Dagur - 02.10.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 02.10.1998, Blaðsíða 1
Útvarpsstöðvar koma ogfara og stundum rekurmann í rogastans þegar einhver stöðin sem hingað til hefur samviskusamlega fyllt hílinn afljúfum tónum breytist skyndilega í öskrandi tölvupopp. Ein ný stöð hejurbæst við í hópinn, en henni er ætlað að ná eyrum homma og lesbíafyrst ogfremst. „Þú ert að hlusta á YMCA,“ heyrðist í útvarpinu einn morg- uninn þegar blaðamaður var á leið í vinnu og fiktaði að vanda í stöðvartakkanum til að finna eitthvað vit í útvarpinu. YMCA??? Amerísk stöð og þar að auki kristileg, hér á Islandi? Þetta með að stöðin væri kristileg kom til af því að YMCA - KFUM er óslítanlega tengt við hugsjón- ir Friðriks Friðrikssonar frá barn- æsku og því óhugsandi að um annað en kristilega stöð væri að ræða. En eitthvað reynist það málum blandið því það næsta sem þulurinn sagði var: „YMCA er samkynhneigð útvarpsstöð." Þetta þurfti að athuga nánar og hringt var í Ijölmiðlasamsteypur en enginn vildi kannast við kró- ann. En Samtökin ‘78 gátu gefið upplýsingar hratt og vel þegar náðist í menn þar. Jú, þannig var nefnilega mál með vexti að einn meðlima samtakanna er með af- Ágúst Sverrír Beaumont er útvarpsstjóri nýrrar útvarpsstöðvar fyrir samkynhneigða. mynd: gva brigðum „ofvirkur" og fram- kvæmir yfirleitt hugmyndir sínar með það sama. Og nú hafði hon- um dottið í hug að setja upp út- varpsstöð. Þessi meðlimur samtakanna er ungur, rétt nýorðinn 22 ára og lítur hreint ekki út eins og vinnu- alki. Kemur vel fyrir, grannur og vel klæddur, svolítið feimnislegur og brosir oft til að dylja óstyrk sinn. Hann heitir Ágúst Beumond og fyrir utan að reka eitt stykki útvarpsstöð er hann með á sinni könnu stefnumóta- línu fyrir homma og lesbíur, nýju stefnumótalínuna. Dýrt að auglýsa „Við vorum tveir félagar sem rák- um sitt hvort fyrirtækið," segir Agúst, „og okkur blöskraði verð á auglýsingum í útvarpi, þannig að ég ákvað bara að setja upp útvarp sjálfur. Fékk á Ieigu tæki og byrj- aði að senda út.“ Ekki flóknara en svo. Oll vinna við stöðina sem aðeins hefur sent út í nokkra daga er unnin í sjálf- boðavinnu enn sem komið er. Útsending er allan sólarhringinn, en dagskrá öll kvöld frá kl. 20-24 og þá koma aðskiljanlegust menn og konur og láta Ijós sitt skína í útvarpinu. „Það er alveg ótrúlegt hvað fólk hefur verið bjálpsamt og til í að koma og vinna,“ segir Ágúst. „Eg hefði ekki trúað þessu að óreyndu, en svo kemur þetta nú eitthvað til með að breytast þegar frammí sækir. Eg get ekki beðið fólk um að vinna ókeypis endalaust." Gaybisness, stór bisness Tækjakosturinn er ekki marg- brotinn. Eitt borð og á því er sími, hljómtækjastæða, hljóð- nemi, tölva og skjár, sem er vand- lega merktur TOLVA. „Þetta var gert fyrir ljóskurnar," skýtur Agúst skelmislega inni og glottir. Svipaðar merkingar eru á stæð- unni og meira að segja síminn merktur til öryggis. Enda aldrei að vita með nútíma tækni hvern- ig tækin líta út... Tónlistarstefnan er engin eftir því sem Ágúst segir, en dagskrár- gerðarmenn eru beðnir um að forðast þunga klassíska tónlist eftir megni. Hins vegar mega þeir spjalla um hvað sem er og sumir þeirra hafa fundið upp á því að semja eigin texta við fræg Iög, eins og Titanic Iagið sem tveir dagskrárgerðarmanna hafa gert gríntexta við og sungið inn á band. Þetta spila Jsau svo öðru hvoru sér og öðrum til ánægju, enda textinn bráðfyndinn. Útvarpsstöðinni er ætlað að ná fyrst og fremst til homma og les- bía, en Ágúst segir mikið vera að gerast í þeim heimi þessa stund- ina. „Allt að opnast upp og nýir klúbbar að opna og gaman að taka þátt í þessu. „Bleikir pening- ar“ eru sterkir og mikið af þeim enda er þetta stór markaður." Ágúst hefur fengið nokkra fjár- festa í Iið með sér en telur að „gaybisnessinn" eigi að sjá sér hag í því að auglýsa í miðli sem sérstaídega er miðaður að þeim hópi. „Útt'arpsstöðin er komin til að vera,“ segir hann, „það er eng- inn vafi því viðtökur hafa verið góðar." Hins vegar þarf að breyta bæði nafni stöðvarinnar og stað- setningu því nafnið samræmist ekki reglum og útsendingin trufl- ar stöð í Borgarnesi. Stöðin næst í Reykjavík og nágrenni „og í Keflavík ef maður er í bíl.“ -VS Bleik útvarpsstöð -k

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.