Dagur - 10.10.1998, Blaðsíða 6
VI-LAUGAROAGV R 10. OKTÓBER 1998
rD^tr
MINNIN GARGREIN AR
Eirikiir Jóns-
son
Kristín Gunnlaugs-
dóttir Oddsen
Eiríkur Jónsson var fæddur 18.
nóvember 1924 á Hrafna-
björgum i Hjaltastaðaþinghá,
N-Múlasýslu. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri, 1. október sl. Foreldrar
hans voru hjónin Jón Eiríksson
afgreiðslumaður á Akureyri,
síðar í Hafnafirði, f. 1. júlí
1897, d. 12. desember 1975
og Elínborg Þorsteinsdóttir, f.
6. mars 1904, d. 28. júlí 1995.
Eiríkur var annar í röð sex
bræðra og eru hinir allir á Iífi.
Eiríkur kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Sigrúnu Jóns-
dóttur, 18. nóvember 1949.
Hún er fædd 1. júlí 1927. For-
eldrar hennar voru Jón Sig-
urðsson verkamaður á Dalvík
og kona hans Kristín Arngríms-
dóttir. Börn Eiríks og Sigrúnar
eru: 1) Oddný Rósa, f. 23. maí
1949, búsett í Noregi. 2) Jón,
f. 29. júní 1952, málarameist-
ari í Reykjavík. 3) Gunnar Við-
ar, f. 13. maí 1953, húsa-
smíðameistari á Akureyri.
Barnabörn Eiríks og Sigrúnar
eru orðin níu og barnabarna-
bömin tvö. Eiríkur nam húsa-
smíði og hlaut meistararéttindi
í þeirri iðn árið 1953, stundaði
nám í Mynd- og handmennta-
deild Kennaraskóla Islands
einn vetur, auk þess sem hann
sótti oftar námskeið í þeirri
grein. Smiður og kennari í
Oddeyrarskóla Akureyrar frá
1962-85, er hann varð að
hætta sökum vanheilsu.
Það var bjartur og fagur haust-
dagur, sem mætti augum okkar
bæjarbúa, fimmtudaginn 1.
október sl. Allt var baðað í sól og
Pollurinn spegilfagur í logn-
kyrrunni, líkt og Skaparinn vildi
bæta okkur svalt og sólarlítið
sumar, sem nú er liðið. Trén í
görðunum okkar, sem nú standa
i sínu fegursta haustskrúði, sýna
árstíðina svo ekki verður um
villst. Síminn hringdi og flutti
mér andlátsfregn góðs vinar og
fyrrum samstarfsmanns, Eiríks
Jónssonar, kennara. Hugurinn
hvarflaði brátt frá veðurblíðunni
og líðandi stund til liðins tíma.
Raunar gat engum komið þessi
fregn á óvart, sem þekkti til
hinnar Iöngu og hörðu baráttu
Eiríks við hinn illvíga sjúkdóm.
En hann var hetja, aldrei æðru-
orð, engin sjálfsvorkunn. Brátt
eru Iiðin 13 ár frá því sjúkdóm-
urinn var greindur og þar af eru
4 ár á sjúkrahúsi. Allan þennan
tíma hefur fórnfús eiginkona
hans staðið sem klettur að baki
honum, stytt honum stundir og
létt þjáningar, eftir því sem
mannlegur máttur fær áorkað,
svo að athygli hefur vakið. Kynni
okkar Eiríks hófust að marki, er
hann varð smíðakennari við
Oddeyrarskóla Akureyrar, haust-
ið 1962, eða leiðbeinandi eins og
nú ber að nefna þá sem ekki hafa
lokið kennsluréttindum. Svo vel
gekk kennslan hjá Eiríki þennan
vetur, að hann ákvað að afla sér
réttinda, enda hvattur til þess af
skólastjóra og samkennurum. Að
námi loknu kom hann svo aftur
til starfa og kenndi til ársins
1985, að heilsan var þrotin. Vel
fórst Eiríki starfið úr endi. Hann
var jafnan glaður í Iund og
spaugsamur við nemendur sína
og það kunnu þeir vel að meta.
