Dagur - 26.11.1998, Page 4
20-FIMMTUDAGUR 26. NÚVEMBER 1998
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
GuðrúnHelga
Sigurðardóttir
skrifar
Ég heiti Blíðfinnur
en þú mátt kalla mig Bóbó.
Eftir Þorvald Þorsteinsson.
Bjartur gefur út.
Bókaútgáfan Bjartur hefur gefið út bókina
Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig
Bóbó eftir Þorvald
Þorsteinsson, höf-
und Skilaboðaskjóð-
unnar. Blíðfinnur er
prýðisgóð bók fyrir
börn á öllum aldri,
vel skrifuð ævintýra-
bók með þó nokkru
spennuívafi þar sem
hugmyndaflugið hef-
ur fengið að fara á
kostum án þess að
höfundurinn missti á
því tökin. Þar segir
frá Blíðfinni sem
finnur Barnið, týnir
því aftur og leggur af
stað út í heim til að
finna vininn sinn.
I þessari bók er
sérstaklega ánægju-
legt að sjá hvernig
höfundinum hefur
tekist að smíða nýjan
heim með fjöldanum
öllum af ævintýraver-
um sem einna helst
flokkast sem millistig
álfa og skorkvikinda
þó að Barnið fléttist
inn í söguna og úr
verður frábært ævin-
týri. Lesandi og hlust-
endur hans sjá sögu-
sviðið og persónumar
fyrir sér, svo vel eru
myndirnar dregnar
upp en kannski er
ekki við öðru að búast
frá sjálfum höfundi
Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur.
Skilaboðaskjóðunnar.
Blfðfinnur er bók sem
undirrituð vill gjarnan
setja á sömu hillu og
bókina hennar Vigdísar
Grímsdóttur, Gauti vin-
ur minn, eða Silfur-
krossinn eftir Illuga Jök-
ulsson, hvort tveggja
meint sem hrós og mið-
að við áhugann sem
skein út úr smáfólkinu
sem hlustaði á lesturinn,
og fullnægjudæsið í bók-
arlok. Þorvaldur fer svip-
aða leið og Vigdís með
kaflaheitin en lengra nær
sá samanburður ekki.
Umræður við bömin
I bókarlokin segir Barnið:
„Ég fór... aldrei. H ætti
bara að sjá þig einn dag-
inn [...] Ég held að það
§ sé kallað að fullorðnast."
Undirrituð leggur ekki í
neinar alvarlegar bók-
menntapælingar en vera
kann að bókmenntafræð-
ingar kunni að finna þarna
Bjartur gefur út Ég heiti Blíðfinnur en þú
mátt kalla mig Bóbó.
einhverja dýpri hugsun eða meiningu. Sé
svo er það ágætt en vissulega vekja þessi orð
umhugsun um það út á hvað bókin hafi eig-
nlega gengið eða af hverju Barnið í rauninni
hvarf. Almennt gefur bókin tilefni til að
ræða við börnin, sem lesa eða hlusta, og
upplagt er að taka upp þennan þráð. Hvað
halda börnin?
Tungumálið í Blíðfinni er kjarnyrt og
óvenjulegt, mikið um nýsmíð sem nær vel til
barnanna og kemur eflaust til með að fjörga
orðaforða þeirra og máltilfinningu. Allt virð-
ist þetta sprottið þráðbeint úr huga höfund-
arins en Himinlægjurnar minna þó svolítið á
Himalaja. Gott eitt er um það að segja. Und-
irritaða grunar að yngri börnin þurfi kannski
að heyra bókina aftur til að festa í minni öll
nýju heitin og ná þræðinum fullkomlega því
að svo mikið er að gerast í hveijum kafla.
Tvennt spillir fyrir
Umbúnaður bókarinnar er allur hinn besti.
Kápan er falleg og myndir Guðjóns Ketils-
sonar eru svarthvítar og hæfa efninu. Kort
er innan í harðspjaldinu og vissulega til bóta
þó að þess þurfi ekki nauðsynlega. Heldur
spillir fyrir að finna tvær prent- og stafsetn-
ingarvillur í svo vandaðri bók. Á öðrum
staðnum er vitlaust skipt milli lína. A hinum
staðnum er orð skrifað með ypsiloni sem
ekki á að vera. Heldur klaufalegt því að ekki
hefði þurft svo mikið í viðbót til að hafa bók-
ina alveg hreina og fi'na.
_______________TD&gwur
■ BÆKIIR
Fiminta bindi
Mannlífs og
sögu
Ut er komið fimmta bindi í
ritröð Vestfirska forlagsins af
Mannlíf og sögu í Þingeyrar-
og Auðkúluhreppum hinum
fornu. Þjóðlegur fróðleikur -
gamall og nýr er undirtitill
ritsins og eru það orð að
sönnu, en efni
þessa rits er fjöl-
breytt líkt og þeirra
fjögurra sem á und-
an hafa komið. I
ritinu er meðal
annars frásögn
Halldórs G. Jóns-
sonar um póstferðir á innan-
verðum Arnarfirði fyrr á átt-
unda áratugnum en stundum
komst sögumaður í hann
krappan á þessum árum. Sagt
er frá skólahaldi við Dýrafjörð
fyrr á dögum en þegar mest
var snemma á þessari öld
voru þar starfræktir skólar á
sjö stöðum. Segir Skarphéð-
inn Ossurarson og frá skóla-
vist sinni í Keldudal fyrir 70
árum. - Þá eru í ritinu einnig
fjölmargar myndir sem varpa
Ijósi á líf og sögu mannlífs
vestra.
