Dagur - 26.11.1998, Page 5
FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1998 - 21
LÍFIÐ í LANDINU
Glaðir samferða-
menn
Ut er komin sjö-
unda bókin eftir
Þóri S. Guð-
bergsson, sem
ber heitið Lífs-
gleði - minn-
ingar og frá-
sagnir. Þar rifja
þekktir Islend-
ingar upp lífsreynslu sína og
liðnar stundir.
I þeirri bók sem nú kemur út
er rætt við séra Halldór Grön-
dal, Jónu Rúnu Kvaran, rithöf-
und og sjáanda, Rannveigu
Böðvarsson, ekkju Sturlaugs
Böðvarssonar útgerðarmanns á
Akranesi, Róbert Arnfinnsson
leikara og Sigríði Þorvaldsdótt-
ur leikkonu.
Alls hefur 41 Islendingur
riíjað upp endurminningar sín-
ar í þessum bókaflokki.
Hollt og gott
Gott og grænt
er matreiðslu-
bók sem í eru
uppskriftir af
rúmlega sextíu
réttum þar sem
grænmeti er í
aðalhlutverki
en kjöt og fisk-
ur er fremur haft sem meðlæti.
Bókin er eftir Ing-Mari Rowg,
sem er dönsk en hefur verið
kokkur á skipum og í fínum
veitingahúsum í Kaupmanna-
höfn og London.
Gott og sterkt er önnur bók í
sama flokld, sem í eru upp-
skriftir af réttum víðs vegar að
úr heiminum. Mikið er um
krydd og eru sumar tegundir
gamalkunnar en aðrar fram-
andi. Höfundur er Annika
Tidehorn, sem kynnt hefur sér
matreiðslu í mörgum löndum.
Báðar bækurnar eru mikið
myndskreyttar. Þýðandi er
Helga Guðmundsdóttir.
Mislöng ljóð
og mislæg
Kópavogsskáldið
Eyvindur er að
senda frá sér
ljóðabókina
VERTU, sem í
eru 36 mislöng
ljóð í íjórum að-
alþáttum, svo
og rúnakviðu í
þrisvar sinnum átta erindum,
eða þrem ættum hins upp-
runalega rúnastafrófs nor-
rænna þjóða, ný Völustef.
Þá eru í bókinni þýðingar á
ljóðum fjögurra helstu skálda
Fielstea og Drúsa, merkilegra
þjóða Palestínu, sem nú búa
við grimmilegt hernám.
Fullt nafn skáldsins er Ey-
vindur P. Eiríksson, sem skrifað
hefur skáldsögur, leikþætti og
ljóðabækur. Utgefandi er And-
blær, sem lætur prenta á vist-
vænan pappír.
Hárfínar
athugasemdir
Þursaútgáfan hefur gefið út
aðra ljóðabók
Halldóru
Thoroddsen og
heitir bókin Hár-
fínar athuga-
semdir en sú
fyrsta kom út
árið 1990 og hét
Stofuljóð. Hall-
dóra er Reykvíkingur, fædd um
miðja öldina og skrifar um allt
milli himins og jarðar. Bókin er
til sölu í bókabúðum Máls og
menningar.
Háskólaútgáfau
Háskólaútgáfan sendir stöðugt
frá sér nýjar bækur af ýmsum
toga og hafa nú nýlega komið
út fjórar bækur. Fyrsta er að
telja leikrit Ragnars Arnalds,
Solveigu, sem verið er að sýna á
fjölum Þjóðleikhússins um
þessar mundir. Þá hefur Bók-
menntafræðistofnun gefið út í
samvinnu við Háskólaútgáfuna
bókina Fjóskona fór út í hehn.
Sjálfsmynd, skáldskapur og
raunveruleiki í
ferðasögum
Onnu frá Mold-
núpi, sem Sig-
þrúður Gunn-
arsdóttir vann
upp úr BA-rit-
gerð sinni. Bók-
___ in segir frá al-
þýðukonunni Onnu frá
Moldnúpi (1902-1979) sem gaf
út fimm bækur um ferðalög sín
um meginland Evrópu og
Bandaríkin. Bókin kostar kr.
1790. Fimmtugasta og fimmta
bindi Studiu Islandicu, ritröð
Bókmenntafræðistofnunar, er
einnig komið út og er það eftir
Eirík Guðmundsson bók-
menntafræðing. Bindið nefnist
Gefðu mér veröldina aftur - Um
sjálfsævisöguleg skrif íslendinga
á átjándu og nítjándu öld með
hliðsjón afhugmyndum Michels
Foucault og fjallar hún um ólík
viðhorf til sjálfs og heims eins
og þau birtast í íslenskum
sjálfsævisögum og bréfum.
