Dagur - 23.09.1998, Side 2
18 - MIDVIKUDAGUR 23. SEPTEMBER 1998
rDwptr
LÍFIÐ í LANDINU
■ SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
BJÖRN
ÞORLÁKSSON
Hús Skinnaiðnaðarins
á Akureyri.
Hrepparígur?
Erfíð útlutningsstaða sútunarfyrirtækja líkt og
Loðskinns á Sauðárkróki og Skinnaiðnaðar á
Akureyri hefur verið í umræðunni að undan-
förnu. Margir hafa bent á hvort sameining þess-
ara tveggja fyrirtækja væri ekki hið bcsta mál.
Margt væri Iíkt með verkun og vinnslu, sömu
markaðir og landfræðileg nálægð. Skagfirðingar
höfðu frumkvæði að sameiningarumræðu í
sumar en að sögn þeirra tóku'Akureyringar fá-
lega í það. Maður sem þekkir til á Sauðárkróki
segir að vonbrigði hafí orðið með viðbrögð
Skinnaiðnaðar. Margt bendi til að þar á bæ hafí
menn einfaldlega beðið eftir að Loðskinn færi á
hausinn og þar með gæfist ódýrt tækifæri til að
sölsa undir sig þrotabúið. Þessu neita forráða-
menn Skinnaiðnaðar að sjálfsögðu, en hitt gæti
verið staðreynd, nú sem oft áður að svonefndur
hrepparígur spili hér inn í.
GIILLKORN
„Ferðin til
Reykjavíkur var
skemmtileg, allt
var í góðu lagi
þangað til ég kom
á þetta
skítahótel,"
Warren Ellis,
teiknimyndagúrú,
í viðtali við
Morgunblaðið, en
hann var ósáttur
við viðtökurnar á
Hótel Sögu.
Bjóddu betur
Það er tímanna tákn að Mammonsorrusta hafi
verið háð að undanförnu um spurningakeppni
framhaldsskólanna. Sjónvarpið hafði betur
eins og kunnugt er, en þrælar Islands, skyldus-
áskrifendur, borga brúsann. Einhverju sinni
hefði verið hægt að ímynda sér að framhalds-
skólanemar Iétu sér nægja að keppnin væri
vitsmunaleg áskorun, sem fengur væri að fá að
taka þátt í en nú eru breyttir tímar eins og of-
anritaður varð vitni að á kaffíhúsi nýverið. Þar
voru framhaldsskólanemar að Ijárfesta í verð-
bréfum með aðstoð GSM-síma og hefði manni
dottið það í hug á menntaskólaárunum?
Fj ölskyldudagurmn
Á fjölskyldudegi Dags á Hrísum um helgina.
lenti prentsmiðjustjóri blaðsins í því óhappi í
markskoti að knötturinn fór af miklu afli í höf-
uðið á 6 ára gutta, síðasta varnarmanni.
Næstu mínútur fóru í að hugga þann stutta og
það var e.t.v. lán í óláni að tvímenningarnir
þekktust vel. Þeir eru nefnilega feðgar. 8 ára
hnokkí sem varð vitni að hamförunum sagði
þegar hann fylgdist með feðgunum: „Mér
finnst svona fjölskyldudagar ekki skemmtilegir.
Eigum við ekki bara að fara heim?“
Eiun á gráu svæði
Flugvélin er að hrapa og farþegar bíða örlaga
sinna dauðdæmdir í sætunum. Rís þá kona
skyndilega upp úr sæti sínu. Rífur sig úr hverri
spjör og hrópar: „Mig Iangar að deyja eins og
kona. Er einhver reiðubúinn til að Ieyfa mér í
hinsta sinn að upplifa hvað það er að vera
kona?“ Farþegar sýna þessu fálæti þangað til
einn karlmaður stendur upp og fer úr skyrt-
unni. Hendir henni síðan í konuna og segir:
„Jæja, þú mátt strauja þessa skyrtu.“
Pétur Mogensen
er hinn nýi fram-
kvæmdastjóri ís-
landssíma og
hann lítur framtíð-
ina björtum aug-
um. Pétur er gift-
ur Karitas Karls-
dóttur og eiga
þau þrjár dætur
og tvö barnabörn.
Íslandssími, kominn til að vera
Fréttin um nýtt símafyrirtæki LtlJlclSTHCTlJl fcl&TlcL hara vegna áhuga míns á fjar-
kom svolítið eins og köld vatns- J ö skiptum, heldur einnig vegna
gusa yfir Iandsmenn, enda segja JTÚÍJJJJJI SÍJTltlfVTÍJlcCkÍ- Þess hve mikið mál Ijarskipti eru
forráðamenn Íslandssíma, hins J J að verða í heiminum. Þetta er
nýja fyrirtækis að ekki hafí átt að JJJJJ bcLT SCJJl cLU&lÍÓSt Þ3^ sem vex emna hraðast £ dag
gefa upp neinar upplýsingar um * ö ’ og samkvæmt öllum spám verður
það strax, en vegna upplýsinga- hykÍT clð SclTJlkCTJUTlÍTl nær þreföldun á verslun á Netinu
leka reyndist óframkvæmanlegt r ** á ári, næstu árin. Þetta er ekkert
lækki VCTÖ til JlCVt- smáræði og mikil atvinnutældfæri
þarna."
cndæ Um helgim Tölvan er að verða sjáifsagður
° miðill og gegnir margvíslegu hlut-
komfrétt um að nýtt verki a heimilnrn- Pétnr telnr nð
J þó svo mikið verði um verslun á
símafyrirtæki hefði netinu 1 gegnnm toivur, muni
J kaupmaðurinn á horninu eftir
verið stofnaðjs- sem áður verða til staðar en hins
vegar muni samskipti og kennsla
landssími heitir það. verða æ meiri f gegnnm töivur.
sr Varðandi framtíðarhorfur okkar
hjá Islandssfma," segir Pétur, „er
að halda því leyndu.
