ertu strax farinn að hlakka til Frakkaleiksins? „Fyrst er nú að vita hvort mað- ur kemst aftur í liðið. Ég vona að ég fái tækifæri til þess að spila á móti heimsmeisturunum. Ég vona að minnsta kosti að ég hafi ekki leikið mig út úr hópnum.” - Nú hefur þú fengið mikið hrós í norsku blöðunum. Hverju þakkar þú árangur þinn í norska boltanum? „Ég get ekkert kvartað yfir mín- um hlut. Dómamir eru samt mis- jafnir. Það dæma ekki allir út frá sömu forsendum. Ég er mjög heppinn með þjálfara. Hann er rólegur og yfjrvegaður og kann sitt fag. Það er mjög gott að finna að hann treystir manni vel og er í góðu sambandi við leikmennina. Svo er aðstoðarþjálfarinn alveg þver öfug týpa. Hann er ekki nema rúmlega þrítugur og mikill harðjaxl sem keyrir okkur áfram á æfingum og hvetur okkur í leikj- unum. Við emm ekkert endilega með neinar stórstjörnur í liðinu en það er vel skipulagt. Við reynum svo að gera það sem fyrir okkur er lagt og höfum viljann til að vinna. Það er það sem hefur fært okkur þriðja sætið í úrvalsdeildinni.” - Er það einhver sérstakur leikur sem stendur upp úr hjá þér í sumar? „Ætli það sé ekki leikurinn við Rosenborg á Lerkendal ef ég á að nefna Ieik sem mér sjálfum gekk vel í. Það var gaman að eiga svona góðan Ieik á móti Mini Jakupsen. Honum var skipt út af eftir sextíu og Ijórar mínútur, sem gerist ekki oft hjá honum. Vara- maður hans Ienti svo jafnvel í enn meiri vandræðum. Ég held að þetta hafi verið besti leikurinn minn f sumar."___________________ - Ertu þá loksins búinn að ná þér eftir meiðslin í sumar? „Það held ég. Þetta er alla vega allt að koma. Mér finnst ég fyrst núna vera farinn að spila eins og ég gerði best fyrir meiðslin. Ég fékk góðan tíma til að jafha mig og eftir leikinn við Moss, sem var fyrsti leikurinn eftir meiðslin, hefur þetta alltaf verið að batna. Ég vona bara að þetta gangi svona út tímabilið." - Þið eruð í Evrópusæti í dag. Er Evrópudraumurinn á næsta árifarinn að kitla ykkur? „Éyrst er nú að tryggja þriðja sætið endanlega. Við eigum að spila við Haugasund næst. Þeir eru í bullandi falibaráttu og þurfa á öllum stigunum úr leiknum að halda. Við þurfum líka á þeim að halda ekkert síður en þeir. Það er því mikilvægt að vinna þennan leik og halda sig í góðri Ijarlægð frá Stabæk. Þeir hafa Ieikið vel í sumar en ekki gengið vel í síðustu leikjum sínum. Við þurfum að notfæra okkur það og auðvitað væri gaman að enda í þriðja sæt- inu eða jafnvel ofar í Iokin.” - GÞÖ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.