Dagur - 17.12.1998, Síða 3
1
XfcWMI-
FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1998 - 19
MENNINGARLÍFIÐ í LANDINU
Húsgagnaframleiðsla fór að langmestu leyti fram innan lands allt fram á seinni hluta þessarar aldar. Myndin er af húsgagnabólstrurum á Akureyri á millistríðs-
árunum. Myndin er úr bókinni.
.Erbamið orðið
kommúmsti?"
Bók Helga Guðmundssonar
Með framtíðina að vopni er
eins konar partur úr ævi-
sögu Helga sjálfs og af hans
lífsviðhorfum. Þess vegna
er Með framtíðina að vopni
óvenjulega líflegt rit um
sögu félags eða samtaka.
Sum þeirra eru svo annáls-
kennd og höfundurinn svo
fjarlægur efninu að enginn þráður myndasat
við lesandann. Helgi Guðmundsson er hluti
af efninu því hann var sjálfur einn af leið-
togum iðnnema lengi og þekkti sögu þeirrra
og vissi til hvers Iðnnemasambandið var til.
Það sakar ekki að bókin er fjörlega skrifuð;
þar heldur á penna maður sem er allt í senn
rithöfundur og sagnfræðingur og trésmiður.
Það er ekki slæm blanda fyrir þessa bók.
Bókin Með framtíðina að vopni er gefin út
af Máli og mynd en Iðnnemasambandið tók
ákvörðun um útgáfu sögunnar þegar sam-
bandið varð fimmtugt fyrir fjórum árum.
Það var stofnað 1944. Bókin er í fimm aðal-
köflum og kennir þar margra grasa. í fyrsta
lagi er bókin pólitísk baráttusaga. I annan
stað er hún saga iðnfræðslunnar frá meist-
arakerfinu gamla til fjölbrautaskóla nútím-
ans og loks er hún stéttabaráttusaga. Helgi
lætur sér reyndar ekki nægja að fjalla um
söguna frá 1944; hann rekur aðdragandann
og sannar að fyrsti iðnneminn á tslandi hét
auðvitað Jón Jónsson. Hvað annað, en Jón
þessi á að hafa lært prentlistina af föður sín-
um að Hólum.
Aðdragandinn
Aðdragandinn á þessari öld sem nú er að
hverfa í aldanna skaut er einkar skýr í ritinu.
Þar takast á um skeið kommúnistar og krat-
ar og er gaman að lesa orðaskipti þeirra í
blöðum og á mannamótum eins og Helgi
segir frá þeim. Sjálf heimspólitíkin speglast í
aðdraganda Iðnnemasambands Islands þar
sem íhaldsdrengir sökuðu kommúnista í
iðnnemahreyfingunni um að þeir væru und-
ir stjórn kommúnistaflokksins og síðan
„beinum þræði frá Moskva." Eitthvað er
þetta kunnuglegt þó að uppvaxandi kynslóð
augnabliksins líti á þessi skrif eins og
fornöld þar sem menn sjá lítinn mun á rúss-
nesku byltingunni og Sturlungu nema nafn-
ið.
Sérstaklega þótti mér fróðlegt að lesa um
skólasögu iðnfræðslunnar frá fyrri áratugum
þó ég hefði kosið söguna ítarlegri þegar nær
dregur nútímanum. Það kom mér skemmti-
lega á óvart - sem sýnir bara hvað ég er illa
að mér - að Jón Ofeigsson hafði samið til-
lögur um samskólann sem Helgi segir að lík-
ist fjölbrautaskólunum í dag. Mikið rétt
nema mér sýnist að tillögur Jóns hafi verið
enn framsýnni því þar er gert ráð fyrir fjöl-
breyttara framhaldsskólanámi en nú er kost-
ur á að ljúka þar sem fólk enn þann dag í
dag við aldamótin til tuttugustu og fyrstu
aldarinnar býr við þann kost í framhalds-
skólum að þar er ekki boðið upp á neitt ann-
að nám en stúdentspróf og sveinspróf. Helgi
sýnir vel átökin við meistarakerfið og sýnir
svo að Iðnnemasambandið er hætt að fella
sig við sveinsprófakerfið; í sambandinu eru
allir iðnnemar og þar með hefur æskan los-
að sig við þann klafa sem enn er um háls
þeirra eldri í gamla sveinsprófakerfinu. I
bókinni er einnig sérstaklega fróðlegt hvern-
ig skýrt er frá því er Jónas á Hriflu barðist
gegn samskólanum og fyrir unglingaskólun-
um í anda sveitastefnunnar.
Undir lestrinum hvarflaði að mér hvort
áhrif Jónasar frá Hriflu til þess að teQa
framför þjóðarinnar hafa ekki verið stórlega
vanmetin. Svo mikið er víst að unglinga-
skólarnir höfðu ekki skýr markmið svo marg-
ur lenti í öngstræti þar sem tillögur Jóns
Ófeigssonar hefðu opnað nýjar leiðir hér á
landi. Við umhugsun finnst mér að þarna
setji Helgi fingurinn á vandamál sem var of-
ríki sveitanna um áratuga skeið í íslenskum
stjórnmálum sem seinna og enn í dag bitnar
á framþróun og lífskjörum mannfélagsins
hér á landi.
