Dagur - 26.11.1998, Qupperneq 2
18 - FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBF.R 1998
ro^ir
LÍFIÐ í LANDINU
SMÁTT OG STÓRT
UMSJÓN:
SIGURÐUR BOGI
SIGURÐSSON
Oddur og naívisniinn
Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi á Ak-
ureyri, hefur almennt ekki verið talinn besti
vinur listarinnar eftir að hann lagði til hér
um árið að keyptur yrði skemmtari til tón-
leikahalds frekar en rándýr konsertflygill.
Oddur ávarpaði ásamt fleiri bæjarfulltrúum
Oddur Helgi menningarsamkomu Gilfélagsins á dögunum
Halldórsson. og sagði í Iok ræðu sinnar að hann vissi að
------- mönnum þætti hann oft mála sterkum litum
og segja hlutina beint út. Fyrir listamennina
á staðnum og menningarelítuna útskýrði
Oddur síðan að þetta væri það sem menn
kölluðu „naívisma"!...
„Ef einkahags-
munir verða settir
í forgrunn þá
springur þetta allt
í Ioft upp. Menn
eiga ekki að knýja
fram lausnir sem
henta þeim sjálf-
um, burt séð frá
því hvað hentar
öðrum.“
Svavar Gestsson í
Degi um framboðs-
mál Samfylkingar-
innar.
Hrúturimi og geldingurinn
Það gerðist í sveitum Suðurlands að bóndi
nokkur er Magnús hét fékk til sín um áramót-
in aflmikinn hrút til þess að sinna ám sínum
er blæsma voru orðnar. Einsog venja er til í
sveitum átti síðan að teyma ærnar undir hrút-
inn og var af því tilefni mikið um dýrðir. En
þegar í fjárhúsið kom voru góð ráð dýr. Hrút-
urinn var alls ekki hrútur heldur geldingur,
sem búið var að kippa úr sambandi. - Saga
þessi varð fræg og var svo ort í orðastað konu
hrútseigandans vísa sem vel þekkt er í héraði.
Undirvöxt ég engan finn,
ekki fær hann lofið,
veistu ekki að veslinginn,
vantar pung í klofið.
Ef svona væri hann Magnús minn,
meira gæti ég sofið.
Krossaprófið
Fram kom í Degi ekki alls fyrir Iöngu ályktun
um að Ieysa ætti upp Brunabótafélagið og láta
eigendur fá það sem þeim bæri. Vestmanna-
eyjabær taldi sig eiga þarna um 140 milljónir.
Akveðið var að skrifa þingmönnum og Ieita
eftir þeirra afstöðu og var það gert í formi
krossaprófs þar sem spurt var í nokkrum
spurningum hvort menn styddu þetta eða
ekki. Eitthvað munu þingmenn hafa brugðist
misjafnlega við því að fá krossaprófið og sumir
jafnvel brugðist illa við og þótt þeim stillt upp
við vegg. Þeir endursendu prófið óútfyllt....
Haukur Þorsteins-
son, formaður
Eikar. „íþrótta- og
keppnisandinn er
mjög mikill. Þau
vilja vinna eins og
allir aðrir og
leggja hart að sér
við það. Okkar
kjörorð er númer
eitt að vera með -
stærsti sigurinn er
að vera með.“
íþróttafélagið Elk 20 ára
íþróttafélagið Eik á Akureyri
heldur upp á tuttugu ára afmæli
sitt á laugardaginn en félagið var
stofnað 16. maí 1978 og var
fyrsta íþróttafélagið hér á landi
sem sérstaklega var stofnað fyrir
þroskahefta íþróttamenn. Stofn-
félagar voru 86 en félagsmenn
eru nú um 140. Starfið f dag er
mikið og fjölþætt, reglulegar æf-
ingar og mörg mót sem félags-
menn taka þátt í. Tilgangur með
stofnun félagsins var að veita
þroskaheftum einstaklingum
möguleika á þátttöku í íþróttum
en fáum hafði hugkvæmst á þeim tíma sem fé-
lagið var stofnað að þroskahefitr ættu erindi í
íþróttir, hvað þá að taka þátt í mótum.
Haukur Þorsteinsson er formaður Eikar. „Það
er mjög mikið af mótum hjá okkur og talsvert
starf að skipuleggja mótin yfir veturinn. Til
dæmis fórum við á samtals sjö mót í fyrravetur.
Mótin eru orðin mjög stór og það er að verða
svo að það eru ekki nema örfá hús í landinu
sem rúma þann fjölda sem kemur á rnótin," seg-
ir Haukur.
Fjölþætt gildi
- Hvert er gildi þess fyrir þroskahefta að hafa
tækifæri til að taka þátt og keppa í íbróttum?
„Það er mjög mikið og margþætt. Iþróttir
styrkja fatlaða bæði Iíkamlega og andlega og
skapa gleði, bæta heilsu, einbeitni og áræðni.
Þátttakan leggur grundvöll að vináttu og sam-
heldni. Á heildina litið hefur þetta mikið félags-
legt gildi. Starfið eykur hæfni félagsmanna til
dæmis til að ferðast, búa á hótelum og gisti-
heimilum og fara í mannfagnaði. Almennt séð
gefur þetta þeim ákaflega mikið.