Bókin kostar kr. 2100. Að lok-
um er komin út Ljóð Þorsteins
Valdimarssonar, sem er sú
tólfta í rauðu-fjaðraseríu (öðru
nafni ritröðin Islensk rit) Bók-
menntafræðistofnunar en Þor-
steinn (1918-1977) sendi frá
sér 8 Ijóðabækur og þýddi auk
þess fjöldan allan af ljóðum,
óperutextum og öðrum söng-
textum. Eysteinn Þorvaldsson,
prófessor við Kennarháskóla Is-
lands, skrifar ítarlegan inngang.
Verðkr. 3180.
Smásmíðar
Bókaforlagið
Bjartur hefur
gefið út „Smá-
smíðar - Tilraun-
ir um bóklist og
myndmenntir"
eftir Gunnar
Harðarson
heimspeking.
Bókin er safn
tíu greina Gunnars sem flestar
varða sjónmenntir eða bóklistir
með einhverjum hætti.
Bókinni er skipt í tvo megin-
hluta og er fjallað um bókagerð
íslenskra myndlistarmanna í
bækurH
fyrri hlutanum „með það
fyrir augum að veita lesendum
þokkalega innsýn í þessa list-
grein,“ eins og segir í formála. I
seinni hlutanum eru nokkrir
smærri þættir þar sem rætt er
vítt og breitt um list; bóklist,
nýlist, abstraktlist og nýstefnur
í byggingarlist „með viðkomu í
huglægara myndmáli skáld-
skapar og heimspeki. Að baki
umfjölluninni í mörgum þess-
ara greina búa tvenn eða þrenn
heimspekileg hugðarefni."
Bókin er 128 blaðsíður.
Bjartur gefur út í samvinnu við
Nýlistasafnið.
Æviþætttr og
maimlýsingar
Kappar og kvenskörungar, ævi-
þættir ís-
lenskra forn-
manna, er
heiti á nýrri
bók sem Gísli
Jónsson ís-
lenskufræð-
ingur á Ak-
ureyri hefur
tekið saman.
I kjarnmiklum og hnitmiðuðum
texta dregur hann upp ógleym-
anlega mynd af 49 fornmönn-
um, konum og körlum. I efti-
mála eru tekin saman fleyg orð
og ummæli. Fjöldi teikninga
myndlistarmannsins Kristins G.
Jóhannssonar prýða bókina.
Bókin er 160 blaðsíður.
Bókaútgáfan Hólar gefur út.
V
Battnir og kjöt
SVOJMA
EBURÐ
Þeir sem hætta að borða kjöt
þurfa að gæta sín á því að
missa ekki af mikilvægum
næringarefnum og þá sér-
staklega D-vítamínum og
B12. Hnetur og baunir
margar hverjar innihalda
nauðsynleg næringarefni og
grænt grænmeti er ríkt af
járni. Mjólk og egg ásamt
sojavörum innihalda eitt-
hvert magn B-12, þannig að
gamla reglan um að best sé
að hafa hóf á öllu og borða
Ijölbreyttan mat er i fullu
gildi. Það að gerast græn-
metisæta þýðir ekki bara að
maður hættir að borða kjöt,
heldur að hugsa verður mat-
seðilinn upp á nýtt.
Erfitt með svefn
Yigdís
svarar
í símann!
Ertu með ráð,
þarftu að spyrja,
viltu gefa eða
skipta?
Vigdís svarar í
símann kl. 9—12.
Síminn er
563 1626 (beint)
eða 800 7080.
Póstfang:
Þverholt 14 Rvk.
;ða Strandgötu 31
Akureyri.
Netfang:
ritstjori@dagur.is
Sæl Vigdís.
Mig langar til að athuga hvort eitthvað er hægt að gera við
svefnleysi því ég sef svo illa á nóttunni og er dauðþreyttur all-
an daginn fyrir vikið. Eg er að vakna þetta 6-8 sinnum og á
stundum erfitt með að festa svefninn aftur því þá heyri ég
hljóð úr umhverfinu sem trufla mig. Ég er orðinn 53 ára
gamall og þetta er í fyrsta sinn sem ég á við svona vandamál
að stríða því ég hef alltaf sofið eins og steinn. Konan segir
þetta mál vera tengt því að ég sé stressaður og hafi áhyggjur
en mér finnst ég ekki hafa neitt meiri áhyggjur en ég hef
haft.
