Dagur - 30.10.1998, Side 9
FÖSTUDAGUR 30.OKTÓBER 1998 - 25
LÍFIÐ í LANDINU
Jane Grey varfluggáfuð
stúlka afaðalsættum sem var
Englandsdrottning í níu
daga áðuren hún var tekin af
Iffl sextán ára gömul.
Jane Grey faeddist árið 1537 og var sextán
ára þegar hún var tekin af lífi. Hún var
dóttir Henry Grey, hertoga af Suffolk, og
eiginkonu hans, Frances Brandon, sem
var systurdóttir Hinriks 8. Englandskon-
ungs. Foreldrar Jane gerðu sér vonir um
að hún myndi giftast Játvarði einkasyni
konungs og gerðu sér því sérstakt far um
að veita dóttur sinni góða menntun. Þeir
sáu hins vegar enga ástæðu til að sýna
henni ástúð og refsuðu henni af minnsta
tilefni. Jane dóttir þeirra sagði eitt sinn að
dvöl hjá þeim líktist mest vist í helvíti.
Jane Grey var gædd afburðagáfum.
Hún var einræn, bókelsk og listhneigð.
Hún var einnig viljasterk og hugrökk og
bjó yfir sterkri trúarvissu sem á nútíma-
mælikvarða yrði sennilega talin ein-
strengingsleg. Jane varð snemma ágætis
efni í píslarvott en það var einmitt hlut-
skiptið sem örlögin ætluðu henni.
Valdatafl skúrks
Hinrik 8. Iést árið 1547 og sonur hans
Játvarður 6. tók þá við ríkinu. Þar sem
hann var einungis níu ára gamall var
stjórnin að mestu í höndum nánasta ráð-
gjafa hans, John Dudley, hertoga af Nort-
humberland. Þegar Ijóst varð að hinn
ungi og heilsuveili konungur yrði ekki
langlífur tók hertoginn til sinna ráða.
María, hálfsystir konungs, var næst að
erfðum en hún var fanatískur kaþólikki
sem næsta víst var talið að myndi endur-
reisa veldi kaþólsku kirkjunnar og bola
mótmælendum frá völdum, þar á meðal
hinum valdamikla ráðgjafa konungs.
Næst Maríu að erfðum var Elísabet hálf-
systir hennar, síðan Frances Brandon,
móðir Jane Grey, og þá Jane Grey.
Sú síðastnefnda var mikilvægt peð í
valdatafli Northumberlands. Hann ákvað
að gifta hana syni sínum, Guildford
Dudley Iávarði, fá hinn dauðvona kom-
ung til að svipta hálfsystur sínar rétti til
ríkiserfða og láta síðan móður Jane Grey
afsala sér ríkiserfðum til dóttur sinnar.
Aætlunin gekk eftir. Ovæntasta mótstað-
an kom frá Jane Grey sem þá var fimmt-
án ára. Henni fannst hinn ungi Dudley
ofdekraður og hégómlegur kjáni og neit-
aði að giftast honum. Barsmíðar foreldr-
anna bugðu hana þó og hún hlýddi.
Eftir dauða konungs samþykkti þingið
erfðarétt Jane Grey af hræðslu einni sam-
an við Northumberland. Jane Grey var þó
ekki fús til að verða drottning. „Krúnan
er ekki mín með réttu og færir mér ekki
gleði. Lafði Mary er réttborin erfingi,"
sagði hún. Eftir miklar fortölur samþykkti
hún þó að ganga til starfans. Henni var
þó engin gleði í huga. Hún var ekki fyrr
orðin drottning en hún lagði blátt bann
við því að eiginmaður sinn yrði krýndur
kóngur. „Hann getur orðið hertogi, hann
mun ekki verða konungur.“ „Eg vil ekki
verða hertogi, ég vil verða kóngur,“ sagði
eiginmaður hennar og stappaði í gólfið.
„Þú sefur ekki hjá henni Iengur,“ sagði
sármóðguð móðir hans og dró son sinn út
úr herberginu.
Má ég núna fara heim?
Breskur almenningur þekkti ekki nýja
drottningu sína, vissi það eitt að hún hafði
tekið sæti réttborins erfingja, Maríu
Tudor, sem mikilla vinsælda naut meðal
þjóðar sinnar. Stuðningsmenn Maríu
fylktu liði og voru reiðubúnir í blóðug
átök. Ljóst var að liðsmunur var svo mikill
að stuðningsmenn Maríu myndu gersigra
stuðningsmenn Jane Grey. Fylgismenn
Nothumberlands gáfust upp án baráttu.
Northumberland játaði sig sigraðan.