Það sýnir sig bara í ástundun
þeirra og áhuga. Iþróttirnar eru
númer eitt og það má ekki sleppa
æfingum. Iþróttamótin eru þeim
feikilega mikils virði og þau
spyrja í Iok hvers móts hvenær
næsta mót verði, þannig að þetta
er mjög margþætt og þau hafa
geisilega ánægju af þessu."
Stærsti sigurmn að vera með
- Ófatlaðir íþróttamenn gætu lært
ýmislegt um íþróttaanda af
þroskaheftum íþróttamönnum?
„Iþrótta- og keppnisandinn er mjög mikill.
Þau vilja vinna eins og allri aðrir og leggja hart
að sér við það. Þau geta að vísu verið svolítið
tapsár en það jafnar sig fljótt og okkar kjörorð er
númer eitt að vera með - stærsti sigurinn er að
vera með. Það er þeirra hugsun á bak við þetta.“
Haukur segir kjarnann sem heldur utan um
starfið ekki stóran og alltaf vanti meiri liðsstyrk
frá ófötluðum. „Við erum félítil og höfum ekki
miklar fjáröflunarleiðir því það er ekki mikill
mannskapur til að taka þátt í þeirri vinnu. Eina
fjáröflunin sem við únnum sjálf er að selja jóla-
kort sem við fáum frá Iþróttasambandinu. Síðan
lifum við á gjöfum og styrkjum." Helstu styrkt-
araðilar eru Akureyrarbær sem styrkir félagið
með því að það þarf ekki að . reiða leigu fyrir þá
íþróttaaðstöðu sem notuð er. Kiwanisklúhhur-
inn Kaldbakur hefur stutt félagið í mörg ár, að-
stoðað við jólakortasöluna og gefið íþróttabún-
inga á alla keppendur. Þroskahjálp á Norður-
Iandi eystra hefur einnig styrkt félagið mikið.
Félagsmenn og velunnarar ætla að koma sam-
an í Húsi aldraðara á Akureyri klukkan 15.00.
„Ahnennt séð gejur
þettn þeim ákaflega
mikið. Það sýnirsig
baraíástundun
þeirra og áhuga. “
SPJflLL
FRÁ DEGI TIL DAGS
Svefn, ríkidæmi og heilbrigði verður,
eigi þeirra að verða notið til fulls, að
rjúfa endrum Og eins. Jean Paul Richter
Þetta gerðist 26. nóv.
• 1594 tók gildi tilskipum um að Grallar-
inn skyldi notaður sem messusöngbók.
• 1793 tók lýðveldisdagatal byltingar-
stjórnarinnar við af gregorska tímatal-
inu í Frakklandi.
• 1865 kom Lísa í Undralandi eftir Lewis
Carroll út.
• 1934 ákváðu stjórnvöld í Tyrklandi að
fjölskyldunöfn skyldu tekin upp.
• 1942 var bíómyndin Casablanca frum-
sýnd í Hollywood.
Þau fæddust 26. nóv.
• 1857 fæddist svissneski málvísinda-
maðurinn Ferdinand de Saussure.
• 1910 fæddist írski leikarinn Cyril
James Cusack.
• 1922 fæddist í Bandaríkjunum Charles
Schulz, sem skapaði teiknimyndaserf-
una um Smáfólkið (Peanuts).
• 1925 fæddist bandaríska leikkonan
Linda Hunt.
Merkisdagurinn 26. nóv.
I dag er Konráðsmessa en Konráð biskup
í Kontstanz í Þýskalandi var kirkjusmiður
og pílagrímur og fór þrisvar til Iandsins
helga. Eitt sinn er hann bergði á sakra-
mentinu hljóp ofan í hann eitruð könguló
en Konráði varð ekki meint af og er tákn
hans nú köngurló yfir kaleik
Suga dagunna.
Vísa dagsins
Vísan í dag er eftir Auðun Braga Sveins-
son.
Við lifum í köldu landi,
við litla mengun - sem kunnugt er.
En oftast er einhver vandi,
sem okkur að höndum her.
Afmælisbam dagsins
Rokkdrottningin Anna Mae Bull-
ock, öðru nafni Tina Turner, er 59
ára í dag. Sú gamla fæddist í bæn-
um Nutbush í Tennessee, Banda-
ríkjunum, sunnudaginn 26. nóvem-
ber árið 1939. Þótt hún eigi aðeins
eitt ár eftir í sextugt hefur aldurinn
ekki hingað til komið í veg fyrir að
hún troði upp á tónleikum og gefi
út plötur af meiri fítonskrafti en
flestir sem yngri eru. Ætli hún
haldi því ekki áfram enn um stund.
Engin innstæða
Ungur athafnamaður, afar upptekinn,
kemur askvaðandi inn í banka og segir við
afgreiðslumann: „Eg verð að stofna nýjan
reikning hjá ykkur. Og það strax.“ Af-
greiðslumaðurinn fer sér að engu óðslega,
pikkar eitthvað á lykiaborðið og rýnir í
skjáinn á tölvunni sinni. Segir síðan: „Þú
ert nú þegar með reikning hjá okkur, næg-
ir það ekki?“ „Já, ég veit,“ segir sá ungi
óþolinmóður, „en það er engin innistæða á
honum.“
Veffang dagsins
Ef einhverjir skyldu vera orðnir leiðir á
„Yahoo“ ættu þeir kannski að prófa að
kíkja á „NewHoo" á www.newhoo.com,
sem er sambærileg þjónusta og ekki síðri.
vffYf
v? j
wmi'