Dagur - 29.10.1998, Síða 1

Dagur - 29.10.1998, Síða 1
 M g\! Er draugurmn bara segulorka? Einhverjum kann að þykja reimleikar auðga mannlífið - en dr. Roll rekur slíkfyrírbrígði meira og minna til seg- ulsviðs jarðar. Dr. William Roll er virtur dansk- ur dulsálarfræðingur og hefur varið starfsævinni í að kanna draugagang og önnur dulræn fyr- irbrigði. Heimsóknir ærsla- drauga, reimleikar og svipsýnir eru hins vegar afar sjaldgæf fyrir- brigði og því örðugt að stunda stöðugar vettvangsrannsóknir. Aðeins fréttist af örfáum tilvikum á ári í Bandaríkjunum og vildi RoII gjarna koma því áleiðis að hann heldur fyrirlestur í Deigl- unni á Akureyri kl. 20.30 á föstu- dagskvöld og ef einhveijir hafa upplifað dulræn fyrirbrigði þá er þeim velkomið að hafa samband við hann þar eða við Erlend Har- aldsson í Háskóla Islands. Dmvatnsflaska á loft I mars árið 1964 rannsakaði dr. Roll reimleika sem orðið höfðu á bænum Saurum skammt frá Skagaströnd tveimur mánuðum áður og voru allmennt raktar til afturgöngu sjómanna. Húsgögn höfðu oltið og færst til og til að ganga úr skugga um að ekki væri nein skjálftavirkni í jarðskorp- unni mældu jarðskjálftafræðing- ar svæðið með jarðskjálftarita en engin hreyfing fannst. „Við höf- um ekki fundið neinar sannanir um tilvist anda eða drauga en í svona tilvikum eru iðulega erfið og langvarandi vandamál innan fjölskyklunnar. Það voru slík átök innan þessarar fjölskyldu. Þetta voru eldri hjón og dóttir þeirra, Dr. Roll hefur frá barnæsku haft brennandi áhuga á dulrænum fyrirbrigðum en á unglingsárum sínum varð hann fyrir þeirri reynslu að fara út úr líkamanum en þá var móðir hans nýlátin. Talið er að um tíundi hver maður verði fyrir einhvers konar dulrænni reynslu á ævinni og oft er það tengt tilfinningalegu áfalli. hún vildi flytja til Reykjavíkur og konan vildi líka bregða búi. Mál- ið leystist þegar maðurinn lét undan konunni og reimleikarnir enduðu.“ - Hefur þú sjálfur orðið vitni að ærsladraug? „Já, nokkrum sinnum. Eg var til dæmis einu sinni staddur í svefnherbergi í Kentucky. Skömmu áður höfðu allir hlut- irnir á snyrtiborðinu hrunið nið- ur á gólf en ég hafði ekki orðið vitni að því. Eg setti allt aftur á sinn stað, kannaði hvort ein- hverjir seglar væru þarna eða borðið blautt en allt virtist eðli- legt. Þá tekst skyndilega ilm- vatnsflaska á loft af snyrtiborð- inu og færðist um einn og hálfan metra inní herbergið og lenti á gólfinu.“ Sálarspenna og segulsvið jarðar - En hvernig hafa menn innan dulsálarfræðinnar reynt að skýra þessi fyrirbrigði ? „Við erum að eiga við tvær teg- undir fyrirbrigða. Annars vegar hluti sem hreyfast. Við höfum ekki náð að útskýra hreyfinguna - en við vitum að hún tengist sál- fræðilegri spennu og jarðsegul- truflunum og tengist ávallt ein- staklingum. Það eru yfirleitt 1-2 manneskjur sem verða að vera viðstaddar og vakandi þegar svona fyrirbrigði birtast. Ein tilgátan er að þetta fólk virki sem eins konar linsur sem fókusera þessa raf- segulorku á hluti inni í húsum. Hin tegundin eru endurtekinn draugagangur og hann er alltaf tengdur stað en ekki manneskju. Og við höfum komist að því að þessir staðir hafa rafsegulorku yfir meðallagi. Þessi orka leysist úr læðingi þegar segulsvið jarðar- innar er raskað en líka þegar til dæmis misgengi verður undir yf- irborði jarðar eftir jarðskjálfta. Misgengið framkallar rafstraum sem ferðast um neðanjarðar þar til hann kemst upp á yfirborð. Dulræn fyrirbrigði verða oft þeg- ar svona truflanir eiga sér stað. Orkan getur framkallað ýmis raf- ræn fyrirbrigði, einsog fljótandi ljós og svipi sem með smá ímynd- unarafli verða að draugum. En svo getur rafsegulsviðið, og hér fer þetta að verða undarlegt, haft áhrif á heilann og framkallað ým- iss konar skrýtnar upplifanir, þar á meðal að upplifa nærveru ein- hvers þótt enginn sé á staðnum, hátfðnihljóð, undarlega lykt og ofsjónir." Draugagangur að aukast? - Þú segir draugagang vera að aukast vegn aukinnar rafsegul- mengunar. Hvemig er það með landa þtna, Dani, eru þeir mjög andatrúaðir? „Ónei - einu andarnir sem Danir trúa á er vínandinn sem þú setur í glas!“ - Þér sem vtsindamanni er skilj- anlega umhugað að útskýra þessi fyrirbrigði en finnst þér ekki að heimurinn yrði snauðari ef hægt verður að útskýra draugagang að fullu? „Ja, það eru ýmis fleiri ókönn- uð svið í heiminum. Og þó við getum sett vísindaleg nöfn á fyr- irbrigðin,“ sagði Roll og brosti, „þá segir það okkur í raun ekki svo mikið...“ - LÓA 4

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.