Um hans daga jókst fjölbreytni í
handavinnumji að mun í skólan-
um. Efnisvai varð meira. Farið
var að nota horn og bein, málm
og glerjung ^smelti) svo eitthvað
sé nefnt. Ur þessu urðu oft
skemmtilegustu gripir, enda var
Eiríkur bæði hugmyndaríkur og
smekkmaður á alla smíði. Með
okkur Eiríki tókst snemma góður
kunningsskapur og raunar fjöl-
skyldum okkar líka, sem ekki
hefur borið skugga á. Eg var um
þetta leyti að vinna að innrétt-
ingu fbúðar minnar í Langholti
3. Hjálpaði hann mér mikið og
vann ófáar stundir í bygging-
unni. Ekki var þá alltaf um hefð-
bundinn vinnutfma að ræða, gat
eins verið eftirvinna eða helgar-
vinna, allt eftir því hvernig á
stóð. Ekki setti Eiríkur það fyrir
sig og hefi ég ekki þekkt marga
sem betra var til að leita og verð-
ur það aldrei fuliþakkað. Þá
langar mig til að víkja að þeim
þætti samstarfs okkar Eiríks,
sem mér verður alltaf minni-
stæðastur, en þar á ég við barna-
stúkustarfið. Að því er ég best
veit, var Eiríkur alla sína ævi al-
ger bindindismaður á vín og tó-
bak, þó ætíð hógvær, en samt
heill í skoðun. í skólanum var
starfandi barnastúkan Samúð.
Arið 1965 varð hann gæslumað-
ur hennar og ég féllst á að styðja
hann við starfið. Þarna áttum við
mjög góða samleið um 20 ára
skeið. Með honum var gott að
vinna. Eins og ég hefi fyrr drep-
ið á, hafði hann góð áhrif á börn-
in með glaðværð sinni og gaman-
semi. Oft las hann sögur fýrir
þau á fundunum og var þá furðu
fundvís á góðar sögur, sögur sem
höfðu boðskap að flytja. Hann
var alltaf stundvís og í flestu góð
fyrirmynd. Þá er mér sérstaklega
minnisstætt hve skreytingarnar
hans voru fallegar, sem hann
kom svo oft með til að punta upp
á fundarsalinn, t.d. aðventu- og
ljósaskreytingar á „jólafundina".
Eins má nefna afmælisfund
stúkunnar, er hún varð fimmtug.
Allt þetta .setti hátíðlegan blæ á
þessar samkomur. Þá veit ég að
Eiríkur var félagi í stúkunni
Brynju, hér í bæ, mjög lengi,
m.a. Var hann æðsti templar
hennar árið 1974-75 og gæslu-
maður umdæmisstúku Norður-
Iands 1968-70. Mér er vel Ijóst,
að hér hefur aðeins verið tæpt á
fáu engin ævisaga rakin, né rit-
uð. Að leiðarlokum vil ég þakka
góð kynni og mér finnst að bjart
sé yfir minningunni um góðan
dreng. Þannig finn ég samlík-
ingu við heiðríkjuna fimmtudag-
inn 1. október s.I. Eiginkonu Ei-
ríks, börnum þeirra og öðrum
ástvinum sendum við, ég og fjöl-
skylda mín, hugheilar samúðar-
kveðjur.
Sigurður G. Flosason.
Kristín Gunnlaugsdóttir Odd-
sen var fædd 22. desember
1922 og Iést á Sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum þann 23. septem-
ber 1998. Kristín var fædd að
Heiðarseli í Hróarstungu, dótt-
ir hjónanna Gunnlaugs Gunn-
Iaugssonar Oddsen frá Bót f
sömu sveit f. 1876 d. 1925 og
Guðbjargar Árnadóttir frá
Uppsölum í Eiðaþinghá f.
1882 d. 1953.
Alsystkini hennar voru:
Gunnlaugur, bóndi í Heiðar-
seli í Tungu, Sigurbjörg, hús-
freyja í Skóghlíð í Tungu og
Sigþór, bílstjóri á Héraði.
Hálfbræður Kristínar í móður-
ætt voru: Sigurður Árnason,
bóndi í Heiðarseli, síðar bú-
settur í Hveragerði og Ágúst
Þorsteinsson, bóndi á Klepp-
jámsstöðum í Tungu. Systkini
hennar eru öll látin.
Faðir Kristínar lést er hún
var tveggja ára að aldri og fór
hún þá í fóstur til frænku sinn-
ar, Þórunnar Vilhjálmsdóttur
Oddsen, húsfreyju í Möðrudal
á Fjöllum, f. 1872 d. 1944 og
eiginmanns hennar Jóns A.
Stefánssonar, bónda í Möðru-
dal f. 1880 d. 1971.
Uppeldissystkini Kristínar í
Möðrudal voru: Þórlaug, sem
lést ung, Jóhanna Arnfríður,
húsfreyja í Möðrudal, Vil-
hjálmur Gunnlaugur, bóndi í
Möðrudal og síðar á Eyvind-
ará, Stefán Vilhjálmur, listmál-
ari í Reykjavík og Þórhallur,
bóndi í Möðrudal. Þau eru öll
látin.
