Dagur - 12.11.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 12.11.1998, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1998 - 23 X^MI- LÍFIÐ í LANDINU R A P P i R FÓLKSINS MEINHORNIÐ • Jólabókaflóðið er að drekkja Meinhyrningi eins og fleirum. Uppstyttulaust koma höfundar ffam í öllum Ijölmiðlum og tjá sig út og suður um nýju bækurnar sínar og gagnrýnend- ur fara um þær mismjúkum höndum og bókaútgefendur auglýsa í blóð- spreng bestu bækur ársins hverja af annarri. Og er nú svo komið að annað tveggja hafa menn étið yfir sig af áróðr- inum fyrir jólin og nenna því ekki að lesa öll þessi meistara- verk, ellegar enginn tími vinnst til þess vegna anna við að fylgjast með umfjöllun um bækurnar. • Sem betur fer hefur lítið borið á jólasveinum í Qölmiðlum að undanförnu og er fagnaðarefni. En ekki tók betra við því aðrir jólasveinar hafa komið í staðinn, próf- kjörsjólasveinar Sjálfstæðis- flokksins sem fara nú mikinn í rándýrum aug- lýsingum og ódýrari greina- skrifum. Má ég þá heldur biðja um Stúf og Stekkjarstaur af tvennu illu. Brot ú r viötali í óbirtu viðtali sem ég tók við íslenskan skip- stjóra sem stjórnar verksmiðjutogara sem veiðir við Alaska kom fram athyglisverð stað- reynd. Þegar fiskveiði- heimildum er úthlutað þarna á svæðinu þá kemur í hlut íbúa í Alaska Ijörutíu prósent af því sem er úthlutað. Einstaklingarnir á svæðinu fá ekki kvóta hver fyrir sig heldur er sérstökum sjóði sem er í þeirra eigu úthlutað kvóta. Sjóðurinn selur síðan verksmiðjuskipunum þennan lcvóta og fær þannig mikið fjármagn til ýmissa nauðsynlegra framkvæmda. Ekki er hægt að nota þessar aflaheimildir til veiða frá landstöðvum vegna fjarlægðar frá fiskimiðunum. Samt er litið á þessa auðlind sem eign landsmanna og það viðurkennt með þessu móti. Ef þessi háttur væri hafður á hér á landi þá kæmi mikið fjármagn til fiski- bæja á landsbyggðinni og gæti þessi háttur orðið hin ágætasta byggðastefna. Það sem er líka athyglisvert við þennan hátt á veiðiheimildum er að úthlutunin fer fram á hveiju ári og geta skipin því aldrei eignast kvótann varanlega. Eig- endur þeirra verða því að keppa inn- byrðis við að komast yfir kvóta og að kaupa þessa tvo fimmtu parta á hveiju ári af landsmönnum og greiða fyrir hann á hverju ári. sægreifanna þessa dagana og stjórn- málasamtök virðast ætla að gera út á óánægju landsmanna með fiskveiði- heimildir í varanlegri eign þeirra þá er fróðlegt fyrir þá sem þannig hugsa að leggja hugann að þessum upplýsingum. Uthlutun á þessum fiskveiðiheimildum á hveiju ári kemur í veg fyrir að þær verði nokkurn tímann eign þeirra sem hafa þær undir höndum hveiju sinni. Þær verða því ekki eignfærðar né af- skrifaðar. Þær verða ekki veðsettar lána- stofnunum. Þær koma ekki til arfs eða til sölu hjá mönnum sem hætta útgerð. Þeir sem styðja núverandi fyrirkomu- lag mættu hugsa sinn gang þegar þeir halda því fram að þeir sem gagnrýna kvótakerfið geti ekki bent á neitt sem á að taka við ef breytt verður frá því sem nú er. Þessi ameríska aðferð gæti orðið til þess að landsmenn sættu sig betur við lcvótakerfið ef öfundin minnkaði við að taka hana upp. Ég vil því leyfa mér að benda á hana sem lausn og sátt á milli þeirra sem gagnrýna kvótann og þeirra sem styðja