Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 3
LAVGARDAGUR 10. OKTÚBER 1998 -III
SÖGUR OG SAGNIR
Hállgerður Gísladóttir:
Dagbókardagurinn og
heimildir á Þjóðháttadeild
Þorskhausar voru rifnir eftir kúnstarinnar reglum. Á þjóðháttadeild er mik-
ið af upplýsingum um gömul vinnubrögð. Myndir: HG
Dagur dagbókarinnar er 15.
október næstkomandi og þá
skrifa vonandi allir dagbækur og
senda Þjóðminjasafni Islands.
Danska Þjóðminjasafnið efndi til
sams konar söfnunar fyrir
nokkrum árum. Eitt prósent
dönsku þjóðarinnar þ.e. fimm
þúsund manns sendi inn dag-
bækur og skrifaði hver frá einni
síðu og upp í jafngildi heillar
bókar. Þessi skrif voru margs-
konar, eins og við mátti búast,
enda hægt að nálgast þetta form
persónulegrar tjáningar á ýmsa
vegu. Við erum að vonast til að
gera betur og ná a.m.k. tveimur
prósentum Islendinga og væri þá
hversdagslíf þjóðarinnar einn
haustdag í aldarlok vel til bókar
fært. Islandspóstur styrkir dag-
bókardaginn með því að gefa út
sérstök umslög merkt átakinu
sem fáanleg eru á öllum póst-
húsum og má setja ófrímerkt í
póst. Þá geta þeir nútímalegu
sent dagbókina sína í tölvupósti
á netfangið dagbok@natmus.is.
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns
og Handritadeild Lands-
bókasafns standa að dag-
bókardeginum og hyggjast vekja
athygli á persónulegum heim-
ildum í tengslum við þetta átak
og m.a. beina því til fólks sem
hefur undir höndum bréfasöfn
eða gamlar dagbækur að huga
að því hvar þetta væri best geymt
í framtíðinni, en handritadeild
tekur einmitt slíkt efni til
varðveislu. Dagbækurnar um
fimmtánda október fara hins
vegar á þjóðháttadeild
Þjóðminjasafnsins en þar er eitt
stærsta safn af persónulegum
heimildum á Islandi. Þar eru nú
um 13.000 handrit með
frásögnum einstaklinga af
atburðum, verklagi, siðum og
venjum meðal annars. Þetta eru
að stærstum hluta svör við
spurningaskrám, hver heimild
getur verið frá einni síðu upp í
marga tugi. Um 1960 hóf
Þjóðminjasafn að senda út
spurningaskrár til eldra fólks og
síðan hafa verið gefnar út 93
skrár af þessu tagi og sérstök
deild, þjóðháttadeild var stofnuð
1964 til að sinna söfnuninni.
Lögð hefur verið áhersla á að
heimildarmenn segi frá per-
sónulegri reynslu eða því sem
þeir hafa heyrt, en ekki því sem
á þeir hafa lesið í bókum, því að
markmiðið er að -safna heimild-
um sem ekki rata endilega á
bækur. Auk svara við
spurningaskrám hefur mikið
verið sent inn á deildina af
ýmiskonar tilfallandi efni oft í
tengslum við fyrispurnir starfs-
manna í fjölmiðlum. Þar eru
einnig nokkur sérsöfn.
Stúdentasöfaunin 1976
Arið 1976 fór hópur stúdenta við
H.I. um landið og safnaði
þjóðháttaheimildum. Var aðal-
lega safnað upplýsingum um
fráfærur og sumarverk á
sveitabæjum upp úr aldamótum,
en einnig um vatns- og vindmyll-
ur. Safnið er um 3500 vélritaðar
síður, þar sem skrifað er upp
eftir, eða vitnað í 457 heimildar-
menn.
Samkeppni um minn-
ingaskrif
Árið 1976 gekkst
Sagnfræðistofnun, þjóðhátta-
deild Þjóðminjasafns og Stofnun
Árna Magnússonar fyrir
samkeppni meðal eldra fólks um
minningaskrif. Frásagnir bárust
frá 149 aðilum og eru varðveittar
á þjóðháttadeild. Sumt af þessu
efni hefur verið prentað að hluta
síðar, m.a. minningar Sigurðar
Thoroddsen.
Kjær-safnið
Árið 1922 ferðaðist um ísland
danskur kennari, Holger Kjær að
nafni, og tók viðtöl við fólk um
menntun og uppeldi barna á
síðustu öld. Seinna sendi hann
fólki hér spurningalista um sama
efni. Þessi gögn o.fl. varðandi
Gamall koppur. Á þjóðháttadeild
eru m.a. svör við spurningum um
hreinlæti og líkamshirðingu.
efnið úr fórum Kjær voru afhent
þjóðháttadeild árið 1979. Dr.
