Dagur - 03.11.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 03.11.1998, Blaðsíða 6
f 6 - ÞRIÐJUDAGUR 3 .NÓVEMBER 1998 -Tk^ur ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf augiýsingadeiidar: Simar auglýsingadeildar: Netfang augiýsingadeiidar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.800 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171CAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Smávægileg skilyrói Náttúraii mctm til fjár í fyrsta lagi Fræðimenn hafa nú ítrekað lýst því áliti sínu að hefðbundnir útreikningar á arðsemi virkjana og iðjuvera séu beinlínis rang- ir. Það er vegna þess að hingað til hafa menn ekki metið nátt- úrurask og umhverfisspjöll til fjár, sem hluta af stofnkostnaði þessara fyrirtækja. I tveimur erindum á ráðstefnum um helg- ina komu fram mjög áþekk sjónarmið Ragnars Amasonar hag- fræðiprófessors og Stefáns Gíslasonar umhverfisverkfræðings. Þeir telja víst að samkvæmt þeim leiðum sem fræðimenn hafi verið að þróa til að meta gildi náttúru og umhverfis muni há- lendi Islands og víðerni aukast mjög að verðmæti í náinni framtíð. í öðru lagi „Hagfræðingar geta reiknað hvað sem er“ má til sanns vegar færa. Mælikvarðar á verðmæti náttúru eru ekki á hinu hefð- bundna torgi markaðslögmála. En það þýðir ekki að hún sé verðlaus. Fræðimenn benda á nokkrar leiðir til að meta hreint fjárhagslegt gildi umhverfis. Ragnar Arnason gekk svo langt í erindi sínu að kreQast þess að menn hafi þessar aðferðir „stíft í huga þegar þeir meta arðsemi virkjana". Við vitum ekki bet- ur en að þær hafi ALLS EKKI verið hafðar í huga við mat á umdeildum virkjunum norðan Vatnajökuls. 1 þriðja lagi I þessari viku hefst í Buenos Aires framhaldsráðstefna um út- færslu Kyoto-samkomulagsins um takmörkun á útblæstri gróð- urhúsaefna. Sú forgjöf sem Islendingar hafa þegar tryggt sér er metin sem ígildi 1-2 milljarða á ári. Ekki hefði þótt líklegt fyrir fáum árum að andrúmsloftið yrði á þennan hátt metið til fjár og því „kvótaskipt" milli ríkja. Er líklegt að verðmæti út- blásturskvóta muni minnka í framtíðinni? Nei. Er skynsamlegt að reka sig strax upp í þak og rúmlega það með því að úthluta öllu sem við eigum? Nei. Eigum við að verðfella hreint um- hverfi og óspillta náttúru til að hagræða bókhaldi virkjana og iðjuvera? Nei. Verða skammsýnar og bráðræðislegar ákvarðan- ir aftur teknar? Nei. Niðurstaðan er nei, nei, nei. Og aftur nei. Stefán Jón Hafstein. Þá er landsfundi Kvennalist- ans lokið og þær hafa ákveðið að taka þátt í sameiningarferl- inu með A-flokkunum tveim. Smávægileg skilyrði fylgja þó þeirri ákvörðun en það er að Kvennalistinn fái tvö örugg sæti í Reykjavík og eitt af þremur efstu sætum sameigin- legs lista í öllum kjördæmum. Það vekur athygli Garra að ýmsir af hinum svokölluðu sameiningarsinnum hafa snú- ið út úr þessum hógværu kröf- um Guðnýjar Guðbjörns og Kvennalistans og reynt að gera þær tortryggilegar. Þannig tala formenn A- flokkanna um „óþægi- lega stöðu“ og þar fram eftir götunum, rétt eins og þeir hafi haldið að sameiningin kostaði engar fórnir. Flokkur með framtíð I Reykjavík hefur Kvennalistinn verið gríðarlega sterkur og náði meira að segja kjördæmakjörnum manni inn í síðustu kosningum. Augljós- lega geta kvennalistakonur ekki sætt sig við minna nú - þetta er flokkur í mikilli sókn og með háleit og framsækin framtíðarmarkmið. Menn geta einfaldlega velt fyrir sér þeim óbætanlega skaða sem Kvennalistinn gæti valdið samfylkingunni ef konurnar kysu að fara fram á eigin for- sendum og undir eigin merkj- um!! Undanfarið hafa þær verið að mælast með allt upp í 1 - 1,7% í skoðanakönnun- um og það munar nú heldur Guðný Guðbjörns- dóttir, þingkona Kvennaiistans., betur um slíkt!! Samnings- staða Kvennalistans er því feikilega sterk og engum ætti að koma á óvart að þær geri kröfur. Sérstakt framboð Kvennalistans í Reykjavík myndi þannig gera endanlega út af við hugmyndir samfylk- ingarinnar um sómasamlega útkomu í kjördæminu. Landsbyggðin En verst yrði þó útkoma Sam- fylkingarinnar á landsbyggð- inni ef Kvennalistinn rifi sig út úr samflotinu. Garri sér þannig fyrir sér að jafnaðarmenn á Aust- urlandi, ekki síður en Rauðgræni flokkurinn (eða rauðgranaflokk- urinn eftir skegglit Steingríms), í þvf kjör- dæmi gætu lent í miklum erfiðleikum ef Kvennalistinn færi fram sér. Eða þá í Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og á Suðurlandi sem allt eru hefðbundin Kvennalistakjör- dæmi. Þannig má ljóst vera að það er Kvennalistinn öðrum fremur sem hefur framtíð og velgengni sameiningar jafnað- armanna í höndum sér jafnt í Reykjavík sem úti um land. Því er