Þegar faðir Jane fékk fréttirnar hélt
hann á fund hennar og sagði henni að
framvegis yrði hún að sætta sig við
óbreytt líferni eftir níu daga setu sem
drottning. Hún svaraði: „Vegna hlýðni við
þig og og móður mína hef ég syndgað
skammarlega. Nú afsala ég mér fúslega
krúnunni.“ Síðan spurði hún í barnslegu
sakleysi sínu: „Má ég núna fara heim?“
En það var ekki eins og ekkert hefði
gerst. Samkvæmt lögum hafði Jane gerst
sek um landráð og dauðarefsing beið
hennar. Hún skrifaði Maríu Tudor Iangt
bréf þar sem hún sagðist hafa ófús orðið
drottning og bað Maríu um að sýna sér
skilning og miskunn. María fylltist samúð
og sagði ráðgjöfum sínum að samviska
sín bannaði sér að láta taka Jane af lífi.
Hún sagði að sér þætti vænt um frænku
sína sem bæri ekki ábyrgð á atburða-
rásinni heldur hefði einungis verið peð í
valdatafli fullorðinna.
Nurthumberland var tekinn af Iífi og
Jane og eiginmaður hennar voru sett í
varðhald. Þegar réttað var í máli þeirra
voru þau bæði dæmd til dauða. Jane lét
sér hvergi bregða heldur horfði alvörugef-
in og einbeitt á dómar-
ann. Þegar hún hitti
þjónustufólk sitt
eftir að dómur-
inn hafði verið
kveðinn upp
sagði hún:
„Munið að ég
er saklaus og
átti ekki skil-
ið þessa refs-
ingu. En ég
hefði ekki átt að
þiggja krúnuna."
Foreldrar Jane Grey voru valdagráðug og giftu dóttur sína nauðuga.
Sextán ára á höggstokknum
Almennt var álitið að María
drottning myndi þyrma Iífi Jane.
Það hefði hún mjög líklega gert ef
ekki hefði komið til uppreisnar
mótmælenda gegn drottningu.
Þar var faðir Jane fremstur
flokki. Uppreisnin var baíld niður
en drottningu og ráðgjöfum
hennar var ljóst að að meðan
Jane lifði væri stöðug hætt á því
að mótmælendur myndu reyna
að koma henni aftur til valda.
Heimildir benda til að
Jane Grey hafi verið boðið
líf vildi hún gerast kaþ-
ólikki. Hún afþakkaði
boðið, gat ekki hugsað sér
að selja sannfæringu sína
fyrir líf sitt. Drottning sendi
henni þá skriftaföður sinn í
þeirri von að hann gæti snúið
henni til kaþólsks siðar. Það
tókst ekki. Milli Jane Grey og María Túdor
skriftaföður hennar myndaðist María vi/di lenoi vei húr^rrT J3ne voru frænkur oq
á örfáum dögum djúp iJinuVtZioL Th <W '^ f
virðing og vinatta. --------------un 'oks taka hana af h'fi.
Við höggstokk-
inn beindi Jane
Grey orðum sínum til
viðstaddra og sagði að
ráð annarra hefðu
blekkt sig og því
væri hún saklaus.
Skriftafaðir
drottningar
stóð við hlið
hennar og
fullur
dapur-
leika.
Jane
hans,
sneri sér að honum og kyssti hann. Stutta
stund stóðu þau og héldust í hendur.
Jane gekk síðan að höggstokknum og bað
böðulinn að Ijúka verki sínu fljótt. Síðan
leit hún á böðulinn og spurði: „Heggurðu
áður en ég krýp niður?“ „Nei, ungfrú,“
svaraði böðullinn. Jane batt vasaklút fyrir
augun. Hún þreifaði sig síðan að högg-
stokknum. Hún fann hann ekki. Hún
hrópaði: „Hvar er hann? Hvar er hann?“
Enginn svaraði henni, öllum var brugðið.
Hún hrópaði enn: „Hvað á ég að gera?“
Þá gekk einn viðstaddra til hennar og
leiddi hana að höggstokknum. Hún kraup
við stokkinn og teygði út handleggina til
að gefa böðlinum merki. Hann lyfti exi
sinni og Jane sagði hárri röddu: „Faðir, í
þínar hendur fel ég anda minn.“
Sex mánuðum eftir aftöku Jane Grey
veiktist dómarinn sem dæmt hafði hana til
dauða. Þar sem hann lá á sjúkrabeði sfnu,
rænulítill, hélt hann því fram að við rúm-
stokkinn stæði svartklædd vera sem starði
á sig. Hvað eftir annað æpti hann: „Farið
með lafði Jane burt ffá mér! Farið með
hana!“ Með þau orð á vörum Iést hann.
María Tudor var drottning í sex ár. A
skömmum tíma skapaði hún sér andúð
og hatur vegna ofsókna sinna á hendur
mótmælendum og hefur í sögunni feng-
ið nafnið Blóð María. Til ríkis eftir hana
kom hin gáfaða hálfsystir hennar Elísa-
bet sem reyndist farsæll stjórnandi og
ríkti í hálfa öld.
Jane Grey varð peð í valdatafli gráðugs
stjórnmálamanns og tók við ensku
krúnunni gegn vilja sínum.