Dagur - 29.10.1998, Page 5

Dagur - 29.10.1998, Page 5
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 - 2Í r LÍFIÐ í LANDINU Kj arval launar glópsku ritstj órans Sögur afKjarval eru sívin- sælar. Verk sem nú er til sýn- is á Listasafninu áAkureyri ber með sér eina slíka sögu. Síðastliðinn laugardag var opnuð sýning í Listasafninu á Akureyri þar sem sýnd eru verk í eigu safnsins og ber sýningin yfir- skriftina „Fimm ár“. Meðal verkanna er málverk eftir Kjarval - að vísu ekki eitt af hans betri verkum - en sagan í kringum það verk gerir það sérstakt. „Glópska“ rit- stjórans Verkið var í eigu Braga Sigurjóns- sonar og Helgu Jónsdóttur á Ak- ureyri. Bragi sat í bæjarstjórn Akur- eyrar fyrir Alþýðu- flokkinn á árun- um 1950-1954 og 1958-1970 og var forseti bæjar- stjórnar 1967- 1970. Nú hafa börn þeirra, Hrafn, Þórunn, Gunnhildur, Ragnhildur og Úlfar, ákveðið að gefa Listasafni Akureyr- ar verkið í minningu foreldra sinna. Á árunum 1943-1949 ritstýrði Bragi tímaritinu Stíganda sem gefið var út á Akureyri. Eitt sinn birti hann myndir af nokkrum verka Kjarvals og mynd af Kjar- val sjálfum. Tímaritið hætti síðan að koma út en myndmótin urðu eftir í vörslu Braga. Á árunum 1947-1964 var hann ritstjóri Alþýðumannsins, sem var mál- gagn Alþýðuflokksins á Akureyri. Rit- stjórastarfið var aukastarf Braga, unnið að miklu leyti í sjálfboðavinnu og gat þess vegna komið fyrir að hann yrði nokkuð seinn fyrir með öflun efnis. Þegar kom að því að gefa út jólablað Alþýðumannsins 1958 varð honum það hendi næst að grípa til gömlu myndmót- anna úr Stíganda. Eftir að blaðið kom út vaknaði hann við vondan draum því hon- um hafði láðst að biðja Kjarval um leyfi til birtingarinnar. Hann skrifaði lista- manninum, sendi honum jólablaðið og baðst afsökunar á þessari glópsku sinni. Teiknaði frímerki Viðbrögð Kjarvals urðu eft- irminnileg. Hann tók þessu af stakri Ijúf- mennsku, hríngdi í Braga, hældi honum fyrir hve vel verkin kæmu út í blaðinu og kvaðst mundu senda honum málverk. í október 1959 kom bréf frá Kjarval þar sem hann tilkynnti að Bragi ætti brátt von á mynd og nokkru síðar barst tilkynn- ing frá flugafgreiðslunni að kominn væri torkennilegur strangi til Braga. Þar reyndist málverkið komið. Utan um það hafði verið slegið umbúðapappír og teiknað þar á stærðar frímerki. Ekkert hafði verið greitt fyrir pakkann og ekki þurftu viðtakendur að inna neitt af hendi til að fá hann í hend- ur. Þegar umbúðapappírinn hafði verið Utan um málverkið hafði verið slegið um- búðapappír og teiknað þar á stærðar frí- merki. Listamaðurinn hafði merkt sér verkið í vinstra horninu en þvertyfir myndina að neðanverðu hafði hann málað nafn viðtakanda, Braga Sigurjónssonar, stórum stöfum. myndir: brink tekinn af blasti við mynd úr Heiðmörk og fjöllunum þar austur af. Listamaðurinn hafði merkt sér verkið í vinstra horninu en þvert yfir myndina að neðanverðu hafði hann málað nafn viðtakanda, Braga Siguijónssonar, stórum stöfum. Málverk- inu fylgdu fyrirmæli listamannsins um innrömmun. Farið var með málverkið til innrömmunar og í leiðinni þótti við hæfi að klippa frímerkið af umbúðunum og ramma það inn til minningar um send- ingarmátann. Málverkið var hengt upp á vegg í stofu Helgu og Braga í húsi þeirra við Bjarkar- stíg. Hefur það verið þar síðan og sett svip sinn á heimilið. Þegar börn þeirra, kunningjar og vinir líta þessa mynd sjá þau fyrir sér stofuna og húsráðendur. Hann með bók eða penna í hönd og hana að sauma út í veggteppi, dúka, klukku- strengi, stólsetur og púða handa heimil- inu, börnunum og barnabörnunum. Og nú er myndin til sýnis á Listasafn- inu á Akureyri, ásamt frímerkinu og bréfi Kjarvals til Braga. - Hi/HIH SveMeysi SVOJMA ER LIFIÐ Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Svenfnleysi er leiðindamál og getur orðið vandamál ef það