Dagur - 18.11.1998, Qupperneq 5

Dagur - 18.11.1998, Qupperneq 5
 MIÐVIKUD AGU R 18. NÓVEMBER 1998 - 21 LÍFIÐ í LANDINU Frakklandssaga Sölva Sá landsþekktiförumaður, Sölvi Helgason, dýrkaði Napóleon og skrifaði á flakki sínu samfellda sögu Frakk- lands... Sölva hefur sennilega dreymt um að fá Frakklandssögu sína gefna út og vitað er að hann setti upp hátt verð fyrir hana en af útkomu hennar varð þó ekki fyrr en á þessu ári - 103 árum eftir að hann lést. Sölvi, sem skrifar undir Frakklands- söguna með því höfðinglega nafni Sölvi Sókrates Helgafóstri Hegel Islandus, var landsfrægur flakkari, ferðaðist um landið með heimatilbúið vegabréf og var dæmd- ur oftar en einu sinni fyrir flakk og þjófn- að. Jón Oskar, rithöfundur, sem lést nú fyrir skömmu var helsti sérfræðingur landsins í Sölva en fyrir andlátið hafði hann gengið frá sögunni, sem hann kallar „eitthvert sérkennilegasta fyrirbrigði í ís- lenskri menningarsögu", til prentunar. Hvatamaður verksins var hins vegar Ólaf- ur Jónsson, sem rekur sögulega ferða- þjónustu í Skagafirði, að Lónkoti í Sléttu- hlíð, fæðingarsveit Sölva. Stuðningsmaður byltingarinnar Sagan tekur yfir sögu Frakka frá því Júlí- us Sesar Ieggur undir sig Gallíu (“Frakk- Iand“) og allt til loka Napóleonsstyijald- anna árið 1815. „Sölvi er auðvitað þekkt- astur fyrir blómamyndir sínar,“ segir Ólafur, „en það er til töluvert af öðrum handritum en Frakklandssagan. Þau eru hins vegar ekki sérlega aðgengileg. Bæði er skrift hans einstaklega smágerð og handritin ekki heilleg eins og Frakklandssagan er þó. Sölvi var alltaf í pappírshraki þannig að hann reyndi að koma miklu fyrir á hverri síðu enda eru engar spássfurn- ar.“ - Er vitað hvað fékk Sölva til að skrifa þessa sögu? „Sölvi var utangarðsmað- ur og í raun uppreisnar- maður í samfélaginu og í skrifum sínum fjallaði hann oft um frelsi og kúgara. Hann hefur orðið fyrir miklum áhrifum af frönsku stjórnarbylting- unni frá 1789. Hann lítur á hana sem frelsun þjóð- anna og Napóleon sem frelsara þegnanna undan kúgun harðstjórnarinnar.“ Sölvi samþykkti aldrei að hlíta vistarbandinu nema hann mætti sitja yfir bókum sínum og blöðum allan veturinn segirJón Óskarm.a. í formáia en „fáir munu hafa viljað ganga að þessu." Einhver höfðinginn hlýtur þó að hafa gertþað, telurJón Óskar, því öðruvísi hefði Sölvi vart getað skrifað Frakklandssögu sína. Ólafur Jónsson er útgefandi Frakklands- sögunnar. Einstætt afrek - Flvaðan hefur Sölvi alla þessa vitneskju um sögu Frakklands? „Það er allt hið furðulegasta mál. Jóni Óskari hefur ekki tekist að finna hin sagnfræðilegu rit sem Sölvi hefur vænt- anlega stuðst við þótt hann hafi leitað mjög nákvæmlega eftir þeim. Það finnst engin dönsk Frakklandssaga frá þessum tíma - orðalag bendir þó sums staðar til þess að hann hafi engu að síður stuðst við danskar sögubækur. En sagan hans er kórrétt í öllum aðalatriðum. Hér er greinilega ekki um þurra þýðingu hjá Sölva að ræða. StíII hans er alltof Iifandi og 'höfundareinkennin of sterk til að svo geti verið." Það kemur greinilega í Ijós í bókinni hve mikið dálæti Sölvi hafði á Napóleon, m.a. í þessum texta undir lok bókarinnar stuttu áður en Napóleon tapar orrustunni við Waterloo: „Nú gekk undir hann strax múgur og margmenni, og réð hann til Parísar, rak burt konunginn til Niður- landanna og setti allt aftur á nýjan fót og í nýtt frelsi og frömuð með visku sinni og sjallráðum.