Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 7
LA-VGARDAtiÍJS 10 . O KT ÓB E R W8 - 7
RITSTJÓRNARSPJALL
Hræðsla og græðgi
liiimar nýju stéttar
„Ófreskja hefur verið leyst úr læðingi, eins og ígömlu ævintýrunum. En það sem hefur verið að gerast að undan-
förnu, og er enn að gerast, er ekki neitt ævintýri - það er harmleikur af mannavöldum."
Það gengur vofa um heiminn og
skilur eftir sig efnahagslegt öng-
þveiti f hverju landinu á fætur
öðru. Þetta er vofa braskaranna
sem senda milljarða á milli
heimsálfa á nokkrum sekúndum
með því einu að ýta á hnapp á
tölvuborði. Braskara sem láta að-
eins stjórnast af tvennu; græðgi
og hræðslu. Helsta vopn þessar-
ar nýju valdastéttar, sem er á
harða spretti um heimsbyggðina
að steypa efnahag margra ríkja í
glötun, er ótakmarkað frelsi fjár-
magnsins til að leita að tíma-
bundnum gróða hvar sem er í
heiminum. Þeir senda ógrynni
peninga þangað sem gróðavonin
er mest, en flýja með þá úr Iandi
um leið og þeir telja sig hafa
ástæðu til að óttast um hagnað-
inn. Ekki skiptir máli hvort sú
hræðsla er byggð á raunveruleika
eða ímyndun. I heimi þessara
viðskipta er sýndarveruleiki líka
raunverulegur.
Enda er nú svo komið að jafn-
vel sumir skörpustu postular ný-
frjálshyggjunnar eru farnir að
átta sig á því að þetta gengur
ekki. Væntanlega er það vegna
þess að núna er efnahagskrepp-
an sem hófst í suðaustur Asíu,
breiddist út til Rússlands og
fleiri landa sem áður tilheyrðu
Sovétríkjunum og grasserar nú
einnig í langstærsta ríki Suður-
Ameríku, Brasilíu, - þessi efna-
hagskreppa er farin að hita
óþægilega undir rössum vest-
rænna auðjöfra í þeirra heima-
löndum í Evrópu og Norður-Am-
eríku.
Rótslitin samfélðg
„Fullyrðingamar um stórfelldan
ávinning af frjálsu flæði fjár-
magns eru ekki sannfærandi,"
sagði einn þekktur sérfræðingur,
Jagdish Bhagwati við bandaríska
Columbíuháskólann, í nýlegri
grein í áhrifamiklu tímariti, For-
eign Affairs.
Hann nefnir sem dæmi um
ofsafengnar sveiflur íjármagns-
ins að árið 1996 hafi heildarinn-
streymi einkaíjármagns til „Tígr-
anna“ í Austur-Asíu - Indónesíu,
Malaysíu, Suður-Kóreu,
Tælands og Filippseyja - numið
jafngildi um 6.500 milljarða
króna. Árið eftir, 1997, hafi inn-
streymið breyst í útstreymi sem
nam um 850 milljörðum. Við
slíkar aðstæður sé nánast von-
Iaust að koma við skynsamlegri
efnahagstjórn.
I bandarískum fjölmiðlum seg-
ir að skrif Bhagwatis hafi haft
mikil áhrif vegna þess að þar tali
enginn vinstrisinni heldur efna-
hagsspekingur sem Iengi hafi
verið „alræmdur hreintrúarmað-
ur hins frjálsa markaðar."
Það hefur sum sé runnið upp
fyrir ólíklegustu mönnum að sú
hnattræna bylting sem byggir á
frelsi peninganna og tölvuvæð-
ingu viðskiptalífsins hefur haft í
för með sér stjórnlaust alþjóðlegt
efnahagslíf þar sem enginn ræð-
ur við neitt. Ofreskja hefur verið
leyst úr læðingi, eins og í gömlu
ævintýrunum. En það sem hefur
verið að gerast að undanförnu,
og er enn að gerast, er ekki neitt
ævintýri - það er harmieikur af
mannavöldum.
John Gray, sem var í hópi hug-
myndafræðinga Thatcherismans
fyrir tveimur áratugum, hefur
ritað bókina „Fölsk dagrenning"
(False Dawn) þar sem núverandi
ástand efnahagsmála í heimin-
um er harðlega gagnrýnt. Hann
segir nú að enginn hafi getað séð
fyrir hvernig óheftur alþjóðlegur
kapitalismi hafi rótslitið stór og
smá samfélög með hörmulegum
afleiðingum.
Ræningj abarónar
Að sumu leyti má segja að auð-
jöfurinn George Soros sé lýsandi
dæmi um þessa geysiöflugu og
ósvífnu braskara sem leyfa sér
hvað sem er til að græða.
Soros þessi er einkum alræmd-
ur fyrir að hafa lagt sjálfan Eng-
landsbanka að velli í stórfelldu
gjaldeyrisbraski sem endaði með
því að ríkisstjórn John Majors
varð að draga Bretland út úr evr-
ópska myntbandalaginu. Ör-
væntingarfullar tilraunir enska
seðlabankans til að halda uppi
gengi pundsins undir atlögu
Sorosar kostuðu bresku þjóðina
stórkostlega fjármuni, en
mistókust engu að síður.
