Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 10

Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 10
10-LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER A 9 9 8 ro^tr Meimiugarstyrkir veittir Menningarmálanefnd Akureyrarbæjar hefur samþykkt að Listasafnið á Akureyri fái eina milljón króna til listaverkakaupa. Þá hefur nefnd- in afgreitt nokkra minni styrki úr Menningarsjóði. Þannig fá Amts- bókasafn og Minjasafn 50.000 kr. vegna sýningar. Jazzldúbbur Akur- eyrar fær 50.000 vegna Heitra sumardaga. Jón Arnþórsson 150.000 kr. vegna Iðnaðarsafns. Gunnar Benediktsson krónur 80.000 vegna framhaldsnáms í tónlist. Páll Sólnes fær 50.000 kr. vegna sýningar í Danmörku og 50.000 kr. eru veittar vegna sýningar á verkum Johannes Larsen. — Bi> Allt var svart í Berlín Ríkislögreglustjóri hefur ákært tvo veitingamenn um þrítugt, þá Helga M. Gunnlaugsson og Stefán A. Stefánsson, fyrir skattalaga- og bókhaldsbrot, en þeir eru í ákærunni sagðir hafa rekið veitingastað- inn Berlín við Austurstræti um þriggja ára skeið, 1993-95, án þess að greiða virðisaukaskatt og án þess að halda löglegt bókhald. Veitingastaðinn Berlín ráku þeir í nafni hlutafélagsins Blámenn, en það var tekið til gjaldþrotaskipta fjanúar 1996. Virðisaukaskatts- svikin eru talin nema minnst 3,4 milljónum króna og vangreiddur tekjuskattur um þremur milljónum króna til viðbótar, eða samtals 6,4 milljónir króna. Þessar tölur eru varlega áætlaðar, enda ekki í Iög- legt bókhald að leita. Helgi hefur komið við sögu nokkurra gjaldþrota veitingafélaga á síðustu árum. Fjársvikamál gegn Stefáni verður þingfest á næstu dögum. - FÞG Erlingur héraðsdómari Vestfírðinga Þistilfirðingurinn Erlingur Sigtryggsson, aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri, hefur verið skipaður hér- aðsdómari við Héraðsdóm Vestfjarða frá 1. október síðastliðnum. Auk hans sótti Már Pétursson, fyrrverandi héraðsdómari við Héraðs- dóm Reykjaness um stöðuna. — GG / tilefni demantsbrúðkaups okkar þökkum við innilega heillaóskir, blóm og gjafir. Sérstaklega þökkum við börnum, tengdabörnum, barnábörnum og fjölskyldum þeirra fyrir hið glœsilega boð, sem þau héldu okkur. Megi gcefan fylgja ykkur um ókomin ár. Hekla og Baldvin, Furulundi 15c, Akureyri. Faðir okkar, ÞORGRÍMUR STARRI BJÖRGVINSSON, bóndi í Garði, Mývatnssveit, verður jarðsunginn frá Skútustaðakirkju mánudaginn 12. október kl. 14. F.h. aðstandenda börn hins látna. Guðný Guðbjömsdóttir þingkona Kvennalistans í Reykjavik neitar því ekki að til tals hafi komið að hún fiytji sig yfir í Reykjaneskjördæmi. Prófkj ör með gírðmgiun Allt bendir til að próf- kjör verði haldið hjá samemuðum jafnað- armönnum á Reykja- nesi til að velja fólk á listann. Níu manna nefnd samfylkingar- flokkanna í Reykjaneskjördæmi hefur haldið með sér 6 fundi um flest það sem snertir komandi al- þingiskosningar og þar er efst á baugi með hvaða hætti verður stillt upp á lista samfylkingarinn- ar. Endanleg niðurstaða er enn ekki komin en Eyjólfur Eysteins- son, einn nefndarmanna, sagðist telja að fram fari prófkjör með ákveðnum girðingum sem enn hafi ekki verið ákveðið nákvæm- lega hveijar verða. Alþýðuflokksmenn vilja í Reykjaneskjördæmi, sem annars- staðar, opið prófkjör. Kvennalist- inn vill uppstillingu en Alþýðu- bandalagið hefur Iagt til að geng- ið verði fyrst frá skiptingu sæta á listanum og síðan gæti hver flokkur fyrir sig ákveðið hvaða aðferð hann notar til að velja sitt fólk. I raun er ekki samstaða um neina af þessum aðferðum og því var farið út í það að finna próf- kjörsleið, með einhverjum girð- ingum, sem allir geta sætt sig við og gengur sú vinna vel að sögn Eyjóifs. Ekki of mildð Jóhann Geirdal, varaformaður Alþýðubandalagsins og foringi þess í Reykjaneskjördæmi, sagði að flokkurinn gæti vel sætt sig við einhverskonar prófkjör, til að mynda eitthvað í líkingu við það sem