“ - Hvt segir Jón Óskar þetta vera sér- kennilegt fyrirbrigði í menningarsögunni? „Vegna þess að höfundur var fátækur, ómenntaður förumaður og aðstæður hans því allar hinar ömurlegustu. Þó skrifar hann þarna sérstæða sagnfræði sem í öll- um meginatriðum er rétt. Það er einstætt afrek af manni í hans sporum að geta unnið slfkt nákvæmnisverk sem ætti ekki að vera á færi annarra en fræðimanna." LÓA SVOjMA ffiUFSÐ Vigdís Stefánsdóttir skrifar Vigdís svarar í símann! Ertu með ráð, þarftu að spyrja, viltu gefa eða skipta? Vigdís svarar í símann kl. 9—12. Síminn er 563 1626 (beint) eða 800 7080. Póstfang: Þverholt 14 Rvk. eða Strandgötu 31 Akureyri. Netfang: ritstjori@dagur.is 100% Maður á alltaf að skila 100% starfi ef það er nokkur mögu- leiki á því og til að gera auðveldara fyrir er best að skipu- Ieggja það vel. 12% á mánudögum 23% á þriðjudögum 40% á miðvikudögum 20% á fimmtudögum 5% á föstudögum sem gefur nákvæmlega 100% vinnuafköst! Púðar handa ölhun Það er auðvelt að búa til púða handa öllu heimilisfólkinu í jólagjöf og merkja þá hveijum og einum. Hör hentar vel í púða þar sem náttúrulegir litir passa inní og það tekur ekki langa stund að búa slfka púða til. I hvern púða þarf efni sem er að minnsta kosti 45 sm á lengd og 90 sm á breidd. Gyllta snúru, 3 metra, tvinna, tróð eða innri púði, nál og skæri. KJippið efnið í tvo búta, 45x45 sm. Saumið snúruna niður að framanverðu í þá lögun sem skreytingin á að vera, til dæmis staf viðkomandi og gætið þess að hnýta hnút á báða enda. Setjið réttu á móti réttu og saumið saman, en skiljið eftir smá op. Snúið púðaborðinu við og troðið í það eða setjið tilbúinn innri púða. Saumið fyrir opið og saumið svo snúru niður meðfram kantinum og smá eða í horn- in. gerið slaufu boga ■ HVAO ER Á SEYÐI? ERU PABBAR ÓÞARFIR? Fjölmörg börn á íslandi líða fyrir hömlur á um- gengni þeirra við föður sinn. Ekkert barn á það skilið! Vegna skilnings- og aðgerðaleysis yfirvalda og ríkjandi hugarfars í landinu er þörf á um- ræðu um stöðu barna sem búa ekki hjá báðum foreldrum. Laugardaginn 21. nóvember gefst nú öllum tækifæri til að taka þátt í málþinginu: Eru pabbar óþarfir? Félag Abyrgra Feðra stendur fyrir málþing- inu á Hótel Loftleiðum og hefst dagskráin kl. 10.00 og stendur til ld. 12.00 f.h. Fundarstjóri er Súsanna Svavarsdóttir. Framsögumenn eru: Ólafur Ingi Ólafsson, form. FÁF, Ragnar Ragnarsson, Fél. ísl. Ieikskólakennara, Hólmfríður Sveinsdóttir, Kvenréttindafél Isl. og sr. Bragi Skúlason. Búum börnunum betri heim! nýrra. Allir velkomnir ásamt mökum eða HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ gestum. Að búa ein/einn Fræðslukvöld verður í safnaðarsal Hall- grímskirkju ld. 20.30 í kvöld. Efni kvölds- ins verður: Að búa ein/einn. Sr. Anna Sig- ríður Pálsdóttir flytur erindi um þann vanda sem fólk þarf að horfast í augu við eftir skilnað, dauðsfall eða annarra or- saka, að því loknu verða fyrirspurnir og umræður. Jón Bjarnason tónlistarnemi leikur einleik á píanó eftir fyrirlesturinn. Nýtt sjónarhorn á sögu sjávarútvegsins Málþing verður haldið í dag kl. 16 í stofu 101 í Odda húsi H.I. Frummælendur verða tveir kanadískir sjávarútvegsfræð- ingar, James Candow og Mark Kurlansky ásamt Jóni Þ. Þór sagnfræðingi. Mark Kurlansky er vel þekktur fyrir metsölubók sína „Þorskurinn - Ævisaga, Fiskurinn sem breytti heiminum11. Fundurinn er öll- um opin. ITC, afmælisfagnaður Á þessu ári eru liðin 60 ár frá því að ITC samtökin voru stofnuð í Bandaríkjunum og 25 ár síðan þau voru stofnuð hér. Af því tilefni boða Landssamtök ITC til af- mælisfagnaðar föstudaginn 27. nóv. kl. 19 á Broadway. Þetta er kjörið tækifæri fyrir fyrri og núverandi ITC félaga að koma og rifja upp kynni og stofna til Breiðfirðingafélagið Tónlistardagskrá hefst kl. 20 í kvöld í Breiðfirðingabúð. Kórsöngur, dúett, lcvart- ett og djass. Félag eldri borgara Þorraseli Opið í Þorraseli í dag frá kl. 13-17. Spil- að og kennt gömlu spilin Lomber og al- kort kl. 13.30. Handavinna kl. 13.30. Kaffi og meðlæti kl. 15-16. Félag eldri borgara Glæsibæ Almenn handavinna kl. 9. Línudans hjá Sigvalda kl. 18.30. Bingó fimmtudaginn 19. nóv. kl. 19.45. Lesið úr skáldverkum á Súfistanum Fimmtudaginn 19. nóv. kl. 20.30 verður lesið úr fimm íslenskum skáldverkum og einni þýðingu á Súfistanum, bókakaffi Máls og menningar við Laugaveg. LANDIÐ Sigurhæðir Akureyri Ljóðlist öll miðvikudagskvöld á Sigur- hæðum - Húsi skáldsins. Börn og bænir Kynslóðamorgnar í Glerárkirkju alla fimmtudagsmorgna kl. 10-12. Sr. Gunn- laugur Garðarsson, sóknarprestur.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.