Dagur - 02.10.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 02.10.1998, Blaðsíða 3
 MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1998 - 19 Hagyrð- ingakvöld eruþær samkomur sem hvað mestra vin- sælda njóta í dag. Ein slík varhaldin áAkur- eyri í síðustu viku þar sem menn reyttu afsér vísurum dægurmálin. Dagurmætti á staðinn ogfylgdist með vísna- smiðum. Óhætt er að segja að orðið og andinn hafi verið alls ráðandi á hagyrðingakvöldi því sem efnt var til í Verkamenntaskólanum á Akureyri í síðustu viku. Þangað mættu til leiks fjórir ágætir hag- yrðingar og sýndu hvað i þeim býr þegar þeir fyrir troðfullu húsi iðkuðu: forna listgrein sem hagmælska og vínsagerð er. Hagmæltur er sá sem getur bók- að bugsun sfna hnitmiðað í fjór- um línum sem uppfylla reglur bragfræðinnar. Ef þær eru ekki uppfylltar þá yrkir maður rangt og er það einsog að syngja falskt. Brageyra og tóneyra eru afar merkileg líffæri," sagði Pét- ur Pétursson, læknir við Heilsu- gæslustöðina á Akureyri, sem var í forystu hagyrðinganna fjög- urra. Hinir voru Hjálmar Frey- steinsson læknir á Akureyri, Stefán Vilhjálmsson matvæla- fræðingur við Kjötiðnaðarstöð KEA og Ólafur Þórðarson kenn- ari við Verkamenntaskólann á Akureyri. Ég er svona bögubósi í upphafi bað Pétur Pétursson hagyrðingana þrjá um að gera nokkra grein fyrir sér og sínu í bundnu máli. Allir gerðu þeir það og það var Hjálmar Frey- steinsson sem reið á vaðið. Hagyrðingi hér þið mætið, harðsheyttum og afar slingum. Hæverskuna og lítillætið, lærði ég af Þingeyingum. Stefán Vilhjálmsson kom svo næstur og hann orti svo um sjálfan sig og uppruna sinn. Ekki sæmir að mér hrósi, andagift er lítt til byrði. Ég er svona höguhósi, frá Brekku austur í Mjóafirði. Ólafur kom svo næstur og hafði nokkur orð um að sér líkaði bet- ur við matinn frá Kjarnafæði en það sem framleitt er hjá Kjöt- iðnaðarstöð KEA, þar sem Stef- án Vilhjálmsson starfar. Hann orti svo: Ásýnd mín er unaðsblíð, og enginn efar andans snilli. Eg kann best við klám og níð, og Kjamafæðis-magafylli. Hnitmiðað íprumlínum Á hagyrðingakvöldinu sem haldið var í Gryfjunni í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Næst er Pétur Pétursson, læknir á Akureyri, þá Úlafur Þórðarson, kennari við VMA, næst Stefán Vilhjálmsson, matvælafræðingur hjá KEA og fjærst er Hjálmar Freysteinsson, læknir við Heilsugæslustöðina á Akureyri. mynd: brink. Það var svo Pétur Pétursson sem næstur kom og sagði að í vetur sem leið hefði Ólafur lent í slysi sem hefði leikið hann nokkuð grátt. Hann hefði hins- vegar ekki látið það á sig fá og því til staðfestingar sagði Pétur: Þótt legðist síst í leti og sukk, larður Ólafs st'kkaði. En eftir hann lenti undir trukk afar mikið frtkkaði. „Frábæra andlega fullnægju veita“ Næst kom Pétur Pétursson með fyrripart um uppvaxtarskilyrði unglinga, þá andlegu fullnægju sem garganpopp útvarpsstöðv- anna er sagt veita. Fyrripartur- inn var svohljóðandi: Frábæra andlega fullnægju veita, Frostrásin, Mónó og Sýn. Botn Stefáns Vilhjálmssonar var svohljóðandi: En hér sitja karlar og rím af sér reyta það rís varla neitt, elskan mtn. Hjálmar Freysteinsson botnaði á þessa lund: En öldungar hrömandi huggunar leita, t hestamennsku og grín. Ólafur Þórðarson botnaði svo: Þessvegna þurfa ekki bömin að leita, þroska sinn lengur til mín. Pétur Pétursson botnaði eigin fyrripart með eftirfarandi orðum: Ærandi glymur til sjávar og