Dagur - 08.10.1998, Qupperneq 1

Dagur - 08.10.1998, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 8. október 1998 Iðnað í Þorlákshöfn og stærra Njálusafn Idnadarráduneytið ætlar að veita hálfrar milljóna króna styrk í að úttekt á mögulegri upp- byggingu iðnaðar í Þorlákshöfn þar sem betur mætti nýta góða hafnaraðstöðu og nægt iandrými er til staðar. Hugmyndin er m.a. að kynna þessa möguleika fyrir erlendum fjár- festum sem hafa áhuga á meðalstórum iðnfyrirtækjum. Þrjú söguleg verkefni á Suðurlandi og mögu- leikar iðnaðar í Þor- lákshöín eru meðal verkefna semiðnað- arráðherra veitti til styrki. Um 2,2 milljóna styrkur er veitt- ur til áframhaldandi uppbygging- ar verkefnisins „á Njáluslóð11 í Sögusetrinu á Hvolsvelli, í tengslum við nýtt og stærra hús- næði, enda hefur Njálusýningin verið fjölsótt af ferðamönnum. Sögusetrið er samstarfsverkefni sveitarfélaga á Suðurlandi og fleiri aðila. Annað sögusetur er í uppbygg- ingu í Vík, í Brydebúð. Hálfrar milljónar króna styrkur er veittur þar til áframhaldandi uppbygg- ingar verslunarminjasafns og söguseturs sem tengist Brydebúð og þeirri fjölbreyttu starfsemi sem þar hefur farið fram. Þriðja verkefnið er Kirkjubæj- arstofa sem fær einnar milljónar króna styrk til uppbyggingar, reksturs og kynningar. Kirkju- bæjarstofa er upplýsinga- og fræðasetur sem leggur áherslu á náttúruvísindi, landmótun og ferðaþjónustu. Góðir kostir í Þorlákshöfn I Þorlákshöfn er veittur styrkur til allt annars konar verkefnis. Hálfrar milljónar króna styrk á að verja til að gera úttekt á mögulegri uppbyggingu iðnaðar í Þorlákshöfn þar sem betur mætti nýta góða hafnaraðstöðu og nægt landrými er til staðar, auk þess sem orkuvirki og jarð- efnaauðlindir eru skammt und- an. Hugmyndin er m.a. að kynna þessa mögu- leika fyrir erlendum íjárfestum sem hafa áhuga á meðalstór- um iðnfyrirtækjum. Þorlákshöfn virð- ist líka geta gert sér vonir um að njóta síðar góðs af 3ja milljóna króna styrk til áframhaldandi hagkvæmniathugana á byggingu Polyol- verksmiðju, því hugsanlegir staðir eru taldir: Þorláks- höfn, Húsavík, Mý- vatnssveit og Suður- nes. Styrknum verð- ur m.a. varið til að gera kynningarefni fyrir erlenda fjár- festa og til kynning- arfunda með þeim. Til áframhaldandi þróunar í hörvinnslu er veittur 1,5 millj- óna króna styrkur, en hörræktartilraunir hafa farið fram á Suðurlandi. Meiningin er að gera frekari hagkvæmniat- huganir á ræktun og framleiðslu hörs, feygingartilraunir og athug- anir á líklegum mörkuðum. -HEI Blómgim á SóUiemnun Sólheimar í Grímsnesi hafa fengið að gjöf höggmyndina Blómgun eftir Sigurjón Olafs- son frá Vísa Island. Einar S. Einarsson forstjóri Visa af- hjúpaði listaverkið s.l. föstudag. Um er að ræða eftirgerð úr málmi eftir frummyndinni sem er úr tré. A málmurinn að taka á sig enn viðarlíkari áferð eftir því sem hann veðrast. Blómgun er nú komin í góðan félagsskap 7 annarra höggmynda sem prýða höggmyndagarð Sólheima. List- ir og menningarstarf hafa ávallt skipað háan sess í starfi Sól- heima allt frá stofnun 1930 og sérstök áhersla lögð á leiklist, tónlist og myndlist. Sólheimar eru lítið þorp í skjól- sælu gili í Grímsnesinu og þang- að er fólk velkomið að koma og líta á bæjarbraginn. Þar eru list- hús og verslun með Iífrænt rækt- að grænmeti, listmuni og kerti. Að vetri til er aðeins opið virka daga, svo gera þarf boð á undan sér ef menn vilja versla um helg- ar. Stjórnarmenn Sólheima f.v. Gísli Hendriksson, Grétar Úlafsson, Pétur Sveinbjarnarson, Einar Einarsson, forstjóri Visa og Svala S. Jónsdóttir, kona hans, Óðinn Helgi Jónsson, framkvæmdastjóri Sólheima og stjórnarmennirnir Halldór Stefánsson og Bjarney Erla Sigurðardóttir, við gjöfina góðu. 7. árgangur - 4. Tólublað Þorsteinn Pálsson, 7. þingmaður Suðurlands. Styttist í ákvörðim Kjördæmisþing Sjálfstæðis- flokksins verður að líkindum haldið um aðra helgi, 17. októ- ber og flestir búast við að þar muni þingmenn flokksins til- kynna að þeir hyggist sækjast eftir endurkjöri. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og fyrsti þingmaður kjördæmisins, ætlaði að hætta en hann hefur ævin- lega vísað því á bug. Arni John- sen og Drífa Hjartardóttir sem voru í 2. og 3. sæti á lista flokks- ins f síðustu kosningum ætla bæði að gefa kost á sér áfram. Skiptar skoðanir voru um það á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðis- félaganna í Árnessýslu í fyrra- kvöld hvort rétt væri að stilla upp eða hafa prófkjör fyrir kosn- ingarnar í vor. Ymsir telja að ef efstu menn ætla allir að gefa kost á sér, sé best að stilla upp en ef fyrirsjáanlega verði mikil endurnýjun eigi að hafa próf- kjör. Golfarar áhyggjufullir „Við getum lítið sagt meðan ekki er vitað hver þetta er og hvað hann ætlar sér,“ segir Jón Ágúst Jónsson, formaður Golfklúbbs Selfoss, en eins og fram hefur komið er búið að selja jörðina Laugadæli þar sem golfvöllurinn er. Golfklúbburinn er með 30 ára leigusamning á 28 ha lands, þar sem nú eru golfskáli og 9 holu golfvöllur. Búið er að hanna 18 holu golfvöll sem næði upp með ánni og gerði Golfklúbburinn fyrst KA og síð- an Samvinnulífeyrissjóðnum kauptilboð á 45 ha Iands, en til- boðum þeirra var hafnað. - Nú eru golfvellir taldir mikill plús fyrir bæði fasta byggð og- sumarhúsabyggð. Heldur þú ekki að nýi eigandinn vilji hafa golfvöll? „Það vonum við, en um leigu- skilmála veit ég auðvitað ekkert. En mér finnst að beitan eigi ekki að borga veiðimanninum". Þetta er fjórði staðurinn sem golfvöll- urinn er á, á 25 ára starfstíma Golfklúbbsins. „Ef við verðum reknir þarna í burtu, þá mun ég leggja til að félagið verði lagt niður,“ sagði Jón Ágúst.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.