Dagur - 07.10.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 07.10.1998, Blaðsíða 4
4 - MIBVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 1998 VÍKURBLAÐIÐ Big Ben Húsavíkur Næsta sumar verður komin upp löggilt digital markatafla á Húsavíkurvelli. Húsavíkurbær, Landsbankinn og Verkalýðsfélag Húsavíkur sameinuðust um að fjármagna fyrirtækið og Einar Kolbeinsson sá um útlit og hönnun. Marka- taflan gegnir tvíþættu hlutverki, annarsvegar í knattspyrnuleikj- um, þar sem hún mælir tíma og telur mörk og hinsvegar sem klukka fyrir bæinn, þannig að ef tímaskyn bæjarbúa brenglast verulega eða úrið er úr sér geng- ið, geta þeir rölt niður á íþrótta- völl og séð hvað ldukkan er. Markataflan er sem sé einskon- ar „Big Ben“ Húsavíkur en verð- ur reyndar ekki jafn háreist og klukkuturninn frægi í London og ætti því kannski að nefnast „Litli Ben“ eða hugsanlega „Sig. Ben“, með hliðsjón af væntan- Iegum sigrum Völsunga. JS Við afhendinguna. F.v. Páll Ríkarðsson, starfsmaðuríþróttavallar, Sveinn Hreinsson, tómstundafulltrúi, Einar Kol- beinsson, hönnuður, Sigurður Árnason, útibússtjóri Landsbankans, Tryggvi Jóhannsson, forseti bæjarstjórnar, Aðalsteinn Baldursson, formaður VH og Ingólfur Freysson formaður Völsungs. Draumur uni maimlausa eyði- mörk á norðausturhominu Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Húsavíkur skorar á stjórnvöld að tryggja áfram- haldandi rekstur kísilgúrverk- smiðju við Mý- vatn. Eftir að venju- legum aðalfund- arstörfum lauk var fjörleg al- menn umræða um stjórnmálin og bæjarmálin. Umræður um málefni héraðsins beindust einkum að málefnum Kísiliðj- unnar við Mývatn og ferli sam- einingar sveitarfélaga. Kfsiliðjan við Mývatn er snar þáttur i at- vinnulífi héraðsins. Félagsleg og efnahagsleg áhrif þessarar einu ríkisreknu stóriðju norðan heiða ná langt út fyrir Mývatnssveit. Fundarmenn voru sammála um að ekki kæmi til greina að verk- smiðjunni verði lokað vegna óeðlilegra pólitískra innan- hússloforða gamalla og gleymdra ráðherra. Þrátt fyrir margra ára rann- sóknir færustu vísindamanna hefur aldrei verið sýnt fram á að kísilgúrvinnsla sé skaðleg um- hverfi. Að sjálfsögðu er verið að taka af auðlind, en nýmyndun kísilþörunga á botni Mývatns er slík, að við hver 1000 kíló af gúr sem tekin eru úr vatninu á ári, myndast 330 kíló á ný. Eftir að Kísilvegurinn (40-60 km) var Iagður frá Mývatnssveit til Húsavíkur á sjöunda áratugn- um hafa litlar breytingar orðið í samgöngumálum þessarar einu stóriðju norðursins. Frá verk- smiðjunni aka á degi hverjum um óbreyttan malarveg, 5-6 flutningabílar til Húsavikur, hver með 22 tonn af kisilgúr. Síðastliðið ár voru ferðirnar 1230, tonnin tuttuguogsjöþús- und. Kísilgúr er dauðhreinsað náttúrulegt efni sem notaður er m.a. í Iyf og við matvælafram- leiðslu og þarf að Ieggja í mikinn aukakostnað vegna pökkunar vörunnar þannig að ryk og óhreinindi eyðileggi ekki inni- haldið á leiðinni. A síðustu árum hefur verk- smiðjan skilað miklum hagnaði í ríkissjóð. Velta verksmiðjunnar er í kringum 700 milljónir og þar starfa rúmlega 50 manns. Hreinn hagnaður eftir skatt- greiðslur var samtals 210 millj- ónir á síðustu Ijórum