Styrjaldarárin
á Suðurlandi
Ut er komin bókin Styijaldar-
árin á Suðurlandi, eftir Guð-
mund Kristinsson,
sagnaritara á Selfossi.
A bókarkápu segir að
hér sé á ferðinni
„stórmerkt heimild-
arrit um einstakt
tímabil í sögu Suð-
urlands" - það er
árin 1940 til 1945. Við sam-
antekt bókarinnar hefur höf-
undur rætt við fjölda her-
manna sem voru á Suðurlandi
á stríðsárunum og menn sem
voru í setuliðsvinnunni svo-
nefndu, en hún skóp mikla
peninga inn í sunnlenskt
samfélag og breytti miklu.
„Fjallað er um varnarviðbún-
að Breta við innrás á Suður-
landi, hernaðarflugið frá
Kaldaðarnesi og orrustuna
um Atlantshaf, baráttuna við
kafbáta og vernd skipalesta,
sambúð hers og heima-
manna," segir ennfremur á
kápu. Bókin er rúmar 300
blaðsíður að stærð og er gefin
út af höfundi sjálfum í nafni
Arnesútgáfunnar.
V_____________________/
Vont „metonymi“
Fyrir skömmu lauk indælli sjón-
varpsseríu, Dans í takt við tím-
ann, sem fylgdi eftir nokkrum
breskum yfirstéttardrengjum.
Þeirra á meðal var hinn stórvel
leikni Kenneth Widmerpool, at-
hlægi skólafélaganna, sem með
ísmeygilegri lagni kom sér til
valda í bresku þjóðfélagi. Kom-
inn á toppinn á starfsferlinum
gerði Widmerpool uppreisn gegn
tildurshefðum aðalsins, kastaði
af sér hefðunum og gekk í ein-
hvern nýaldarhópinn - til þess
eins að gangast undir hefðir og ritúöl
með nýjum formerkjum. Lexían =
ritúölunum er vandkastað.
Menningarvaktin hér fyrir nokkrum
vikum var helguð grein sem Stefán
Snævarr skrifaði í Morgunblaðið um ís-
lenska málvernd og svaraði Stefán þeim
pistli af höfðingsskap í blaðinu í gær þar
sem hann sver af sér að hafa
nokkuð á móti „þágufallssýkinni“
svokölluðu, skrifar að hún hafi
eingöngu verið notuð í framhjá-
hlaupi til dæmis um þá málkvilla
sem hrjá málnotkun Islendinga.
Fcllur í gíldnma
Raunar er ég hjartanlega sammála
Stefáni um að við ættum heldur
að níðast á þeim „andskotum"
sem vilja íslenskuna feiga, finnst
óhagkvæmt, illalegt, hjárænulegt
og heimóttarlegt að íslenska
Windows og annað það er viðkemur tölv-
um, finnst mannanafnanefndin bjánalegt
fyrirbæri og nýyrðasmíð hallærisleg.
En það var einmitt vegna þessara and-
skota sem manni bregður svo illa i brún
þegar almennilegu fólki, sem ber móð-
urmálið fyrir bijósti, skrikar á svellinu
og rennir sér hugsunarlaust í þá gildru
MENNINGAR
VAKTIN
„Raunar er ég
hjartanlega sam-
mála Stefáni um að
við ættum heldur
að níðast á þeim
„andskotum" sem
vitja íslenskuna
feiga," segir Lóa
m.a.
að taka margtuggnar leifar af þröng-
sýnni málverndarstefnu til dæmis um
það hvernig íslenskunni fer hnignandi.
Stefán nefnir aðeins tvö dæmi í Morg-
unblaðsgreininni, þágufallssýkina, sem
engin sýki er heldur tilhneiging til notk-
unar á öðrum, og alls ekki of nýttum,
föllum og skilningsleysi norskrar stúd-
ínu á orðinu ateisti.
Því þannig er að Stefán hefði vart get-
að fundið verra dæmi til að nota sem
„nafnskipti (metonymi)“ fyrir „heildina
(málkvillana)“. Það hefur lengi verið
hluti af ritúali móðurmálsunnara að
skjóta á þágufallstilhneiginguna en þar
sem ég veit ekki til að það séu nokkur
málræktarleg rök gegn þeirri tilhneig-
ingu, heldur hefur sjúkdómsgreiningin
sennilegast eingöngu kviknað af ein-
hvers konar löngun til að viðhalda mál-
farslegri stéttarskiptinu í landinu, er
leitt að fólk sem hefur heiðarlega elsku
á sínu móðurmáli skuli gangast svona
undir ritúölin í stað þess að þurrka út
stéttvísina í málverndinni og sameinast í
baráttunni gegn andskotunum sem
finnst íslenskan eldú samrýmast mark-
aðslögmálunum.