Magnús Gíslason samdi Ioks rit-
gerð sína um kvöldvökuna upp
úr þessum heimildum og
spurningaskrá nr. 7 á þjóðhátta-
deild: Kvöldvakan og hlutdeild
heimilisins í íslensku þjóðarupp-
eldi sem send var út árið 1962.
Námsritgerðir
Á deildinni er einnig að finna
safn námsritgerða frá H.I., KHÍ
og víðar um þjóðfræðileg efni.
Langflestar þeirra eru unnar úr
heimildum þjóðháttadeildar, en
nemendur í Háskóla Islands,
einkum í þjóðfræði og sagnfræði
hafa notað safnið mikið. Þar eru
nú hátt á þriðja hundrað rit-
gerðir.
HLjóðsnældusafn Helga
Haukssonar
Árið 1993 afhenti Helgi Hauks-
son þjóðháttadeild safn af hljóð-
ritum á snældum, nálægt 1900
klukkustundir. Um er að ræða
viðtöl við eldra fólk sem safnað
var á árunum 1977-1993, en á
þeim árum ferðaðist Helgi mikið
um landið vegna vinnu sinnar og
tók viðtöl við eldra fólk, aðallega
um sjómennsku, hernámsárin
og samgöngur. Ekki hafa fengist
peningar til að skrifa upp af
snældunum og er safnið því ekki
aðgengilegt í bili.
Hér á eftir fara nokkur brot úr
handritum á þjóðháttadeild:
Eg skrifa bér til gamans lýs-
ingu á einhölukofum. Það heiti
er nú við það að týnast úr dag-
Iegu máli fólks, ef það er ekki
þegar glatað. Fyrir nokkrum
árum vissi ég til, að maður
minntist á þessi hús, og hann
nefndi þau einhulukofa, en það
er ekki rétt. Einhölukofar hétu
húsin og voru meira að segja í
daglegu máli stundum kölluð
einhala, og sennilega beygist það
eins og sala. Megin einkenni
einhölukofa var, að jatan var gerð
við annan hliðvegg. Væri kofinn
breiður og jatan með gafli nefnd-
ist hann ekki einhölukofu. Ann-
að sérkenni tíðkaðist svolítið í
sambandi við þessi einhölukofa,
sem sé það, að önnur hliðin var
brattari og styttri, og sú var or-
sökin að stoðirnar undir mæniás-
inn voru settar á jötubrúnina og
þó króin væri oft mjó, þá var jat-
an enn mjórri, svo sú hliðin á
þakinu, sem var yfir jötunni varð
mun styttri. Var henni gjarnan
snúið í rigningaráttina, og þá lak
kofinn stundum ótrúlega lítið.
Það var Iíka ekki hægt nema á
einhölukofum að halda mæni-
ásnum uppi með svokölluðum
viðarhnút. Til þess varð mæniás-
inn að vera aðeins einn, ekki
tveir. Kom þetta því ekki til
greina með garðahús, eða tví-
stæðuhesthús, það er hesthús
með jötu eða stall í miðjunni, og
kró sitt hvoru megin. Til að gera
viðarhnút þurfti tvo menn. Var
þá mæniásendinn annar lagður
upp í gaflinn, sem hlaðinn hafði
verið upp í odda, svolítið sveig
myndaðan efst og hella lögð und-
ir á gaflinn. Svo hélt annar mað-
urinn fremri ásendanum uppi en
hinn tók fjóra rafta og lagði tvo
hvoru megin uppi á ásinn. Hinn
endann að sjálfsögðu á hliðvegg-
ina. Best var, að þessir raftar
væru dálítið sveigmyndaðir efst
og sneri sveigurinn niður. Þá tók
hann tvo stutta búta og lét þá
ofan á raftana, sinn hvoru meg-
in. Gott var, að þeir væru bognir
líka, og var beygjan höfð niður.
Að lokum renndi hann þriðja
bútnum ofan á þverbútana á
röftunum, en undir mániásinn
og þar með hélst ásinn uppi.
Hann gat ekki fallið niður, því
þverspýtan var undir honum, en
hún lá á spýtubútunum, sem aft-
ur voru ofan á röftunum, sem
lágu upp á ásinn.
(Heimildarmaður f. 1897, úr
Hnappadalssýslu)
Gömul bæn
Guð hjálpi mér minn
mest gagn ég það finn.
