Dagur - 02.10.1998, Síða 2

Dagur - 02.10.1998, Síða 2
 ? « f» O » q -3 51 ^ o t q n •> n n w •. ís •! 2 - FIMMTVDAGVR 2. OKTÓBER 1998 FRÉTTIR Kartöfluuppskeran í ár hefur farið fram úr vonum. Kartöfluuppskera jókst ujii 40% uiilli ára Kartöfhtbændur viö Eyja- fjörð drógu að taka upp jiar til í lok september, eu sá mánuður reyudist sá besti. Kartöfluuppskeran á Norðurlandi varð betri en útlit var fyrir á miðju sumri vegna iágs lofthita og bleytu. En vegna betri tíðar í september rættist úr vexti kartaflna. Kartöflubændur við Eyja- fjörð drógu að taka upp þar til í lok september, og margir þeirra luku upp- töku á þriðjudagskvöld, enda spáð næt- urfrosti sem fór upp í 5 gráður. Anna Bára Bergvinsdóttir á Ashóli í Grýtubakkahreppi segir að tíðin í sept- ember hafi bjargað því sem bjargað varð og hún telur að uppskeran hafi orðið 10-12 föld, sem sé mjög ásætt- anlegt enda í meðallagi. „Við byijuðum að taka upp í júlímán- uði og setja á markað, en ekki meira en markaðurinn vildi. Við byijuðum svo að taka upp af fullum krafti í byijun september en það tekur fullar þrjár vikur. Við settum niður í 12 hektara. Nú þegar framleiðslan er komin í hús tekur við flokkun en við flokkum jöfn- un höndum eftir því sem pantað er en við erum með þessar helstu tegundir, gullauga, rauðar, premfu og Helgu. Að undanförnu höfum við verið að fá milli 50 og 60 kónur hjá okkar dreifingarað- ilum á Akureyri og í Reykjavík," segir Anna Bára Bergvinsdóttir. Kartöfluuppskeran varð mjög góð á Suðurlandi og talið að meðaluppsker- an hafi veirð 15 - 16 föld. Magnús Ágústsson, jarðræktarráðunautur hjá Bændasamtökunum segir að heildar- uppskeran á landinu nemi um 12 þús- und tonnum, sem sé mun meira en á síðasta ári en þá náði uppskeran aðeins 8.500 tonnum. Því ollu aðallega áföll sem kartfölubændur urðu fyrir um vor- ið er ofan af karftöflum fauk. Uppsker- an nú er í meðallagi, en mest hefur hún orðið um 18 þúsund tonn. Magn- ús telur fullvíst að þessi uppskera hafi áhrif til lækkunar á markaðnum en magnið ætti að duga landsmönnum að mestu. Hugsanlega þurfi að flytja inn kartöflur í júlí og ágúst á næsta ári. Uppskera á rófum nemur um 800 tonnum, sem er mjög gott, og einnig var uppskera á káli í meðallagi, jafnvel betri. Ekki er gert ráð fyrir innflutningi á rófum þó skortur yrði á þeim hér- lendis. Þær eru án innflutningsgjalda en þær rófur sem hafa staðið Iands- mönnum til boða koma frá Kanada og eru húðaðar með sóttvörn. GG FRÉTTAVIDTALIÐ Potturiim kraumar af bolla- leggmgum um hvemig sam- fylMugin kemur til með að stilla upp í Rcykjavík. Bar- áttau er hafin segja þeir sem taka púlsimi og stend- ur fyrst og fremst milli Svavars Gestssonar og Öss- urar Skarphéðinssonar sem báðir em sagðir vilja fyrsa sæti. Það vilja miklu ileiri og eru að liugsa sér til hreyfings. Meðal þeirra sem tclja að framboðið þurfi að sýna endumýjunarkraft er bent á prófkjör Reykja- víkurlistans sem fordæmi og er nú viðmð sú hug- mynd að haldið verði opið prófkjör, en þó með þeim „básum" að þrjú sæti af flmm efstu verði frátekin fyr- ir efsta mami frá hverjum hiima þriggja flokka. Svipuð liugmynd er í raun reifuð á landsvísu, en þá koma raddir jafliréttissinna sem benda á að konur fari oft illa út úr prófkjöram. Svarið við þvi er að búa til „fléttulista" að sænskri fyrirmynd, þar sem konur og karlar skiptast á. það væri stórsigm jaftiréttissinna, en þeir cra ekki allir vissir mn aö Kvcimalistakonur samþykki slíkt, þær vilja ckki bara konur, heldur „sínar“ konur. Svör Davíðs Oddssonar á blaðamannaftmdi með Hall- dóri Ásgrfmssyni um það hvort prófkjör verði í Reykjavík benda cindrcgið