hann. Þessi aðferð þarf ekki að hamla veiðum umfram það sem gerist í núverandi kerfi en það mundi örugglega taka nokkurn tíma fyr- ir núverandi veiðiréttarhafa að aðlagast þessari aðferð við úthlutun veiðiheim- ilda. Sú aðferð sem nú er höfð við út- hlutun veiðileyfa getur ekki staðið til lengdar vegna þess að almenningur er á móti henni. Það má því reikna með að hann losi sig við aðferðina í kosningum. Brynjólíur Brynjólísson skrifar Amerlska aðferðin Þar sem mikið er þráttað um kvótaeign „Þar sem mikid er þráttað um kvótaeign sægreifanna þessa dagana og stjórnmálasamtök virðast ætla að gera útá óánægju landsmanna með fiskveiðiheimildir í varanlegri eign þeirra þá er fróðlegt fyrir þá sem þannig hugsa að leggja hugann að þessum upplýsingum Strandgötu 31, 600, Akureyri Þverholti 14,105 Reykjavík Sími umsjónarmanns lesendasíðu: 460 6122 Netfang: ritstjori@dagur.is Símbréf: 460 6171/551 6270 Óskað er eftir að bréf til blaðsins séu að jafnaði hálf til ein vélrituð blaðsíða, 1000-1200 tölvuslög. Dagur áskilur sér rétt til að stytta lengri bréf. Raddir íólksins - vettvangur skoðanaskipta Lesendasíða Dags er opin öllum sem vilja tjá sig með skrifum um ýmis þau mál sem á þeim brenna. Mörg þeirra mála sem í deiglunni eru þarfnast umræðu, skoð- anaskipta. Lesendasíða Dags er kjörinn vettvangur fyrir slík skoðanaskipti. Hér fá raddir fólks- ins að heyrast. Hér getur þú sagt þína skoðun. Hefur þú skoðun á deilum um góð- gerðarstarfsemi? Veðrinu? Starfi Vega- gerðarinnar þegar ófært er? Aðdraganda jólanna? Leifi heppna? Láttu skoðanir þínar heyrast. Raddir fólksins fá að heyrast í Degi. Stefna blaðsins er að birta lesenda- bréf með fullu nafni sendanda nema í undantekningartilfellum. Bréf sem ber- ast blaðinu án þess að fullt nafn send- anda fylgi til blaðsins verða ekki birt. VEÐUR Veðrið í dag... Gert er ráð fyrir austan og norðaustan stinningskalda, en allhvasst verður um landið norðvestanvert. Víða rigning sunnanlands og eins sums staðar él eða slydduél úti við norðurströndina, en í öórum landshlutum verður úrkomulaust og sums staðar léttskýjað. Heldur hlýnandi, en þó áfram frost i innsveitum norðanlands. Hiti -2 til 5 stig Reykjavík °5 Fös Lau Sun Mán mm Akureyrí 0- -5 -10 -10 - 5 -----0 NA4 NNA4 NNA3 SSA3 ASA4 NA4 NNV5 A2 SA4 1-15 5-| 5 Fös Lau Sun Mán NA3 NNV3 N2 S2 SSA2 NNA3 N3 ANA2 S3 Stykkishólmur Fös Lau Sun Mán / " Egilsstaðir °g Fös Lau Sun Mán mm NA5 NNA6 NA4 SSA4 ASA5 NA6 N6 A3 SSA4 0 -5- -10 15 10 - 5 0 Bolungarvík °9 Fös Lau Sun Mán mm 5 -f ........ ....... ' ’ "J" ~~tj-15 0- -5- -10 NNA3 NNV3 N4 N2 S2 N4 N3 NNV3 SSV2 Kirkjubæjarklaustur °9 Fös Lau Sun Mán mrn 5 ”1 |-15 •10 - 5 0 NA5 NNA5 NA2 SSA2 ASA2 NA4 N4 ASA1 SSV3 0- -5- -10 -10 - 5 0 NA3 N2 N2 S2 SA2 NNA3 NNV3 NA2 SSA2 Blönduós Stórhöfði NA3 N3 NNA2 S2 SSA1 ANA6 NNA6 N5 SSA4 ASA7 NA2 N2 A1 S2 NA5 NNV7 ANA3 SA6 Veðurhorfur næstu daga Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hveijum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind fýrir neðan. Færð á vegum Flestar leiðir eru færar en skafrenningur var í gær á Dynjandis- heiði og Kleifaheiði. Hrafnseyrarheiði var ófær. Á Austurlandi opnaði Vegagerðin veginn yfir HeUisheiði eystri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.