Dagur - 10.10.1998, Síða 4
IV-LAUGARDAGVR 10. OKTÓBER 1998
-TJ^ur
MINNINGARGREINAR
Guðlaug Sveinbjömsdóttir
Guðlaug Sveinbjörnsdóttir
fæddist í Uppsölum, Hraun-
gerðishreppi, Arnessýslu, 14.
júní 1927. Hún lést á heimili
sínu 4. október síðastliðinn.
Foreldrar hennar voru hjónin
Friðbjörg Jónsdóttir (f. 30. júlí
1883, d. 27. maí 1964) og
Sveinbjörn Björnsson (f. 5.
september 1887, d. 4. nóvem-
ber 1953) bóndi í Uppsölum.
Guðlaug bjó alla sína tíð í Upp-
sölum ásamt tvíburasystur
sinni Jónu Marín (f. 14. júní
1927) og bróður sínum Guð-
jóni (f. 11. október 1921). Þau
systkinin tóku við búi af for-
eldrum sínum.
Guðlaug verður jarðsungin í
Selfosskirkju í dag, laugardag-
inn 10. október.
Sveinbjörn, faðir Laugu, var
bróðir Ingvars afa míns og nafna
og var kært með þeim bræðrum
og þeirra íjölskyldum. Eins og
fjölmargir strákar nutum við
bræðurnir þeirrar gæfu að fá að
fara í sveit á sumrin og vorum í
Uppsölum hver á eftir öðrum.
Egill var þar 1951-1954, ég tók
við árið 1955 og var fram til
1961, en Guðmundur Ómar
1960-1964. Þetta voru mildir
dýrðardagar hjá okkur öllum.
Þarna lærðum við að vinna og
umgangast húsdýrin og nutum
einstaklega góðs atlætis hjá
frændfólki okkar. Fyrir þetta
verðum við ævinlega þakklátir.
Eg beið þess með óþreyju á
hverju vori að komast austur í
sauðburðinn. Strax og prófum
lauk fór ég inn á BSI og síðan
austur í rútunni með Jóni í Túni.
Hann skildi mig eftir við brúsa-
pallinn úti við þjóðveg og þaðan
draslaði ég ferðatöskunni heim
að Uppsölum. Það var ævintýri
fyrir kaupstaðarstrák að smala
fénu þegar marka átti lömbin,
rýja ærnar og reka á fjall. Sækja
kýrnar, hjálpa til við mjaltir og
reka þessar vinalegu skepnur í
nátthagann. Heyskapurinn var
kapítuli út af fyrir sig. I eldhús-
inu beið kjarnmikill og bragðgóð-
ur íslenskur sveitamatur. I Upp-
sölum var allt í föstum skorðum.
Frændfólkið á þessu rótgróna
sveitaheimili var sérlega samhent
og þar Ieið öllum vel. Þar ríktu
fornar hefðir, ráðdeild, reglusemi
og myndarskapur.
Lauga, eins og þau systkin öll,
talaði við börn eins og fuliorðið
fólk og virti skoðanir okkar eins
og við værum fullorðin. Það var á
við besta skóla að rölta með
henni um tún og engi. Hún
þekkti öll blóm og plöntur og út-
skýrði fyrir mér svo Ijölmargt í
náttúrunni. Eg hef oft hugsað til
þess eftir að ég lauk langskóla-
námi hve vel hún var að sér. Hún
gekk Ijóra vetur í barnaskólann í
Þingborg eins og þá var títt, en
lauk þó barnaprófi eftir þrjá vet-
ur því hún átti afar létt með nám.
Fjórða árið var hún í sérkennslu
hjá skólastjóranum.
Hún var í Héraðsskólanum á
Laugarvatni 1944-1945 og lauk
tveggja vetra námsefni á einum
vetri. Undirbúningur hennar var
svo góður að hún fór beint inn í
annan bekk. Ekki var um meiri
skólagöngu að ræða. Hefði hún
fæðst áratug eða tveimur síðar
hefði hún vafalítið farið í lang-
skólanám. A henni sannast sem
fleirum af hennar kynslóð að það
er ekki alltaf samasemmerki milli
skólagöngu og menntunar. Þótt
skólagangan yrði stutt var Lauga
sílesandi og mjög vel að sér á
mörgum sviðum. Hún hafði
unun af ljóðum, var hagmælt og
færði vinum sínum oft ljóð á há-
tíðarstundum. Hún geymdi tölu-
vert af Ijóðum sínum og vísum
hin síðari ár, en birti þau ekki á
prenti.
Lauga var afskaplega félags-
Iynd. Hún starfaði m.a. ötullega í
Kvenfélagi Hraungerðishrepps
og var gerð heiðursfélagi þar árið
1993 eftir að hafa verið ritari fé-
Iagsins í tvo áratugi. Hún naut
þess að fara á hestbak í góðra
vina hópi og var jafnan hrókur
alls fagnaðar þar sem fólk kom
saman. Hún var góður sögumað-
ur og oft leiftrandi í tilsvörum.