„Eg hef alla tíð haft mikinn
áhuga á Ijarskiptum hvers konar
og má segja að þau hafí verið
mitt aðaláhugamál íyrir utan að
eyða tíma með fjölskyldunni,“
segir Pétur sem þessa dagana
vinnur myrkranna á milli við
ýmis framkvæmdaatriði og hefur
lítinn tíma til annars.
Pétur Mogensen kom til Is-
landssíma frá Landssíma Islands
þar sem hann hefur unnið í
vöruþróunardeild fyrirtækisins.
Þar áður var hann hjá Nýheija
þar sem hann var sölustjóri, en
hafði gegnt sama starfi hjá Rad-
íóstofunni sem sameinaðist Ný-
herja.
SPJALL
ljóst að það er rúm fyrir
keppnisaðila sem um leið lækkar
verð til neytenda. Við höfum
aldrei almenninlega getað skilið
það hvers vegna GSM símtöl
miklu dýrari en venjuleg
vera svona
Vöxtur á Netinu
„Ég var strax árið 1993 farinn að horfa til 1998
þegar ég vissi að ljarskipti yrðu gerð frjáls," segir
Pétur. Þá þegar var ég með það á hreinu að ég
myndi starfa á þeim vettvangi í framtíðinni, ekki
þurfa að
símtöl og teljum enga sérstaka þörf á stórri yfir-
byggingu fyrirtækisins sem aðeins veldur því að
aílur kostnaður er allt of hár. Sem aftur veldur
því að neytandinn verður að greiða meira fyrir
þjónustuna." -VS
■ FRÁ DEGI TIL DAGS
Það er auðvelt að vera seinnitímamað-
ur og finna upp skothvellinn þegar aðr-
ir hafa fundið upp púðrið.
Halldór Laxness: GRIKKLANDSÁRIÐ
Þetta gerðist 23. sept.
• 1241 var Snorri Sturluson veginn í
Reykholti.
• 1857 fórst rússneska herskipið Leffort í
óveðri í Finnlandsflóa. 826 manns fór-
ust.
• 1942 hófust aftökur með gasi í útrým-
ingarbúðunum í Auschwitz.
• 1943 afhentu 270 kjósendur Alþingi
áskorun um að slíta ekki sambandinu
við Danmörku meðan stríðið stæði yfir.
• 1978 fögnuðu 100.000 Egyptar heim-
komu Sadats forseta frá leiðtogafundi í
Camp David í Bandaríkjunum.
• 1993 var nýi flugvöllurinn á Egilstöð-
um tekinn í notkun.
Þau fæddust 23. sept.
• 1712 fæddist Ferdinand VI. Spánar-
konungur.
• 1916 fæddist Aldo Moro, ítalskur
stjórnmálaleiðtogi sem hryðjuverka-
menn rændu og myrtu árið 1978.
• 1920 fæddist bandaríski leikarinn
Mickey Rooney,
• 1926 fæddist John Coltrane, djassari.
• 1938 fæddist austurríska Ieikkonan
Romy Schneider.
• 1943 fæddist söngvarinn Julio Iglesias.
• 1949 fæddist rokktónlistarmaðurinn
Bruce Springsteen.
Vísa dagsins
Á þetta ekki við alla tíð?
Karhnanns þrú er, vitum vér,
vefja svanna ífangi.
Kvenmanns þráin einkum er
að hann til þess langi.
Hattnes Háfstein.
Afmælisbam dagsins
Afmælisbarn dagsins er blindi tón-
snillingurinn Ray Charles. Hann
fæddist árið 1930, sem þýðir að
hann er orðinn 68 ára gamall.
Hann er enn að, syngur og spilar á
píanóið „sál“ og „blús“ á sinn ein-
stæða hátt. Og fer ekki á milli
mála að hann hefur fullkomlega
rétt fyrir sér þegar hann segir tón-
listina vera sér jafh nauðsynlega og
vatn og matur.
Hjálp!
Fred hafði alla tíð verið trúaður maður og
var nú á spítalanum og lá fyrir dauðanum.
Fjölskyldan kallaði til prest sem kom að
sjúkrabeði Freds en það dró fljótt af hon-
um eftir að prestur kom., Fred notað bend-
ingar til að útskýra að hann þyrfti blað og
blýant, og notaði síðustu kraftana til að
skrifa eitthvað og dó svo. Presturinn taldi
ekki við hæfí að líta á miðann að svo
stöddu og lét hann í vasa sinnn. Þegar út-
förin fór fram áttaði hann sig á því að
hann var í sama jakkanum og fann mið-
ann. Hann sagði við söfnuðinn: „Þið vitið
að Fred var einstakur maður og hann
skrifaði mér skilaboð rétt áður en hann dó.
Þetta eru áreiðanlega einhver huggunar-
orð okkur til handa." Og prestur tók upp
miðann og las: „Farðu af súrefnisslöng-
unni minni prestur."
Veffang dagsins
Indverjar eru næstljölmennasta þjóð í
heimi og eru að sjálfsögðu búnir að dæla
heilmiklu efni inn á Netið. Vænan skammt
af því efni öllu er að finna hjá www.indi-
aworld.com