Dagur - 03.12.1998, Page 3

Dagur - 03.12.1998, Page 3
FIMMTVDAGUR 3. DESEMBER 1998 - 19 LÍFIÐ í LANDINU Rafsegulbylgjur frá GSMsímum Hvort rafsegulbylgjurfrá GSM símum valda krabbameini eða öðrum súkdómum hejur lengi verið ágreiningsefni. Erfitt er að sanna eða afsanna skaðsemi slíkra bylgna, þó svo mælingar á þeim hafifariðfram um ára- bil. „Það hefur ekki hingað til verið hægt að sýna fram á tengsl krabbameins og rafseg- ulsbylgna sem notaðar eru í fjarskiptum,“ segir Þórður Helgason, yfirmaður eðlisfræði- og tæknideildar Landspítalans, en hann hef- ur um árabil fylgst með rannsóknum á áhrif- um rafsegulbylgna á lífverur, sérstaklega í sambandi við GSM síma og annað er gefur frá sér rafsegulbylgjur. Skoðanir eru sldptar á því hvort GSM símar valda kvillum og sjúkdómum og helst til þess tekið að þeir gefí frá sér rafsegulbylgjur sem geti hitað heilann eða valdið trufíunum á starfsemi Iík- amans. „Líkaminn myndar sjálfur rafsegul- bylgjur eða rafsegulsvið við ýmsa starfsemi, til dæmis þegar hjartað slær eða hendi er hreyfð og vöðvar spenntir. Þessi svið eru miklu sterkari en þau sem komast inn í lík- aman frá GSM símaum,“ segir Þórður. Geislar fara í beinar linur „Niðurstöður rannsókna benda eindregið til þess að bylgjur þær sem GSM símar gefa frá sér séu algjörlega hættulausar," segir Þórður. „Þær eru mjög veikar þegar þær koma að lík- amanum og framleiðendur símanna reyna í sífellu að minnka útsenda orku þeirra. Sum- ir símar til dæmis þeir sem opnast í L, stað- setja Ioftnet þeirra þannig að sem minnst af bylgjunum sé sent í átt að höfðinu. Og sím- inn gefur ekki frá sér bylgjur stöðugt, heldur eingöngu á meðan verið er að senda upplýs- ingar.“ Þórður útskýrir að þó svo sá sem heldur á símanum og talar í hann, tali samfleytt og sá sem taki á móti samtalinu fái samfelldar setningar eða tal til sín, þá þurfí síminn ekki að vinna þannig. Hægt er að safna talinu eða upplýsingunum saman í stutt skeyti og senda þau með miklum hraða sem ekki er í neinu samræmi við hraðann sem talað er á. Þannig er síminn ekki alltaf að senda frá sér bylgju þótt talað sé í hann. Þetta sé gert bæði til að spara rafhlöður símanna og einnig til að minnka geislun frá þeim. En símar sem gefa frá sér sem svarar 2 vöttum af rafsegulgeislun, sem sé talsvert meira en flestir símar gera, beini minna en helmingi geislanna að höfði þess sem talar og hinum helmingnum frá því. Það helgast af því að geislarnir fara bara í beinar línur að mestu hornrétt út frá loftnetinu. Hitatilfinning í höfði Sumir notendur GSM síma kvarta undan mikilli hitatilfinningu hafi þeir talað lengi í símann og telja það merki hitageislunar. Þórður er fljótur að afgreiða það: „Ef maður talar í venjulegan síma í klukkutíma, þá er manni nú orðið heitt á eyrunum og sjálfsagt orðinn þreyttur í öxlunum af því að halda tólinu. Hitinn frá þeim geislum er tækið gef- ur frá sér er einfaldlega ekki nógu mikill til að hann geti valdið miklum óþægindum, hvað þá heldur truflunum á líkamsstarfsem- inni.“ Þórður dregur upp mikinn doðrant á þýsku sem inniheldur skýrslur og rannsóknir varðandi rafsegulbylgjur og sýnir mynd þar sem síma er haldið að höfði manns og hita- stigið mælt nákvæmlega. „Orkuupptaka höf- uðsins fellur mjög hratt með fjarlægð þess frá loftneti, þ.a. einungis í nokkura cm fíar- lægð er hún orðin hverfandi lítil," segir hann. MöguleiM á truflmuini Hvað varðar truflanir á raftæki gegnir öðru máli. Til dæmis má sýna áhrifin á tölvur. Þórður sýnir blaðamanni áhrif símans með því að fara með hann fast að fartölvu sem er í gangi og hringja úr honum. Hann snýr símanum til og frá og endar með því að fá surg út úr hátalara tölvunnar. „Þetta getur truflað starfsemi rafeindatækja," segir hann, „sérstaklega ef þeim er haldið alveg upp við þau.