Dagur - 02.10.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 02.10.1998, Blaðsíða 4
20-FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 .Tkyptr LÍFIÐ í LANDINU L. A Leyfist mér að endur- segja, eftir minni, frétt sem ég heyrði í Ríkisút- varpinu nú í vikunni, frá fréttaritaranum knáa í París, Guðrúnu Finn- bogadóttur. I Frakklandi höfðu læknar hjá einhvers kon- ar vinnueftirlitsstofnun veitt því athygli að verka- menn sem sestir voru í helgan stein en höfðu unnið lengst af í álverum voru að jafnaði töluvert skammlífari en þeir verkamenn sem höfðu unnið alla sína hundstíð bara á eyrinni eða einhvers staðar annars staðar. Læknarnir fóru að rannsaka málið og niðurstöðurnar komu þeim mjög á óvart. Fyrir utan einhveija kunna mengunarsjúkdóma sem menn urðu kannski ekki svo hissa á að upp- götva hjá mönnum sem lengi höfðu starf- að í stóriðju og áliðnaði, þá kom nefni- lega upp úr dúrnum að verkamönnum í álveri var þrisvar sinnum hættara við að fá þann illvíga hrörnunarsjúkdóm Alzheimer heldur en félögum þeirra. Frönsku læknunum leist ekki á þetta og vildu náttúrlega umsvifalaust gera málið opinbert, svo hægt væri að vara fólk við og hefja nýjar rannsóknir á hvutju þetta sætti. En þá kom babb í bátinn. Apparat- ið sem þeir unnu hjá var vissulega ein- hvers konar opinbert vinnueftirlit en það hafði þó verið einkavætt að því leyti að það voru vinnuveitendur sem kostuðu stofnunina og höfðu því mikið yfir henni að segja. Og þeir lögðu blátt bann við því að þessar niðurstöður yrðu birtar. Ekki einasta hefði það slæm áhrif á fýsn manna til að vinna í álverum, heldur var líka hugsanlegt að Alzheimer-áhrifin í ál- vinnslunni dreifðust síðan um veröld víða með því áli sem framleitt var, og þá fyrst var nú illt í efni. Hlutabréfin myndu ör- ugglega lækka. Reít að þagga málið nið- ur. Og læknarnir sem gerðu rannsóknina féllust með semingi á það; þeir vildu ekki missa vinnu sína og það voru þessir sömu atvinnurekendur sem borguðu launin þeirra. Málið var þaggað niður, en komst seinna í hámæli af því einhver helvískur fjölmiðillinn komst á snoðir um það. Af þessu tilefni má gera fáeinar athuga- semdir. UMBÚDA- LAUST Eru gulrætur hollar eða óhollar? I fyrsta Iagi veit ég ekki til þess að nokkur íslenskur fjölmiðill hafi „tekið þetta mál upp“, eins og maður segir, og reynt að fara nánar í saumana á þeim rannsókn- um sem Frakkarnir gerðu og virtust leiða í ljós þessi hrollvekjandi áhrif þess að vinna í álveri. Að vissu leyti kemur það ekki á óvart. Fregnir af niðurstöðum heil- brigðisrannsókna í útlöndum eru algeng- ar í íslenskum Ijölmiðlum, en þær eru yf- irleitt bara stakar - í dag heyrum við að rannsókn í Helsinki hafi sýnt fram á að gulrætur séu ákaflega óhollar, á morgun kemur síðan frétt um að rannsókn í Sao Paulo hafi sannað svo ekki verði um villst að gulrætur séu eínmitt mjög hollar; hinn daginn tilkynna vísindamenn í Tókýó að fátt sé hollari heilsubót en gönguferðir á kvöldin en rétt i þann mund munu lækn- ar og vísindamenn í San Francisco boða fréttamenn á sinn fund til að kynna þeim sláandi niðurstöður um hversu lífshættu- legar gönguferðir á kvöldin séu. Allt er þetta helsttil misvísindi og kannski ekki alltaf við íslenska íjölmiðla að sakast að geta ekki hent reiður á þessu öllu saman eða sannreynt almennilega hvort gulræt- ur séu hollar eða óhollar í augnablikinu - en væntanlega þarf ég reyndar ekki að taka fram að dæmin um gulræturnar og gönguferðirnar hef ég búið til eingöngu vegna þess að í raun getur auðvitað eng- um blandast hugur um að hvorttveggja er vitaskuld meinhollt. En þó vart sé við því að búast að ís- lenskir Ijölmiðlar hafi á sínum snærum sérstaka lækna sem reyni að fylgjast með því hvað snýr upp og niður í nýjustu vís- indarannsóknum um hollustu og heil- brigði, þá kom mér samt verulega á óvart að enginn skuli - mér vitanlega, að minnsta kosti - hafa sýnt áhuga á að eyða orðum að þessari frönsku rannsókn, en Ef fjárfestar og hluthafar og at- vinnurekendur bera ábyrgð á hlutum eins og þvf hvort birta eigi nið- urstöður rann- sóknar sem gæti annars vegar varað fólk við lífshættu- legum heilasjúk- dómi sem kann að virðast