árum. Bík- issjóður á tæplega 51% eignar- hlut í verksmiðjunni og hefur því fengið dágóða arðgreiðslu öll árin, auk þess hirt úr fyrirtæk- inu tugi milljóna með niður- greiðslu á hlutafé. Til viðbótar nam tekjuskattur áranna 1994- 1997 samtals 110 milljónum króna, en einnig greiðir verk- smiðjan óbeint háar upphæðir í þungaskatt af kísilgúrflutning- um. Það er því undarlegt og ótrú- legt að ríkið standi að lokun at- vinnufyrirtækis þar sem hvert atvinnutækifæri kostar ekki neitt og reksturinn skilar hundr- uðum milljóna í sjóði lands- manna. Mikilvægast er þó að hér er enn einu sinni verið að láta hagsmuni og áhugamál Iítils öfgahóps koma £ veg fyrir eðli- lega framvindu atvinnu og mannlífs í Þingeyjarþingi. Um- hverfisvænn iðnaður sem hefur hleypt lífi í staðnaða atvinnuvegi héraðsins er litinn hornauga af fólki sem engan skilning hefur á öðru en draumnum um mann- lausa eyðimörk á norðaustur- horninu öllu. A aðalfundinum lét Guðjón Ingvarsson af stjórnarfor- mennsku en við tók Berglind Svavarsdóttir. Aðrir í stjórn eru Aðalgeir Sigurðsson, Snædís Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur K. Hreinsson og Sigurgeir Hösk- uldsson. 1 lok fundarins var samþykkt ályktun þess efnis að sjálfstæðisfólk á Húsavík skori á stjórnvöld að tryggja áframhald- andi rekstur kísilgúrverksmiðju við Mývatn, landi og þjóð til gagns og héraðinu til hagsældar. Bréf til framkvæmdanefndar: Svör óskast Víkurblaðinu hefur borist eftir- farandi bréf frá „bæjarbúa" til framkvæmdanefndar Húsavíkur- bæjar, sem vonandi sér ástæðu til að svara spurningum sem þar koma fram, bæjarbúum öllum til upplýsingar. 1. Nú virðast bílamál vera nokk- uð skrautleg hjá Húsavíkur- bæ, bílar hinna ýmsu deilda bæjarins sjást standa á kvöldin og um helgar heima hjá sum- um starfsmönnum bæjarins. Er ekki eðlilegast að starfs- menn skilji bílana eftir \ið áhaldahúsið að vinnu lokinni, (nema kannski hugsanlega þeir sem eru á bakvöktum)? Það hlýtur að koma í veg fyrir misnotkun á þeim. Hyggst nefndin gera eitthvað í þess- um málum? 2. Er það í ráðningarsamningi hjá einhverjum starfsmönnum Tæknideildar að bærinn sjái um að láta sækja þá á bílum bæjarins til að koma þeim í og úr vinnu? 3. Nú virðast störf hjá tækjadeild ekki vera auglýst, t.d. störf tæknimanna og verkstjóra. Er það stefna framkvæmdanefnd- ar að halda því áfram eða má reikna með að sjá einhvern- tíma auglýsingar í Víkurblað- inu? Og hverjar eru menntun- arkröfur bæjarins til verkstjóra sinna? 4. Nú heyrðist eftir leyniskýrsl- una frægu að bærinn ætlaði að bæta við mönnum í stað þeirra sem hættu. Hefur þetta gengið eftir eða daga sumir starfsmenn uppi hjá bænum? 5. Nú var boðin út gatnafram- kvæmd í fyrrasumar. Ekki hef- ur maður heyrt af slíku útboði í ár, þó hefur fólki sýnst bær- inn vera í gatnaframkvæmd- um sunnan við bæinn, því þar hefur augsýnilega verið verk í gangi meirihluta sumars. Var reynsla af útboðinu svona slæm eða er verið að hygla einhveijum á kostnað bæjar- ins? Nú heyrðist eftir leyniskýrslima frægu að bærinu ætlaði að bæta við mömmm í stað þeirra sem hættu. Hefur þetta gengið eftir eða daga sumir starfsmenu uppi bjá bænum? 