Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 5

Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR ÍO.OKTÓBER 1998 - 5 Thypr. FRÉTTIR Menniiigarsetur að rísa 1 Gróttu Það stendur mikið tii í Gróttu á Seitjarnarnesi, m.a.rætt um að gera þar menn- ingarsetur og bjóða fræðimönnum upp á aðsetur í gamla vitavarðarbænum. mynd: pjetur Seltj amameskaup- staður er að byggja upp og breyta gamla vitavarðarbænum í Gróttu í menningar- og skólasetur. „Það er Seltjarnarnesbær sem er að byggja í Gróttu. Hugmyndir um notkunina eru ennþá að þró- ast, en rætt um að þetta verði menningarsetur og/eða skólaset- ur þar sem nemendur geta skoð- að fjörulífið og annað í návígi og fengið aðstöðu í nýju hlöðunni. I gamla vitavarðarhúsinu hefur m.a. verið rætt um að mynda að- stöðu fyrir fraeðimenn, sem hefðu áhuga á að dvelja í Gróttu einhverjar vikur í friði og ró,“ svaraði Hrafn Jóhannsson, starfsmaður byggingarfulltrúa á Seltjarnarnesi. Uppsteyptur grunnur að stóru húsi með tengigangi inn í kjallara gamla bæjarins vakti forvitni frétta- manns Dags, sem nýlega brá sér í gönguför í Gróttu. Grótta mjög sérstök Hrafn segir Seltjarnarnesbæ hafa eignast Gróttu fyrir um tveim árum og í fyrra tekið sam- an og gefið út gríðarlega mikla skýrslu um náttúrufar á Nesinu. Þetta sé framhald þess sem þá var unnið. Hrafn sagði mjög metnaðarfullar hugmyndir í gangi hjá nefndinni sem fékk það hlutverk að skilgreina nýt- ingu Gróttunnar en hún hafi ekki skilað af sér. Gróttan sé mjög sérstök á margan hátt og raunar Nesið. Þarna sé að finna einhverjar lífríkustu fjörur á Suð-vesturlandi og mjög auðugt fuglalíf. Enda fari skólafólk mik- ið til að skoða þetta. Illaðan endurbyggð „Já þetta mun kosta heilmikið. En mönnum fannst það miður ef húsin færu í rúst. Við tókum gamla vitavarðarhúsið og klædd- um það að utan og settum í það nýja glugga. En síðan bíður gríð- arleg vinna þar innandyra, þar sem allt er ónýtt. Hlöðuna var ákveðið að endurbyggja í sem næst sinni upprunalegu mynd og nýta síðan, helst í tengslum við skóla- eða fræðimannsstörf. Það var fjós í vesturendanum og haughús þar undir og hlaðan síð- an í austurendanum. Allur gamli grunnurinn var grafinn út og lengdur eitthvað um rúman metra og nýja húsið síðan byggt í svipuðum stíl.“ Áfram bara fært á fjöru Hrafn segir sfma og rafmagn í Gróttu. En vegarlagning sé ekki fyrirhuguð, þannig að áfram þarf að bíða fjöru til að komast á milli. En búið sé að hanna úti- vistarsvæði í eynni og stíga til að gera hana aðgengilegri, þó þannig að sáralítil breyting verði á ásýnd Iandsins. Einnig sé til athugunar hvort hægt sé að milda algjöra Iokun Gróttu um varptímann, t.d. með því að gera hringstíg sem fólk mætti ganga eftir og skoða fuglana en alls ekki fara útaf. Gríðarlegt kríu- varp í Gróttu ætti að auðvelda iandvarnir, en þar verpa líka æð- arkollur, gæsir og margs konar mófuglar svo nokkuð sé nefnt. -HEI Halldór Ásgrímsson. Saniniála Kristni um margt Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kannast ekki við að Kristni H. Gunnars- syni, þingmanni Alþýðubanda- lagsins, hafi verið boðið sæti á lista Framsóknar á Vestfjörðum, en segist hafa rætt lítillega við hann um stjórnmálin þegar þeir hittust við afhjúpun minnisvarða að Hnjóti um síðustu helgi. „Það liggur alveg ljóst fyrir að hann er á margan hátt sammála okkar sjónarmiðum t.d. í sambandi við auðlindagjald." Aðspurður hvort hann hafi sjálfur rætt við Kristin um að taka sæti á lista Fram- sóknar á Vestfjörðum, segir Hall- dór: „Það er ekki mitt að taka slíkar ákvarðanir. Kjördæmis- samböndin taka sínar eigin ákvarðanir í þessum málum og ég á von á því að framsóknarmenn á Vestfjörðum séu farnir að huga að uppstillingu. Það verður kjör- dæmisþing þar á sunnudaginn og ég mun mæta þar.