Dagur - 25.09.1998, Side 9

Dagur - 25.09.1998, Side 9
d 'i *v a X^MI- LÍFIÐ í LANDINU FÖSTUDAGUR 2S.SEPTEMBER 1998 - 25 Dularfullur dauði hlaupadrottningar Stjama Ólympíuleik- annaíSeoul 1988, Florence Griffith Joyner, erlátin. Það gengurfjöllunum hærra að steranotkun hafi orðið henni að bana. Florence Griffith Joyner lést sfð- astliðinn mánudag, 38 ára að aldri. Maður hennar, A1 Joyner, vaknaði um miðja nótt og upp- götvaði að eiginkona hans var hætt að anda. Mágur Griffith Joyner hefur látið hafa eftir sér að síðustu dagana sem hún lifði hafi hún verið „ákaflega þreytt" Hlaupadrottningin lést tíu árum eftir að hafa skráð nafn sitt í íþróttasöguna með glæsi- legum sigri í 100 og 200 metra hlaupi á Olympíuleikunum í Seoul og setti þar met sem enn standa. Hún varð samstundis eftirlæti áhorfenda og Ijölmiðla- manna enda ekki einungis af- burða íþróttamaður heldur eink- ar glæsileg og falleg kona sem mætti til leiks í kynþokkafullum og skrautlegum búningum og með langar fagurlega Iakkaðar neglur. „Ég ætla að verða allt“ Griffith Joyner bjó við bág kjör í æsku. Fráskilin móðir hennar sá fyrir ellefu börnum sínum og eitt þeirra Florence Delores Griffith Joyner eignaðist fljót- lega drauma um betra líf. Kenn- ari hennar í barnaskóla spurði hana eitt sinn hvað hún vildi verða. „Allt,“ svaraði hún. „Ég vil verða allt.“ Hún sagði skólasystkinum sín- um frá draumum sínum um frægð og frama. Þau hlógu að henni. Hún var öðruvísi en fé- Iagarnir og gekk í óvenjulegum og skrautlegum fötum, lakkaði neglur sínar og skreytti hár sitt. Hún teiknaði myndir af fötum sem hún ætlaði sér að ganga í þegar hún yrði stór og heims- fræg. Hún náði takmarki sínu þótt það hafi verið á annan hátt en hún hafði upphaflega ætlað. Þegar hún uppgötvaði hæfileika sína á íþróttasviðinu ákvað hún að verða fljótasta hlaupakona í heimi. Henni tókst það en deilt er um hvort hún hafi beitt brögðum til þess að ná takmarki sínu. Yfirburðir Griffith Joyner í keppninni í Seoul þóttu með slíkum ólíkindum að sögur komust á kreik um lyljanotkun hennar og þótt Griffith Joyner hafi staðist öll Iyfjapróf tókst henni aldrei að hrista þessar sögur af sér. Vangavelturnar fengu byr undir báða vængi þeg- ar hlauparinn Darrell Robinson sagði í viðtali við þýska tímaritið Stern að Griffith Joyner hefði Florence, eða FloJoe eins og hún var kölluð ásamt eiginmanni sínum, tugþrautarkappanum Al Joyner. Hann hlaut Olympíugull árið 1984. Hún sankaði að sér verðlaunum fjórum árum seinna. keypt af honum stera sama ár og Olympíuleikarnir fóru fram. Griffith Joyner kom síðar fram í sjónvarpsþætti ásamt Robinson þar sem hún kallaði hann lygara og brjálæðing. A svipuðum tíma varaði þingmaðurinn Joseph Biden við hormónalyljum og gaf í skyn að myndir af Griffith Joyner „fyrir" og „eftir“ væru sönnunargögn um líkamlegar breytingar sem fylgdu slíkri notkun. Sama ár hætti Griffith Joyner íþróttaiðkun. Hún var einungis 29 ára gömui og virtist eiga framtíðina fyrir sér á hlaupabrautinni. Þeir sem halda því fram að hlaupakonan hafi verið á lyfjum segja að hún hafi ekki þorað að taka áhættuna á því að upp um lyljanotkunina kæmist. Hún hafi ekki viljað lenda í sömu stöðu og Ben Johnson og þva' hætt á hátindi frægðarinnar. „Mér þykir þetta leitt en það gekk íjöllunum hærra að hún væri á lyfjum - allir töluðu um það,“ segir ástralski sprett- hlauparinn Tania Van-Heer verðlaunahafi á Samveldisleik- unum sem er nýlokið í Kuala Lumpur. „Mér þykir þetta leitt Ijölskyldu hennar vegna en Griffith Joyner hugsaði ekki nægilega mikið um hana.“ Féll aldrei á lyljaprófi Ef rétt reynist að Griffith Joyner hafi tekið inn stera sem valdið hafi dauða hennar ber þjálfari hennar Bob Kersee vássulega nokkra ábyrgð á láti íþrótta- stjörnunnar. Kersee, sem er mágur Griffith Joyner, neitar vitaskuld öllum ásökunum um lyljanotkun íþróttakonunar og bendir á að slíkt hafi aldrei verið sannað. „Það sem hefur gerst er að fólk sem var haldið öfund í hennar garð hefur komið af stað orðrómi. Það er einfaldlega þannig að staðreyndir þurfa ekki að vera fyrir hendi til að hægt sé að prenta svívirðingar um mann- eskju.“ Hann segir sögusagnirn- ar vera einkar særandi fyrir dótt- ur Griffith Joyner, Mary Ruth sem er sjö ára gömul. Mágkona Griffith Joyner, Jackie Joyner-Kersee sem á sín- um tíma var besta sjöþrautar- kona heims, kom í fyrrakvöld fram í spjallþætti á bandarískri sjónvarpsstöð. Þar sagði hún að inestu skipti að Griffith Joyner fengi að hvíla í friði og vanga- veltur þess efnis að steranotkun hefði valdið dauða hennar væru særandi fyrir Ijölskylduna. „A þessum tímapunkti finnst mér ekki viðeigandi að velta því fyrir sér en ég veit þó að það mun vera gert en eins og er hefur Qölskyldan ekki tíma til að bregðast \ið þessum orðrómi," sagði Joyner-Kersee. Yfirmaður belgfsku Olympíu lyíjanefndarinnar, Xavier Sturb- ois, sagði í viðtali \ið Reuter um dauða Griffith Joyner að notkun ólöglegra lyija gæti valdið „slysi eins og þessu.“ „Og þegar slíkt gerist," sagði Sturbois eru allir undrandi eða þykjast verða undrandi. Iþróttamenn og þjálf- arar munu vissulega draga Iær- dóm af dauða Griffith Joyner og láta af því að þrýsta á íþrótta- menn að taka inn lyf sem skaðað geta heilsu þeirra."

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.