Dagur - 30.10.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 30.10.1998, Blaðsíða 5
uvvit uað'fiii. ,oe HijuAauTHöH-OS. TIMSflRÍQr___ tk^wr---------- FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1998 - 21 LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR „Jökull sker sig úrþessari kynslóð leikskálda að því leyti til að hann naut gíf- urlegra vinsælda sem leikritahöfundur. Hann hafði einhvern þann tón sem náði eyrum almennings," segir Árni, sem heldur inngangserindið á málþingi um Jökul Jakobsson á Litla sviði Borgarleihússins á sunnudaginn. Leikfélag Reykjavíkur stendurfyrir málþingi á sunnudaginn um Jökul Jakobsson og kemurMagnús Magn- ússon meistarahugur til landsins afþví til- efni... Kl. 15 á sunnudaginn hefst mál- þing LR um Jökul og verk hans og verða þar bæði fyrirlestrar og pallborðsumræður. Þeir sem vilja meira eftir að málþinginu Iýkur kl. 18.30 geta þá farið á Sumarið ‘37 kl. 20 um kvöldið en þá verða teknar upp að nýju sýningar á verkinu sem frumsýnt var í leikstjórn Kristínar Jóhann- esdóttur á síðasta leikári. Fyrir- lesarar á málþinginu eru Arni Ibsen, Oddur Björnsson, Jón Viðar Jónsson og Magnús Magnússon sem lengi vel stýrði Mastermind hjá BBC en hann kemur sérstaklega til landsins til að halda þar fyrirlestur um „Jök- ul - manninn sjálfan". Landflótta á muliimi Arni Ibsen opnar málþingið og ætlar þar að gefa yfirlit um leik- rit Jökuls og setja þau í sam- hengi við ritunartímann en Jök- ull skrifaði Ijölda Ieikrita, hið fyrsta var sett upp 1961, og sum urðu geysivinsæl. „Mér finnst nánast hægt að nota Jökul,“ seg- ir Árni, „sem tákn um tímann og þær breytingar sem áttu sér stað. Hann kemur úr samfélagi sem er ennþá bændasamfélag og persónurnar í fyrstu leikritunum eru margar hveijar eins og land- flótta á mölinni." Á þversagnar- kenndan máta má segja að Jök- ull hafi bæði fallið vel og illa að sínum tíma, telur Arni. „Þegar hann er á sínum hátindi er ákaf- lega sterk krafa á rithöfunda að þeir taki beina pólitíska afstöðu í sínum verkum. Eg held að Jök- ull hafi liðið önn fyrir þessa ein- strengingslegu kröfu. En eftir 1970 er eins og hann finni betra jafnvægi gagnvart þessari kröfu og leikritin fari, á mjög eðlilegan hátt, að verða eins og sniðin upp úr umræðu tímans.“ - Þú myndir þá ekki segja að hann hafi látið undan þessum kröfum? „Jú, í sjálfu sér. En umræðan breytist þarna eftir ‘68, menn hætta að velta vöngum yfir af- stöðu til Víetnamstríðsins og fara frekar að tala um Iíf og Iffs- stíl einstaklinganna og hann finnur sig vel í þeim tíðaranda enda er hann í öllum sínum verkum að lýsa samskiptum ein- staklinga við sitt samfélag." Fyrsta „sérmenntaða“ kynslóð leikskátda Sú kynslóð leikskálda sem Jökull tilheyrði var, segir Arni, í raun fyrsta sérmenntaða kynslóð leik- skálda. „Þessi kynslóð Jökuls á meðal leikskálda er fjári merki- leg, Guðmundur Steinsson, Oddur Björnsson, Jökull og Agn- ar Þórðarson sem er aðeins eldri. Eftir 1960 verður hrein- lega bylting í íslenskri leikritun og ég held að absúrd leikritunin svokallaða út í Evrópu hafi leyst íslenska leikritun, sem var orðin dálítið stöðnuð, úr læðingi," sagði Árni. Að lokinni sýningu á sunnu- dagskvöldið mun svo Jón Viðar stýra umræðum um leikritið að viðstöddum leikurum og Ieik- stjóra en næstu sýningar á Sum- arið ‘37 verða 8. og 14. nóvem- ber. Stuð gegn vímu Real Flavez. Slagorð tónleikanna er „Stuð gegn vímu" merkingin er tvíþætt; hægt að skemmta sér án efna og með vímuefnalausri skemmtun er hægt að vega að notkun þeirra. haldnir tónleikar í Miðgarði í Skagafirði þar sem fram koma hljómsveitirnar Skítamórall, Sól- dögg, Súrefni