Dagur - 02.10.1998, Side 4
4- FÖSTUDAGVR 2. OKTÚBER 1998
FRÉTTIR
i.
Samdráttur hjá OTM
Velta hlutabréfa á Opna tilboðsmarkaðnum (OTM) var aðeins um
190 milljónir á tímabilinu janúar/ágúst í ár, borið saman við um
2.790 milljónir á sama tíma í fyrra, samkvæmt frétt Viðskiptablaðs-
ins. Samdrátturinn er rúm 93% milli ára. Viðskipti með bréf á aðal-
lista Verðbréfaþings hafa líka minnkað milli ára, en bara um ríflega
fimmtung - þ.e. úr rúmlega 9.210 milljónum í fyrra niður í rúmlega
7.460 milljónir í ár. Um áramót var skráð markaðsvirði hlutabréfa
um 190 milljarðar en 178 milljarðar í ágústlok. - HEI
Landshanldim ofmetinn?
Gengi bréfa í Landsbankanum er ofmetið miðað við eðlilega ávöxt-
unarkröfu og raunhæfar væntingar að mati Viðskiptastofu Islands-
banka, að sögn Viðskiptablaðsins. Miðað við hæsta tilboð - gengi
2.566 - í bréf bankans sé hann metinn á 16,7 milljarða, eða um 3
milljörðum hærra en Islandsbanki. Landsbankinn muni þó líklega
skila ívið minni hagnaði í ár en Islandsbanki, eða tæplega 1 milljarði,
sem sé minna en 6% af markaðsvirði og mun lægra en vextir á pen-
ingamarkaði (7,5%), þrátt fyrir að ytri skilyrði hagkerfisins séu með
allra besta móti. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins fór hlutur
Landsbankans, bæði í innlánum og í útlánum og markaðsbréfum
minnkandi í fyrra og áfram á þessu ári - sem að mestu hefur komið
í hlut sparisjóðanna. — HEI
Minnisvarði afhjúpaður að Hnjóti
Minnisvarði um erlenda sjómenn sem fórust á breskum togurum út
af Vestfjörðum fyrr á þessari öld verður afhjúpaður af utanríkisráð-
herra, Halldóri Ásgrímssyni, næstkomandi laugardag. Minnisvarðinn
stendur að Hnjóti í Orlygshöfn og er byggður fyrir þriggja milljóna
króna Ijárveitingu frá íslensku ríkisstjórninni. Á laugardaginn rætist
gamall draumur Egils Olafssonar bónda og flugvallarstjóra á Hnjóti,
sem lengi hefur talað fyrir því að minnisvarði yrði reistur í Örlygs-
höfn. í desembermánuði verða Iiðin 50 ár frá frækilegri björgun
áhafnar breska togarans Dhoon við Látrabjarg.
Minnisvarði um drukknaða, breska sjómenn var afhjúpaður í Vest-
urbyggð fyrr á þessu ári. Þann minnisvarða gáfu þijár breskar útgerð-
arborgir, þ.e. Grimsby, Hull, og Aberdeen, og afhjúpaði breski sendi-
herrann á Islandi þann minnisvarða. — GG
HRISALUNDUR
of hespulopo
frá Álofossi
Hrísalundur fyrir þig.
kjallarinn
Hrísalundi
\
Bréf Guðmundar Páls Úlafssonar til sýslumanns er „reiðilaust".
Vill fánaim aftur!
Giiðmimdur Páll
Ólafsson náttúru-
fræðingur og um-
hverfisverndarsinni
vill fánann sem sýslu-
maður gerði upptæk-
anaftur. „Ströndin“
eftir Guðmund kemur
nú út á ensku.
I bréfi til Friðjóns Guðröðarson-
ar sýslumanns á Hvolsvelli gerir
Guðmundur Páll Ólafsson þá
kröfu að fá afhentan fánann
sinn sem hann reisti við Fögru-
hveri. Sýslumaður tók fánann
niður þegar vatn óx í lóni við Há-
göngumiðlun og sýnt var að
hann færi í kaf. „...ég kannast
ekki við að hafa beðið um slíkan
erindisrekstur,“ segir Guðmund-
ur Páll í bréfi sínu, enda ítrekar
hann að hafa talið sér heimiit,
og „raunar skylt“ að setja niður
stöng með fána við hverina.
„Hvað svo sem öllu Iíður ætla
ég hvorki að erfa þetta við yður
né embætti yðar, en bið um að
þér skilið þessum eigum mín-
um,“ segir Guðmundur Páll í
bréfi sínu, „enda sýnist mér ærn-
ar ástæður til að nota aftur bæði
fána og stöng og af sama tilefni."
