Dagur - 23.09.1998, Side 3
LÍFIÐ í LANDINU
r 9 p v «'í a « m t m v .f. s » v' r. miiu'rrtiw - 81
MIDVIKUDAGVR 23. SF.PTEMBER 1998 - 19
■menningar
LÍFIÐ
MIM
bókrnn
merka
ætt
Niðjatal Krossaættar í Eyja-
firði er komið út og er ein
mesta bók þeirrar gerðar
sem þrykktar hafa verið.
Bókin er í tveim bindum í
stóru broti og telur á tólfta
hundrað blaðsíður. I henni
eru um 22 þúsund nöfn og
á fimmta hundrað Ijós-
mynda. Höfundur ættfræði-
texta er Björn Pétursson.
Krossaætt er kennd við
bæinn Krossa í Arskógs-
hreppi í Eyjafirði og er rak-
in frá Þóru Jónsdóttur frá
Krossum, sem uppi var á
árunum 1780-1862, og
Gunnlaugi Þorvaldssyni frá
Ingvörum í Svarfaðardal,
sem fæddist 1772 og dó
1831.
Þóra fæddist á Krossum
og voru foreldrar hennar
Jón Jónsson bóndi þar og
kona hans Guðlaug Vigfús-
dóttir. Jón er skráður bóndi
á Krossum frá 1772 til ævi-
loka og var kallaður Jón
ríki. Hann var sjálfseignar-
bóndi og talinn allvel í áln-
um. Þóra var eina barn
þeirra sem upp komst en
sonur þeirra Jón, sem var
ári eldri en systir hans, dó
sex ára gamall.
Gunnlaugur Þorvaldsson
fæddist á Ingvörum og voru
foreldrar hans Þorvaldur
Sigurðsson og Hólmfríður
Þorvaldsdóttir. Þorvaldur
var skráður bóndi á Þing-
vörum frá 1760 til æviloka
og var bú hans lítið. Eftir
lát Þorvaldar bjó Hólmfríð-
ur áfram á Ingvörum til
1788, síðan í Gljúfrárkoti í
Svarfaðardal til 1798 og
loks á Hverhóli í Svarfaðar-
dal til 1803. Þeim hjónum
búnaðist vel og Þóra sýndi
góða búhyggni eftir lát
manns síns og naut þess að
vera einkabarn efnaðs föð-
ur, eftir því sem fram kem-
ur í formála bókarhöfundar.
Margar sögur eru til af
Krossáættarniðjum og er
þar að finna fjölmarga þjóð-
þekkta einstaldinga, sem
koma kunnuglega fyrir
sjónir af þeim á íjórða þús-
und persónum sem myndir
eru af í bindunum tveim.
Auk þess er þar að finna
fjölda gamalla mynda af
bæjum eldri niðja og yfir-
litsmyndir úr sveitum, þorp-
um og kaupstöðum sem við
sögu koma.
Mál og mynd gefur verkið
út og hefur hvergi til sparað
að gera það hið besta úr
garði, hvað snertir alla
heimildasöfnun, útvegun
mynda og að ytra útliti.
V_________________>
Fjórtán ár eru liðin síðan síðasta mynd Ágústs, Gullsandur, var frumsýnd og þarf víst ekki að tyggja hér ástæðuna fyrir því, fólki ætti að vera orðið Ijóst að
kvikmyndagerð á íslandi er fjárglæfraspil. Þótt Dansinn sé að mestu fjármagnaður með erlendum styrkjum þurftu Ágúst og Kristín að leggja sjálfpeninga I
myndina og verður faglegum metnaði því ekki eingöngu svaiað ef viðtökur verða góðar - heldur og húsinu þeirra við Óðinsgötuna borgið.
N ærgætið háð
Fjórtán árum síðar,
frumsýnir Ágúst Guð-
mundsson sína
fimmtu kvikmynd
fulla afdramatík, djöf
ulgangi, dansi, brúð-
kaupi, skipbroti og
veðurofsa...
Það er allt sem við á að éta í
einni dramatískri mynd í Dans-
inum, nýjustu kvikmynd Agústs
Guðmundssonar, sem verður
frumsýnd í Háskólabíói í kvöld,
og er þetta í fyrsta sinn sem ein
af útgefnum sögum Williams
Heinesens, færeyska skáldjöf-
ursins, er kvikmynduð. Ymsir af
mætustu Ieikstjórum Dana hafa
að vísu fest sér kvikmyndarétti á
sögum hans hjá Gyldendal en
það er ekki fyrr
en nú sem mynd
verður til. Það er
kannski ekki ýkja
undarlegt, linsa
kvikmyndatöku-
vélarinnar var
eflaust víðsfjarri
huga Heinesens
þegar hann reit
sínar bækur, nokkuð sem nú-
tímahöfundar sem hyggja á
frægð og frama eru Iíklega ekki
fríir frá. Persónusafnið í sögum
hans er iðulega stórt og frásögn-
in breið. „Heinesen er Iítið í því
að búa til formúlusöguþræði,"
segir Ágúst og þurfti meira að
segja að stytta, einfalda og skera
burt persónur þótt smásagan
hafi upphaflega rúmast á 30
blaðsíðum í bók.
