Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 2
U-LAVGARDAGUR 10. OKTÓRER 1998 HÚSIN í BÆNUM Tkgur ~/“V CLr ekki búið að innrétta efri hæð- ina og risið. Þann 20. nóvember sama ár var húsið næsta fullgert. I þeirri virðingu segir að kjallari og neðri hæð séu óbreytt frá virðingu sem gerð var í júlí, að öðru leyti en því að bætt hefur verið í kjallarann einum innmúr- uðum vatnspotti, og á fyrstu hæð þremur ofnum. Uppi á lofti eru herbergin fullbúin, tvö af þeim með veggjapappfr og eitt þiljað með borðum; öll með tvöföldum loftum og tnáluð. Fjórða herbergið er þiljað og málað með einföldu lofti. Þar er ein eldavél og Ijórir ofnar. Uppi á efsta lofti eru fimm herbergi, þiljuð með einföldum Ioftum. Eitt herbergið er málað, hin ómáluð, þar eru tveir ofnar. Fjölskylda Björns Jónssonar bjó á efri hæð og þaklyfti hins nýja húss og á neðri hæð var ísa- foldarprentsmiðja sem stofnuð var 1877. Björn Jónsson var fæddur 8. október 1846 í Djúpadal í Gufu- dalssveit sonur Jóns Jónssonar bónda í Djúpadal og konu hans Sigríðar Jónsdóttur frá Látrum. Björn Jónsson var stúdent frá Reykjavíkurskóla 1869. Hann fór utan 1871 og stundaði laga- nám við Háskólann í Kaup- ! 1 Á lóðinni þar sem ísafoldarhúsið stendur var fyrst byggt árið 1824 þegar Clement C. Thoroddsen skraddari reisti sér þar hús. Þá voru takmörk lóðarinnar að norðan, Ianga „Fortoved", að vestan garður G. Petersen, að sunnan AusturvöIIur og lóð Robb og P.C. Knudtsson. Húsið stóð við Austurstræti og snéri framhlið þess að Austurvelli með garði fyrir framan. Það var grind- arhús með tígulsteinum í hlutá grindarinnar, borðklætt og tjarg- að á þijá vegu en suðurhliðin var máluð. Skúrbygging var við norðurhlið þess og kamarinn við austurgaflinn. I júlí 1831 kaupir Guðlaugur Sívertsen kaupmaður eignina. I júlí 1834 var húsið selt á uppboði eftir hann og kaupir það Wejl & Gerson í Kaupmanna- höfh. Margrét Andrea Knudsen, ekkja Lars Knudsens kaup- manns, verður eigandi þess 1836 en þá var það í daglegu tali kallað Skraddarahús. Eftir að ekkjan eignaðist það var það oft- ast nefnt maddömuhús og stundum Sýslumannshús eftir að tengdasonur ekkjunnar, Þórð- ur Guðmundsson sýslumaður í GuIIbringu- og Kjósarsýslu, fluttist þangað en hann átti þar heima í nokkur ár. Árið 1846 keypti J. J. Billeng- berg skósmiður íbúðarhúsið og ári síðar reisti hann, á norður- hluta lóðarinnar, pakkhús 10 x 12 álnir að grunnfleti. Hann seldi Tofti beiki austurhluta lóð- arinnar 1855 sem þá v^r kallað eldhúsgarðurinn. Tofti reisti sér þar hús sem síðar var númer 10 við Austurstræti. í október 1856 selur Billenberg O. Guðjónssen eignina. I maí 1860 er eignin komin í eigu G. Lambersen sem fær leyfi til að lengja íbúðarhús- ið til austurs og byggja við það skúr. Björn Jónsson ritstjóri verður eigandi hússins 1886. Hann lét rífa það og sama ár reisir hann þar nýtt hús sem enn stendur og var fyrst talið til Vallarstrætis. Þann 28. júlí meðan húsið var í smfðum var gerð á því bruna- virðing. Samkvæmt henni er það 21 x 16 álnir að grunnfleti, tveggja hæða með risi, klætt utan með járni og með járnþaki á súð. Þegar virðingin var gerð var búið að fullgera neðri hæðina. I henni voru Ijögur herbergi þiljuð með borðum og með tvöföldum loftum og máluð. í kjallara voru átta herbergi múrsléttuð. Þá var Bakhlið ísafoldarhússins eins og hún er nú. ísafoldarhúsið var byggt 1886. Björn ritstjóri var með fjölskyldu sinni á efri hæð og risi, en prentsmiðjan var á neðri