Dagur - 12.11.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 12.11.1998, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGU R 12. NÓVEMBER 1998 - 19 LÍFIÐ I LANDINU Það ermikilþraut- segja íRússum og þeir segjast margirhverjir hafa séð það svartara. „Ég hef stundum lýst því þannig," segir Gunnar Gunnars- son fyrrverandi sendiherra í Rússlandi, „að þegar menn eru staddir í miðjum hvirfilbyl þá er hæpið að reyna að segja til um vindhviðurnar sem koma fyrir næsta horn. Þannig kemur Rússland manni dálítið fyrir sjónir eftir að hafa dvalist þar í nokkur ár.“ Gunnar var sendiherra í Rúss- Iandi í Ijögur ár og kom heim snemma á þessu ári. A hádegis- verðarfundi með stjórnmála- fræðingum í síðustu viku fjallaði hann um ástandið í Rússlandi, þar sem sviptingar í stjórnmál- um hafa verið miklar og efna- hagsútlitið er með alversta móti. Gífurleg uppstokkun og gerjun „Það var mín niðurstaða," segir hann í stuttu spjalli við blaða- mann Dags, „eftir því sem ég dvaldi Iengur þarna, að vera helst ekkert að spá mikið í fram- vindu mála. Þegar maður talaði við menn sem annað hvort tóku þátt í pólitík eða fylgdust grannt með eins og blaðamenn, þá kom glöggt í ljós að maður gat nánast valið um hvaða mynd maður vildi fá af ástandinu á hverjum tíma. Sumir stjórnmálamenn, sem voru í stjórnarandstöðu, voru gjarnan með miklar heimsendaspár. Þeir sem fylgdu stjórninni að málum í grundvall- aratriðum, þeir máluðu hlutina í öðrum litum. En staðreyndin er sú, að það er svo mikil upp- stokkun og gerjun í Rússlandi að það er í rauninni eðlilegt að það sé mjög erfitt að spá í það.“ - En nú eru matvæli vtða hein- linis á þrotum og ástandið hlýtur að vera geigvænlegt? „Jú, það er ábyggilega mjög erfitt ástand á mjög mörgum stöðum í Rússlandi. Ríkisstjórn- in færi áreiðanlega ekki að biðja um matvælaaðstoð erlendis frá ef svo væri ekki. Almenningur finnur kannski hvað mest fyrir því vegna þess að það er mjög stór hluti matvæla fluttur inn í landið og gengisfelling hefur verið mikil og mjög hröð. En það er mikil þrautseigja í þessari þjóð og saga hennar hefur sýnt að Rússar eru mjög duglegir að bjarga sér í erfiðleikum. Eg hef i kreppunni reyna Rússar að bjarga sér eftir bestu getu. setans og þingsins kannski átt sinn þátt í því að kreppan núna kom svo á óvart? „Það held ég ekki. Ég talaði við marga sérfræðinga, og það vestræna sérfræðinga, sem voru ekkert endilega að velta fyrir sér átökum milli þings og forseta heldur voru að velta fyrir sér þeim upplýsingum sem þeir höfðu um efnahagskerfið í land- inu og efnahagsþróunina. Þær upplýsingar eru að mörgu leyti fábrotnari heldur en við höfum hér á landi í ljósi þess að svo stór hluti af efnahagslífinu er það sem við köllum neðanjarð- arhagkerfi. Þessir sérfræðingar voru á því í fyrrahaust og alveg þar til að ég fór í lok febrúar frá Rússlandi að nú mætti búast við efnahagsuppsveiflu á árinu 1998. Menn bjuggust engan veginn við því hrapi sem nú hef- ur átt sér stað.“ -GB Gunnar Gunnarsson sendiherra á tali við Magneu Marínósdóttur á hádeg- isverðarfundi stjórnmálafræðinga í síðustu viku. líka heyrt frá sumum, að þeir hafi séð það verra en þetta.