I skugga skjól inn
skríð ég undir væng þinn,
þú ert mín stoð stinn
og styrkur t hvert sinn,
miskunn og metaskál,
mfn hesta gullnál.
Með þeim styrka stoðpál
sting égfrá mér svell hál
og allt annað illt kál,
er sú leiðin forsjál.
Myndan mín og andi,
málið, hugur og sálin
þjóni að sóma þínum,
þjóða smiðurinn góði.
Vingjarn viskukóngur,
valdur um aldir alda,
dýrðin dásamlig,
Drottinn eigðu mig.
Segi hver um sig:
sæmd er að elska þig.
Fyrir alla góða gjöf
láttu mig Drottinn, Ijúfur og sæll,
lifa við þitt horð,
svo molana megi ég tína,
miskunnar gáfuna þtna.
(Heimildarmaður f. 1886 úr
Árnessýslu. Þórður Tómasson
skráði. Ymsar útgáfur af þessari
bæn þekktust meðal Sunnlend-
inga í eldri tíð.)
Til marks um það að ég sé
nokkuð berdreymin ætla ég að
segja 2 drauma: Sumarið 1939
áður en heimsstyijöldin braust
út dreymdi mig að ég heyrði svo
óskaplegt hljóð og í svefninum
þóttist ég vita að það heyrðist
um heim allan. Veturinn 1947
dreymdi mig að ég stóð fyrir
norðan húsið sem ég bý í og
horfði til norðurs. Uti var myrk-
ur, svo sé ég allt í einu bjartan
hnött yfir Ijallinu sem blasir við.
Mér datt í hug að þetta væri fullt
tungl, en svo spryngur þessi
hnöttur og brotin tvístrast út í
lofið. Svo kemur eitt þeirra í átt
til mín á fleygiferð og ég finn
hita leggja frá því á hægri kinn
þegar það þaut hjá. í maí þetta
vor fórst flugvél sem var á leið
norður. Einn farþegi í henni var
ungur maður hérna úr nágrenn-
inu og kunnugur hér. Þennan
draum réði ég fyrir flugslysinu.
Nú ætla ég að segja frá því eina
dularfulla sem ég hefi upplifað.
Þegar ég sá drauginn: Eg hef lík-
Iega verið 10-11 ára. Eg var í
sveit hérna uppi í Flóa, svo var
það einn sólfagran morgun, að
ég var send austur í móa að
sækja 2 kálfa. Þetta var nokkuð
snemma morguns rétt eftir
mjaltir. Mér er enn í minni hve
veðrið var gott þar sem ég lallaði
austur túnið sem var ekki stórt,
en fyrir austan það voru stór-
þýfðir móar. Er ég kom í túnjað-
arinn stend ég allt í einu frammi
fyrir því sem ég ætla að lýsa. Það
var hundur stærri en nokkur
sem ég hafði séð. Hann var mjög
dökkur á lit, loðinn aftur á bóga,
sneggri að aftan og með stóran
skúf á rófunni, sem var löng og
dinglaði til og frá. Þetta dýr lá
þarna fram á Iappir sér og minnti
mig á ljón, sem ég hafði séð
mynd af. Eg stend þarna góða
stund og horfist í augu við þetta
hálf máttlaus af hræðslu. Mér
fannst augu þess vera mjög
þunglyndisleg og sorgmædd.
Loksins rankaði ég við mér fór
að fíkra mig af stað. Ekki þorði
ég að snúa mér við heldur gekk
afturábak dálítinn spöl inn á
túnið, þá tók ég til fótanna og
hljóp heim í bæ. Húsmóðirin
mætti mér í bæjardyrunum og
spurði hver ósköpin gengju á, ég
sagði allt sem var. En svoleiðis
var að hérna á Bakkanum bjó
gömul kona sem hét Ingibjörg og
var kölluð slæpa. Hún var búin
að vera á þessum bæ í nokkra
daga að reyta garða, en var farin
heim til sín þegar þetta kom fyr-
ir mig, en viti menn þennan
sama dag kemur gamla konan
uppeftir, alveg erindislaus.
Heimilisfólkið sagði að hún
hefði verið að sækja fylgjuna
sína, sem hefði orðið eftir en
henni átti að fylgja hundur, sem
var einhvers konar uppvakning-
ur, sem ég hef aldrei fengið upp-
lýsingar um. Ekki get ég leitt
vitni að þessari sögu minni, því
allt það fólk sem þar kemur við
er héðan farið. En þetta er sann-
leikur og stendur mér fyrir sjón-
um enn í dag ef ég hugsa um það
þótt liðin séu nær 70 ár síðan.
(Heimií. i ður: Kona úr Ár-
nessýslu f