fylgifiskur starfs i álveri, en gæti hins vegar um leið lækkað verð hlutabréfanna í álverksmiðjunum, þá höfum við sem sagt hér og nú dæmi frá Frakk- landi um viðbrögð einkaaðilanna, at- vinnurekendanna. i ■ L S y ' ■ |~7" ! St W£l:! \ ' ■' im 1 i|fc «* \ » mm m J því trúi ég illa að ein lítil frétt hafi getað sagt sem segja mátti um málið. Og hér á Islandi er ál mikill tískumálmur að því leyti að hér eru þegar komin tvö álver og ýmsa dreymir vota drauma um fleiri slík- ar fabrikkur. Nú er best að taka ekki of stórt upp í sig og fullyrða ekki of mikið út frá þessari stuttu frétt í útvarpinu, en finnst engum það fréttnæmt að íslensk- um verkamönnum í áliðnaði skuli ef til vill - og best að bæta við einu kannski - vera hvorki meira né minna en þrisvar sinnum hættara við þeim illskeytta heila- sjúkdómi Alzheimer heldur en öðrum al- mennum verkamönnum? Eru þeir til dæmis ekkert hræddir á Austfjörðunum? Er kannski algleymi álverksmiðjufýsnar- innar svona miklu sterkari en óttinn við algleymi Alzheimer? Vel uppalin fréttastofa? Og í öðru lagi. I vikunni var birt könnun sem gerð var á vegum BSRB og sýndi mjög greinilega að Islendingar vilja efla sitt velferðarkerfi stórlega. Sú tilhneiging þjóðarinnar var svo afdráttarlaus að veru- lega fréttnæmt mátti telja eftir skefjalaus- an áróður sem rekinn hefur verið að und- anförnu bæði hér og annars staðar í Evr- ópu gegn velferðarkerfinu. Að vísu virðist vera búið að ala fréttastofu Sjónvarpsins svo vel upp að „í fréttum er þetta helst" hjá þeim var fréttapúnkturinn aðeins: „ís- lenska þjóðin er ánægð með velferðar- kerfið11 - þó seinna kæmi svo í ljós í frétt- inni sjálfri að íslenska þjóðin er alls ekki ánægð, heldur vill hún sem sagt láta efla þetta kerfi mjög. En nóg um það. I niðurstöðum þeirrar könnunar sem birt var reyndist fyrrnefnd tilhneiging til að bæta velferðina mjög rík en þó virtust sumar niðurstöðurnar eilítið misvísandi; þannig er til dæmis búið að telja stórum hluta þjóðarinnar trú um að það muni ekki hafa neitt slæm áhrif á jöfnuð í heil- brigðiskerfinu þó einhverjir partar þess yrðu einkavæddir. Þetta segir svo sem ósköp lítið í sjálfu sér, þar sem alveg er óvíst hvaða skilning hver hefur Iagt í þessa fullyrðingu, en mér þótti fréttin um Alzheimer-rannsóknir frönsku læknanna að vissu leyti sanna í eitt skipti fyrir öll hversu stórkostlega varasöm einkavæðing er á akkúrat þessu sviði; öllu því sem snertir heilbrigðismál manneskjunnar. Enda þótt það sé nú mjög í tísku að fussa og sveia yfir því hversu illa ríkið reki heil- brigðiskerfið - og að sumu leyti vitaskuld með réttu - þá sýnir þetta dæmi frá Frakldandi hversu varlegt getur verið að treysta hinum svokölluðu einkaaðilum fyrir því er snertir lff og heilsu. Einkaaðil- ar geta vissulega haft bæði metnað og dugnað til að bera en „einkaaðilar" þýðir líka að einhvers staðar í bakgrunninum eru alltaf hinir víðkunnu fjárfestar á kreiki, hluthafarnir. Nokkrir gleymdir verkameim? Það mætti halda því fram að þó eitthvað af heilbrigðiskerfinu væri einkavætt þá muni þau fyrirtæki sem kæmu við sögu sýna fullan metnað og heilindi og ekki eiga neitt undir aðilum út í bæ. En fjár- festar fara víða og hagsmunir þeirra geta verið margvíslegir og jafnvel mótsagna- kenndir. Hver hefði til dæmis trúað því að þegar einhver í Frakklandi fékk þá snjöllu hugmynd að láta atvinnurekendur bera ábyrgð á vinnueftirliti og heilbrigðis- rannsóknum á vinnustöðum, þá mundi það geta leitt til annars eins hneykslis og nú átti sér stað? Ef fjárfestar og hluthafar og atvinnurekendur bera ábyrgð á hlutum eins og því hvort birta eigi niðurstöður rannsóknar sem gæti annars vegar varað fólk við lífshættulegum heilasjúkdómi sem kann að virðast fylgifiskur starfs í ál- veri, en gæti hins vegar um leið lækkað verð hlutabréfanna í álverksmiðjunum, þá höfum við sem sagt hér og nú dæmi frá Frakldandi um viðbrögð einkaaðil- anna, atvinnurekendanna. Þeir passa peningana sína - fjárfesting- una, hlutabréfin. Látum vera þó nokkrir verkamenn verði gleymnir í ellinni. Pistill Illuga var fluttur í morgunútvarpi Rásar 2 í gær.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.