“ -VJ Rússar skila gögnum til verkalýösfelaganna Stíft hefur verið fundað að undanförnu vegna deilunnar við Technopromexport mynd: pjewr Hinir rússnesku yfirmenn Technopromexport, sem hafa þumbast við að gera hreint fyrir sínum dyrum hvað launagreiðsl- ur til rússneskra starfsmanna fyrirtækisins varðar, skiluðu loks í gær gögnum til Félags járniðn- aðarmanna og Rafiðnaðarsam- bandsins. „Við áttum fundi með þeim í dag og eftir mikið stapp skiluðu þeir loks af sér einhverjum af þeim gögnum sem við höfum í margar vikur krafist að fá. Það má segja að það þurfi að slíta allt út úr þeim í smá skömmtum, sem varðar þetta mál. Eg á von á því að við höldum áfram í dag og fundum eitthvað fram á kvöld- ið,“ sagði Örn Friðriksson, for- maður Félags járniðnaðar- manna, í gær. Milliliðalaust Hann sagði að um helgina yrði byijað að vinna úr þessum gögn- um til að sjá hvernig staðan er hjá rússnesku starfsmönnunum. Hvað þeir eiga að fá greitt og til að sjá hvað þeir hafa fengið. Örn var spurður hvernig færi með laun þeirra manna sem sendir hafa verið heim til Rúss- lands og eiga inni laun hjá Technopromexport? „Við göngum út frá því að fundin verði leið til að koma því sem þeir eiga til þeirra án milli- göngu Technopromexport og munum raunar íylgja því máli al- veg eftir,“ sagði Öm Friðriksson. -S.DÓR Kríuvarp í Grúnsey í byrjun september Egill Skallagrímsson sýknaður Ölgerðin Egill Skallagrímsson var sýknuð í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær af ákæru fyrir brot á áfengislögum. Framkvæmdastjóri ölgerðarinnar var ákærður vegna auglýsinga í íjölmiðlum og á flettiskiltum þar sem stóð „6,2... nú er Egill sterkur." Niðurstaða héraðsdóms var að veruleg- ur vafi léki á því hvort ákvæði áfengislaga um EgM var nógu sterkur auglýsingabann samrýmdust ákvæðum stjórnar- ^l að leggja lögreglu- skrár um tjáningarfrelsi og rétt væri að láta stjóraembættið í Hér- ákærða njóta vafans. aðsdómi. Flak af rússneskum njósnabát Sldpsflakið sem fannst marandi í hálfu kafi út af Austfjörðum í gær- morgun er talið hafa verið rússneskur kapalbátur, smíðaður úr áli, Iíklega um miðjan síðasta áratug. Fréttastofa Utvarpsins greindi frá þessu í gær. Varðskip kom með flakið til Seyðisljarðar í fyrrinótt. Flakið er 13 metra langt rúmir 4 metrar á breiddina. Stór tromla er aftan á undan köplunum. Flakið hafði greinlega verið lengi í sjónum því það var þakið gróðri. Fimm hundrað þúsund í rauða fjöður Ríkisstjórnin samþykkti í gær að veita hálfa milljón króna í að undir- húa sérstaka söfnun Lionshreyfingarinnar á Norðurlöndum á næsta ári til styrktar öldruðum, en norræna Lionshreyfingin á hálfrar aldar afmæli á næsta ári. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, lagði erindi hreyfingarinnar fram og ríkisstjórnin féllst á það. Krían hlýtur að vera harðger fugl. I bjrjun september unguðu nokku kríupör í Grímsey út ung- um og hjá sumum pörunum var það þriðja varpið í sumar. I hefð- bundnu varpi fyrst í vor drapst nokkuð af ungum í Grímsey, og reyndar einnig í Hrísey, úr fæðu- skorti þar sem foreldrarnir fundu ekkert ætilegt fyrir þá við fæðu- leitina sem nær eingöngu fer fram úti á sjó. I Grímsey verpa Iiðlega 10 þúsund pör á hverju ári en um 25 þúsund pör í Hrís- ey. Þá verptu allmörg pör aftur en mörg varpanna misfórust í hreti og rigningu um mitt sumarið. Því verptu nokkrar kríur enn á ný og komu upp ungum sem komu úr eggjum í byrjun september. Krían er venjulega aðeins tvo mánuði á hverju ári hérlendis, en þá heldur hún suður á bóginn til Suðurskautslandsins, um 20 þúsund km leið og er þar tvo mánuði og tekur ferðalagið því 8 mánuði. Krían er því alltaf stödd þar á jarðkringlunni þar sem sól er hæst á lofti. Það kann þó að vefjast fyrir þeim kríum sem héldu ekki frá Grímsey fyrr en í byrjun októbermánaðar þar sem ungarnir voru ekki fleygir fyrr. — GG Jón Gunnarsson í próf- kjörið Jón Gunnarsson, framkvæmdastjóri í Kópavogi, hefur tilkynnt þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi, en frestur til að tilkynna þátttöku rennur út um helgina. Jón hef- ur verið formaður Sjávarnytja undanfarið ár. Hann hefur starfað mikið með björgunarsveitum og meðal annars setið í stjórn Landsbjargar frá Jón Gunnarsson. stofnun og verið varaformaður þar undanfarin ár. Jón sækist eftir 4. sæti í prófkjörinu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.