Dagur - 02.10.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 02.10.1998, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 2.0KTÓBER 1998 - 3 FRÉTTIR Kísilþönmgar ergja breiöflr ska sj ómenn Sjávarhiti veldur því meðal annars að mikið er af marglyttu á Breiðafirði og þekja gróðurbreiður nú stóran hluta fjarðarins. Stórir, brlmir flekkir mn allan Breiðafjörð og mikið af marglyttu í óvenju heitum sjón- um. Gróðurbreiður þekja nú stóran hluta af Breiðafirði og gera neta- veiði erfiða og jafnvel skemma netin fyrir sjómönnum. Sjómenn segjast ekki hafa séð neitt þessu líkt, reynt sé að finna bletti þar sem minna sé um þennan ófögn- uð en það gangi treglega. Um stóra, brúna flekki eða drullu sé að ræða sem einna helst líkist lopa, og liggi í netunum. Örvar SH-777 hefur verið á netaveiðum út af Látrabjargi og þar norður af til þess að losna út úr „lopanum" en aflinn er unn- inn í frystihúsinu á Rifi. Reynir Axelsson stýrimaður segir að afl- inn sé um 4 tonn á dag. Þar séu hrein net, en talsvert um mar- glyttu. Auk þess virðist bolfiskur forðast þau svæði þar sem mikið er af þörungum, enda sér hann þá netin betur þegar þau eru full af óþverranum. „Á þessum slóðum eru þrír bátar frá Rifi sem allir hafa forð- ast ófögnuðinn á Breiðafirði, Saxhamar og Magnús auk Örv- ars, sem landa á fiskmarkað auk trollbátanna Hamars og Rifsness og snurvoðabátsins Þorsteins. Þeir hafa verið að fara út á „Brjálahrygg" vestur af Breiða- firði og í Víkurálinn og fengið þar ufsa,“ segir Reynir Axelsson. Útibú Hafrannsóknastofnunar í Ólafsvík fékk sýni á miðvikudag sem send hafa verið til rann- sóknar hjá Hafrannsóknastofn- un í Reykjavík. Starfsmaður þar taldi líklegast að um þörunga væri að ræða. Síðast þegar frétt- ist af svona lituðum flekkjum og slímmyndunum þá reyndust það vera grænþörungar sem voru að Ijölga sér svona mikið og sendu út gró sem síðar settist á botn- inn. Fréttir af því að flekkirnir séu brúnir bendir til að um kísil- þörunga sé að ræða. Mikill sjáv- arhiti er á þessum slóðum, allt að 10 stig sem er óvenju mikið. Þessi hái sjávarhiti veldur því að óvenju mikið er af marglyttu á svæðinu. Ekld þarf þó að leita lengra en norður fyrir Straum- nes til að komast í mun kaldari sjó með hitastig undir frost- marki. — GG Viltu kaupa Hagkaup? Fjárfestingarbanki atvinnulífs- ins (FBA) og Kaupþing munu í dag kynna útboð á bréfum í Hagkaupsveldinu, sem ætlunin er að selja almenningi. Sam- kvæmt heimildum Dags má bú- ast við allt að einum og hálfum milljarði á markaðinn, en sú tala gæti orðið Iægri þegar endanleg svör frá svonefndum stofnana- ljárfestum hafa verið reiknuð saman. Kaupþing og FBA keyptu 75% af verslanakeðjunni Hagkaupi, Bónus, Nýkaupi. Fyr- ir þessa viku var búið að selja um 20% til ýmissa fjárfesta, og reiknað með að 8-12% í viðbót yrðu seld við lok viðskiptadags í gær til lífeyrissjóða. Búast má við að Hagkaupsveldið verði selt með svipuðum hætti og Lands- bankabréfin sem runnu út á dögunum, en óvíst er hvort áhugi verði jafn mikill. - SJH Tveir af sex nemendum sem nú stunda nám í fiskveiðistjórnun og markaðsfræði við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna á Akureyri. mynd brink Ibúðalána- sjóð til Húsavíkur Stjóm og trún- aðarmannaráð Verkalýðsfélags Húsavíkur hefur skorað á félags- málaráðherra að vinna að því að Ibúðalánasjóður verði staðsettur á Húsavík. „Með því ... væri stigið stórt skref í _____ þeirri viðleitni að treysta og efla byggð í land- inu,“ segir meðal annars í álykt- uninni. Ennfremur að það sé ekki sjálfsagt mál „...að flestar opinberar stofnanir séu staðsett- ar á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst vegna góðra samgangna og þeirrar mildu tækni sem er til staðar í nútíma fjarskiptum." Aðalsteinn A. Baldursson