Kristín stundaði nám í Hús-
stjórnarskólanum á Hallorms-
stað, en var kölluð heim, þegar
fósturmóðir hennar lést og tók
þá við stjórn heimilisins í
Möðrudal hjá fósturföður sín-
um.
Kristín giftist eftirlifandi
manni sínum, Ólafi Þorsteini
Stefánssyni, frá Arnarstöðum í
Núpasveit, árið 1946. Foreldr-
ar hans voru hjónin Oktavía
Stefanía Ólafsdóttir frá Sauða-
nesi á Langanesi og Stefán
Tómasson frá Amarstöðum í
Núpasveit. Kristín og Ólafur
bjuggu í Möðrudal í 6 ár eða til
ársins 1951, er þau fluttu að
Víðirhóli á Fjöllum þar sem
þau bjuggu til ársins 1965. Þá
fóru þau til Akureyrar þar sem
þau áttu heimili í röskan aldar-
Qórðung. Árið 1989 fluttust
þau til Egilsstaða og bjó Krist-
ín þar til æviloka. Börn þeirra
Ólafs eru: Þórunn Guðlaug,
skrifstofumaður, Egilsstöðum,
Gunnlaugur Oddsen, bóndi,
Hallgilsstöðum á Langanesi,
Oktavía Halldóra, forstöðu-
maður, Egilsstöðum, Margrét
Pála, leikskólastjóri, Reykjavík
og Stefán Sigurður, sjúkra-
þjálfari, Akureyri. Barnabörn
Kristínar eru orðin 12 og
barnabarnabörnin 11 talsins.
Kristín var alla tíð húsmóðir á
mannmörgum og gestkvæmum
heimilum. Mörg börn nutu
ummönnunar hennar bæði í
sumardvöl í sveit og í daggæslu
á Akureyri, auk þess sem hún
tók drjúgan þátt í uppeldi
barnabarna sinna. Kristín var
virk í kórstarfi og menningar-
starfi á meðan heiisa hennar
leyfði. Hún var stofnfélagi
Geðverndarfélags Akureyrar og
heiðursfélagi þess frá 1992.
Útför Kristínar fór fram frá
Egilsstaðakirkju laugardaginn
3. október kl. 14.
I dag kveð ég Kristínu Gunn-
Iaugsdóttur tengdamóður mína.
Eg kynntist Kristínu fyrir átta
árum er ég tengdist Ijölskyldunni
sem sambýliskona Margrétar
Pálu dóttur hennar. Ég man að
ég kveið því að hitta tengdafor-
eldrana í fyrsta skipti, sérstaklega
þar sem ég vissi ekki hvaða skoð-
un þau höfðu á því að dóttir
þeirra byggi með annarri konu,
en ég komst fljótt að því að sá
kvíði var ástæðulaus því Kristín
og Ólafur maður hennar tóku
mér strax sem einni af fjölskyld-
unni. Þetta lífsvitra sveitafólk
sem hafði reynt margt um dag-
ana var ekki að æsa sig yfir smá-
mununum; svo lengi sem fólk var
heilsuhraust og undi glatt við sitt
var ekki út á neitt að setja.
Þó ég hafi ekki kynnst Stínu
fyrr en heilsu hennar var talsvert
tekið að hraka, fannst mér alltaf
lýsa af öllu hennar fasi einskonar
höfðingjablær. Hún var vinamörg
og gestkvæmt hjá henni mjög
sem ekki var að undra því að hún
hafði ávallt eitthvað að miðla öll-
um og tók á móti fólki af mikilli
gestrisni.
Tengdamóðir mín var vel
greind kona og víðlesin og hafði
sérstakt dálæti á ljóðum. Hún
gat þulið heilu Ijóðabálkana
áheyrendum til skemmtunar og
fróðleiks og spakmæli og máls-
hættir hrundu af vörum hennar
við ólíklegustu tækifæri sem
endurspegluðu oft næmt skop-
skyn hennar og hnyttni.
Stína kom mér fyrir sjónir sem
mikill mannvinur og börn voru
hennar yndi, enda var hún sér-
lega lagin við krakka á sinn ró-
Iynda hátt og ósjaldan sat eitt-
hvert kríli við stólfótinn hjá
henni og dundaði sér við hnykil
eða band.
