Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 11

Dagur - 10.10.1998, Qupperneq 11
LAVGARDAGUR 10. UKTÖBEIT'1998 - TV ERLENDAR FRÉTTIR Mannréttmdabrot í Bandaríkjunum Bill CHnton og Jiang Zemin: Leiðtogar Bandaríkjanna hafa verið iðnir við að gagnrýna mannréttindaástandið í Kína. Ástandið heima fyrir er þó vart neitt til að hrópa húrra fyrir. Aumesty Intemational segir Bandaríkin varla hafa efni á ]ní að segja öðr- uin til í mannrétt- iudamáliun. I vikunni sendu mannréttinda- samtökin Amnesty International frá sér ýtarlega skýrslu um ástand mannréttindamála í Bandaríkjunum. Sú mynd, sem þar er dregin upp af framvarðar- ríki frelsis og mannréttinda í heiminum, er ekki fögur. Þar er greint frá alvarlegum mannrétt- indabrotum, sem viðgengist hafa í Bandaríkjunum og ekkert Iát er á. Greint er frá dauðarefsingum, lögregluofbeldi og slæmri með- ferð á föngum og erlendum flóttamönnum sem sækjast eftir hæli í Bandaríkjunum. Athygl- inni er einnig beint að útflutn- ingi Bandaríkjanna á hernaðar- tólum og sérþekkingu sem leiðir til mannréttindabrota annars staðar í heiminum. Sömuleiðis er fjallað um það, hvernig Bandaríkin hafa með ýmsum hætti komið sér undan því að framfylgja alþjóðlegum mann- réttindasáttmálum. Pierre Sané, framkvæmdastjóri Amnesty International, er ómyrkur í máli þegar hann spyr: „Hvernig getur ríki, sem hefur hingað til neitað að fullgilda al- þjóðlega mannréttindasáttmála sem ætlað er að vernda velferð kvenna og barna, svo dæmi sé tekið, ætlað sér að vera öðrum ríkjum fordæmi á sviði mannrétt- indamála?" Dauðarefslngar Dauðarefsingar eru nú Ieyfðar í 38 ríkjum Bandaríkjanna og nú bíða rúmlega 3.300 manns af- töku í bandarískum fangelsum. Þar af eru 43 konur. Frá því 1977, þegar dauðarefsingar voru aftur teknar upp í Bandaríkjun- um, hafa meira en 470 manns verið teknir af Iífi. A síðasta ári voru 74 Iiflátnir, og er það með því mesta sem þekkist í heiminum. Einungis Kína, Sádi-Arabía og Iran Iétu taka fleiri af lífi svo vitað sé. Sérstök athygli er vakin á því í skýrslunni, að hlutfallslega eru mun fleiri blökkumenn teknir af lífi heldur en hvítir. Og þótt fórn- arlömb morðingja í Bandaríkjun- um skiptist nokkurn veginn jafnt í tvo hópa, annars vegar svart fólk og hins vegar hvítt, þá hlutu 82% þeirra, sem teknir hafa ver- ið af lífi frá því 1977, líflátsdóm sinn fyrir morð á hvítum einstak- lingi. I andstöðu við alþjóðalög leyfa 24 ríki aftökur ungra afbrota- manna, sem dæmdir hafa verið fyrir glæpi sem þeir frömdu und- ir 18 ára aldri. I Bandaríkjunum eru einnig leyfðar aftökur á and- lega veilu fólki, sem einnig er í andstöðu við mannréttindasátt- mála. Lögregluofbeldi útbreitt Lögregluofbeldi er víðtækt vandamál í öllum ríkjum Banda- ríkjanna. Fórnarlömb lögregluof- beldis eru af öllum kynþáttum, en fjöldi skýrslna sýnir að fólk sem tilheyrir minnihlutahópum verður oftar fyrir ofbeldi af hálfu lögreglu. Flestar kvartanirnar eru vegna líkamlegra meiðinga og barsmíða við handtökur. Einnig er algengt að fólk, sem er í haldi lögreglu, sé beitt raflosti, úðað með piparúða, eða haldið í íjötrum eða í stellingum sem hindra önd- un. I dag eru rúmlega 1.7 milljónir manna á bak við lás og slá í land- inu. Núverandi stefna banda- rískra stjórnvalda til að sporna við glæpum í landinu felst fyrst og fremst í strangari refsingum og viðurlögum. Rannsóknir Amnesty International hafa leitt í ljós að fangar í Bandaríkjunum verða oft fómarlörnb alvarlegra mann- réttindabrota, þar með talin Iík- amleg og kynferðisleg misbeiting af hálfu fangavarða, grimmdar- legar þvinganir og einangrun í lengri tíma ásamt skorti á læknis- aðstoð fyrir sjúka fanga. Léleg fyrirmynd Amnesty International bendir á það