Dagur - 25.08.1998, Síða 1

Dagur - 25.08.1998, Síða 1
Þriðjudagur 25. ágúst 1998 n-.ll U< I n#/l .!•» M<! »nn!!•;«,« II iiiutu^ ihul ()»i/Uon Svíarganga gjaman um með elgsspörð hangandi í eymnum. En hvaða íslendingur vill vera með lamba- spörð í eymnum? Það er ekkihver sem er. Alltofóhefðbundið fyr- irmarga! „Fólki finnst eyrnalokkarnir oft rosalega fallegir. Þegar ég segi frá því úr hveiju þeir eru þá fínnst sumum það ógeðslegt en öðrum rosalega fallegt. Þeir eru mjög vinsælir til gjafa, sérstaklega meðal ferðamanna. Þeim þykir þetta frumlegt og sniðugt," segir Asa Rönnbacka, handverkskona og bóndi á Litla-Fljóti í Biskups- tungum. Lakkar spörðin með trélakki Ása er með eldsmíði og býr til skartgripi heima hjá sér. Hún hefur líka framleitt eyrnalokka og hálsmen úr lambaspörðum í nokkur ár og segir að Islendingar hafí tekið lambaspörðunum afar vel. Mörgum þykir þau fyndin og sniðug þegar þeir frétta úr hverju eyrnalokkarnir séu gerðir. Hug- myndin er ekki ný fyrir Ásu því að hún hefur búið í Svíþjóð og þar eru framleiddir eyrnalokkar úr elgsspörðum. Islendingar hafa hins vegar aldrei kynnst því að lambaspörð væru til nokkurs nýt. Asa safnar spörðum inni í fjár- húsi og úti í móa, magnið mis- jafnt eítir þörf og eftirspurn. Ása og íslenskur sambýlismaður hennar eru með fjárbú og því er ekki langt fyrir hana að sækja Lambaspörð í eyrun einfaldle£a flott! hráefnið, bara nokkurra sek- úndna eða mínútna rölt. Þau eru með 30 kindur og því er hráefnið miklu meira en svo að hún nái að nýta það allt í eyrnalokka en hún þarf samt að vanda valið, til dæmis að finna tvö spörð sem passa saman í par. Láttir í eyra Eymalokkarnir hennar Ásu eru afar einfaldir í vinnslu og gerð. Asa tínir þau og þurrkar með því að breiða út á ofn inni í stofu eða dagblaðapappír á góðum þurrum stað. Á sumrin tínir hún í góðu veðri og þá þarf ekkert að þurrka spörðin. Hún lakkar þau bara með svörtu trélakki og bindur svo gull- eða silfurvír utan um og býr til lykkjuna í eyrað. Hún hefur ekki prófað að hafa þau marglit og því er ekki hægt að fá þau í bláu, rauðu eða grænu. Bara svörtu. Ása hefur Iíka verið með háls- men úr lambaspörðum en heldur virðist ganga betur að selja eyrna- lokkana. Hún veit ekki hver ástæðan er en getur sér þess til að hún sé sú að þeir séu léttir að hafa í eyra, léttari en menið er um hálsinn. Það hljómar ekki ótrú- lega en varla er menið svo þungt. Bannað að fara i sturtu „Lakkið er ekki vatnshelt og því má ekki fara í sturtu með eyrna- Iokkana," varar hún við en telur í lagi að fara með þá út í rigningu enda geta prúðbúnir Islendingar aldrei treyst á að veðrið haldist gott þegar haldið er út á lífið. Ása er sænskur Finni að upp- runa en hefur búið lengi í Svíþjóð. Hún hefur sent vinum sínum í Svíþjóð nokkra eymalokka til sölu og þar hafa þeir slegið í gegn. „Þeir þykja rosalega skemmtilegir og það er líka gaman að gefa þá því að enginn veit úr hveiju þeir eru,“ segir hún. „Það vekur athygli þeg- ar sagt er frá því.“ -GHS Finnsk handverkskona hefur fundið leið til að nýta hið ónýtanlega, lambaspörðin í íslenskri náttúru. Ása býr til eyrna- lokka og hálsmen úr lambaspörðum, lakkar með trélakki og pakkar í heimagerða pappakassa. Afar vinsælt til gjafa! mynd: hilmar þór Stæiðir: 13" 14" I _____ I5" IHI Wk ðiiUift Verð bí \ 8.174,“np ) Stæiðir: 14” Stæiðu: 14" Stærðii: 13" verð £rá verð £rá : 9. W,4W\*ÉS3S^ 8.658,\^ . L 3 fl n o ð. S UNIROYAL Sterk og vönduð jeppadekk fyrir íslenskar aðstæður O Gúmmívinnustofan ehf. Réttarhálsi 2, sími: 587 5588 Skipholti 35, sími: 553 1055 Þjónustuaðilar um land allt.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.