Dagur - 17.12.1998, Side 2

Dagur - 17.12.1998, Side 2
X^MT' 18 — FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 LÍFIÐ í LANDINU SMÁTT OG STÓRT Lífshættulegur kynsjúkdómur Menn þurfa ekki alltaf að fara í bókina Herra forseti til að fá góðar sögur frá Alþingi, enda gerist þar margt skondið næstum hvern dag. Hjörleifur Guttormsson hélt lengstu ræðuna um gagnagrunnsfrumvarpið á dögunum þegar hann talaði í tæpa 6 klukkutíma. Þegar svo Iangar ræður eru fluttar nenna þingmenn sjaldnast að sitja í þingsalnum og hlusta. Menn vafra um húsið og kíkja inn í þingsalinn við og við. Þannig var það með einn ágætan þingmann að hann leit við í þingsalnum þegar Hjörleifur flutti ræðu sína yfir tómum stólum. Um Ieið og þingmaðurinn opnaði hurðina og gekk inn í salinn heyrði hann Hjörleif segja: „Eg er haldinn ólæknandi kynsjúkdómi." Þing- manninum brá svo mildð þegar hann heyrði þetta að hann fékk næstum sjokk, því hann vissi ekki að Hjörleifur var að vitna í ákveðið efni máli sínu til stuðnings en ekki að tala um sjálfan sig. Hjörleifur Guttormsson. UMSJÓN: SIGURDÓR SIGURDÓRSSON „Það er mikið fagnaðarefni öll- um læsum Islend- ingum að Thor Vilhjálmsson skuli hafa sent frá sér nýja bók....“ Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur í Mhl. Engin ástæða Guðni Agústsson er einn af varaforsetum Al- þingis og getur verið býsna röggsamur sem forseti þingsins svo stundum finnst stjórnar- andstæðingum nóg um. I snarpri umræðu í þinginu á dögunum fór Asta Ragnheiður Jó- hannesdóttir mikinn og varð fyrir andsvörum sem henni sárnaði. Guðni var í forsetastóli og bað Asta um að fá að bera af sér sakir. Guðni leit til hennar hvössu augnaráði og sagði: „Eg he^TÍ að háttvirtur þingmaður óskar að bera af sér sakir,“ síðan þagnaði hann stutta stund en bætti síðan við: „Forseti sér nú enga ástæðu til þess,“ og þar við sat en þingheimur hló. Að sleppa einu enni Ekkert mál hefur verið jafn umdeilt á Alþingi í haust og gagnagrunnsmálið svo nefnda. Gár- ungar á þingi segja að skoðanir á gagnagrunn- inum séu svo skiptar að það beri að taka eitt enn úr orðinu og kalla hann: Gagnagrun. Davíð í draginu Á dögunum var í gangi jafnréttisátak og komu þingmenn og ráðherrar fram í ýmsum gerfum við þær athafnir. Þannig var Steingrímur J. Sigfússon óléttur, Davfð Oddsson að klæða sig í kvenmannsskó og I lalldór Ásgrímsson starði á sokkabuxur. Þá orti Jón Kristjánsson alþing- ismaður og er í rímorðum linur sunnlenskur framburður: Steingrírnur liggnr á laginu, (lakinu) líklega flatur á baginu. (bakinu) Halldór fékk sjokk því hann er með sokk og Davíð hann byrjar í draginu. „Þessi saga er tii- finningalegt grand-gallerí í óteljandi þáttum mannlegra sam- skipta og fjallar um sterkar og sárar tilfinningar, “ segirAtli Magn- ússon þýðandi um skáldsögu Fitz- geralds Nóttin blíð. I kompanli við Fitzgerald Nóttin blíð var fjórða skáldsaga Francis Scott Fitzgeralds og kom fyrst út árið 1934. Höfundurinn var níu ár að skrifa hana og sagt er að hún hafi verið til í sautján mismunandi gerðum. Við út- komu var bókinni ekki vel tekið og hún seldist einungis í 13.000 eintökum. Dómur seinni tíma manna er á þann veg að Nóttin blíð sé eitt athyglisverðasta verk hins hæfileikaríka en ógæfusama Fitzgeralds sem lést fjörtíu og ijögurra ára gamall. Þýðandinn Atli Magnússon hefur þýtt annað verk Fitzgeralds á íslensku, Gatsby. Hann er fyrst spurður hvað sé svo heillandi við verk rithöfundarins. „Fitzgerald hefur haft á sér orð sem skáld hinna ríku og frægu en það er ákaflega grunn skilgreining. Hann býr yfir einstöku næmi og ríkri samúð með mann- eskjunni," segir Atli. „Líklega hefur Fitzgerald alltaf upplifað sjálfan sig sem tapara og kannski var það að mörgu Ieyti grundv'öllur þess hvernig hann sá mannlífið. Eg held að þeir sem lesi bækur Fitzgeralds muni átta sig betur en áður á mörgum hliðum á sjálfum sér. Umtjöllunarefni Fitzgeralds er lífsbardaginn og þau sár sem við hljótum í Iífinu. Hann segir á einum stað: „Það er sama hvaða sár við fáum. Við teljum þau gró- in en þau eru þama alltaf og þótt merkin eftir sárin séu ekki nema á stærð við títupijónshaus þá minna þau á sig og við því er ekk- ert að gera.