Dagur - 30.10.1998, Blaðsíða 4
20-FÖSTVDAGUR 30. OKTÓBER 1998
D^ur
LÍFIÐ í LANDINU
UMBUDA-
LAUST
lllugi
Jökulsson
skrifar
Vofa gengur nú ljósum
logum um íslenskt sam-
félag, Iesendur góðir, vofa
Brunabótafélagsins. Það
er komið í Ijós að það var
Brunabótafélagið sem
stóð á bak við kaup verð-
bréfasalans Vilhjálms
Bjarnasonar á stórum
hlut í Landsbanka Is-
Iands - hlut sem að vísu
telur ekki nema tvö
komma eitthvað prósent,
en mun færa Brunabóta-
félaginu miklu meiri áhrif í stjórn bank-
ans en sem því nemur vegna þess að
þetta er samt sem áður Iangstærsti hlut-
inn, fyrir utan hlut ríkisins. Vilhjálmur
þessi laug því blákalt þegar tilboð hans í
Landsbankahlutann var kynnt að hann
gerði tilboðið fyrir hönd einstaklinga með
svolítið sparifé afgangs, og þessi blekk-
ingarleikur hans virðist nú alveg eitur-
snjallt bragð í viðskiptalífinu; verður sjálf-
sagt kennt með aðdáun í viðskiptafræð-
inni í Háskólanum í framtíðinni, þó sjálf-
ur væri hann svo hógvær að segja þetta
vera gamalkunnugt trix, að þegar stórkall-
ar þyrftu að kaupa sér pening á góðu
verði þá notuðu þeir gjarnan sem skálka-
skjól einhvern smákall eins og hann, með
barnalegt andlit, eins og hann kaus sjálf-
ur að komast að orði.
Lyginn verðbréfasali
I fyrsta Iagi má gera hér þá athugasemd
að þótt ýmis brögð og brellur kunni að
tíðkast í bissniss, þá virðist það einhvern
veginn ekki alveg sæmandi að félag eins
og Brunabótafélagið, sem telst alla vega í
einhverjum skilningi vera að minnsta
kosti hálfopinbert, skuli beita fyrir sig
ljúgandi verðbréfasölum, hvort sem þeir
eru með barnalegt andlit eður ei. En í
öðru lagi, og það sem ennþá einkenni-
legra hlýtur að teljast, þá er Brunabótafé-
lagið í rauninni alls ekki til. Það er aftur-
ganga sem nú mun setjast í stjórn Lands-
bankans háeff og ráða þar ráðum sínum
með Finni Ingólfssyni; afturganga sem á
sér í raun engan tilverugrundvöll, ekkert
markmið, nema það að halda áfram að
vera til, einhvern veginn, og græða fullt
af pening.
Vissulega var Brunabótafélagið einu
sinni tryggingafélag, í nánum tengslum
við ríkið og þó einkum sveitarfélög, en
fyrir þó nokkrum árum rann það saman
við eitthvert annað tryggingafélag og hét
eftir það Vátryggingafélag Islands. Svo
gerðist það að Vátryggingafélag Islands
var selt Landsbankanum af einhverjum
ástæðum; ég hef að vísu aldrei skilið af
hverju banki í eigu ríkisins var að kaupa
sér tryggingafélag á almennum markaði
en látum það liggja milli hluta. Altént
heyrði ég þá skýringu á einhverri útvarps-
stöðinni í gær að Vátryggingafélagið hefði
selt sig Landsbankanum af því svo gott
verð hefði verið í boði. Bankanum virðist
þvf hafa verið nokkuð í mun að eignast
tryggingafélagið.
Blórastrar á miðilsfundum
En nú þegar Vátryggingafélagið var kom-
ið í eigu Landsbankans, þá hefði maður
náttúrlega haldið að þar með væri saga
Brunabótafélagsins endanlega öll, eig-
endur þess fengju sína peninga og sneru
sér að einhveiju öðru. En það var nú
öðru nær. Síðan hefur Brunabótafélagið
beinlínis blómstrað og gengur nú aftur á
hveijum miðilsfundinum á fætur öðrum,
eða réttara sagt hluthafafundum hjá öðr-
um fyrirtækjum.
Brunabótafélaginu var sem sé breytt í
eignarhaldsfélag en eignarhaldsfélög hafa
þann eina tilgang að eiga eitthvað. Og
Brunabótafélagið - tryggingafélagið sem
var orðið svo þreytt lífdaga og kaus því að
leggja sig niður með því að ummyndast í
Vátryggingafélagið og gekk síðan endan-
lega frá sér með því að selja sig Lands-
bankanum, bersýnilega orðið dauðupp-
gefið á lífinu og einkum og sér í lagi
tryggingabransanum - það á sér nú þann
tilgang, samkvæmt lögum félagsins, að
eiga meðal annars hluti í - tryggingafé-
lögum! Og félagið sem seldi sig Lands-
bankanum kaupir svo Landsbankann fyr-‘
ir peningana sem það fékk frá Lands-
bankanum.
frumvarp þar sem þeir fara fram á að fé-
lagið verði leyst upp og eignir þess sendar
fyrrverandi tryggingatökum - Iíklega í
pósti, en Pétur Blöndal hefur lengi barist
íyrir þeirri einföldu aðferð við „sölu“ á
eignum ríkisins, og er vissulega margt vit-
lausara. En tillaga þingmannanna virðist
reyndar vera næstum því sjálfsagt mál, í
ljósi þessara síðustu frétta, þar sem þetta
hálfopinbera en þó eigendalausa félag
eða fyrirtæki er að verða risaveldi á ís-
lenskum Ijármálamarkaði - af því bara.