sveita, stbyljan miðlungi fín. „Samt er frí í september“ Hjálmar Freysteinsson orti út frá þeirri umræðu sem var hér í Degi á dögunum þegar forystu- menn vinnumarkaðarins og reyndar fleiri vöktu máls á því að gott mál gæti verið að færa fríið sem gefið er á sumardaginn fyrsta fram í september. Fyrir vikið yrði til dæmis skólastarf á vormánuðum heilstæðara. Vísa Hjálmars var svohljóðandi: Kappsfull bæði og iðin er, æskan menntaþyrsta. Samt erfrí t september, á sumardaginn fyrsta. Einnig var mikið ort um það sem á sér stað neðan beltis og þannig komst Stefán Vilhjálms- son að orði: Æskan kemur ekki á ný, á ellinnar vit ég reika. Innan stundar stefnir í stinningarörðugleika. Pétur Pétursson orti um þá uppá- komu sem átti sér stað í sumar þegar út kom tölublað af Play- boy með myndum af íslenskum konum. Hann komst svo að orði: Ekkert illt vil segja, en á þvifurðar mig. Hve fósturlandsins Freyja, erfljót að hátta sig. „Clinton slefaði í kjólinn“ Þá flutu einnig með ýmsar vísur um kvennamál Bandaríkjafor- seta, en það mál hefur reyndar verið það helsta sem Iandinn hef- ur gamnað sér við að undanförnu hvort heldur er á mannamótum en ekki síður með gagnvirkum hætti; það er á Netinu. Tvær ágætar vísur um þetta mál komu frá Hjálmari Freysteinssyni. Þetta finnst mér ekkifrétt, ogfráleitt að gera mál úr sltku. Þó einhver setji blautan blett, í bláan kjól íAmeríku. Sú síðari var svohljóðandi: Nú espast andskotans fólin, sem ágimast forsetastólinn. Og meta ei þau rök, að það var Móntku sök að Clinton slefaði í kjólinn. Ólafur Þórðarson komst svo að orði um þetta mál: Banginn hvergi Clinton er, karl með limi stinna. En Mónika hefur í hendi sér, heimsins stýripinna. Kvalinn Keikó Ymsar vísur voru einnig látnar fljóta um hvalinn Keikó sem kom til Vestmannaeyja á dögun- um. Pétur Pétursson varpaði fram fyrriparti um þetta mál og botnaði einnig sjálfur. Vísa Hjálmars var svohljóðandi: Dýrka af auðmýkt hvalinn Keikó, Kanaflón og Græningjar. Aldrei fá að illum leik nóg, auðvaldsklúrir ræningjar. Ólafur Þórðarson gat ekki stillt sig um að bauna á forsprakka Keikó-málsins hér á landi, þann víðfræga Hall Hallsson: Jónas einn í iðrum hvals, vildi ei beinin bera. Þó þar vilji Hallur Halls, helst af öllu vera. „Það eru örlög þessa manns“ Hagyrðingarnir fylgjast vel með því sem skrifað er í Dag því oftar en ekki var vitnað til blaðsins í sambandi við það sem ort var. Þannig voru nokkrir þjóðþekktir Islendingar að því spurðir á dög- unum hvort þeir hefðu sofið á fundi, en þetta mál kom til vegna yfirlýsingar George Bush Bandaríkjaforseta um sendi- nefnd Islands sem átti að hafa sofið á fundi á vegum RÖSE. Meðal þeirra sem spurðir voru í Degi um hvort dottað hefðu á fundi var Hjálmar Jónsson, þingmaður og prestur, sem neit- aði því staðfastlega að nokkru sinni hefði sigið blundur á brá sína á fundi. Um þetta orti Stef- án Vilhjálmsson í orðastað sr. Hjálmars. Áfundum sumirfara úr stuði ogflögra inn i draumaheim. Eg vil þakka góðum Guði sem gjörði mig ei líkan þeim. Hjálmar Freysteinsson átti ágætan sprett þegar gagna- grunnsmálið bar á góma. Benti hann á að í því sambandi að illa er erfðafræðin á vegi stödd þeg- ar og ef börn eru rangfeðruð einsog alltaf á sér stað. Um þetta orti Hjálmar: Löngum elskað t leyni var, svo lítið sem ekki á neinu bar. En ást t meinum, er eitur t beinum, íslenskrar erfðagreiningar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.