Dagur - 25.09.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 25.09.1998, Blaðsíða 5
Xfc^MT FÖSTUDAGUR 2S. SEPTEMBER 1998 - 21 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR Ekki basar íyrir feitar buddnr Rassinn hefur vakið einna mesta lukku meðal sýningagesta enda nær hann til breiðs aldurshóps. Enda- þarmsopið sjálft er með stöðuga munnræpu og grípum við niður í hana: „Þegar salernispappír liggur á matarborðum manna sem munnþurrkur og þá jafnvel meðal þeirra stétta þjóðfélagsins sem síst skyldi. En það er hins vegar ekkert launungarmál að einmitt á þessum sömu heimilum eru alls kyns sállíkamlegir sjúkdómar með öllu óþekktir." mynd: e.ól. Hví ekki taka sveigframhjá húsdýragarðinum og bíóhúsun- um um helgina og reka frekar inn nefið á Nýlistasafninu með fjölskylduna? Ef marka má hugleiðingu Halldórs Björns Runólfssonar, Iistfræðings, um sýninguna Stöð til Stöðvar sem lýkur nú um helgina í Nýlistasafninu, erum við listsnauðu eðjót- arnir ekki einir um að finnast eitthvað klént við opnanir myndlistarsýninga. Listfræðing- urinn sjálfur segir „íslenskar sýningaropnan- ir ámóta spennandi og framsæknar og lang- ur laugardagur eða rýmingasölur upp- þornaðra fataverslana. Einber basar til að trekkja að feitar buddur." Hinmasæng, svarthol, óskabrunnur... Og hananú. En Halldór Björn ásamt erlend- um kollega sínum ákváðu að kalla saman hóp íslenskra, svissneskra og ungverskra listamanna og gera eitthvað annað við fyrir- bærið „sýningu". Verkefninu er að Ijúka núna. Fimmtán Iistamenn eyddu saman nokkrum dögum, í borg og íslenskri náttúru, hristu saman hugmyndir og upp spratt sú sýn að Nýlistasafnið „væri einskonar Iíkami með sál, líffærum og taugakerfi ... og hver krókur og kimi á sér samsvörun og samhljóm utandyra," að sögn Halldórs. Það er ekki allra að grafa sig í gegnum merkingarlög verka á borð við þau sem eru nú í Nýlistasafninu, en af þeim er hægt að hafa gaman án þess, nú eða kippa til sín ein- um eða tveimur Iistamannanna og biðja um útskýringar. Egill Sæbjörnsson og Magnús Sigurðarson voru gómaðir þegar Dagur skrapp á staðinn enda verður leikmaður að spurningamerki í framan við flest verkanna. Niðrí kjallara er til dæmis himnasæng sem átti að vera svarthol. Og er það í rauninni. Ef þú leggst niður á IKEA gormabeddann og horfir á dáleiðandi mynd rétt ofan við nefið á ’þér þá dettur þú ofan í þitt eigið svarthol. Magnús setti saman óskabrunn, sem dælir vatni út og inn, út og inn... Hugmyndin er hringferli óskanna, ég um mig frá mér til mín: „Þú ert sú stöð sem óskar þér og óskin snýst um sjálfa þig.“ Framsækin myndlist ekki fyrir alla Talsvert af fólki hefur mætt - en aðallega áhangendur myndlistar. Hvekktir á þvi'r „Það er alltaf gaman að fá fjölda," segir Egill „en það er staðreynd að myndlist er lagskipt og það er smærri hópur sem fylgir framsæknari myndlist og það hefur alltaf verið þannig og það er bara eðlilegur hlutur. Svo eru þeir sem eru að fylgjast með myndlist sem er búin að vera að meltast í lengri tíma í þjóð- félaginu. Og það bara á ekkert að vera breyta því.“ En langar þá ekkert, bara upp á fúttið, að lokka til sín húsfylli af fólki? „Ja, mér finnst að myndlist eigi að geta verið jafnmikil skemmtun og íþróttaviðburður eða bíó- myndir. Það mætti alveg vera meira. Þess vegna hafa verið gerðar tilraunir á síðustu árum til að gera sýningar lagskiptar, ytra lag sem laðar að stærsta hópinn, annað sem lað- ar að minni hóp og eitthvað ennþá þrengra sem Iaðar að örfáa." Nýlistasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá Id.14-18 og þessari sýningu lýkur á sunnudag. Stóðrétt á Melgerðismelum Sölusýning, stóðréttir, skeiðkappreiðar, veit- ingar, grill,fjör og dans. Eyfirðingar halda stóðréttirað Melgerðismelum um helgina. Stóðréttir eru alltaf sannkölluð hátíð hestamanna. Alltaf eitt- hvað sérstakt við