stendur lengi yfir. Oft er þrautaráðið að fara til læknis og fá svefnlyf ef venjuleg ráð eins og gönguferðir og drekka heitt kakó bregðast. En móðir náttúra lumar á ráðum hvað þetta snertir eins og annað og alltaf gott að fylgja hennar ráðum. Fyrst er gott að fá sér brauðsneið með salatblaði því sú samsetning virðist virka mjög svæfandi. Kamillute eða Iimete virkar einnig vel og lavenderolía í baðvatnið hefur mjög slak- andi áhrif. Þeim sem þjást af langvinnu svefnleysi er ráð- lagt að nota ilmjurtir eða ilmolíu með lavender sem upp á íslensku heitir Lofnar- blóm. í sumum heilsubúðum fæst náttúrulyf sem vinnur gegn þunglyndi og kvíða og er unnið úr jurt sem heitir hypericum en lyfið heitir Kira og er í töfluformi. Ann- að slíkt jurtalyf er kallað Valerina Nightime og virkar það vel til að sofna af. Rúm og málverk Hingað hringdi kona sem vildi vita hvort einhver lum- aði á rúmi, helst 1.40 x 2 á stærð úr tekki, en annars er það ekkert skilyrði að það sé úr tekki. Rúmið má alveg vera dýnulaust því dýnan er til. Sama kona sagðist eiga í fórum sínum nokkur óinn- römmuð málverk eftir Sig- urð Ben. sem hún vildi gjarnan koma af sér. Einnig vantar skrifborð, rúm, kommóðu og einhverjar hilllur í herbergi tánings ef einhver býr svo vel að eiga aukalega húsgögn. Síminn er: 552 3768 eða 552 7712 eftir hádegi, Ragnheiður. Takið nú til í geymslunni og finnið hlutunum sama- stað. Það er alltaf einhver sem getur notað það sem manni sjálfum er ónýtanlegt og betra að láta einhvern njóta þess en ekki. Hér í dálkinum er hægt að aug- lýsa ókeypis hluti sem fólk vill losna við og gefa eða ef það vantar hluti en á lítinn pening. ■ HVAD ER Á SEYOI? BÆNDAHÁTÍÐ í ÝDÖLUM Búnaðarsambandið og Héraðssamband S.-Þingeyinga ætla að skemmta sjálfum sér og öðrum að gömlum og góðum sið á laugardagskvöldið nk. Ræðumaður kvöldsins er sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson og kynnir er Frið- finnur Hermannsson. Þá munu koma fram söngnemendur Tónlistaskólans á HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Indversk tónlist í KafRleikhúsinu I kvöld kl. 21 eru tónleikar með sarod- leikaranum Bruce Hamm, tablaleikar- anum Steingrími Guðmundssyni og bassaleikaranum Birgi Bragasyni. Frítt í bíó Islenska kvikmyndasamsteypan býður frítt í bíó nk. laugardag og sunnudag. Það er íslenska myndin Stikkfrí sem sópar að sér verðlaunum þessa dagana sem sýnd verður í Háskólabíói báða dagana kl. 13.00. LANDIÐ Davíð og draugagangur í Deiglunni I kvöld Id. 21 er Davíðsvaka í Deiglunni á Akureyri og gefst fólki tækifæri á að drekka í sig skáldskap Davíðs úr ljóð um, tónlist og bókum, og verða yfirfullt af áhrifum skáldsins. Húsavík, félagar í Kveðanda láta fljóta í kviðlingum og Tjarnarkvartettinn tekur lagið. Hljómsveitin Iris leikur fyrir dansi. Að sjálfsögðu er boðið uppá sveitakaffi og pönnukökur að góðum ís- lenskum sið. Aðgangseyrir aðeins tveir ljólubláir. Á föstudagskvöldið verður annað uppi á teningnum. Þá verður boðið uppá draugagang og má búast við að hús- gögn verði á ferð og flugi. Það er dr. Roll sem ætlar að koma inná sjaldgæfar sögur af draugum. Dagskráin byrjar kl. 20.30. Tónlist fyrir alla í Árborg Hafin er skólatónleikasyrpa í grunn- skólum Árborgar og Árnessýslu. Það er Ingveldur Yr Jónsdóttir, mezzósópran og píanóleikararnir Gerrit Schuil og Bjarni Jónatansson sem flytja grunn- skólanemum fjölbreytta tónlist. 1 kvöld kl. 20.30 verða tónleikar í Fjölbrautar- skóla Suðurlands og á föstudagskvöld kl. 20.30 í Hveragerðiskirkju. Veturnætur á Isafirði Föstudaginn 30. október í Framhalds- skóla Vestíjarða halda nemendur rokk- hátíðina Menntstock og í lsaíjarða- kirkju verða lokatónleikar Veturnátta þar sem fjöldi tónlistarmanna kemur saman og flytur verk eftir vestfirsk tón- skáld.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.