form. Verkalýðsfélag s Húsavíkur. Læra uin sjávarútveg Námið ætlað iiilltrú iiiii þjóða þar sem fiskveiðar eru að fær- ast inn í alþjóðlegt umhverfi. Sjávarútvegsháskóli Sameinuðu þjóðanna hóf fyrir skömmu kennslu á Akureyri í samvinnu við Háskólann á Akureyri og fór bóklegi hluti kennslunnar fram í húsnæði HA að Sólborg. Nám- skeiðið, sem heitir „Management of fisheries company and mark- eting“ eða fiskveiðistjórnun og markaðsfræði, er sótt af sex nem- endum Sjávarútvegsháskólans sem komu frá Afríkuríkjunum Úganda, Gambíu og Mósambik og er þetta fyrsti hópurinn sem hingað kemur. Námið er ætlað íbúum frá þróunarlöndunum og eru nemendur fólk sem er komið í áhrifastöður og frá löndum þar sem fiskveiðar eru að færast inn í alþjóðlegt umhverfi. — GG Sjóvá borgi mistök lögmaims Sjóvá-Almennar eiga að greiða Lögmannafélagi Islands yfir 1,5 milljónir króna, auk 250 þúsund króna málskostnaðar, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Tryggingafyr- irtækið á að borga þetta til að bæta Lögmannafélaginu tjón vegna mistaka lögfræðings. Málið á rætur að rekja til þess að maður varð fyrir slysi í Fóget- anum árið 1985. Honum voru dæmdar 982 þúsund króna bæt- ur ásamt vöxtum og kostnaði árið 1991 og var Fógetinn tryggður hjá Sjóvá-Almennum. Lögfræð- ingur mannsins, Guðný Hösk- uldsdóttir, fékk í júní 1991 alls 3,6 milljónir króna frá trygginga- félaginu sem lokauppgjör, en Guðný lét manninn aðeins fá 1 milljón króna. Guðný varð síðar gjaldþrota og maðurinn fékk ekk- ert meira frá henni. Ábyrðasjóð- ur Lögmannafélagsins greiddi manninum það sem upp á vant- aði og gerði í þessu máli endur- kröfu á Sjóvá-Almennar. - FÞG ALÞINGI Ólafs Þ. Þórðar- sonar minnst S tarfsaldursfor- seti Alþingis, Ragnar Arnalds, sem stýrði fundi í upphafi þingsetningar í gær minntist Ólafs Þ. Þórð- arsonar, fyrrum alþingismanns, sem andaðist 6. september sl. Sagði Ragnar að Ólafur hafi verið atkvæða- maður þar sem hann kom að málum. Hann hafi oft tekið til máls á Alþingi og í ræðum hans hafi komið fram að hann var minnugur, víðlesinn og marg- fróður. Honum hafí verið létt um mál og að hann hafi verið ódeig- ur í kappræðum, rökfastur og hnyttinn. Stutt þiug Alþingi sem sett var í gær verður afar stutt. Samkvæmt starfsáætl- un verða þingfundir fyrstu 3 vik- urnar í október en síðan kemur kjördæmisvika. I nóvember verða aðeins 10 þingfundir. Þá verður ein nefndarvika og Norð- urlandaþing fer fram í nóvem- ber. Síðan verða þingfundir í desember fram til 19. en þá hefst jólaleyfí sem stendur til 19. janúar. Eftir það verða aðeins 25 þingfundir til 10. mars er þingi verður frestað vegna þingkosn- inganna 8. maí. Tölvuþróun Alþingis Ólafur G. Ein- arsson, sem kjörinn var for- seti Alþingis í gær, ræddi í ávarpi sínu um þá framþróun sem orðið hefur í upplýsinga- miðlun af hálfu Alþingis með tilkomu vefsíðu þess á Netinu. Frá og með gær- deginum geta allir sem aðgang hafa að Netinu, hvar sem er í heiminum fylgst með útsending- um af þingfundum frá tölvuskjá. Þetta skipar Alþingi á bekk með þeim þjóðþingum sem lengst eru komin í að hagnýta sér mögu- leika Netsins til að miðla upplýs- ingum um starfsemi sína. Alþingi á breið- baudið Undirritaður hefur verið samn- ingur milli Alþingis og Lands- símans hf. um að Alþingi fái til afnota eina sjónvarpsrás á breið- bandi Landssímans til útsend- ingar á fundum Alþingis og öðru sjónvarpsefni sem varðar störf Alþingis. Þar með er tryggð sam- felld útsending frá þingfundum í gegnum miðil sem Landssíminn áætlar að muni ná inn á hvert heimili í framtíðinni. Ýmsir möguleikar opnast við þetta til að koma fræðsluefni um Alþingi á Netið og sömleiðis geta þing- flokkar notfært sér sjónvarpsrás- inftýál að kynna sín mál. -S.DÓR u

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.