Reykjavíkurlistinn notaði 1994 eða jafn vel opnari Ieið. Hann sagði að samstarf flokka í þessari 9 manna nefnd væri mjög gott og ekki annað að sjá en að fullt samkomulag náist um nið- urstöðu mála. Jóhann sagði að sér væri illa við of miklar girðingar í prófkjöri. Ef miða eigi við að flokkarnir eigi ákveðin sæti og líka að vera með jafna kynjaskiptingu gangi það alls ekki upp. „Þess vegna held ég að lend- ingin verði prófkjör með ein- hveijum girðingum,“ sagði Jó- hann Geirdal. Guðný í Reykjaneskjördæmi? Því er haldið fram að vaxandi lík- ur séu á að Guðný Guðbjörns- dóttir, þingkona Kvennalista í Reykjavík, færi sig yfir á Reykja- nesið en hún er uppalin í Kefla- vík. „Það er rétt að ég er ættuð af Suðurnesjum en ég hef ekki tek- ið neina ákvörðun í því máli. Við erum að skoða hvernig við konur getum fengið sem sterkasta stöðu út úr þessu dæmi í heild og skoðum dæmið til enda þegar þar að kemur," sagði Guðný þeg- ar hún var spurð um þetta. Margir kallaðir Saman eiga samfylkingarflokk- arnir 6 þingmenn í Reykjanesi. Vitað er að þingmennirnir Rannveig Guðmundsdóttir, Guð- mundur Árni Stefánsson og Agúst Einarsson gefa öll kost á sér frá Þingflokki jafnaðar- manna. Eflaust munu fleiri krat- ar gefa kost á sér þegar nær dreg- ur. Frá Alþýðubandalaginu eru nefnd þingkonan Sigríður Jó- hannesdóttir, Magnús Jón Arna- son, Lúðvík Geirsson og Jóhann Geirdal. Og svo eins og áður seg- ir Guðný Guðbjörnsdóttir frá Kvennalistanum. -S.DÓR Allar leiðir til imiræðu Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hjálpsemi og vin arhug við andlát og útför okkar ástkæru, VIGDÍSAR JÓNASDÓTTUR, Lögbergsgötu 1, Akureyri. Guð blessi ykkur öll og launi. Helga Jónsdóttir, Eiður stefánsson. f' Ijl æ k OMGIS’M ■ Níu inaima nefnd á vegnm samfylkingar- ílokkanna vinnur nu að því að ákveða hvaða aðferð verður notuð við uppstill- ingu á lista framboðs- ins í Reykjavík. Sameiginlegt framboð A-flokk- anna og Kvennalista, sem gengur undir nafninu Samfylkingin, hef- ur ekki veríð formíega stofnað. Formlegheitin bíða miðstjórnar- fundar Alþýðubandalagsins og landsfundar Kvennalistans í nóv- ember. Eigi að sfður er undir- búningur sameiginlegs framboðs hafin um allt land. í Reykjavík vinnur níu manna nefnd að því að ákveða hvaða aðferð verður viðhöfð við uppstillingu á listann í höfuðborginni. „Við erum að ræða málin og það má segja að allar aðferðir séu enn undir, engin hafi verið úti- lokuð. Við erum að skoða kosti og galla allra þessara aðferða," sagði Pétur Jónsson, varaborgar- fulltrúi, sem situr í nefndinni fyrir Alþýðuflokkinn. Góður gangur Hann sagði að menn hefðu rætt um opið prófkjör, en því eru krat- ar hlynntastir. Sömuleiðis hefur verið rætt um handröðun á lista og svo báðar aðferðirnar sem Reykjavíkur-Iistinn hefur notað 1994 og 1998. Pétur segir að mjög góður gangur sé í störfum nefndarinnar sem gerir ráð fyrir að ljúka störfum fyrir nóvember Iok. Menn gera almennt ráð fyrir að sú aðferð sem ákveðin verður til uppstillingar í Reykjavík verði einnig notuð í öðrum kjördæm- um en kjördæmisráð þeirra hafa þó algerlega frjálsar hendur um hvaða uppstillingaraðferð verður notuð. Þessir þrír flokkar eiga nú 9 þingmenn í Reykjavík. Ekki hef- ur enn verið gengið frá því hverj- ir muni skipa 9 efstu sætin. Þó er vitað að frá Alþýðubandalagi verða þau Svavar Gestsson og Bryndís Hlöðversdóttir í hópn- um. Þriðji maðurinn hefur enn ekki verið ákveðin en talað um Arna Þór Sigurðsson aðstoðar- mann borgarstjóra. Frá krötum eru það Ossur Skarphéðinsson og Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir sem menn tala um og allir vilja hafa Jó- hönnu Sigurðardóttur með í þessum hópi þótt hún sé ekki fé- íagi í neinum þessara flokka. Frá Kvennalista er Guðný Guð- björnsdóttir talin örugg en óvíst með hverjar koma með henni á listann. -S.DÓR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.