hæðinni. Viðbyggingar komu síðar og voru fjós og prentvélasalur og sitthvað fleira. Þegar þessi mynd var teiknuð var Morgunblaðið komið í húsið, en það var stofnað 1913. Þá voru sjálfrennireiðar einnig komnar í Aust- urstræti eins og sjá má. Isafoldarh úsið Austurstræti 8 mannahöfn. Vikublaðið Isafold stofnaði Björn 1874 og var ritstjóri henn- ar til ársins 1909. Hann lagði mikla rækt við íslenska tungu og var hinn skörulegasti ræðumað- ur. Kona hans var Elísabet dóttir séra Sveins Níelssonar á Staðar- stað. Börn þeirra voru: Guðrún, Sigríður, Sveinn fyrsti forseti landsins og Ólafur ritstjóri ísa- foldar. Eftir Björn Jónsson Iiggur mikið af rituðu máli bæði þýddu og frumsömdu. Einnig dönsk orðabók og íslensk stafsetningar- orðabók. Samkvæmt íbúaskrá frá 1890 eiga heima í ísafoldarhúsinu: Björn Jónsson ritstjóri, 44 ára; Elísabet Guðný Sveinsdóttir, kona hans, 50 ára, og börn þeirra; Guðrún 14 ára, Sigríður, 11 ára, Sveinn 9 ára og Ólafur 6 ára. Einnig voru á heimilinu Þórarinn Benedikt Þorláksson bókbindari, Elísabet Sigríður Árnadóttir, 28 ára skyldmenni frúarinnar, Filippina Vilborg Þorsteinsdóttir vinnukona 27 ára, og Ingibjörg Einarsdóttir, 22 ára vinnukona. Fyrsta tölublað Isafoldar kom út 9. september 1874 og var prentað í prentsmiðju Einars Þórðarsonar sem áður var Landsprentsmiðjan. Fyrstu árin virðist blaðið hafa verið á hálf- gerðum hrakólum; fyrst í Tún- götu 1, síðan að Túngötu 2 eða þar til húsið í Austurstræti 8 var byggt. Einar seldi prentsmiðjuna ásamt bókum og öðru sem henni tilheyrði Birni Jónssyni ritstjóra sem sameinaði hana Isafoldar- prentsmiðju. Upphaf þessarar prentsmiðju var prentsmiðja Jóns Arasonar biskups á Hólum en prentsmiðjan hafði víða verið sett niður og má þar nefna Breiðabólstað í Vesturhópi, Núpafelli, Skálholti og Hlíðar- enda í Fljótshlíð; nokkrir staðir í Borgarfirði og síðast áður en prentsmiðjan var flutt til Reykja- víkur var hún í Viðey. Á öllum þessum ferli sem spannaði yfir 425 ár var hún smám saman endurnýjuð. Þegar hún var sam- einuð Isafoldarprentsmiðju hafði prentsmiðjan eignast hrað- pressu sem var þó á engan hátt Björn Jónsson, ritstjóri og stofn- andi ísafoldarprentsmiðju. eins hraðvirk og pressa sú sem Isafoldarprentsmiðja hafði keypt og látið flytja inn frá Englandi. Björn lét rífa geymsluhúsið á Ióðinni 1894 og byggði annað í staðinn, 19x9 álnir, sem notað var fyrir geymslu og fjós, en um 1939 var þetta pláss tekið undir bókband. 1896 var geymsluhús- ið lengt til norðurs jafnlangt húshliðinni, 12 x 9 álnir. Þau skilyrði voru sett að hækka eld- varnarvegg á milli geymsluhúss- ins og næsta húss við svo að hann næði 6 þumlunga upp fyr- ir þak geymsluhússins. I þessari viðbyggingu var afgreiðsla og bókband. Prentvélaskúr 21 x 7 álnir að grunnfleti var byggður austan við húsið snemma á ár- inu 1906. Skúrinn náði jafn langt £ norð- ur og aðalhúsið en þau skilyrði voru sett að ef aðalhúsið yrði fært inn vegna götubreikkunar, skal skúrinn færður jafnlangt inn og það, bæjarsjóði að kostn- aðarlausu. Árið 1919 voru blaðafgreiðslan og skrifstofur til húsa í þessari byggingu og 1959 var þar verslun. Prentvélaskúr var byggður 1919 úr steinsteypu Austurvall- armegin við húsið. Þar var versl- unarrekstur 1959. Isafoldarprentsmiðja var raf- lýst árið 1899. Vél sem gekk fyr- ir olfu framleiddi rafmagnið og sá nágranninn Eyjólfur Þorkels- son úrsmiður, um framkvæmd- ina. Eyjólfur leiddi einnig raf- magn frá vél þessarri í