Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 2
18 — FIMMTUDAtíUH 29. OKTÓBER 1998 Thypr LÍFIÐ t LANDINU SMÁTT OG STÓRT UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON Steingrím J. Sigfússon „Nú þegar Kvennalistinn er klofinn og brotin úr stélinu á hon- um hafa dottið annað hvort í blönduna af súr- um sósíalistum eða fylkt Iiði sem Iéttgleiðum krötum er ekki úr vegi að athuga gripinn." Guðbergur Bergs- son rithöfundur í DV. Alveg' salla rauðum Hið nýja vinstri framboð hefur í gamni verið kallað rautt og grænt framboð. Hér í Smáu og stóru á miðvikudag var verið að fjalla um Steingrím J. Sigfússon, foringja þessa fram- boðs og hann kallaður Steimgrímur „græni" Sigfússon. Eg hefði heldur kallað hann Stein- grfm „rauða“ Sigfússon og það af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi stendur hann fyrir það sem einu sinni voru kallaðar rauðar stjórn- málaskoðanir og í öðru Iagi er Steingrímur með mikið eldrautt skegg og hárkraga og rauð- an skalla. Mér dettur í þessu sambandi í hug sá frægi prentari og íslenskusérfræðingur hér á árum áður, Hallbjörn Halldórsson, sem Halldór Laxnes kallaði mestan íslensku mann sinnar samtíðar. Hann var eins og Steingrímur J. með rauðan skalla og hárkraga. Hallbjörn mætti ævinlega í kaffi með menntamannaelítu sem sótti hið gamla Hótel ísland í miðborginni í byrjun aldarinnar. Kunnur hagyrðingur orti eina vísu um hvern mann í hópnum og vísan um Hallbjörn var svoan: Þar sat Hallbjörn heljar karl og hampaði dalli snauðum. Otaði skalla eins ogfjall alveg salla rauðum. Utanbæjarugla Þeir Akureryingar eru fljótir að geta þess að um utanbæjarmann sé að ræða ef slíkur óknyttamaður er handtekinn á Akureyri. Svo rammt kveður að þessu að ef afbrotafrétt frá Akureyri er lesin upp í útvarpi eða sjónvarpi bíða menn fréttalokanna til að fá að vita hvort um aðkomumann var að ræða. I Degi í gær var frétt um uglu sem ræðst að hundum og kött- um í Eyjafirði og hefur raunar Ieikið kattargrey mjög illa. Þegar þeir kollegar okkar á Akureryi voru að segja frá þessu á morgunfundi frétta- manna blaðsins gall við í einum fréttamann- anna syðra. „Þetta hlýtur að vera að- komuugla"! Sveitakratar Á dögunum Iýsti Guðmundur Lárusson, bóndi og fyrrum formaður kúabænda, því yfir að hann væri genginn úr Alþýðubandalaginu vegna þess að hann gæti ekki farið fram á það við bændur að þeir styddu krata. Þegar Olafur Stefánsson á Syðri -Reykjum heyrði fréttina varð honum á orði: Fylking riðlast, fúna stofnar, færa leið er naumt að rata. Gvendur Lár. þeim gæðum hafnar að geta stutt í sveitum krata. „Gaman að velta fyrir sér álitamál- um þjóðfélagsins út frá sjónarhóli laga og heim- speki," segir Hall- dór B. Backman, nýbakaður héraðsdómslög- maður. Hann er framar á þessari mynd. Aftar stendur félagi hans Guðmundur Ó. Björgvinsson, lögfræðingur. MYND: - TEITUR Að hugsa lögfræðilega „Starf lögfræðingsins heillaði mig strax í æsku og ég var korn- ungur ákveðinn í að mennta mig sem slíkur,“ segir Halldór B. Backman, héraðsdómslögmaður. Hann opnaði fyrr í þessum mán- uði lögmannsstofu að Lágmúla 7 í Reykjavík ásamt félaga sínum Guðmundi O. Björgvinssyni. Halldór reisir hér að nýju merki föður síns, Armundar S. Back- man, lögmanns, sem féll frá fyrr í haust eftir langvarandi veikindi. Skrifstofa þeirra Halldórs og Guðmundar er á sama stað og stofa Arnmundar var. Útvarpsmaðurí lögfræði. HalldórB. við sinna alhliða lögfræðistörfum rétt einsog til fellur, innheimtu, ráðgjöf, álitsgerðum og allskonar málflutningstörfum," segir Hall- dór. A fjóriun og hálfiun vetri „Eg lauk laganáminu á Ijórum og hálfum vetri og var líka fljótt far- inn að vinna á stofunni hjá föður mínum. Málflutningsréttindi fékk ég 10. september í haust, eða um það Ieyti sem faðir minn lést. Ég ákvað að taka upp merki hans og nú í byrjun október opnuðum við Guðmundur þessa stofu," segir Halldór. I laganámi sínu lagði Halldór áherslu á vinnu- og skaðabótarétt, en það voru einmitt þau svið