“ í Nóttin blíð íjallar Fitzgerald um harmsögulegt samband geð- læknis og ungrar konu. Verkið er öðrum þræði sjálfævisögulegt, og þykir veita innsýn í hjónaband einungis UTídÍr mfilÍnU NÓttÍTl ^ndarins og eiginkonu hans mall. /olfln cpm lr“;t a opnvf»ikr»híipli Hinfræga skáldsaga Tenderis theNight eftirFrancis Scott Fitzgerald erkomin út í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar blíð. SPJALL Zeldu sem lést á geðveikrahæli. Þegar Atli er spurður um helstu kosti bókarinnar segir hann: „Þessi saga er tilfinningalegt grand-gallerí í óteljandi þáttum mannlegra samskipta og fjallar um sterkar og sárar tilfinningar. Vandinn við að þýða svo tilfinn- ingamikla sögu er töluverður og snýst um að koma andblæ sögunnar til skila. Svo verða aðrir að dæma um hvernig mér hefur tekist það. Þeg- ar maður vinnur lengi að því að þýða bók þá gengur maður inn í visst samfélag og verður samferða persónum þess. Og ef þýðandi er í kompaníi við mannskap sem er orðinn honum ákaflega nákominn þá er hann skelfing um- komulaus þegar hann hefur lokið verkinu og verður að sjá á bak persónum." ■ FRÁ DEGI TIL DAGS Konum líkar vel við þögla menn. Þær halda að þeir séu að hlusta. Marcel Archard. Þetta gerðist 17. desember • 1777 viðurkenndu Frakkar sjálfstæði ensku nýlendnanna í Ameríku. • 1875 urðu óeirðir mildar í Montreal í Kanada. • 1914 voru Gyðingar gerðir brottrækir frá Tel Aviv. • 1919 samþykkti ástralska þingið átta stunda vinnudag. • 1954 var meðlimum' Kommúnista- flokksins í Hollandi bannað að gegna opinberum embættum. • 1963 var undirritaður samningur um ferðir fólks milli Vestur- og Austur- Berlínar. Þau fæddust 17. desember • 1706 fæddist Gabreille-Emilie Le Tonnelier de Breteuil, markgreifafrú af Chatelet, stærðfræðingur og hjákona Voltaires. • 1734 fæddist María I., drottning f Portúgal sem ríkti 1777-1816. • 1893 fæddist þýski leikstjórinn og leik- húsfrömuðurinn Erwin Piscator. • 1894 fæddist Arthur Fiedler, sem stjórnaði Boston Pops hljómsveitinni í aldarfjórðung. • 1903 fæddist bandaríski rithöfundur- inn Erskine Caldwell. • 1910 fæddist jazzleikarinn Sy Oliver. • 1926 fæddist nígeríska skáldið Solomon Adeboye Babalola. Vísa dagsins Níels skáldi átti erfitt í uppvextinum, konan var honum óþægur ljár í þúfu og vinir hans hrugðust honum. I ljóðabréfi segir hann: Sjúlfs afhögumflyt égfátt, fjörs á dögum leikinn grátt, síður að lögum hefég það hátt i hróðrarslögum daufum þrátt. Afmælisbam dagsins Vaslav Nijinski er talinn einn merkasti ballettdansari sögunnar, og átti þátt í að gjörbylta ballett- dansi með frammistöðu sinni í Síð- degi skógarfánans árið 1912 og Vorblóti 1913. Hann kom síðast fram árið 1919, aðeins 29 ára, vegna taugaáfalls og greindist með geðldofa. Eftir það bjó hann í Sviss, Frakklandi og Englandi. Vaslav Nijinski fæddist árið 1890 og Iést í London árið 1950. Sölumaður var að ræða við bónda á sveita- bæ þegar hann sá hanann koma labbandi í buxum, skyrtu og méð axlabönd. „Hvað gerðist eiginlega?" spurði hann bóndann. „Jú, sjáðu til,“ svaraði bóndinn. „Fyrir um tveim mánuðum kviknaði í hænsnastí- unni og allar Qaðrir á honum sviðnuðu og þá bjó konan mín til föt handa honum til að halda á honum hita.“ „Hann hlýtur að hafa fengið Ijaðrir síð- an,“ sagði sölumaðurinn. „Hvers vegna er hann þá ennþá í fötum?" Bóndinn glotti og svaraði: „Það er alveg bráðfyndið að horfa á hann reyna að halda hænunni með öðrum fætinum og ná bux- unum niður með hinum!" Veffang dagsins Alþjóðasamtök grænmetisætna hafa á boðstólum fjölbreytt eliii á Netinu, en slóðin þangað er www.ivu.org

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.