Oft urðu hversdagslegir og jafn-
vel alvarlegir atburðir að spaugi-
legum frásögnum. Meðal annars
þegar hún fór í úrtaksrannsókn
hjá Hjartavernd fyrir allmörgum
árum. Þegar hún kom til að
heyra niðurstöður rannsóknar-
innar fannst henni Iistinn yfir allt
sem að henni var svo langur „að
ég var bara að því komin að
spyrja blessaðan doktorinn hvort
hann héldi að ég kæmist lifandi
heim“.
Lauga starfaði ekki að ráði
utan Uppsalabúsins fyrr en hún
fór til starfa hjá Sláturfélagi Suð-
urlands á Selfossi um það leyti er
þau systkin hættu kúabúskap
1986 og vann þar í áratug.
Frænka mín naut fegurðar
náttúrunnar til sfðasta dags.
Daginn áður en kallið kom fóru
þær systur upp að Snæfoksstöð-
um í Grímsnesi og gengu þar í
góðviðrinu um litskrúðugt kjarr-
ið, nutu haustlitanna og tíndu
upp í sig bláber. Um kvöldið fór
Lauga snemma í rúmið með góða
bók, sofnaði og vaknaði ekki aft-
ur.
Eg undi mér svo vel í Uppsöl-
um að ég var þar oft í fríum að
sumri og vetri fram á fullorðins-
ár. Uppsalir héldu áfram að vera
ríkur þáttur í mínu lífi og síðar
konu minnar og dætra. Við Þór-
dís og dætur okkar kveðjum nú
kæran vin og frænku. Við send-
um þeim Jónu Marín og Guðjóni
innilegar samúðarkveðjur.
Ingvar Birgir Friðleifsson.
Maggi Sigurkarl Sigurðsson
Dimm er nætur nekt
nötrar auður vegur.
Draumsins lági dynur,
drjúpa örlög manns.
Falur er þinnfaðmur
förumanna sveinn.
Inn að dýrðar draumi,
Drottinn kallar þig.
Ei skal skö-pum renna,
skapa gyðja bíður,
heim að Herrans húsi
himinn bláma til.
Orlög ráða eyktum
á ungs manns vakt.
Það var í janúar 1964 að ég flutt-
ist í Reykhólasveitina til tilvon-
andi eiginmanns Jóns Snæ-
björnssonar og foreldra hans
Unnar og Snæbjarnar á Stað.
Það liðu ekki margir dagar þang-
að til ég var drifín inn að Reyk-
hólum í heimsókn til Jens Guð-
mundssonar og Jóhönnu Eben-
ezerdóttur. Eg var ung og kvíðin,
öllum ókunnug, en kvíðinn var
óþarfur í þetta sinn.
Þau virtust ólík hjónin, hún
fíngerð kona blíð, þægileg og
góð, hann hrjúfari jafnvel svolítið
hranalegur við fyrstu sýn en fljót-
Einn tók endasporið.
- Allir trega þig.
Maggi Sigurkarl fæddist 20.
mars árið 1933 í Vonarholti, af
foreldrum okkar, Guðrúnu
Júlíönu Jónatansdóttur og Sig-
urði Helgasyni, var hann næst
yngstur af stórum barnahóp. Eg
einn var yngri, við vorum sam-
rýmdir í lífi og leik. Mjög
snemma varð Maggi fluglæs.
Fósturmóðir mömmu var á heim-
ilinu til hinstu stundar, hét hún
Margrét, alnafna elstu systur
okkar, svo líklega þess vegna köll-
uðum við öll hana Nöfnu, Maggi
mun líka hafa verið skírður í höf-
uðið á henni. Hélt hún mjög upp
á Magga, enda var hann henni
sem hægri hönd, Ias mikið fyrir
hana, er henni fór að daprast
sjón mun það mikið hafa verið
guðsorðabækur, hann ólst því
upp í mikilli trú, þó að síðar
kynntist hann ýmsum trúar-
brögðum og mun hann, er hann
hafði þroska til, hafa séð sam-
hengið í að undirstaða trúarinnar
er kærleikur, þó ýmsum nöfnum
sé nefndur.
Einn vetur vorum við tveir við
skepnuhirðingu á Hrófá, þá var
oft glatt á hjalla hjá okkur og í var
alvara lífsins, rökræddum við oft
um lífið, tilgang þess að fæðast í
þennan heim, eða tilverustig.
Lifa með misjöfnum árangri, og
enda svo lífíð og hverfa svo til
annars heims (sem enginn þekk-
ir). Maggi var einkar víðlesinn,
efast ég um að hann hafi
nokkurn fróðleik fram hjá sér
fara. Enda notaði ég mér það
óspart að spyrja hann, einkum
eftir að við vorum báðir fluttir til
Reykjavíkur. Hann var alveg ein-
stakur heimilisfaðir og annaðist
vel bæði börn sín og eiginkonu.