Líklega er þetta kunnasta
dæmið um gífurleg áhrif verð-
bréfa- og gjaldeyrisbraskara sam-
tímans. Jafnvel öflugustu ríki í
Evrópu verða að láta undan vilja
þeirra, en Soros er talinn hafa
grætt jafnvirði um 60-70 þúsund
milljóna íslenskra króna á aðför
sinni að enska pundinu þessa
dapurlegu septemberdaga árið
1992.
Hann er nú orðinn einn af
þrjátíu ríkustu mönnum Amer-
íku og nýtur þar mikillar velvild-
ar stjórnvalda sem hafa komið
honum til varnar þegar erlendir
leiðtogar hafa úthúðað honum
fyrir að rústa efnahag þjóða
sinna. Soros mun svo friða sam-
visku sína með því að gefa stórfé
til góðgerðarstarfsemi, líkt og al-
ræmdustu ræningjabarónar
Bandaríkjanna tíðkuðu á síðustu
öld.
Gjátn Jitikla
Sú risavaxna gjá sem myndast
hefur á milli auðlegðar og ör-
birgðar í heiminum í dag heldur
áfram að breikka. Á meðan
braskarar á borð við Soros sópa
til sin fjármunum heldur fátækt-
in miklum hluta jarðarbúa í helj-
argreipum.
Það er til dæmis staðreynd að
sameiginlegar eignir 225 ríkustu
manna í heiminum í dag eru
álíka miklar og heildartekjur nær
helmings allra jarðarbúa. Opin-
berar tölur sýna að um það bil
2.5 milljarðar fátæklinga hafa
sameiginlega í árstekjur svipaða
fjárhæð og nemur eignum þess-
ara 225 auðjöfra. Að sjálfsögðu
er Soros ofarlega á listanum yfir
hina forríku.
I Bandaríkjunum er það svo að
einn maður, Bill Gates, á meiri
eignir en 100 milljónir fátækl-
inga þar í landi. Þannig er rétt-
læti hinnar nýju heimsskipanar í
efnahagsmálum.
Slíkt misrétti er þó í sjálfu sér
ekki það versta við ástandið nú
um stundir, heldur hitt að þessir
auðjöfrar fara margir hverjir
ræningjahendi um heimsbyggð-
ina í nafni frelsisins. Og jafnvel
bandarískum stjórnvöldum er
orðið um megn að hemja ham-
farir þeirra.
Slakt slökkvilið
Þetta kom berlega í Ijós á nýaf-
stöðnum fundi leiðtoga sjö
helstu iðnríkja heims. Þar var
öllum ljóst að efnahagsvandinn
væri mikill og vaxandi og gæti
hæglega leitt til heimskreppu.
En það var Iítil samstaða um
leiðir, meðal annars vegna þess
að engum er í raun og veru ljóst
hvað þurfi að gera til að ná ár-
angri.
Á meðan er gerð enn ein til-
raun til að beita Alþjóðagjaldeyr-
issjóðnum eins og Qármálalegu
slökkviliði. Hann hefur að und-
anförnu mokað peningum inn í
rústir efnahagslífs margra þjóða
með litlum árangri, samtals lík-
lega um það bil 10 þúsund millj-
örðum íslenskra króna, sem á
okkar mælikvarða er auðvitað
stjarnfræðileg tala. Nú á að auka
þetta peningastreymi enn frekar,
meðal annars til að aðstoða
Brasilíu.
Stjómvöldum þeirra ríkja sem
aðstoðina fá hafa verið sett
ströng skilyrði um efnahagslegar
umbætur. Sums staðar hafa þær
ekki skilað tilætluðum árangi -
þvert á móti átt sinn þátt í að
gera ástandið enn verra. Annars
staðar hafa stjórnvöld Iofað öllu
sem um var beðið til að fá pen-
ingana en síðan ekkert gert. I
Rússlandi hefur þannig mikill
hluti peninganna horfið beint í
vasa mafíuforingjanna sem ráða
þessu gamla stórveldi.
En þótt slökkviliðið sé slakt
þora stjórnmálaforingjar á vest-
urlöndum ekki öðru en að láta
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn halda
áfram að reyna að takast á við af-
leiðingar fjármagnsflótta,
óstjórnar og efnahagshruns. Bill
Clinton, forseti Bandaríkjanna,
orðaði það svo á dögunum að
það sé óafsakanlegt að skrúfa
fyrir vatnið til slökkviliðsins á
meðal bálið brennur. Með það
líkingamál í huga mætti hins
vegar segja að sumir efist alvar-
lega um að það sé vatn í slöng-
unum.
Eitt eru hins vegar allir sam-
mála um; ástandið á eftir að
versna og afleiðingarnar munu
ná til allra heimshorna. Það á
líka við um Island.