Skóli fyrir stjóramálamenn
Fróðlegt er að sjá hvernig Iðnnemasamband-
ið hefur orðið eins konar skóli fyrir stjórn-
málamenn hvern á fætur öðrum. Þannig er
það enn í dag á fundum í Alþýðubandalag-
inu í Reykjavík að þar eru mörg andlit úr
iðnnemahreyfingunni og í forystu verkalýðs-
samtakanna. Þarna hafa ungir menn fengið
skólun sína. I bókinni er birt mynd af mörg-
um forystumönnum iðnnema; má ég ljóstra
því upp hér að flest alla hef ég hitt fyrir ein-
hvern tímann í félagsskrám Alþýðubanda-
Iagsins. Greinilegt er að í samtökum iðn-
nema hafa víða orðið mikil tímamót undir
forystu þessara manna þó ekki verði þvf
neitað að mest hefur kannski um skeið
munað um Sigurð Magnússon. Hann var
kosinn varamaður til alþingis og fór þar inn
22gja ára gamall yngstur allra manna sem
þar hafa komið inn fyrir dyr. Og hann lét
ekki sitja við orðin tóm heldur breytti tilveru
Iðnnemasambandsins samstundis með sér-
stökum lagaákvæðum sem treystu tekju-
grundvöll sambandsins. Iðnnemasamband
Islands hefur yfirleitt verið vinstra meginn í
tilverunni. Þar hefur margur maðurinn hlot-
ið sína pólitísku skólun bæði inn á við og út
á við. Það er líka skólun að fá á sig stimpil-
inn eins og Linda Ósk Sigurðardóttir segir
frá í tilvitnun í bók Helga: Þegar ég byijaði
1982 fórnuðu sumir höndum og sögðu:
„Guð minn góður, barnið er orðið kommún-
isti.“ Gaman væri að vita hvort svona ávörp
mæta enn foringjum Iðnnemasambandsins.
Þegar bókarútgáfunni var fagnað fyrir
nokkru kom í ljós að Iðnnemasambandið er
eitt af öflugustu félagasamtökum Iandsins
þar sem önnur samtök ungs fólks hafa kom-
ið sér fyrir. Að ekki sé minnst á íbúðirnar
sem þeir hafa haft forystu um. Og iðnnemar
hafa ekki aðeins hugsað um sín hagsmuna-
mál, þeir hafa líka og ekki síður sinnt af al-
efli alþjóðlegum samskiptum eins og Her-
ferð gegn hungri sem var fyrsta stóra pen-
ingasöfnunin á íslandi sem skilaði veruleg-
um árangri. Að ekki sé minnst á hlut Iðn-
nemasambandsins í baráttunni gegn Ap-
artheidstefnunni í Suður-Afríku. Man ég
lengi er iðnnemar beittu sér fyrir aðgerðun-
um Frelsum Mandela á Miklatorgi fyrir 10
árum. Og þar sást að dropinn holar steininn;
þó í litlu sé skilar okkur hvert skref fram á
við. Það sem við þurfum er að skilja hin
smáu skref í samhengi, heildarinnar, barátt-
unnar. Bókin með Framtíðina að vopni er
um 300 bls. að stærð. I bókinni er mikill
fjöldi mynda sem eru skemmtilegar söguleg-
ar heimildir þó það vanti ártal við nokkar
þeirra. Þá hefur óþarflega oft verið fallið fyr-
ir freistingum tölvuumbrotsins með kössum
á kassa ofan.
Hafi Helgi Guðmundsson heila þökk fyrir
bókina. Hún er góður gripur í vopnabúri
framtíðarinnar.
BÆKURl
Veisluspjöll
Þar lágu Danir í því eftir
Yrsu Sigurðar-
dóttur er bók
handa börn-
um þar sem
sagt er frá
veislu sem
Danadrottn-
ingu er hald-
in. Þar sem
leyfilegt er
að grínast
með þjóðhöfðingja Dana
prenti segir Yrsa frá því ;
allt fer í handskolum í vei;
unni og lögreglan handtek
Ijölda manns. En þau Glód
og Palli aðstoða við að greii
úr flækjunni sem veisl;
olli.
Vafa
samur
félags-
skapur
Þegar sam-
ræmdu próf-
in eru að
baki og úti-
hátíð aldar-
innar í upp-
siglingu ætlar hann Dóri
ekki að missa af öllu gríninu.
En hann lendir í vondum fé-
lagsskap og flækist í saka-
mál. Og þá kemur Sáli til
hjálpar. Um þetta og fleira
má lesa í bókinni Aðgát skal
höfð eftir Þorstein Marels-
son.
Ljjón í borgiuui
Leópold sirkusljón hrellir
borgarbúa er
heiti á barna-
bók eftir
Helga Guð-
mundsson.
Þar er sagt
frá ljóninu
sem strýkur
úr sirkusn-
um í Reykja-
vík og uppi
verður fótur og fit. Ljónið
Iendir í alls kyns ævintýrum
svo sem úti í Viðey og í Hús-
dýragarðinum, svo eitthvað
sé nefnt, Ólafur Pétursson
myndskreytti.
Þær barna- og unglinga-
bækur sem hér eru taldar
eru gefhar út af Máli og
menningu.
Hvalur
á ferðalagi
Keikó - hvalur í heimsreisu
er krakkabók eftir Kristínu
Helgu Gunnarsdóttur. Er
bókin mikð myndskreytt. Er
þar rakin saga kvikmynda-
hvalsins, allt frá því hann var
veiddur við íslandsstrendur,
myndaður og sýndur í sæ-
dýrasöfnum og þar til hann
er settur í kví í Klettsvík.
Vöxtur gefur út.
Leyudardómur
Leyndardómur
Norðureyrar
eftir Kristján
Jónsson er
sjálfstætt
framhald bók-
arinnar Leyni-
félagið. I nýju
bókinni villist
skátaflokkur
Kiddýar Mundu í
niöaþoku og kemur að landi
á draugastaðnum Norður-
eyri. Atburðarásin teygir svo
anga sína allt til Reykjavíkur.
^Skjaldborg gefur út.