lögfræðinnar sem faðir hans starfaði mildð við. Lokaritgerð Halldórs fjallaði um bótarétt starfs- manna við vinnuslys. Guðmundur, félagi hans, Iagði áherslu á ekki ósvipaðar greinar í sínu námi, en hann er sérmenntaður í vátryggingum og sjórétti frá Osló. Lokaritgerð hans fjallaði um björgun á sviði sjóréttar. „En auðvitað munum lögmaður, opnarlög- mannsstofu við ann- an mann. Leggja áherslu á hótamál og vinnurétt. Backman, nýbakaður að vinna útvalr,. ^ Jatnhliða mennta- og siðar ha- skólanámi hefur Halldór starfað við dagskrárgerð í útvarpi. „Ég hóf störf á Stjörnunni 1989 og síðan er ég búinn að vera á Aðal- stöðinni, FM 957 og síðustu ár á Bylgjunni. Mér þykir gaman að vinna við útvarp og er að mörgu leyti háður því, finnst gaman og gott að koma víðar við en bara á skrifstofunni. Síðan gaf útvarpið Iíka ágætlega í aðra hönd og með launum fyrir útvarpsvinnu gat ég fjármagnað háskólanámið. Mikið er gott nú að þurfa ekki að vera að borga niður margra milljóna króna bagga námslána," segir Halldór. Halldór kveðst eiga fjölmörg áhugamál, svo sem ferðalög, veiðiskap og íþróttir. Segist hann verja dágóðum tíma til að sinna þeim, en síðan sé lögfræðin líka áhugamá’ „Maður þarf að temja sér að hugsa lögfræðilega og það er gam- an að velta fyrir sér álitamálum þjóðfélagsins á hverjum tíma út frá sjónarhóli laga og heim- speki. Þar nefni ég til dæmis kvótamál og mál er varða persónuvernd og erfðavísindi. Ég ver miklum tíma í að kynna mcr slík mál og rök- ræða þau við góða menn," segir Halldór B. Backman. — SBS. SPJALL FRÁ DEGI TIL DAGS Grunntónn tilverunnar er meinlaust grín. Þórbergur Þórðarson Þetta gerðist 29. október •1894 voru haldnar fyrstu lýðræðislegu kosningarnar á Hawai. •1914 lýstu Rússar yfir stríði á hendur Tyrkjum. •1919 kom Alþýðublaðið út í fyrsta sinn, og var þá undir ritstjórn Ólafs Friðriks- sonar. •1922 tók elliheimili til starfa í húsinu Grund við Kaplaskjólsveg í Reykjavík, en flutti átta árum síðar í nýtt hús við Hring- braut. •1954 hófust tilraunaútsendingar sjón- varps í Svíþjóð. •1958 neitaði Boris Pastemak móttöku Nóbelsverðlauna í bókmenntum. Þau fæddust 29. október •1897 fæddist áróðursmeistari Hitlers, Jósef Göbbels. • 1910 fæddist breski heimspekingurinn Alfred Jules Ayer. •1917 fæddist gamli töffarinn Eddie Constantine, sem lék í fjölmörgum kvik- myndum í Frakklandi og Bandaríkjunum. •1924 fæddist pólska skáldið Zbigniew Herbert. •1947 fæddist bandaríski leikarinn Ric- hard Dreyfuss. •1971 fæddist bandaríska Ieikkonan Winona Ryder. Vísa dagsins Ágætis heilræði er að finna í þessari þjóð- vísu: Þegar lundin þtn er lirelld, - þessum hlýddu orðum, gakktu með sjó og sittu við eld, svo kvað völvan forðum. Afmælisbam dagsins Edmund Halley er eiginlega ekki þekktur fyrir neitt annað en hala- stjörnuna sem skýrð er í höfuðið á honum og heimsækir okkur á 76 ára fresti. Eðlisfræðingar vita reyndar heilmikið um hann Iíka. T.d. var það hann sem fékk Newton til að skrifa höfuðrit sitt, Principia, sem kom út 1687. Sjálfur skrifaði Halley einnig fjölmargar bækur um stjörnufræði og fleira. Hann fædd- ist árið 1656 og lést 1742. Þegar biskup fór til hinma Biskup nokkur hafði verið fáeina daga í himnaríki, og hafði heldur betur fundið ástæðu til að kvarta undan aðbúnaðinum. „Hvernig stendur eiginlega á þessu,“ segir hann við Pétur, „ég fæ bara lftinn klefa til að hírast í en lögfræðingurinn á móti býr í vellystingum í tíu herbergja íbúð. Þetta hljóta að vera einhver mistök!“ „Ja, sko,“ svarar Pétur. „Það á sér allt sínar skýringar. Við erum með miklu meira en nóg af biskupum hérna, en ekki nema einn lögfræðing." Veffang dagsins „Ask Jeeves" (Spyrjið Jeeves) er óhemju sniðug tilraun til að gefa mönnum færi á að leita upplýsinga á Netinu með nýstár- legum hætti. Og virkar merkilega vel. Not- andinn skrifar spurningu (á ensku) og síð- an leitar Jeeves að s\örum. Slóðin er www.askjeeves.com/index.asp

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.