6, Nú sást til eins af bílum bæj- arins, nýlegs Suzuki jeppa merktum Tækjadeild', aka að götuniðurfalli ,sem að öllum líkindum hefur verið stfflað því lítið sem ekkert vatn fór niður um ristina. Bílstjórinn ók að niðurfallinu, stakk hausnum úr um hliðarrúðu bílsins og sá að eitthvað var að. Hann skellti Sukkunni í bakkgír, ók aftur um rúman einn metra, þannig að framhjól bílsins hvíldi á ristinni. Breyttist hann þá í hinn mesta rallökumann og snéri stýrishjólinu sitt á hvað þannig að hjól bílsins nuddaðist við ristina. Nú er spurning hvort ekki mætti kaupa grófari dekk á bíl- inn eða jafnvel kraftmeiri bíl svo hægt væri að Iáta hann spóla á niðurföllunum, ekki síst ef þetta mætti vérða til að fækka ferðum hreinsibíla um götur bæjarins, því oft hefur maður á tilfinning- unni að þeir séu aðallega að hreinsa úr fjárhirslum bæjarins. Bæjarbúi. Markakóngur Þá eru knattspyrnumenn búnir að halda uppskeruhá- tíð og útdeiia verðlaunum fjTÍr sumarið. Og gladdi auð- vitað margan Völsunginn að gamall félagi þeirra, As- mundur Arnarsson, fékk bronsskóinn og var valinn í úrvalslið sumarsins. Og Kaupfélag Þingeyinga á ör- ugglega eftir að veita honum viðurkenningu fyrir að vera „auglýsing ársins,“ því Ási hafði þann skikk þá hann skoraði að fletta upp um sig Fram-treyjunni og innan- undir blasti við gömul og græn Völsungstreyja með merki KÞ Smiðjunnar. Mun salan f smiðjunni hafa aukist verulega eftir hvert mark sem Ási skoraði í sumar. Atgervlsflótti Völsungar glöddust yfir vel- gengni síns gamla félaga, en voru um Ieið dálítið súrir yfir því að hans góðu og glæsi- legu tilþrif voru á vegum Fram en ekki Völsungs. Og leiddu um leið hugann að því hvar Völsungar væru nú staddir í deildum ef Húsvík- ingar hefðu forðum sett út- flutningsbann á knatt- spyrnumenn og aðra sem Ifk- legir voru til að geta af sér sparkmeistara. Við leyfðum Eiði Guðjohn- sen að flytja úr bænum á sín- um tíma. Og Eiður gat Amór og Amór er í Val og Nóri gat Eið Smára og hann er í Bolton. Sigþór Siguijónsson, Sissi bakari, fékk líka að flytja frá Húsavík. Og Sissi gat Andra og Andri er í KR. Sig- urgeir Jónsson laumaði sér líka úr bænum fyrir margt löngu svo lítið bar á. Og Sig- urgeir gat Jón Amar og hann er í KR. Og fleiri piltar frá Húsavík eru að gera það gott í boltan- um þó foreldrar þeirra hokri hér enn. Guðni Rúnar Helgason er íslands- og bik- armeistari með ÍBV. Sigþór Júlíusson hefur verið að gera garðinn frægan með KR. Og Jónas Grani Garðarsson fór næstum því upp með FH. Undaneldi hf. Ugglaust mætti tína til miklu fleiri Húsvíkinga sem eru að brillera f boltanum út um allt land, en ættu auðvitað að að vera hér heima og spila með Völsungi. Og væru ekki illa settir allir hér sam- an komnir, því þá væri staða Völsunga væntanlega mun betri en raun er á. Og til þess að sporna við því að sagan endurteki sig, þá þarf að bregðast við í tíma og girða fyrir fótboltamanna- Iekann frá Húsavfk. Atvinnu- málanefnd ætti að beita sér fyrir því að stofna hlutafélag, ekki aðeins um bestu fót- boltamennina, heldur einnig um þau hjón sem hafa sann- að að þau eru heppileg til undaneldis í knattspyrnu- legu tillliti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.