Líklega hefur kon-
an þín rétt fyrir
sér og eitthvað er
að plaga þig þó
svo þú gerir þér
ekld grein íyrir
því. Á þínum aldri
verða oft breyting-
ar hjá fólki, börn-
in eru farin og
vinnan hefur
stundum breyst.
Skoðaðu vel líf þitt og athugaðu hvort þú sérð eitthvað
sem getur orsakað þetta. Kannski er samband ykkar eitt-
hvað brösótt eða þá að þú hefur verið undir álagi lengi og
það er að koma niður á þér nú.En heimatilbúin ráð eru
nokkur. Fara í gönguferðir á kvöldin, drekka heitt kakó
eða jurtate, borða kolvetnaríkan mat eins og t.d. brauð-
sneið fyrir svefn eða gera jógaæfingar. Svo má alltaf fara
á fætur og þrífa, sú tilhugsun svæfir mann oft hratt og vel
■ HUflÐ ER Á SEYDI?
ITC - FÉLAGAR FAGNA Á „DEMANTSÁRI"
I tilefni 60 ára afmælis ITC og þess að liðin eru 25
ár frá stofnun fyrstu deildarinnar hér á landi,
standa Landssamtök ITC á íslandi fyrir afmælishá-
tíð á Broadway föstudaginn 27. nóvember kl. 19.00.
Þangað hafa m.a. boðað komu sína tveir góðir gest-
ir, sem eru forseti alþjóðasamtakanna E.Jean Turner
og Vilna Wilkinson varaforseti III. svæðis, sem
Landssamtökin heyra til.
Veislan er í umsjá ITC - deildarinnar Isafoldar
sem stofnuð var í Reykjavík á fyrra ári. Þar eru kon-
ur sem starfað hafa í samtökunum árum saman og
eru margar þeirra fyrrverandi félagar, sem aftur hafa
komið til leiks. Að öðru leyti eru ITC - samtökin
opin bæði körlum og konum, og á þessu tvöfalda afmælisári er Vilhjálmur Guðjóns-
son forseti Landssamtakanna, lyrstur karla.
Enn er hægt að tilkynna þátttöku á afmælisfagnaðinn, hjá:Fanneyju, s: 588
9328, Helgu s: 557 8441, og Hildi s: 553 2799.
HOFUDBORGABSVÆÐIÐ
Upplestur á Súfistanum
Bókakynningin á Súfistanum í kvöld er
helguð fimm rithöfundum sem fyrir
þessi jól senda frá sér sín fyrstu skáld-
verk. Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir. Lestur rithöfundanna er túlkað-
ur á táknmáli um leið og lesið er.
Félag eldri borgara í Ásgarði.
Margrét H. Sigurðardóttir verður til við-
tals í dag, panta þarf tíma í síma 588
211. Bridge í dag kl. 13. Bingó í kvöld,
kl. 19.45, góðir vinningar.
Norðurljós
Laugardaginn 28. nóvember verða þriðju
og síðustu tónleikar Norðurljósa, Tón-
listarhátíðar Musica Antiqua haldnir í
Langholtsldrkju kl. 17.
LANDIÐ
Tjarnarkvartettinn á Akureyri
Um síðustu helgi hélt kvartettinn út-
gáfutónleika fyrir fullu húsi í Reykjavík,
nú á að endurtaka leikinn norðan heiða
og verða tónleikarnir haldnir í Sam-
komuhúsinu á Akureyri á föstudags-
kvöldið kl. 21.
Eirikur Smith á Húsavík
Listmálarinn Eiríkur Smith opnar sýn-
ingu í Safnahúsinu á Húsavík laugardag-
inn 28. nóvember kl. 16. Sýningin stend-
ur til 6. desember og er opin daglega frá
kl. 14-20.
Ráðstefna á Dalvík
Föstudaginn 27. nóvember verður haldin
ráðstefna um málefni ungs fólks í Víkur-
röst á Dalvík. Undirbúningur og fram-
kvæmd hefur verið í höndum nemenda-
ráðs Dalvíkurskóla. Ungir sem aldnir eru
kvattir til að mæta. Skemmtun að ráð-
stefnu lokinni.
Tónleikar í Reykholtskirkju
Fyrstu tónleikar Tónlistarfélags Borgar-
íjarðar á þessu starfsári verða í Reyk-
holtskirkju, laugardaginn 28. nóvember
kl. 16. Þar koma fram Karlakór Reykja-
víkur og Drengjakór Laugarneskirkju
undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar og
undirleik Onnu Guðnýjar Guðmunds-
dóttir. Einsöngvari er Signý Sæmunds-
dóttir.