Dagur - 21.11.1998, Blaðsíða 1
- -/> i* o o * m n ^ t 'T n » r n n n f n v ' nn ' S%
Laugardagur 21. nóvember - 84. tölublað
Holdsveikmni
útrýmt
Þairn 8. ágúst s.l. birtist í íslendinga-
þáttiun grein um holdsveíki á íslandi
og byggingarsaga Holdsveikraspítal-
ans í Laugamesi. Hér fer á eftir fram-
hald þeirrar greinar, þar sem sagan er
rakin þar tH þessum hrædHega sjúk-
dómi var útrýmt hér á landi. Þá er rak-
in í stuttu máli saga konu, sem hlaut
þau örlög að vera greind með holds-
veiki, en hefur sennHega aldrei gengið
með sjúkdóminn.
Stofnendur Ingólfs, fyrstu Oddfellow-stúkunnar á Is-
landi, sem stofnuð var í Reykjavík 1. ágúst 1897, voru:
Guðmundur Björnsson hérðaslæknir (síðar landlæknir),
Björn Jónsson ritstjóri (síðar ráðherra), Guðbrandur
Finnbogason verslunarstjóri, Halldór Daníelsson bæjar-
fógeti og Sighvatur Bjarnason, bókari (síðar bankastjóri).
Islenska reglan lét mjög til sín taka ásamt dönsku Odd-
fellow-reglunni um uppbyggingu og rekstur Holdsveikra-
spítalans í Laugarnesi, sem tók til starfa 1. október 1898.
Fyrstu sjúklingarnir komu 10. október. Fram til mán-
aðamóta október - nóvember komu þangað fimmtíu og
átta holdsveikisjúklingar, sem flestir voru úr nærsveitum
Reykjavíkur, Gullbringu- og Kjósarsýslu en einnig komu
sjúklingar úr Arnesssýslu, BorgarQarðarsýslu, Snæfells-
nessýslu og Reykjavík. I nóvember bættist svo einn sjúkl-
ingur við. Arið eftir komu tuttugu og tveir sjúldinga á
spítalann.
Af sumum var talið, að veikin hafi verið mest útbreidd
á ofangreindum stöðum en réttara er að álíta að þeir sem
næstir voru Reykjavík, hafi komið fyrstir en aðrir sem
Iengri leið áttu að fara eins og frá Austurlandi, Vestfjörð-
um, Vestmannaeyjum og Norðurlandi, hafi veigrað sér við
löngum ferðalögum með mjög sjúka ástrini sína að
hausti og í byrjun vetrar A þessum tíma var landið vega-
laust og samgöngur því mjög erfiðar. Farin var sjóleiðin
þar sem því var komið við. En til eru sögur af sjúklingum
sem voru settir í ullarballa sem hengdir voru á klakk, og
fluttir eins og hver annar varningur á hestum. Ekki var
þetta gert til að niðurlægja sjúklingana heldur vegna þess,
að sumir þeirra voru of illa farnir til þess að geta setið í
hnakk eða söðli.
I skýrslu Sæmundar Bjarnhéðinssonar læknis frá árun-
um 1898 og 1899 um Holdsveikraspítala segir: „Ýmsir
læknar skipta sjúkdómnum í þrjár tegundir og hafa
þannig auk líkþrár, eða hnútóttu tegundarinnar (lepra
tuberosa) og limafallssýki, eða sléttu tegundarinnar
(lepra anæsthetica) sambland af þessum tveimur tegund-
um (lepra mixa). Það eru einkenni hvorutveggja hinna
tegundanna." I skýrslunni getur Sæmundur þess, að lík-
þráir sjúklingar fái smám saman einkenni limafallssýki, ef
þeir lifi nógu lengi. Máli sínu til stuðnings nefnir hann
konu sem Dr. Ehlers skoðaði 1895. Sagði Ehlers að hún
hafi haft fulla tilfinningu. - Þremur árum síðar, þegar
hún kom á spítalann var hún algjörlega tilfinningalaus
nema sumstaðar á búknum. Hún var þá komin með sam-
bland af báðum tegundum holdsveikinnar.
Framliald á bls. III
Holdsveik kona með skotthúfu.