Dagur - 12.11.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 12.11.1998, Blaðsíða 2
f T 18 - FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 LÍFIÐ t LANDINU .Tkyytr' SMATT OG STORT UMSJÓN: BIRGIR GUÐMUNDSSON Stefán Guðmundsson. Kastró. GULLKORN „Margir halda að ég sé bara „hrís- grjónamaður“ og bjóða mér bara hrísgrjón. En ís- lenskur matur er góður og mig langar til að smakka svið.“ Mac Chen Zhang kínverskur skiptinemi í Degi í gær. Tertuboð og kókó Stefán Guðmundson þingmaður og sveitar- stjórnarmaður kom mönnum nokkuð á óvart á dögunum þegar hann tilkynnti að hann væri jafnvel hættur við að hætta við að bjóða sig fram til þings í vor. Stefán hefur haldið mönnum nokkuð spenntum síðan en nú heyr- ist að hann hyggist tilkynna formlega um ákvörðun sína á sunnudaginn. Stefán mun ætla að safna saman nokkrum vinum og velunnurum, bjóða þeim upp á kókó og tertur og segja síðan frá áformum sfnum. Spurningin er hins vegar hvernig beri að túlka þessa tertu- veilsu, á hún að vera pólitísk erfidrykkja eða er þetta eins konar pólitísk endurskírnarveisla. „To be og not to be“ - það er verkurinn! Síðustu móhlkanamir Gríðarlegur áhugi virðist nú vera á Kúbuferð- um og kemur opinber heimsókn Margrétar Frímannsdóttur beint inn í þann „trend". Vin- sældir Kúbuferða hafa einkum verið skýrðar með því að fólk vilji nú fara í öðruvísi ferðir en hinar hefðbundnu sólarlanda- eða borgarferð- ir. Hins vegar hafa gamlir kaldastríðs hugsuðir bent á að samhliða vinsældum Kúbu hafi Kína Iíka aukist verulega meðal ferðalanga, sem bendi eindregið til að menn vilji fyrir alla muni sjá síðustu leyfar deyjandi stjórnmála- kerfa - sjá síðustu kommúnistaríkin áður en þau líða endanlega inn í heim mannkynssög- unnar. Þingmaunabrandari Nýjasta nýtt í brandarabransanum er að snúa Ijóskubröndurum upp á alþingismenn og er augljóst að fyrir því standa menn sem Iitla trú hafa á íslenskum stjórnmálum. Sem dæmi um hvernig þetta kemur út er þessi brandari sem sagður var í vikunni: Þingmaður kom á pólit- ískan nefndarfund snöktandi. Nefndarformað- urinn spurði hvað væri að og sagðist þingmað- urinn þá hafa misst móður sína. Formaðurinn sagði honum þá blessuðum að taka sér frí frá nefndarstarfinu úr því svona stæði á, en þing- maðurinn hafnaði því þar sem hann vildi dreifa huganum. Eftir stutt fundarhlé nokkru síðar kom þingmaðurinn hágrátandi til baka og spurðu menn þá hvað væri nú að. „Það ér ekki eitt, það er allt - ég var að tala við systur mína f sfmanum og haldið þið ekki að hún hafi misst móður sína Iíka!“ Bubbi Mortens var að gefa út bók um hnefaleika en sú íþrótt hefur löngum verið í uppáhaldi hjá honum. Fmnilivatimar vaktar I bókinni er farið yfir reglur sem gilda í hnefaleikum, sýnt fram á hvernig þyngdarflokkarnir eru og svo eru talin upp ýmis ólíkleg met. „Með þessu erum við að reyna að sjá til þess að bókin glóðvolgan þar sem hann fékk /irí vrngjr Ipihir fimrJn- nýtist bæði þeim sem hafa áhuga sér kaffi Og með því á einu kaffi- O U J á bnefaleiknm no nðrnm “ «eoir húsa borgarinnar. Bubbi Mortens, sem þekkastur er fyrir söng og hljóðfæraleik, hefur nú gengið í raðir rithöf- unda landsins og gaf nýverið út bók um hnefaleika ásamt Sverri Agnarssyni. Dagur greip hann Að berja mann og annan hejurlöngum þótt skemmtun góð - Hvað varð til þess að þú ákvaðst að gefa út bók um hnefa- leika? „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á íþróttini, alveg frá því að ég var 6-7 ára gamall,“ svarar Bubbi. „Mig langaði til að vekja upp áhuga og umræðum um hnefaleika og fannst að bók væri alveg upplögð til þess.