Dagur - 25.08.1998, Síða 5

Dagur - 25.08.1998, Síða 5
ÞRIÐJVDAGVR 25. ÁGIJST 1998 - 21 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU skrifað bókmennta- sögu 20. aldar. Bókin ereinkum ætluð til kennslu íframhalds- skólum. Heimir segir hugmyndina um að skrifa sérstaka bókmenntasögu 20. aldar hafa komið upp á síð- asta ári en kennarar hafa lengi talið þörf á því að sérstök bók yrði sett saman um tímabilið. Nýja kennslubókin sem ber nafnið Sögur, ljóð og líf á rætur í hinni vinsælu námsbók Heimis Straumar og stefnur í íslenskum bókmenntum frá 1550, sem kom út í þriðju útgáfu árið 1987, breytt og endurskoðuð. „Þessi bók er einskonar barna- barn Strauma og stefna," segir Heimir en tekur um leið fram að áherslur í þessari bók séu á nokkurn annan veg en í Straum- um og stefnum. ,Á ellefu árum skrifaði ég Strauma og stefnur þrisvar. Auð- vitað lærði ég sitthvað á þessum árum og fór að sjá margt í öðru samhengi, með þeim árangri að ég verð stundum alveg gáttaður á því hvað ég gat haft mig í að segja hér áður fyrr. En við þessu er ekkert að gera, maður verður að þora að hafa skoðanir á hverjum tíma,“ segir Heimir. „Eg lít ennþá svo á að það sé mjög sterkt samband milli lífsins sem lifað er í landinu og bók- menntanna og það viðhorf býst ég við að endurspeglist skýrt í þessu nýja verki. I því gef ég þó persónusögunni meira rými en í Straumum og stefnum þar sem fá nöfn voru nefnd til sögu. Eg er kominn á þá skoðun að ein- faldasta aðferðin til að nálgast söguna sé í gegnum einstakling- „Vitanlega er mér jafnljóst og öðrum að við getum ekki skrifað hlutlægt og með yfirsýn um samtímabókmenntir okk- ar... En við verðum samt að reyna, “ segir Heimir Pálsson, sem hefur sent frá sér bókmenntasögu 20. aidar sem ber heitið Sögur, Ijóð og líf. ana og sú aðferð virkar best á nemendur. Svo er það nú einu sinni þannig að þegar maður fer að fást við bókmenntir tutt- ugustu aldar þá vill svo yndis- lega til að þar er einn einstakl- ingur sem ber höfuð og herðar yfir aðra. Bókmenntasaga 20. aldar án þess að Halldór Lax- ness sé stór persóna í því verki er hlægileg.“ Ekki hundrað bestu I bókinni er að finna skáldatal þar sem gerð er grein fyrir rúm- lega hundrað rithöfundum og skáldum „í símskeytastíl“ eins og höfundurinn segir sjálfur. „Fyrsta frétt sem kom af þessari bók var í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: „Heimir velur 100 bestu“, sem er um það bil skelfi- legasta meðferð sem ég get ímyndað mér,“ segir Heimir. „Sú hugsun er íjarri mér að þarna sé verið að velja hundrað bestu höfunda aldarinnar. Það ætlaði ég mér aldrei. Það er matsatriði hvernig raðað er á Iistann og að sjálfsögðu hefði ég getað tvö- faldað hann. Eg seilist frekar til að nefna höfunda og verk sem mér finnst sennilegt að unga fólkið hafi eða sé líklegt til að fá áhuga á. Dæmin sem ég tek úr sögum, ljóðum og greinum eru Iíka agressív og hvatskeytleg og því líkleg til að vekja athygli ungl- inga. Þarna gilda allt önnur rök en ég myndi beita við að skrifa sögu sem ætti að vera í fullu jafnvægi og taka til allra skap- aðra hluta.“ Það er hvorki létt né þakklátt verkefni að fjalla um bókmennt- ir samtímans eins og Heimir segist gera sér fulla grein fyrir. Hann segir: „Vitanlega er mér jafnljóst og öðrum að við getum ekki skrifað hlutlægt og með yf- irsýn um samtímabókmenntir okkar. Við sem erum að því vit- um að eftir einhveija áratugi brosir fólk góðlátlega og hefur í besta falli samúð með okkur. En við verðum samt að reyna. Og ég er að Ieggja mitt af mörkum til að vekja áhuga fólks á því sem mér þykir vera vel gert og skipta miklu máli fyrir okkur sem þjóð og einstaklinga." Bamabam Strauma og stefna HeimirPálsson hefur MENNINGAR LÍFIfi ■■ Jónatan Garðarsson. Guðrnn Helga Siguröardcttir Vetrardag- skráin komin með form Sjónvarpsdagskrá vetrarins hjá RÚV er farin að taka á sig mynd og gætir þar ýmissar nýbreytni. I staðinn fýrir Dagsljós kemur tæplega hálftíma magasínþáttur á undan kvöldfrétt- um. Þættirnir verða með „ung- um áherslum“ og verða umsjónar- mennirnir á aldr- inum 18-26 ára. Ekki er þó ætlunin að þetta eigi að vera þáttur fyrir ungt fólk heldur á aldur umsjónarmanna að gefa ný og fersk efnistök. Eftir kvöldfréttir á mánu- dögum verður þáttur með við- tali við einstakling eða þáttur sem gefur svipmynd af ein- staklingi. Einstaklingarnir og þættirnir verða úr öllum átt- n og alls ekki víst að þeir verði kynntir sem „sería“. Sagt að Eva María Jónsdóttir verði með fyrstu þættina en margir koma að gerð þátt- anna. Síðar um kvöldið verður svo Mánudagsviðtalið með lítt breyttu sniði. Arni Þórarins- son verður með samræðuþátt eft- ir fréttir á þriðju- dögum aðra hvora viku á móti fréttastofu Sjón- varps og seinna um kvöldið verð- ur kvenna- og Súsanna karlaþáttur í um- Svavarsdóttir. sjón Súsönnu Svavarsdóttur og Þórhalls Gunnarssonar. A miðvikudagskvöldum verður Jónatan Garðarsson með menningarþátt og þar mun Jón Viðar Matthíasson kíkja Fimm ár í sókn Listasafnið verður fimm ára á föstudag- inn og hefurhaldið upp á það meðfjölda samsýninga á árinu. Safnið errómaðfyrir fegurð sína og hlut- leysi og ermjög eftir- sótt. „Þetta er búin að vera mikil vinna, eins og íslensk vertíðar- törn, en ég er mjög ánægður þegar ég lít til baka,“ segir Har- aldur Ingi Haraldsson, forstöðu- maður Listasafnsins á Akureyri. Listasafnið verður 5 ára þann 28. ágúst næstkomandi. Rómað húsnæði Mjólkursamlag KEA stóð áður þar sem Listasafnið er nú og segir Haraldur að ótrúlega vel hafi tekist með breytingarnar. „Að þessu unnu menn með op- inn huga og þetta sýningarhús- næði er rómað hér á Islandi og víðar. Þetta er hlutlaust og fal- legt húsnæði og gefur sýnend- um, að mjög Ijölbreyttri mynd- Iist, tækifæri til að láta verkin njóta sín, en ekki að salirnir yfir- gnæfi sýningarnar. Þetta hafa myndlistarmenn mikið rómað. Þetta litla safn hefur olnbogað sig inn í listalífið á Islandi og jafnvel erlendis og náð töluverð- um árangri." Haraldur er ánægður með þá þróun sem átt hefur sér stað í Listagilinu en það var árið 1990 sem Akureyrarbær ákvað að gera þessa gömlu verksmiðjugötu að miðpunkti listalífs á Akureyri. í dag er þar íjöldinn allur af lista- galleríum sem pluma sig vel. „Þetta hefur spírað og vaxið og er orðið að stóru tré. A furðu skömmum tíma hefur gatan, sem enginn fór um, orðið iðandi af Iífi.“ Á annað liundrað listameun sýnt Listasafnið hefur í raun verið að halda upp á afmælið sitt í frá því í ársbyrjun. Það hafa þeir gert með því að stofna til samstarfs- sýninga við stór listasöfn, hér- lendis sem erlendis. Samstarfs- sýningar á borð við „Flögð og fögur skinn,“ sýningu Roj Frid- bergs og „GROUND" hafa glatt augu Akureyringa og nærsveitar- manna það sem af er ári og þann 28. ágúst, á sjálfan afmæl- isdaginn, hefst ný samstarfssýn- ing sem nefnist „Skjáir veruleik- ans.“ I lok ársins verða svo tekin saman úrval þeirra verka sem safnið hefur eignast á árunum fimm. Haraldur segir góðan orðstír safnsins auðvelda sam- starf við stærri stofnanir og ásókn listamanna til að sýna í Listasafninu sé mikill. „A fimm árum hafa á annað hundrað listamenn sýnt hér. Stefna Lista- safnsins hefur verið að reyna að bjóða bæjarbúum upp á sem fjölbreyttast úrval af myndlistar- sýningum, fyrst og fremst fs- „Að þessu unnu menn með opna huga og þetta sýningarhúsnæði er rómað hér á íslandi og víðar, “ segir Haraldur Ingi. mynd: brink lenska umfjöllun en einnig væna sneið af heimslistinni." Haraldur Ingi er bjartsýnn á framhaldið en harmar að núver- andi bæjarstjórn hafi engin stór markmið að uppbyggingu í Listasafninu. „Eg hef ítrekað bent á ýmsar leiðir þar sem Ak- ureyrarbær getur haft mun meiri hagnað af þessu safni heldur en hann hefur. Eg tel að við þurfum að fá aðstoð frjáls- lyndra stjórnmálamanna sem skilja það að listin getur verið stór atvinnuvegur. Eg mundi fagna því að sjá það gerast á næstu árum.“ -JV Níu ný leikrit Á fimmtudögum verður Stundin okkar áfram í umsjón Ástu Garðarsdóttur og Hildur Helga Sigurðardóttir heldur áfram með sína vinsælu spurningaþætti, ...þetta helst. Á föstudagskvöldum verður Eva María Jónsdóttir með nýj- an þátt, léttan magasínþátt „eftir vinnu“. Spaugstofan heldur áfram á laugardögum og á sunnudögum verða ís- lensk leikrit og íslenskar heimildarmyndir. Búið er að taka upp þrjú leikrit eftir Karl Ágúst Ulfs- son, Friðrik Erlingsson og Hlín Agnarsdóttur hjá RÚV. Saga film er að taka upp þijá farsakrimma eftir Árna Þórar- insson og Pál S. Pálsson. Egill Eðvarðsson er að ljúka klipp- ingu á mynd sem heitir Blóð- skömm, Hrafn Gunnlaugsson er að taka upp myndina Þegar það gerist... og síðan hefur RÚV keypt myndina Kalt borð eftir Önnu Rögnvaldsdóttur. Allt verður þetta á dagskrá RÚV í vetur. Vetrardagskráin byrjar um mánaðamótin september október. V___________________________,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.