„Ströndin“ á ensku
Hið mikla verk Guðmundar,
„Ströndin" kemur út þessa dag-
ana hjá Máli og menningu í
enskri þýðingu. Fjölmörg fyrir-
tæki sem tengjast sjávarútvegi og
stofnanir styrktu þessa ensku
gerð. Áður voru „Perlur“ Guð-
mundar þýddar á ensku. — SJH
Of kalt fyrir loðnuna
Um 790 þúsund toini
óveidd af byrjimar-
kvóta í loðnu nú þeg
ar veiðar mega hefjast
að nýju.
Nótaskipið Víkingur frá Akranesi
var á miðvikudag komið um 50
mílur norður af Straumnesi í
Ioðnuleit, en loðnuveiði var að
nýju leyfð frá miðnætti eftir 6
vikna veiðibann sem átti að
vernda smáloðnu. Enga loðnu
var að finna á þessum slóðum
enda hitastig sjávar undir frost-
marki, - 0,7 °C. Loðnan þarf 2-3
stiga heitan sjó til þess að finn-
ast í veiðanlegu magni. Vitað var
um fleiri báta á leið norður af
Vestfjörðum, m.a. Höfrung,
Börk og Hólmaborg, en fleiri er
verið að gera klára.
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
gefið út 950 þúsund tonna byrj-
unarkvóta á Ioðnu, en talið er að
endanlegur kvóti geti orðið allt
að 1.300 þúsund tonn. Búið er
að veiða um 160 þúsund tonn.
Verð á mjöli og lýsi hefur farið
lækkandi að undanförnu. I vor
fengust um 55 þúsund krónur
fyrir tonnið af mjöli en nú er
verðið komið í 51 þúsund krón-
ur, og virðist enn á niðurleið.
Fyrir Iýsi hafa fengist um 54
þúsund krónur. Lítil eftirspurn
er eftir mjöli vegna lokunar
Austur-Evrópumarkaðar og
slæms efnahagsástands í Asíu,
og því tregða á mörkuðum. Auk
þessa hafa Norðmenn verið að
koma inn á markaðinn.
Síldveiðar íslenskra skipa við
Noregsstrendur hafa gengið illa
og þar voru í gær aðeins tvö skip,
Vestmannaeyjaskipin Sigurður
og Sighvatur Bjarnason. Síldin
gengur nú hratt suður eftir
strönd Noregs til hrygningar
inni á Ijörðunum í Suður-Noregi
og því erfitt að ná henni í nót
eða flottroll. — GG
„Fréttameim farið offari64
Engin ný húð opnuð á
Akureyri í október á
vegnm Baugs.
„Við vorum ekki að opna neina
búð og það liggur ekkert fyrir um
að ný búð f eigu Baugs verði
opnuð á Akureyri í október. Hins
vegar hafa einhverjir fréttamenn
búið það til. Þeir hafa vægast
sagt farið offari,“ segir Jón Ás-
geir Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Baugs sem rekur Hag-
kaups- Nýkaups og Bónusversl-
anirnar.
Jón Ásgeir segir að alls ekki sé
búið að ganga frá kaupum eða
leigu á Kjörbúðinni í Kaupangi á
Akureyri, en ýmsir fjölmiðlar
hafa gert því skóna að undan-
förnu að afhending búðarinnar
lægi fyrir. Jón Ásgeír segir hins
vegar að Baugur hafi augastað á
verslunarhúsnæði í Kaupangi.
Hann segir aldrei hafa staðið til
að opna verslun í gær og kannast
ekki við neinn ágreining um
Jón Ásgeir Jóhannsson kannast ekki við neina samninga um opnun búðar
í Kaupangi. Hér má sjá umrædda versiun á Akureyri.
leigu- eða kaupsamning vegna
málsins.
5 nýjar búðir
Ymsir hafa bent á að fyrirætlanir
Baugs um að bæta við verslun á
Akureyri sé svar fyrirtækisins við
innrás KEA á matvörumarkað-
inn í Reykjavík. Því hafnar Jón
Ásgeir alfarið: „Það er ekki rétt.
Okkar áætlun byggir á því að
opna 5-6 nýjar verslanir á Iands-
byggðinni og Akureyri er einn af
þeim stöðum. Það er vaxandi
markaður á Akureyri en okkar
hugmyndir hafa ekkert með það
að gera hvar KEA stendur í
verslunarrekstri." — Bl>