“ - Frá hvaða sjónarhomi er bók- in skrifuð? „Fyrst og fremst með það að markmiði að vera skemmtileg af- lestrar og um leiða að fræða fólk dálítið um sögu hnefaleikanna og upphaf. Við segjum frá fyrstu heimildum um hnefaleika sem fram komu strax um árið 5000 f. k., og rekjum í stór- um dráttum söguna fram til nútíma hnefaleika og segjum jafnframt frá því hvernig hnefaleikar tengjast réttindabarátuu svartra í Bandaríkjun- um. Þar á eftir Ijöllum við um helstu stjörnur samtímans og einnig þá hnefaleikara sem hvað mest áhrif hafa haft á þessari öld, bæði pólitískt og svo út frá íþróttinni sjálfri. irupp til að menn geti notið þessarar ánægju en sennilega erboxið vinsælast þeirra. SPJflLL á hnefaleikum og öðrurn," segir Bubbi, sem telur bann \áð hnefa- leikum hérlendis vera hreint stjórnarskrár- og mannréttinda- brot. „Hnefaleikar eru geysivinsælt sjónvarpsefni," heldur Bubbi áfram. „Hæsta áhorf sem mælst hefur í lokaðri dagskrá hérlendis var þegar British Natonale bar- daginn var sýndur, þá horfðu 24% þjóðarinnar á, hvorki meira né minna. Og eitt er það sem ekki má gleyma og það er að sívaxandi fjöldi kvenna hefur mikinn áhuga á að horfa á hnefaleika, þannig að þetta er ekki bara karlaíþrótt.“ - En er þetta ekki bara fbeldi, menn sem lemja hvem annan ogfá útrás með því? „Jú auðrítað er þetta ofbeldi, en hnefaleikar eru mjög hreint ofbeldi. Það er bara um að ræða tvo menn sem berjast, eftir reglum, og annar vinnur. Svo einfalt er það. Það má kannsld segja að þarna sé lífsbaráttan í hnotskurn, barátta manna fyrir sigrum eða eins og Steinn Steinar sagði svo fallega: I draumi sérhvers manns er fall hans falið. -VS FRA DEGI TIL DAGS Sumt fólk þjáist þegjandi með meiri hávaða en annað. Morrie Brickman. Þetta gerðist 12. nóv. • 1900 var heimssýningin í París opnuð. • 1927 var Trotskí gerður brottrækur frá Sovétríkjunum og Stalín ríkti einráður. • 1933 komust nasistar til valda með kosningasigri í Þýskalandi. • 1953 sagði David Ben Gurion af sér sem forseti Israels. • 1967 fluttu síðustu íbúamir úr Flatey á Skjálfanda. • 1974 lést Þórbergur Þórðarson stílsnill- ingur, 85 ára. Þau fæddust 12. nóv. • 1817 fæddist Baha’ Ullah, stofnandi Baha’i trúarinnar. • 1833 fæddist rússneska tónskáldið Al- exander Borodin. • 1915 fæddist franski gagnrýnandinn og heimspekingurinn Roland Barthes. • 1929 fæddist þýski ævintýrahöfundur- inn Michael Ende. • 1939 fæddist tékkneska sópransöng- konan Lucia Popp. • 1945 fæddist rokkarinn eilífi Neil Young. Vísa dagsins Þessa vísu og nokkrar fleiri sendi maður sem vill kalla sig Klóalangan Móason, sem hann segir hafa verið gælunafn á vendinum í gamla daga. Kvæðið allt kallar hann „Upp úr sjó“. Kristján upp á kvótann sinn með kænsku reyndi að passa, sem þetta gamla góða skinn geymir fyrir trassa. Afmælisbam dagsins Grace Kelly, stjarna í Hollywood og síðar furstafrú í Mónakó, fædd- ist í Bandaríkjunum árið 1929. Hún lék í alls 11 kvikmyndum á ár- unum 1951-56 og naut mikilla vin- sælda, en fórnaði leikferlinum þeg- ar hún giftist Rainer fursta í Mónakó og eignaðist með honum þrjú böm, Karólínu, Albert og Stef- aníu. Hún Iést í bílslysi í Mónakó 14. september 1982, og var þá ný- lega komin úr íslandsför ásamt eig- inmanni og tveimur barnanna. Ástarieitór Maður nokkur var á Ieið heim til eigin- konu sinnar seint um kvöld, skömmustu- legur mjög, enda hafði hann gleymt sér í ástarleikjum með annarri konu. Þá hugkvæmdist honum að ganga út á grasblett og ata þar skóna út sem best hann gat. Þegar hann kom inn úr dyrunum beið eiginkonan eftir honum og spurði tortrygg- in: „Hvar hefur þú eiginlega verið?“ ,/E, elsku vina, ég verð að viðurkenna það,“ sagði maðurinn niðurlútur. „Ég var að halda framhjá þér með annarri konu.“ Konunni varð þá litið á skóna, og svaraði að bragði: „Nei, nú lýgurðu! Þú hefur verið allan daginn að spila golf, eina ferðina enn!“ Veffang dagsins Þeir sem kannast við gamla brýnið Neil Young, sem er orðinn 53 ára og rokkar enn, ættu að finna sitthvað við sitt hæfi á þessari síðu: www.HyperRust.org

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.