að fara í réttir og heimta skepnurnar af fjöllum eftir sumardvöl - gildir þá einu hvort um fjár- eða stóðréttir er að ræða. Klukkan ellefu á laugardags- morgun hefst dagskráin að Mel- gerðismelum með sölusýningu á vegum Hrossaræktarsamtaka Eyfirðinga og Þingeyinga. „Sýn- ingin verður á Melavelli við stóðhestahús og þarna verða sýnd öll þau hross sem eru hér á sölumiðstöðinni og þar eru mörg athyglisverð hross. Þau verða kynnt sérstaklega á sýningunni," segir Sigfús Helgason fram- kvæmdastjóri Melgerðismela og formaður Léttis. „Það verður sveitarstjóri eða einhver hér sem vígir réttina. Síðan verður hleypt inn í almenninginn með hefð- bundinni réttarstemmningu. Eg hvet alla til að koma til að sjá nýja mannvirkið og líka í réttina því hér verður obbinn af hross- um í Eyjafirði." Sigfús sagðist ekki hafa nákvæma tölu um fjölda hrossa sem von væri á en réttin tekur um 1.000 hross. Skeiðkappreiðar fara fram kl. 17.00 og er skráning á staðnum. „Hérna verða væntanlega fljót- ustu vekringar Norðurlands," segir Sigfús. „Við ætlum að ná upp mikilli stemmningu. Það hefur aldrei áður verið haldið mót svona seint hér í Eyjafirði. Tíminn er að verða afstætt hug- tak í hestamennsku og við von- um bara að fólk komi, sjái og taki þátt. Við ætlum að gera þetta að verulegum hátíðisdegi því það er sannarlega hátíðis- dagur fyrir eyfirska hrossarækt að þessi rétt skuli vera komin hér upp. Hún er búin að vera lengi í fæðingu en nú er hún komin og við hestamenn eigum að samfagna á þessum degi. Þetta er gríðarleg viðbót við þá aðstöðu sem hér er. Svo er nátt- úrlega hefðbundinn réttardans- leikur í Sólgarði með ólýsanlegri stemmningu eins og allir sem þangað hafa komið þekkja. Það verður dansað eitthvað fram á sunnudagsmorgun." Hljómsveitin Cantabile heldur uppi fjörinu á dansleiknum í Sólgarði og verður húsið opnað kl. 21.00. -Hi Stóðréttir eru alltaf hátíðir fyrir hestamenn og marga aðra og nú um helgina verður haldin stóðrétt að Melgerðismelum i Eyjafjarðarsveit. HELGINA Fyrirlestur um Shamanisma Dr. Júrgen W. Kremer, pró- fessor í sálar- fræði við California Institute of Integral Stu- dies í San Francisco, flytur fyrir- lestur á vegum endur- menntunarnefndar Háskól- ans á Akureyri laugardaginn 26. september kl. 14.00, að Þingvallastræti 23, stofu 26. Dr. Kremer mun í fyrirlestri sínum Qalla um lækninga- mátt shamanisma og frum- byggjaþekkingu í nútímasam- félagi. Hann mun skilgreina frumbyggjahugsun, ræða um hefðbundin störf seiðmanna, aðallega meðal Sama, og einnig sambærileg atriði í fornnorrænni menningu. Einnig leitast hann við að skilgreina hugtakið frum- byggjavísindi og fjallar um viðhorf bandarískra frum- byggja til hugarfars þeirra og hvers virði það er að átta sig á fornri menningu eigin kyn- stofns og þjóðfélags. Hann sýnir litskyggnur úr rannsóknarferðum sínum og ræðir efnið meðal annars út frá þeim. Fyrirlesturinn verður flutt- ur á ensku. Allir velkomnir. Nema Hvað! Fyrsta sýning Myndlista- og handíðaskóla Islands á þess- um vetri, og jafnframt jóm- frúrsýning í nýju húsnæði að Skólavörðustíg 22c, verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 16. Nemendagallerfinu, Nema Hvað!, er ætlað að hjálpa nemendum að kynna almenningi verk sín og að- standandendum gallerísins þykir ekki til of mikils mælst af landsmönnum „öllum að mæta á að minnsta kosti eina af þeim fjölmörgu sýningum sem þar eru haldnar á hverju ári“. Óvíst er að allir taki áskoruninni en á sfðasta ári voru haldnar 25 sýningar og þykir sýningahaldið mikilvæg- ur hlekkur í starfsemi skól- ans. Sýningunni lýkur 4. októ- ber en Hrappur Magnússon, sem stundar nám á þriðja ári í skúlptúrskor skólans, verður við opnunina með innsetn- inguna: Þurrkaðir regnbogar & fljótandi sólarljós. Hmm!? V_____________________________

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.