Eg kveð Stínu með glöðum
huga þar sem ég veit að hún lauk
sátt sínu æviverki, en um hjartað
gildir annað því söknuður á ekk-
ert skylt við skynsemi og mikið
vantar að Kristínu Gunnlaugs-
dóttur genginni.
Eg þakka góðri konu samfylgd-
ina.
Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir.
***
Stína amma.
Elsku amma mín nú ertu dáin
og mig langar að minnast þín
með nokkrum orðum.
Mér finnst það mjög sorglegt
en ég veit að nú líður þér vel.
Það verður skrítið að koma í
heimsólkn til afa og þar er engin
amma. Mér fannst notalegt að
sitja og prjóna með þér dálitla
stund og hlusta á útvarpið í leið-
inni eða spjalla saman. Mér
fannst gaman að lesa fyrir þig því
þú varst alltaf tilbúin að hlusta á
mig lesa. Alltaf þótti þér vænt
um Ijóðin, myndirnar og annað
sem við krakkarnir bjuggum til
handa ykkur afa. Eg ætlaði að
gefa þér söguna sem ég er að
skrifa en var ekki búin með hana
nógu fljótt. Takk fyrir garnið sem
þú gafst mér til að prjóna úr því
mig langar til að verða eins dug-
leg prjónakona og þú. Eg kveð
þig nú með þessu litla ljóði.
Nú ert þií farin frá mér
og færð ekki lengur að vera hér.
Hvíl þií nú ífriði elsku amma min
á meðan ég lifi mun ég sakna þín.
Þín nafna og Iangömmustelpa.
Kristín Telma Halldórsdóttir, 9
ára.
***
Tif í prjónum, glaður söngur
eða svæfandi raul, ilmtir af ný-
bökuðu brauði, traust og hlýtt
fang sem markaði upphaf og
endi skynjunar minnar. Hendur
sem umluktu mínar, hlýjuðu og
hugguðu, svo dæmalaust mjúkar
og miklar og óumbreytanlegar.
Þulur og vísur, kvæðin hans Dav-
íðs og heilræðaljóð Erlu sem
fylgdu inn í svefninn. Slík var
fyrsta reynsla mín af þessum
heimi - sem var mér einfaldlega
hún mamma sem var yfir og allt
um kring. Hún sem hafði alltaf
tíma fyrir alla þrátt fyrir óendan-
legar annir sveitakonunnar og
húsmóðurinnar, hún sem bjó yfir
nægum kærleika til að miðla
hverjum þeim sem var samferða
henni á lífsgöngunni.
Mér fannst alltaf sem stafaði
innra ljósi og mildi frá þessari
lágvöxnu og hnellnu konu með
háa og bjarta ennið og við-
kvæmnisdrættina í andliti. Hún
líknaði og þjónaði, gaf og miðlaði
af eðlisgæsku sinni - og veitti af
rausn síns stóra hjarta sem
hvergi mátti neitt aumt sjá né
vita nokkurn greiða ógerðan.
Höfðingsbragur var henni runn-
inn í merg og bein, ein hinna síð-
ustu útvarða gömlu, íslensku
sveitamenningarinnar þar sem
greiðasemin og gestrisnin voru
merki um mannkærleika og sam-
stöðu jafningja þar sem allir
börðust við sömu náttúruöfl sem
gerðu sér aldrei mannamun og
kenndu börnum fjallanna að
gera það ekki heldur. Hún bar
höfuð hátt; víðsýni hennar og
skilningur á mannlegum kjörum
var helgaður fóstri hennar á há-
sléttu öræfanna þar sem er hátt
til lofts og vítt til veggja og fjalla-
vindar geta um frjálst höfuð
strokið. Styrk og sjálfbjarga á öll-
um sviðum - þess þarf til fjalla -
meira að segja á menningarsvið-
inu var hún fær um að mennta
sig alla ævi; útvarp og bækur
voru óaðskiljanlegur þáttur til-
verunnar og yfir pottum og
pönnum þuldi hún ljóð eftirlæt-
isskáldanna.
Síðar komu aðrar stundir. Þá
þagnaði prjónatifið og ljóðasöng-
urinn, gráturinn tók yfir. I stað
þess að hlaupa í örugga fangið til
að þiggja og njóta, læddumst við
um húsið því að mamma var orð-
in veik. Eldri systkinin tóku
ábyrgð á okkur, þessum yngri, og
á öllu heimilinu. Vonbrigðin yfir
endurteknum veikindum voru
sár - og sárust fyrir hana. Stóra
hjartað sem af næmni skynjaði
líðan og þarfir meðsystra og
meðbræðra reyndist of næmt, of