í skýrslunni að Bandaríkin hafi verið sein til að fullgilda mannréttindasáttmála og reynt með ýmsu móti að komast hjá eftirliti með framkvæmd þeirra. Bandaríkin hafa ekki enn stað- fest Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna né Kvennasáttmálann og hafa gert fyrirvara við ýmsa sáttmála sem þau eru aðilar að, t.d. við Alþjóðasáttmála um borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi. Alþjóðalög virðast oft vera verkfæri sem Bandaríkin nota þegar það þjónar utanríkisstefnu þeirra en sniðganga þegar ákvæði alþjóðalaga brjóta í bága við hana. Þau hafa greinilega til- hneigingu til að gagnrýna mann- réttindabrot ríkisstjórna, sem taldar eru Bandaríkjunum óvin- veittar, en láta hins vegar sem ekkert sé þegar mannréttinda- brot eru framin f vinveittum ríkj- um. Búið að segja þetta allt áðut „Það sem Amnesty International er að segja í dag, hefur verið sagt fjölmörgum sinnum áður, og fleiri en við hafa sagt það,“ sagði Pierre Sané í yfirlýsingu í tilefni af útkomu skýrslunnar. „Það er ekkert nýtt hérna. Þetta hefur allt verið fordæmt hvað eftir ann- að.“ Hann segir að nóg hafi verið skrifað og talað. Þess vegna efnir Amnesty International nú til viðamikillar herferðar sem á að vekja athygli á mannréttinda- brotum bandarískra stjórnvalda og tvöfeldni þeirra í utanríkis- málum varðandi alþjóðalög og mannréttindamál. Amnesty International hvetur bandarísk stjórnvöld til þess að vera sjálfum sér samkvæm í því hvernig þau beita alþjóðalögum jafnt heima fyrir og erlendis. Enn fremur er þess krafist að þau að- lagi lög sín að alþjóðalögum og staðfesti alla alþjóðlega mann- réttindasáttmála án fyrirvara. Schröder í heimsókn hjá Clmton BANDARÍKIN - Gerhard Schröder, verðandi kanslari Þýskalands, skrapp í gær í stutta heimsókn til Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Washington. Hitt- ust þeir ásamt eiginkonum sínum í Hvíta húsinu, þar sem bæði ástandið í Kosovo og íjármálakreppan í heiminum voru til umræðu. Jafnframt héldu stjórnarmyndunar- viðræður Jafnaðarmanna og Græningja áfram í Þýskalandi og hafa flokkarnir færst heldur nær hvor öðrum í einu deilumáli þeirra, sem eru umhverfis- skattar. Náðu þeir samkomulagi um að hækka skatta á bensín, gas og rafmagn til þess að geta hækkað framlög til barnafjölskyldna. Gerhard Schröder, verðandi kanslari Þýskalands Forsætisráðherra Ítalíu sagði af sér ITALIA - Romano Prodi, forsætisráð- herra Italíu, gekk í gær á fund Antonios Scalfaros forseta og lagði fram afsagn- arbeiðni sína. Fyrr um daginn féll á þingi tillaga um traustsyfirlýsingu á rík- isstjórnina, sem er samsteypustjórn vinstri- og miðjuflokka. Prodi lagði sjálfur fram tillöguna á þingi til þess að láta á það reyna hvort starfhæfur meiri- hluti stæði að baki stjórninni. Komm- únistar greiddu atkvæði gegn traustsyf- irlýsingunni vegna fjárlagafrumvarps- ins, sem þeir gátu ekki sætt sig við. Verkfoll tU að andmæla ofbeldi FRAKKLAND - í Frakklandi breiðast nú út verkföll til þess að mót- mæla auknu ofbeldi í strætisvögnum og járnbrautarlestum landsins. Almenningssamgöngur lágu mikið til niðri í gær víða í Frakklandi vegna verkfallanna. Romano Prodi, forsætisráð- herra Ítalíu. FuUtrúadeHdm rauusakar Cliutou BANDARÍKIN - Bill Clinton tók því með stóískri ró þegar fulltrúa- deild Bandaríkjanna samþykkti að fara ofan í saumana á hugsanleg- um kæruatriðum á hendur forsetanum til embættismissis. Rann- sóknin hefst þó væntanlega ekki fyrr en að loknum þingkosningum, sem fara fram þann 3. nóvember næstkomandi. Forsetinn fær því væntanlega frið til að sinna starfi sínu næstu vikurnar. □□ 1 POLSV 1 EereArbic D I G I T A L SOUND SYSXEIVI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.