Þessi stórmerkilegi
hversdagsleiki
En Ágúst var ekki einn um
handritið, Kristín Atladóttir
skrifaði það með honum. En
hvers vegna þessi saga? „Formið
hentar mjög vel, sagan hefur
upphaf, miðju og næstum því
endi. Þú þarft enga þekkingu á
færeyskum veruleika til að kom-
ast inn í söguna. Heinesen á það
líkt með Laxness að gera
stundum góðlátlegt grín að fólki.
báðir hæðast, en þó á
nærgætinn hátt að fólki og alltaf
útfrá ákveðnum kærleika sem
þeir bera í bijósti til persónanna
sem þeir skrifa um. Mig langar
ekki að skrifa eða gera mynd um
andstyggilegt fólk. Það er
kannski líka
Krístín: Mig langar
ekki aðgera mynd um
andstyggilegtfólk.
þessi hvers-
dagsleiki sem
hann Iýsir sem
er svo stór-
merkilegur,"
sagði Kristín.
Ekki nokkur
sólarglæta
Nafn WiIIiams Heinesens
kveikti ekki grænt ljós hjá er-
lendum sjóðum enda Heinesen
lítið þekktur utan Danaveldis.
„Meira að segja norræni sjóður-
inn tók ekkert sérstakt tillit til
þess - sem kom mér á óvart,“
sagði Ágúst en að sögn Kristínar
hefur norræni sjóðurinn meira
lagt til mynda úr samtímaveru-
leika undanfarið. Það var ein-
faldlega handritið sem Iaðaði að
íjármagnið og svo sem ekki að
undra því það gengur mikið á í
frumtextanum. Söguþráðurinn
er í stórum dráttum að brúð-
kaupsveisla Haralds (Dofri Her-
mannsson, Sporlaust) og hinnar
fögru en bráðlátu Sirsu (Pálína
Jónsdóttir, Djöflaeyjan) stendur
yfir á dæmigerðri færeyskri eyju,
þessum einmana kletti úti í hafi.
Veðurhamurinn er mikiil, Sirsa
er ennþá dálítið veik fyrir Ivari
(Baldur Trausti Hreinsson,
Evíta), skip strandar í miðri
veislunni og þrátt fyrir mann-
skaða og trúarfestu nokkurra
eyjarskeggja tekur veislukætin
og lífsorkan völdin í færeyskum
dansi. Eitthvert óskýranlegt æði
grípur veislugesti og blóðið ólgar
á hjara veraldar. „Sögumaður
segir að jafnvel djöfullinn sjálfur
hafi gerst boðflenna í brúðkaup-
inu,“ segir Ágúst. „Djöfullinn er
svo nákominn þessu fólki, hann
er það sem ber að varast
stöðugt, hann er allur mannleg-
ur breyskleiki,“ segir Kristín.
Til allrar lukku var sólin ekk-
ert að ergja hópinn meðan tökur
stóðu yfir í Færeyjum. „Við feng-
um ekki einn einasta sólardag í
Færeyjum sem er hið besta mál
vegna þess að það á ekki að vera
sólarglæta í þessari mynd,“ segir
Ágúst, nema þá helst í sálum
þessa fólks. Og það var víst nóg
af rokinu og rigningunni. „Mað-
ur fær það á tilfinninguna að
fólk hafi hangið þarna utan í
björgunum áður fyrr til að Ijúka
bara ekki út í sjó,“ segir Kristín.
Þau töldu þó ekki ráðlegt að
taka myndina út í eynni
Mykines, sem var líklega fyrir-
mynd Heinesens að Stapaey í
sögunni, enda afar erfitt að
komast þangað sjóleiðina. „Ég
hitti mann hvurs faðir var einu
sinni sýslumaður þarna og þurfti
að fara öðru hveiju út í eyna.
Það liðu stundum mánuðir þar
til hann kom heim aftur,“ sagði
Kristín og virtist ekki hafa verið
sólgin í að verða innlyksa á
Mykines.
„Maður getur alltaf
misst hús“
I upphafi íslenskrar kvikmynda-
gerðar var erlent fjármagn
sárasjaldgæft en á móti var nán-
ast skylduaðsókn íslenskra bíó-
gesta. Aðsóknin hefur dvínað en
erlent fjármagn aukist. Þótt
meirihluti Ijármagnsins (rösk-
Iega 72 af 120 milljónum) fyrir
Dansinn komi að utan barst
taugaveildunarhlátur frá þeim
hjónum þegar þau voru spurð
hvort þau ættu semsé ekkert á
hættu að missa húsið að þessu
sinni. „Maður getur alltaf misst
hús,“ sagði Kristín og hló hvellt
en þau lögðu fram tæpar 13
milljónir í púkkið. „Ef það kem-
ur enginn að sjá þessa mynd þá
stöndum við náttúrlega ekki
undir okkar hluta. Þá er nú hætt
við að Sigurður bankastjóri fari
að hringja..." -LA