En þá er líka réttast að Ieysa félagið
upp sem allra fyrst - skipta eignum þess
milli þeirra sem helst verða sldlgreindir
eigendur - því einhvern veginn virðist
ekkert mjög mikið réttlæti í því fólgið að
þeir sem einhvern tíma álpuðust til að
tryggja hjá Brunabótafélaginu, frekar en
einhveiju öðru tryggingafélagi, skuli fyrr
eða síðar eiga von á fullt af pening, sem
aðrir fá ekki, bara út af vílíngum og
dílíngum einhverra Matador-kalla með
peninga hálfopinbers draugafélags.
Hver á þetta draugafélag?
Þetta getur ýmist bljómað eins og tóm
þvæla, eða þá kannski eins og stórsnjallir
viðskiptahættir, en hvernig maður lítur á
það hlýtur í rauninni að ráðast af því
hveijir eiga Brunabótafélagið. En þá
kemur babb í bátinn, því það virðist ekki
gott að segja almennilega til um hver á
þetta ágæta draugafélag, sem nú er allt
útlit fyrir að verði sannkallaður stórlax í
íslensku fjármálalífi. Þegar félagið var
selt Landsbankanum, í formi Vátrygg-
ingafélagsins, þá reyndi ríkið að krækja í
gróðann - sagði Pétur Blöndal að minnsta
kosti í sjónvarpinu í gærkvöldi - væntan-
lega á þeim forsendum að Brunabótafé-
lagið hefði að minnsta kosti verið hér um
bil opinbert fyrirtæki, en þegar það tókst
ekki reyndu sveitarfélögin að ná pening-
unum, en eitthvað vafðist það fyrir
mönnum, enda einhver reiðubúinn að
benda á að svona hálfopinbert trygginga-
félag, eða hvað á að kalla það, hlyti í
rauninni að vera að stórum hluta í eigu
þeirra sem hefðu tryggt hjá því og lagt
þar inn alla þá peninga sem félagið hafði
umleikis.
Því sat félagið að endingu sjálft uppi
með alla peningana frá Landsbankanum
og hefur síðan, eins og hver annar alkó-
hólisti sem er nýkominn úr meðferð,
helgað sig því að hugsa vel um sjálft sig,
gera eitthvað fyrir sig. Og það hefur eign-
arhaldsfélag Brunabótafélagsins gert
svona ljómandi vel, og er nú - með hjálp
þessa með barnalega andlitið - búið að
kaupa þennan stóra hlut í Landsbankan-
um, sem átti það áður, og á nú þannig
stóran hlut í Vátryggingafélagi Islands á
ný. Þetta er eins og ef fyllibytta sem ætlar
að hætta að drekka og selur brennivínið
sitt kaupir sér fyrir peningana hlut i
brugghúsi.
2000-kall fyrir að vera til
Og þetta eignarhaldsfélag Brunabótafé-
Iagsins þenst sífellt út og verður um-
fangsmeira, án þess að nokkur virðist
eiga það í alvörunni, eða það hafi ein-
hvern tilgang, annan en að vera til fram í
rauðan dauðann og sýsla með peninga,
Iíklega helst stjórnarmönnunum til
skemmtunar. Stjórnarmennimir í eignar-
haldsfélagi Brunabótafélagsins virðast
vera í risastórum Matador-leik og fá alltaf
2000-kaIl þegar þeir fara yfir byrjunar-
reitinn.
Nokkir þingmenn Sjálfstæðisflokksins
(fyrrnefndur Pétur Blöndal, Einar Oddur
Kristjánsson og fleiri) hafa lagt fram
„Kaupið ykkur brunabila, strákar!“
En Brunabótafélagið vill í löngstu lög
halda áfram að vera til og í þeim tilgangi
sendi það svolitla dúsu til sveitarfélag-
anna um daginn, hundrað og eitthvað
milljónir, og sagði: „Kaupið ykkur fyrir
þetta brunabíla, strákar!" Þessi dúsa var
mjög vel tímasett, því allir sveitarstjórnar-
mennirnir - sem ella kynnu kannski að
velta fyrir sér hvað þeir ættu að hafa með
að gera félag sem hefði bersýnilega þann
eina raunverulega tilgang að leyfa stjórn-
armönnunum að vera í Matador - þeir
tóku náttúrlega fegins hendi við þessum
peningum fyrir brunabílum, og hugsa nú
hlýlega til Brunabótafélagsins í stað þess
að láta sér blöskra þessi einkennilegu
uppátæki félagsins.
En kannski er þetta allt saman afar
eðlilegt. Kannski skil ég bara ekki undra-
heima hlutabréfamarkaðarins. Kannski
eiga svona félög að halda áfram að vera
til útí það óendanlega og víla og díla bara
af því tækifæri eru til. En altént sýna
þessi skemmtilegu kaup vofunnar Bruna-
bótar, þessa dauða félags, á hlut í Lands-
bankanum að þá fyrst fer líklega að vera
gaman að lifa þegar maður er dauður.
Pistill Illuga varfluttur á Rás 2 í
gærmorgun.