Hann nam múraraiðn, sem er
ein erfiðasta iðn af öllum hinum
Jens Guðmundsson
lega birtist hlýjan sem undir bjó.
Um vorið fluttumst við svo í
Tilraunastöðina á Reykhólum
þar sem maðurinn minn tók við
ráðsmannsstöðu, þá fjölgaði
ferðunum í Jenshúsið.
Þangað var alltaf jafngott að
koma.
Þau hjónin voru ekki með neitt
vol eða víl yfir smámunum í
hversdagnum. Þó að Hanna ætti
í baráttu við erfiðan sjúkdóm var
engan kvörtunartón þar að heyra.
Það var notalegt að sitja hjá
þeim og spjalla. Jens var hafsjór
af fróðleik um menn og málefni,
bæði gamalt og nýtt.
Þessi þrjú ár sem við vorum í
Tilraunastöðinni voru mér að
sumu leyti erfíð, þá var gott að
skreppa í Jenshúsið og fá uppörv-
un. Og þær voru ófáar ferðirnar
sem Jens kom á Land-Rovernum
og sótti mig, eftir að hann komst
að því að ég átti stundum erfitt
með að vera ein heima eða þá að
Hanna kom til mín og sat og
spjallaði.
Jens var skólastjóri á Reykhól-
um og síðar kennari, kenndi
reyndar manninum mínum og
öllum okkar Ijórum börnum. Þau
sögðu hann góðan uppfræðara og
hann reyndist þeim öllum mjög
vel.
Þegar á reynir greinist hismið
frá kjarnanum. Því komst ég og
Ijölskylda mín að þegar maður-
inn minn veiktist alvarlega árið
1979 og náði sér reyndar aldrei
eftir það. Þá kom best í Ijós að
hann Jens var sko ekkert hismi
sem feyktist burt í minnstu golu
heldur var hann sterkur kjarni
sem hægt var að treysta á og lét
hug sinn í ljós á sinn hógværa
hátt.
Orfáum dögum áður en hann
ólöstuðum. Var hann oft mjög
þreyttur eftir erfiðan vinnudag.
En öllum börnum sínum kom
hann til mennta, enda dáðu þau
hann öll. Maggi bróðir andaðist
að kvöldi 13. september á þessu
ári 1998 eftir þunga og stranga
veikindadaga, samt sagði hann
alltaf að sér liði vel.
Eg kveð þig að sinni elsku
bróðir, sem mér þótti svo vænt
um, og megi allt hið góða fylgja
þér til æðsta þroska.
Þinn ástkæri bróðir,
Haukur.
Iést heimsóttum við hann og átt-
um með honum góða stund eins
og svo oft áður - stund sem við
þökkum fyrir nú.
Nú er leiðir skilja og ég hugsa
til þeirra hjóna er mér efst í huga
virðing og þakklæti, mikið þakk-
læti, eiginlega þakklæti fyrir að
þau voru til og voru til staðar. Þó
að sagt sé að maður komi í
manns stað segir mér svo hugur
að Reykhólasveitin verði ekki
söm hér eftir, því eins og Ólína
dóttir mín orðaði það þá var Jens
hluti af staðnum - hann bara var!
Aðalheiður Hallgrímsdóttir.
I Elsku afí!
i Við viljum þakka þér fyrir Ieik-
f ina, sögurnar og allar góðu
f stundirnar sem víð áttum með
í þér, þegar við komum í pössun
eða heimsókn eða bara til að
biðja um brjóstsykur. Þá tókst þú
okkur alltaf opnum örmum. Ef
eitthvað bjátaði á þá varst þú
alltaf tilbúinn að hugga, alltaf til-
^ búinn að leika við okkur og
Eglettast. Við læddumst oft inn til
þín og kitluðum þig á bakinu og
þóttumst vera flugur og fengum
þá sögu, leik eða btjóstsykur. Við
Þorstemn Jóhaimsson
teiknuðum margar myndir á
hnjánum á þér og æfðum okkur
að þekkja og skrifa stafi. Þú
fræddir okkur um svo margt og
gerðir allt að ævintýrum. Þú
sagðir okkur óteljandi sögur sem
við vildum fá að heyra aftur og
aftur. Þú söngst og kenndir okk-
ur mörg ljóð og bjóst oft til vísur
um okkur. Við vorum ekki stór
þegar þú kenndir okkur að spila
íönguvitleysu og svo fleiri spil.
Við lærðum hjá þér manngang-
inn í skák, þú kenndir okkur regl-
ur í spilum og tafli, en gættir
þess að við töpuðum ekki of oft.
Þú varst okkur svo mikill félagi,
fyrir allt þetta viljum við þakka.
Við söknum þín sárt og biðjum
Guð að geyma þig.
Sigrún Svafa,
Dóra Guðrún,
Steinunn Björg,
Þorsteinn og
Svanhvít Helga.
-*T
1