og Real Flavez. Sent verður beint út frá tónleik- unum á Mono FM. Á milli þess sem skipt verður um hljómsveitir áj sviði verður happdrætti á staðnum, fimmtíu vinningar, geisladiskurinn SVONA er sumarið 98 frá Skíf- unni. Skemmtiatriði verða frá tveimur skólum, þar sem ungl- ingar skemmta unglingum, þar á meðal verður atriði frá Gagn- fræðaskóla Sauðárkróks þar sem fram koma fjórir stálhressir strákar úr tíunda bekk. Fjórir árgangar Nemendum í fjórum árgöngum stendur til boða að sækja þessa tónleika, sjöunda til tíunda bekk. Reiknað er með því að allt að 700 unglingar mæti á staðinn og eigi góðar stundir saman. Skólarnir sem eiga kost á að koma að þessu eru átján; Lauga- bakki, Hvammstangi, Barnaskóli Staðahrepps, Vesturhópsskóli, Húnavellir, Blönduós, Skaga- strönd (Höfðaskóli), Steins- staðaskóli, Akraskóli, Sauðár- krókur, Varmahlíðarskóli, Barna- skólinn að Hólum i Hjaltadal, Grunnskólinn Hofsósi, Siglu- Qörður, Ólafsfjörður, Dalvík, Þelamerkurskóli og Hrafnagils- skóli. Hægt án eiturefna Myndarlegir litbældingar eiga að hafa borist til nemenda í þess- um fjórum árgöngum en í bækl- inginn skrifar forseti íslands Herra Ólafur Ragnar Grímsson ávarpsorð til nemendanna, og auk þess rita í bæklinginn menntamálaráðherra, heilbrigð- is- og tryggingarmálaráðherra, vígslubiskup Hólastiftis Herra Bolli Gústafsson sem er vernd- ari tónleikanna, Gísli Gunnars- son forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar, Björn Björnsson skólastjóri Grunnskólans á Hofsósi, Lára S. Baldursdóttir frá alþjóðasviði Ungs Fólks í Evrópu - á Islandi og skipuleggj- endur tónleikanna hjónin Hlín Bolladóttir og Egill Örn Arnar- son. Forvarnatónleikarnir bera yfir- skriftina „Ungt fólk í Evrópu - íslensk æska gegn vímu". Slag- orð þeirra er „Stuð gegn vímu“, merkingin tvíþætt; hægt að skemmta sér án efna og með vímuefnalausri skemmtun er hægt að vega að notkun þeirra í þessum aldurshópum. Tilgangur þeirra er að sýna unglingum fram á að hægt sé að eiga góðar stundir og kynnast nýju fólki án eiturlyfja. - Hl IIM HELGINA Ókeypis á Stikkfrí I tilefni af viðurkenningunum sem barnamyndin Stikkfrí Kristins- son hefur fengið og geysilegri eftirspurn alþjóð- Iegra kvik- mynda- hátíða eftir myndinni ákvað íslenska Kvikmyndasamsteypan að bjóða frítt í bíó (Háskólabíó) á morgun og sunnudag ld. 13 báða dagana. Allir fá að koma inn svo lengi sem húsrúm Ieyfir og hvetur Kvikmynda- samsteypan foreldra og for- ráðamenn til að horfa á myndina með börnunum. Meira bíó Það er af nógu að taka fyrir börn sem ekki tekst að plata bíópeninga út úr foreldrun- um um helgina. I Norræna húsinu verður einnig boðið til kvikmyndasýninga á morgun frá kl. 10.00 til klukkan 15.00, en í tilefni af Norrænu barnamyndahátíðinni sem lauk um síðustu helgi fékk húsið leyfi til að sýna nokkrar myndanna sem voru með á hátíðinni. Þ. á m. er norska myndin Maja steinhjarta sem sést hér að ofan, sænska stuttmyndin Binke getur ekki flogið og danska stuttmyndin Upp með hendur. Myndirnar eiga að hæfa börnum á öllum aldri og er ókeypis aðgangur fyrir alla meðan húsrúm leyf- ir. Sunnudaginn 1. nóvember halda Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Sigursveinn Magnússon ljóðatónleika í Ólafsljarðarkirkju. Á efnis- skránni eru meðal annars lög eftir Jórunni Viðar, Jón Þórar- insson, Sigursvein D. Krist- insson, Árna Thorsteinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Carl Nielsen, Peter Heise og Luci- ano Berio. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 17.00. V________________________________/

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.