“ Bílstjóri á eftirlaimiun „Ég kynntist því til að mynda að bílstjóri sendiráðsins til átján ára, hann fór á eftirlaun og býr núna í sínum fæðingarbæ þar sem hann ræktar aðallega græn- meti. Ég sagði við hann þegar hann fór að mér væri ekki Ijóst hvernig hann ætlaði að fara að því að lifa af þessum eftirlaun- um sem hann fengi, en óskaði honum góðs gengis. Hann sagði að ég skyldi nú ekki hafa áhyggj- ur af því, hann hefði lifað við mun erfiðari aðstæður. Og þá átti hann við fyrstu tíu árin eftir stríðið, eða svo.“ - Hvað með stjómvöld? Geta þau ráðið við nokkuð lengur? „Það er ljóst að það hefur ekki verið auðvelt að halda um stjórnvölinn í Rússlandi og er það ekki í dag. Rfkisstjórn Prímakovs stendur frammi fyrir gífurlegum vandamálum. Styrk- ur hennar felst hins vegar í því að um hana er að miídu leyti samstaða á þingi. Tíminn verður að sýna, hvemig henni tekst upp að takast á við þetta ástand," sagði Gunnar. Sérfræðingar á villigötuin - Hefur valdaharáttan milli for- BÆKUR Stórfengleg fuglabók [slenskir fuglar eftir dr. Ævar Petersen er viða- mesta bók um fugla við og á landi hér. Þar er gerð grein fyrir öllum villtum fugium á Is- landi og kjarni þeirrar þekk- ingar um fuglana sem aflað hefur verið hér á landi. Les- málið er stutt myndum og kortum og eru myndirnar gerðar af Jóni Baldri Hlíð- berg. A myndunum eru sýndir 450 fuglar af 116 tegundum. Ævar Petersen er einn virt- asti fuglafræðingur landsins og í þessari bók sinni byggir hann á íslenskum rannsókn- um, sem að verulegu leyti er nýtt og hefur ekki verið tekið saman fyrir almenning áður. Nákvæm kort sýna út- breiðslu tegundanna. Mynd- irnar eru af báðum kynjum fuglanna, sumar- og vetrar- búningi og ungum þeirra og eggjum. Utgefandi er Vaka-Helga- fell. Flakkað uin tímann Forlagið hefur sent frá sér bók- ina Teitur tíma- flakkari eftir Sigrúnu Eld- járn. Hún höfð- ar ekki síst til barna og ungl- inga og gefur eftirfarandi þráður nokkra hugmynd um efni bókarinn- ar: Ini í dimmu og drungalegu skógarþykkni stendur skuggalegt hús. Þar býr Tímóteus uppfinningamaður með tilraunadýrum sínum. Ollum stendur stuggur af þessum dularfulla manni en enginn veit hvað hann hefur í huga. Hann ætlar nefnilega að senda njósnara fram í tímann. Þá kemur Teitur til sögunnar, greindur og forvit- inn strákur og sest hann í tímavél Tímóteusar. Höfundur myndskreytti bókina, eins og fyrri barna- bækur sínar. Fágaður steinn Einn steinn sem hafið fágar er heitið á öðru bindi skáldævi- sögu Guðbergs Bergssonar, sem nú er komið út hjá Forlaginu. Er það framhald verðlaunabókarinnar Faðir og móðir og dulmagn bemskunnar. I skálsævisögunni leitar höfundur upp líf sem hvergi er lengur til nema í hans eig- in hugskoti, eins og segir svo skáldlega á bókarkápu, sem er gerð til að endurprenta í bókafrétt eins og þessari. Skáldævisagan er óður um lítið timburhús við sjó, ljóð- ræn frásögn um fátækt og óupplýst fólk sem býr yfir miklu viti og djúpum tilfinn- ingum. Enginn er lofsunginn og engum vorkennt. Sagan hrærist í sínum eigin tíma og Guðbergur yrkir á hispurs- lausan hátt um þann heim sem mótaði hann og skáld- skapinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.