krafan um tvo örugga menn í Reykjavík og eitt af þremur efstu sætunum í öllum hinum kjördæmunum síst of óvægin. Þvert á móti hlýtur hún hrein- lega að teljast hógvær í ljósi þeirrar yfirburðastöðu sem Kvennalistinn hefur í íslenskri pólitík í dag. GARRI V JÓHAJVNES SIGURJÓNS- SON skrifar Sem betur fer er afar sjaldgæft að hreinræktuð skemmdarverka- starfsemi sé stunduð á fjölmiðl- um landsins. En því miður eru undantekningar á því. Ein slík var viðtal í Degi sl. fimmtudag þar sem rætt var við doktor Roll, heimsfrægan danskan dularsál- fræðing. Þetta viðtal var ekkert annað en atlaga að íslenskri þjóðmenningu, árás á trúarlíf íandsmanna, tilraun til að kippa stoðum undan atvinnugrein í örum vexti og tilraun til að svip- ta Islendinga sjálfsblekkingu sem hefur verið undirstaða í andlegu lífi þjóðarinnar um ald- Doktor RoII og Dagur samein- uðust í þessu viðtali um að eyði- leggja draugatrú íslendinga, trú sem stendur fastari fótum £ hug- um Iandsmanna en nokkur önn- ur trúarbrögð. Atlaga að þjóðar- blekktngu Rosa stuð Doktor Roll heldur því sem sé fram að ærsladraugar, vofur og afturgöngur sem hingað til hafa verið eins og hveijir aðrir fjöl- skylduvinir flestra ís- lendinga, séu ekkert annað en rafmagns- eða rafsegulbylgjur sem myndast þegar jarðlög eru að nugga sér saman og hnoðast hvert á öðrum. Afleið- ingarnar séu jarð- skjálftar og drauga- gangur. Rafsegulorka sem leysist úr Iæðingi framkallar rafstraum sem getur myndað íyr- irbæri eins og fljótandi ljós og svipi sem með vel þjálf- uðu ímyndunarafli má gera að mögnuðum draugum. Enn frem- ur hafi rafstraumurinn áhrif á heilabú móttækilegra einstak- Doktor Roll. linga sem fari þá að sjá sýnir, ekki síst drauga í hveiju horni. Ef Roll hefur á réttu standa, þá útskýrir þetta ekki einungis uppstyttulausan afturgöngugang á íslandi, (þar sem, nota bene, jarðhrær- ingar eru meiri en víð- ast annars staðar), heldur er þama komin skýring á sýnum spá- manna og trúarbragða- höfunda yfir höfuð. Trúarbrögð heimsins byggja sem sé á því að allir frelsararnir og heilagsandahoppararn- ir hafa verið í stuði, í orðsins fyllstu merk- ingu. Raívirkja í stað miðla! Ég veit ekki hvort Dagur gerði sér grein fyrir því hvað hann var að gera með birtingu þessa við- tals. Hvers eiga til dæmis miðlar og aðrir í afturgöngubransanum að gjalda? Hundruð manna hafa atvinnu sína af því að krukka í handanheimum og þeir vinsæl- ustu hafa af þessu verulegar virðisaukaskattskyldar tekjur. Og svo kemur Dagur og nánast heldur því fram að það sé gáfu- Iegra að kalla á rafvirkja eða jarð- skjálftafræðing en miðil ef menn vilja ná sambandi við framliðna! Ég meina, rafiðnaðarsamband- ið hlýtur að fagna þessari um- fjöllun. En miðlar eiga ef til vill skaðabótakröfu á Dag fyrir að kippa í einu vetfangi grunninum undan atvinnustarfsemi sem á sér miklu lengri sögu í Iandinu en rafvirkjun. Dagur ætti að hafa það í huga að aðgát skal höfð í nærveru sála, sérstaklega ef þessar sálir eru rafrænar afleiðingar jarð- hræringa. svauraiö Em hugmyndirum nýtt skipurít Lögreglunnar í Reykjavík til bóta? Sveinn Amlri Sveinsson lögmaður í Reykjavík. Svona í fljótu bragði sýnist mér svo vera. Það virðist vera til bóta að fela núver- andi varalög- reglustjóra sem flest verkefni, hann virðist vera að gera góða hluti. Ef nýtt skipulag á starfsemi Lögreglunnar passar svo að þeirri vinnu sem Georg hefur verið að gera er þetta hið besta mál.“ Bryndís Hlödversdóttir þingmaður ogfulltníi í allsherjar- nefnd Alþingis. „Það er ekki annað hægt en brosa yfir því að í stað þess að ganga beint til verks og gera þær breytingar sem menn telja nauðsynlegar, meðal æðstu manna lögreglunnar, eru búnar til nýjar umbúðir utan um sama pakkann.11 Siv Friöleifsdóttir þingmaðurá Reyltjanesi. „I heildina fela bug- myndirnar í sér skýrari línur varð- andi stjórn- un innan Lögreglunn- ar í Reykja- vík. Þó finnst mér álitamál að svo fáir yf- irmenn eigi að stýra 300 manna lögregluliði Reykjavíkur. Hins- vegar er nokkuð sérkennilega staðið að þessari stefnumótunar- vinnu, þar sem gengið var fram hjá lögreglustjóranum í Reykja- vík, Böðvari Bragasyni, og hann ekki hafður með í ráðum um þessar umfangsmiklu breyting- ar.“ Jónas Magnússon formaðurLandssambands lögreglu- ntanna. „Við erum að kynna okkur innihald skýrslunnar á þessari stundu, kosti þessa nýja skipurits og galía. En það er töluverð óánægja með þetta nýja skipurit meðal yfirmanna lögreglunnar, menn sjá ekki tilganginn en taka skal fram að lítill hluti manna hefur kynnt sér efni þess utan það sem birtist í fjölmiðlum um helgina."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.