úrsmíða- stofu sína f Austurstræti 6. Þegar Björn Jónsson varð ráð- herra 1909 flutti hann úr húsinu og seldi Ólafi syni sínum húsið FREYJA JÓNSDÓTTIR skrifar og sá hann um útgáfu ísafoldar allt til dánardags 10. júní 1919. Ólafur Björnsson var einn af stofnendum Morgunblaðsins 1913 og var blaðið prentað í Isa- foldarprentsmiðju. Afgreiðsla blaðsins var þar og einnig skrif- stofur þess þar til Morgunblaðs- höllin í Aðalstræti 6 var byggð um 1950. Isafoldarprentsmiðja var rekin í húsinu til ársins 1942 en þá fluttist hún í Þingholts- stræti 5. I gegnum tíðina hefur verið ýmiskonar rekstur í húsinu og viðbyggingunum við það. Bókabúð Isafoldar var um árabil í viðbyggingunni vestan við hús- ið og var verslunin rekin á báð- um hæðum. Bækur á íslensku voru niðri ásamt ritföngum en á efri hæðinni voru seldar erlend- ar bækur. I þessu plássi er núna verslun með íslenskan ullarfatn- að, en ýmiskonar rekstur hefur verið þar í millitíðinni. Seinna flutti bókabúð Isafoldar í við- byggingu austan við húsið og þá var gengt frá Vallarstræti í gegn- um verslunina og út í Austur- stræti. Skóverslun var rekin í húsinu um árabil. Árið 1962 var gerð breyting á verslunarglugg- um á götuhæð. I viðbyggingunni Vallarstrætismegin var til margra ára starfrækt notalegt kaffihús „Nýja - kökuhúsið". Þar var gam- an að koma og horfa yfir Austur- völlinn á meðan notið var góðra veitinga. I nokkur ár hefur verið verslun með antikmuni á götu- hæð hússins og hefur þannig verslun átt vel við í svo gömlu og virðulegu húsi sem Isafoldarhús- ið er. Skartgripa- og gjafavöru- verslun er núna í viðbyggingunni austan við það. Svo getur farið að hver dagur sé að verða síðastur að standa í Austurstræti og virða þetta tign- arlega hús fyrir sér með hvftum útsöguðum vindskeiðum á stöfn- um og sex faga gluggum á hæð- inni. Sú ákvörðun hefur nefni- Iega verið tekin af þeim sem byggingarmálum ráða hér í borg að Isafoldarhúsið skuli víkja íyr- ir nýbyggingu sem á að rísa inn- an skamms á lóð þess. Þá mun götumynd Austurstrætis breytast og ekki til batnaðar. Á undanförnum árum hefur þessu sögufræga húsi ekki verið sýndur sá sómi sem það á svo sannarlega skilið, enda þarf mikla Qármuni til þess að gera það upp í sinni upphaflegu mynd. Akveðið hefur verið að húsið verði flutt á óbyggða lóð í Aðalstræti og vonandi á það eftir að sóma sér þar vel og gleðja augu vegfarenda þó að erfitt sé að skilja af hveiju þessi ákvörðun var tekin en ekki farið eftir tillög- um Nikulásar Ulfars arkitekts í Arbæjarsafni, sem lagði það til að ísafoldarhúsið fengi að standa áffam þar sem það hefur verið í eitt hundrað og tólf ár, og það gert upp í sinni upphaflegu mynd. Einnig að skúrbyggingar sem eru á þrjá vegu við húsið yrðu teknar. Þar með hefði opn- ast gönguleið milli Austurstrætis og Vallarstrætis og þetta fallega sögufræga hús fengið að njóta sín betur. Saga þessa húss er mikil og varla hægt að gera henni full skil í einni blaðagrein. Hún er merkileg fyrir þá sem á eftir koma. Ekki aðeins vegna þess hvað húsið er gamalt, heldur einnig vegna þess að þarna sleit fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Bjömsson, barnsskónum. í þessu húsi hóf göngu sína fyrst dagblað á íslandi. Þetta var fyrsta raflýsta húsið á Iandinu og saga prentlist- ar Iandsins á langt þróunartíma- bil innan veggja þess. Heimildir eru frá Árbæjar- safni, Þjóðskjalasafni og Borgar- skjalasafni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.