Dagur - 18.11.1998, Síða 1

Dagur - 18.11.1998, Síða 1
Endurreisn hjartans Fyrir um þremur árum tók Ron að berast tölvupóstur frá Michael Pollock, en þar sem hann vissi ekkert um manninn, og tölvupósturinn skipti hundruðum bréfa á dag, svaraði hann ekki í fyrstu. „Hann var farinn að senda mér tölvupóst daglega um tíma og ég fór að hugsa, hver í andsk. er þetta eiginlega." Forvitnin rak hann til að lesa bréfin og upp úr því varð ýmiss konar samvinna Michaels, Ron, Birgittu Jónsdóttur og fleiri. Framundan er geisladiskur, tónleikar, upplestrar o.s.frv. mynd: pjetur. Ron Whitehead segistekki vem and-kapítalisti en þykirþó efnis- hyggjan heldursterk í nútíman- um og hejurhelgað lífsittheims- friði - með hjálp hókmennta. The literary renaissance (hin bókmennta- lega endurfæðing) heitir útgáfufyrirtæki Rons Whiteheads, ljóðskálds, sem staddur er hér á landi um þessar mundir. Hann hefur gefið út um 150 titla og eru á út- gáfulistanum að finna hina aðskiljanleg- ustu höfunda, s.s. Dalai Lama, Jimmy Carter, Knut Hamsun, Bono, Seamus Heaney fyrir utan langa runu höfunda af Beat-kynslóðinni, Allen Ginsberg, William S. Burroughs o.fl. Bráðlega bætast tveir ís- lenskir höfundar í hópinn, Birgitta Jóns- dóttir og Michael Pollock. Ron stofnaði fyrirtækið, sem er ekki rekið í hagnaðarskyni, árið 1992 til að þjóna markmiðum sínum, sem segja má að séu í stuttu máli að stuðla að friði í heiminum. Háleitt markmið - en eins og hann segir - ef ekki má beijast fyrir friði og mannkyni, hvað er þá þess virði að berjast fyrir? Þar sem markmið fyrirtækisins er ekki síst að ná til fólks, en ekki eingöngu koma bókum yfir söluborðið, hefur hann ekki bara gefið út bækur heldur og plaköt, svokallaðar kafla- bækur, staðið fyrir um 300 upplestrum, tón- Ieikum og maraþonupplestrum, haldið íyrir- lestra víða um Evrópu og Bandaríkin. Enda er „undirtitiir fyrirtækisins: ...til stuðnings bókmenntasamfélagi alheimsins. Og nú er hann hér og er Birgitta Jónsdóttir, sem stendur fyrir Margmiðlunarhátíðinni sem haldin verður í Reykjavík árið 2000, búin að ráða hann til að lokka hingað bandaríska listamenn á hátíðina. Útilokar ekki hvíta karlinn „Eg stofnaði fyrirtækið m.a. til að Ijá minnihlutahópum og konum rödd - en án þess að útiloka hinn hvíta karlmann sem hefur drottnað yfir vestrænni menningu öldum saman. En hið endanlega markmið er að leggja okkar af mörkum til friðar í heiminum. Eftir því sem valdaelítan nær meiri völdum í heiminum þá krefst það meira hugrekkis af minnihlutahópum að tjá sig. Sjálfsmorð eru að verða plága hjá ungu fólki og ég ákvað að beina aílri minni orku það sem eftir væri ævinnar í að gera allt sem ég gæti til að gefa fólki tilgang með þessu jarðlífi. Um leið og fólk fer að trúa því að ein manneskja geti skipt máli þá er okkur borgið. Jafnvel þó við töpum baráttunni. Vestræn menning einblínir á hugann en ekki hjartað. Fyrir mér er hjart- að mikilvægasti hluti tilverunnar. Sumir vilja kalla þetta byltingu, ég vil kalla þetta endurfæðingu því byltingu fylgir of oft dauði, þörfin til að drepa það gamla svo hið nýja fái notið sín. En ég held því fram að ef þú skapar eitthvað svo fagurt, aðlaðandi, dýnamískt og kraftmik- ið þá mun fólkið koma og þörfin til að drepa hið gamla hverfur. Sprottið úr öreigahefðmni Það er því ekki ótti um afdrif bókmennt- anna sem knýr Ron áfram, heldur áhugi fyrir endurreisn mannkyns, mennsku og tilfinninga. Bókmenntirnar eru aðeins tæki. „Þegar ég var lítill hélt ég að allir sæju heiminn eins og ég en komst síðar að raun um að svo væri ekki. Fyrir mér er Ijóðagerðin tæki til að koma markmiðum mínum í framkvæmd.11 Draumur einyrkja í bókaútgáfu er að komast á núllið en yfirleitt segist Ron vera skuldugur upp fyrir haus. Ein leiðin til að afla meiri peninga, koma boðskapnum á framfæri og markmiðunum í framkvæmd er að gefa út á fleiri miðlum en bókinni. Ungt fólk sem ekki hefur efni á listaverkum vegg- fóðrar oft herbergi sín með plakötum og því hefur Ron gefið út plaköt með ljóð og mynd. „Þannig get ég gefið út fleiri höfunda og dreift þeim víðar,“ og reyndar hafa plakötin ekki bara verið límd með kennaratyggjói um allan heim, heldur og komist í ýmis listasöfn og eru raunar uppi um alla veggi á skrifstofu Dalai lama í Indlandi. „Kaflabækurnar" svokölluðu eru sprottnar upp úr „bæklinga- útgáfuhefð bóhema og öreiga,1' segir Ron en þar er prentaður samþjappaður texti ákveö- inna höfunda og er markmiðið að kynna höfundana fyrir fleiri lesendum til að halda boðskapnum gangandi. - Það eru sex dr síðan þú stofnaðir fyrir- tækið - finnst þér þú hafa núlgast loka- markmið þitt? „Já. Það hefur myndast grasrótarhreyf- ing. Það er eldur þarna úti. Það er ný vit- und og nýtt hugrekki hjá ungu fólki á öll- um aldri að tjá sig gegn kyrrstöðunni, gegn kerfinu, gegn kapítalískri menningu. Eger ekki antí-kapítalisti en ég tel að við höfum gefið allt of mikið í efnishyggjuna. Við þurfum að „fókusera" orku okkar, tfma og athygli á aðra hluti." LÓA Bflavarahlutlr TRIDONtíL Bflavarahlutir -Juftn Bflaperur Verkfæri, efnavara og rekstrarvörur Rafmagnsvörur Verslun Hjólalegur Hosuklemmur Kúplingsbarkar og og strekkjarar undirvagnsgormar. Bensíndælur Topa vökvafleygar Bensínlok vigtabúnaður Bensínslöngur Þurrkublöð Álbarkar Rafmagnsvarahlutii Oliusiur Vinnuvelar Vatnshosur Tímareimar Ljósabúnaður Kveikjuhlutin varahlutir ...i miklu úrvali Þjdnustumiðstöð íhjanta borgarinnar BRÆÐURNIR Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 ÐOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.