“ Ástæðu þess að GSM símar eru bannaðir á sjúkrahúsum og við flugtak og lendingu flugvéla segir hann vera þá að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt. Þó möguleikarnir á truflunum séu litlir, þá séu þeir fyrir hendi og það hafi einfaldlega verið tekin ákvörðun um að banna þá. „Það er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að einhver Ieggi símann frá sér á viðkvæm tæki sem notuð eru til lækninga og einhver truflun eigi sér stað. Eg myndi held- ur ekki mæla með því sérstaldega að fólk með hjartagangráð setji símann í brjóstvas- ann, en að öðru leyti verð ég að segja það að ég sé ekkert sem styður það að frá GSM símum stafi hætta. Þær rafsegulbylgjur sem út í loftið fara umbreytast í varmaorku og eru þar með horfnar sem slíkar. Og hafa ber í huga að bylgjurnar hverfa um leið og slökkt er á viðkomandi tæki.“ Önnux umhverfisáhrif skipta máli Aðspurður um rannsóknir sem sýna það að mýs fái hækkaðan blóðþrýsting og sýni streituviðbrögð við rafsegulbylgjur sem beint er að þeim, segir hann það eiga sér aðrar skýringar. Rafsegulbylgjur á tíðni húsaraf- magns geta fengið skynhár músa til að víbra og þessi víbringur veldur streitueinkennum ef hann stendur í langan tíma. Hátalari gæti haft sömu áhrif. „Það má ekki gleyma að taka í reikninginn önnur umhverfisáhrif sem oft hafa meiri áhrif. Rannsóknir í Svíþjóð sem gerðar voru á rúmlega 400 þús. manns er bjuggu nálægt háspennustöð áttu að sýna að marktækur munur væri á tíðni hvítblæðis meðal barna þar og annars staðar. Við nán- ari skoðun kom í ljós að ekki höfðu aðrir þættir verið útilokaðir, auk þess sem munur- inn gat varla talist marktækur. En vandamál- in við að gera nógu stórar rannsóknir eru þau að erfítt er að bera saman nógu stóra hópa. Fólk sem býr í nágrenni háspennu- stöðva býr að öllu jöfnu við önnur umhverf- isáhrif sem hafa áhrif eins og mengun, því stöðvarnar eru að öllu jöfnu í borgum eða nágrenni þeirra.“ En endapunkturinn er sá að Þórður telur nánast enga hættu á því að nota GSM síma, hvað það varðar að fá sjúkdóma eða sjóða í sér heilann, það sé einfaldlega ekkert sem styðji það. -VS BÆKUR NOTTIN hefur AUGU Augu nætur iunar Nóttin hefur þúsund augu heiti á fyrstu skáld- : sögu Árna | Þórarinssonar, sem kunnur er úr fjölmiðl- um. Þetta er sakamálasaga i _________ og er söguþráðurinn í stuttu máli sá að morð er tilkynnt á Flugvallarhótelinu og blaðamaðurinn Einar er rifínn upp úr rúminu grúttimbraður til að flytja af því fréttimar. Af tilviljun fær hann að heyra ýmislegt og verður óvænt helsti heimildarmað- urinnn um glæpinn. En hann hefði betur látið renna af sér í bólinu heima. Mál og menning gefur út. Lúx Ungur heimspekinemi í Danmörku fær vinnu hjá ís- lenskum athafnamanni í Lúxemborg - smá svona bísniss, ekkert erfítt, nokk- urs konar stjórnunar- staða. Umsvif- in reynast m.a. fólgin í því að selja Þjóðveij- um flatbrauð með hangi- kjöti. Þar kynnist heim- spekineminn hinni ungversku Andreu og heillast svo að hann eltir hana til Italíu, þar sem bíða hans ævintýri í litríkri blöndu af lifsnautnum og táragasi. Þetta er innihald skáldsög- unnar Lúx eftir Árna Sigur- jónsson, sem komin er út hjá Máli og menningu. Upphækkuð jorð Mál og menning hefur gefíð út skáldsöguna Upphækkuð jörð eftir Auði Ólafsdóttur, sem er listfræðingur að mennt og er þetta fyrsta sag- an sem gefín er út eftir hana. Sagan er um stúlkuna Ágústínu se getin er í rabb- arbaragarði í ágústmánuði á norðlægri eyju, býr í turnher- bergi við hafið og Fjallið eina að baki. Hún skýtur fugla, ræktar villigróður og notar sérstætt ímyndunarafí til að hefja sig yfír hið smáa og kyrrstæða. Fylgdu mér slóð Fylgdu mér slóð heitir nýútkom- inn ljóðabók eftir Eystein Rjörnsson, og er þetta önnur ljóðabók hans, en hann hefur einnig skrifað skáldsögur og smá- sögur. Nýútkomna bókin skiptist í þijá hluta: Tíbrá, Svipir og Heiðmyrkur. Norðurljós gefur út. Þórður Helgason eryfirmaður eðlisfræði- og tæknideildar Landspítalans. V.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.