til að alvaldið stefni alls ekki á slíkt segja pottveijar. Þá fer nú að fara um nokkra sem standa á þröskuldi heigidómsins: Júlíus Víflll er sagður knýja dyra, Katrín Fjeldsted „á“ að fara inn, og svo spyrja menn hvort Guðrún Pétursdóttir vilji kom- ast „bakdyrameginn" inn í öruggt sæti í Reykjavík í staðinn fyrir að berjast í hörku prófkjöri í Reykjanesi. Og svo er auðvitað Vilhjálmur Þ. Viihjálmsson. Hami ætlar að þing. Ekid komast þessi öll í auða sætið hans Friðriks. Varasamt að birta námsár angur einstákra skóla Amalía Bjömsdóttir deildarstjóri hjá Rannsókmi stofnun uppeldis- og menntamála Niðurstöður samræmdra prófa 10. bekkinga hafa verið greindar hjá RUM og staðfest- ist enn eitt áríð að árangur Reykjavíkurbama ermun betrí en á landsbyggðinni. Skiptar skoðanir em um hvort birta eigi árangtir1 1 einstakra skóla. - Er bilið tnilli landsbyggðar og höfuð- borgar komið til að vera? „Þessi munur hefur verið alveg frá því að samræmd próf í 10. bekk voru fyrst fram- kvæmd. Hann er heldur meiri í 10. bekk en í samræmdum prófum í 4. og 7. bekk. - Hvaða skýring er á því? „Við höfum engar skýringar á því. Við erum framkvæmdaaðili prófanna en það er frekar skólanna að svara þessu.“ - Er hugsanlegt að hærra hlutfall rétt- indakennara í Reykjavik eigi þarna þátt? „Það er vel hugsanlegt en það hefur ekki verið skoðað kerfisbundið hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á námsárangur. Auðvit- að eru fjölmargir hlutir ólíkir milli lands- byggðar og Reykjavíkur. Síðan sjáum við einnig töluverðan mun milli hverfa í Reykjavík en það er ekkert óeðlilegt að mínu viti. Það er ekkert einsdæmi á Islandi að nýir skólar í nýjum hverfum ná yfirleitt slakari árangri á svona prófum en rótgrón- ir skólar. Einnig er þekkt að skólar sem eru í nálægð við háskóla ná betri árangri." - Hafið þið einhver afskipti af þeim skólum sem versta útkomu hljóta? „Nei við skiptum okkur ekki af starfi ein- stakra skóla. Við sjáum aðeins um fram- kvæmdina. Hins vegar má búast við miklu meiri sveiflum frá ári til árs í minni skólun- um. Ef einn nemandi stendur sig mjög illa í 11 nemenda skóla getur meðaleinkunnin lækkað um tæpan einn.“ - Hvað með kynjamuninn í þessu sam- hengi? „Stelpurnar standa sig yfirleitt betur á öllum sviðum 10. bekkjarprófanna og munurinn er meiri í íslensku og dönsku, en ensku og stærðfræði. Árið 1997 kom á dag- inn að í stærðfræði fengu stelpurnar 5,1 en strákarnir 4,9. I íslensku fengu stelpurnar 5,5 en strákarnir 4,5. I dönsku voru sömu niðurstöður og í ensku var hlutfallið 4,9 og 5,1, stelpunum í vil. Svona hefur mynstrið verið undanfarin ár og ég býst við að það verði svipað í ár.“ - Samræmdu prófin hafa tekið breyt- ingum undanfarin ár. Er mynd þeirra í dag endanleg eða er framkvæmdin í si- felldri endurskoðun? „Sífelld endurskoðun er í gangi og það má búast við breytingum samfara nýrri námsskrá.“ - Sérðu einhverja agnúa á kerfinu? „Eg sé aðalagnúana við það að birta nið- urstöðurnar á þennan hátt.“ - Af hverju? „Ég held að fólki hætti til að oftúlka þessar niðurstöður. Það er svo margt ann- að sem fer fram í skólunum auk þess sem litlu skólarnir geta sveiflast svo mikið frá ári til árs. Ef eitt ár kemur mjög illa út veld- ur það e.t.v. óþarfa ótta og ýfingum.1' - Þannig að starfsfólkið fær e.t.v. ómaklega gagnrýni? „Já líklega. Það er svo margt annað sem ræður námsárangri en skólastarfið sjálft.“ - Eru likur á að hætt verði við birtingu námsárangurs í einstökum skólum? „Ég efast um það vegna nýrra upplýs- ingalaga. Rótin að þessu fyrirkomulagi liggur þar.“ m»

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.